Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 10

Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19- okt. 1966 Hvað segja þ eir um vanda- mál frystiiðnaðarins? Svo sem alþjóð er kunnugt hafa verið mjög á dagskrá vandámál frystiiðnaðarins. Mbl. hefur því snúið sér til nokkurra framámanna í frystiiðnaði og spurt þá um vandamál hans og þær úrbætur, sem þeir telji beztar. Fara hér á eftir svör þeirra manna er leitað var til: Einar Guðfinnsson, útgerðar- maður, Bolungarvík sagði: — Það sem veldur erfið- leikum frystiiðnaðarins er sí lækkandi verðlag afurða og hækkun á kaupgjaldi. Þá er það einnig minnkandi afli og erfiðleikar við að manna skip in. Um úrbætur er helzt að inefna, að umfram állt verðui- að halda dýrtíðinni í Skefjum. Me'ðan hún er er ekkert unnt að gera og ekki getum við breytt markaðsverðinu. Ég mundi vilja láta örva línu- veiðarnar, því að þar er þáð bezta hráefni, sem unnt er að fá. Erfitt er nú mjög að gera báta út til -línuveiða vegna tilkostnaðar. Ég er ekki kunnugur tog- araútgerð, en ég veit að þar eru miklir erfiðleikar. Þá verður að reyna að minnka birgðir innanlands, þær eru óvenjumikiar og auka mjög á vaxtabyrðina. Línuveiðin gefur bezta fiskinn og er hún ekki það mikil að unnt ætti að vera að greiða verðuppbætur á línufLs'k. Þá yrði unnt að fá eitthvað af þessu góða hrá- efni. Einar Sigurðsson, útgerðarmaður: Aðalvandamálin, sem nú ateðja að frystihúsaiðnaðinum eru þau, að allur tilkostnaður við verkun aflams og allur reksturskostnaður hefur und- anfarið aukizt gífurlega. Þetta á við um hráefni, vinnulaun, rafmagn, og allt vfðhald véla og húsa, sem er stór liður í rekstri frystihúsanna. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp stóra kostnaðarliði, sem hafa hækkað stórlega und anfarið. Hækkun á söluverði afurð- anna mætti þessum útgjöld’- um nokkuð, og var afkoman í fyrra af þeim sökum ekki sem verst, en í ár hefur alveg keyrt um þverbak með rekst- ur frystihúsanna, og er þó engan veginn farið að skella á þeim hið mikla verðfall, sem orðið hefur, einkum í Bandaríkjunum og nokkuð í Sovétríkjunum. Svo að ég fullyrði, áð fjöldinn af frysti- húsunum muni í ár verða rek- inn með bullandi tapi. Hitt stóra vandamálið, sem steðjar að frystihúsunum, annað en aukinn reksturs- 'kostnaður , er hráefnisskort- urinn. Hjá frystihúsunum í Vestmannaeyjum minnkaði hráefnið í vetur upp undir helming frá árinu áður, og verður ekki enn séð fyrir end- ann á samdrættinum í fisk- veiðunum, því allt útlit er fyrir að þorskveiðarnar haldi áfram að dragast saman. Orsakirnar fyrir þessum vandamálum eru fyrst og fremst verðbólgan, sem kallað hefur á hærra hráefnisverð, kaupgjald, og hækkað verð á allri þjónustu, sem frystihús- in hafa þurft að fá. Hráefnisskorturinn stafar mikið af samdrætti í útgerð smærri báta að 100 smálest- um, sem henta vel til veiða fyrir frystihúsin. Einkum kom mikill fiskur frá þessum bát- um á vetrarvertíðinni. Veiddu þeir í þorskanet. Nú virðist aðeins eitt neta- svæði eftir sem nokkuð kveð- ur að, og er það Breiðabugtin. Ef ekki verður fundinn grundvöllur til þess að gera út þessa bátastærð me'ð hagn- aði, þannig að eðlileg endur- nýjun geti átt sér stað, þá hverfur þessi bátastærð smátt og smátt úr sögunni, og þorsk veiðar verða þá kannske ekki stundaðar frá íslandi nema að mjög takmörkuðu leyti. Sjá þá allir hvaða örlög bíða frystihúsanna. En svona hefur þróunin einnig verið í togara- útgerðinni, og er það skortur á raunsæi, að sjá ekki, að þró- unin verður hin sama með þessa bátastærð ef ekki verð- ur að gert. Það er ekki nægt að byggja á stóru bátunum í hráefnisöflun fyrir frystihús- in. þeir vilja ekki veiða í net, enda kannske engin skilyrði til þess. Þeir vilja veiða síld og loðnu, kannske bregða fyr- ir sig þorskanót stuttan tíma — en lítið veiðist i þorskanót- ina. Það benda allar líkur til þess, að minnsta kosti stærri bátarnir, elti síldina suður og austur í haf þann örstutta tíma, sem hvorki síld né loðna veiðist hér við land. Þróunin í smíði síldarbát- arana er sú, að þeir verði smíð- aðir með síldveiðar eiraar fyrir augum, enda senniíega hag- kvæmast. ' Það verður eitthvað að gera til að leysa úr vandamálum frystihúsanna. Hér eru nokkr- ar tillögur til úrbóta: 1) Lækkun vaxta. 2) Frestun afborgana lána. 3) Niðurfelling útflutnings- gjalds. 4) Niðurfelling aðstöðugjalds á taprekstri. 5) Lækkun rafmagns. 6) Lækkun hafnargjalda. 7) Aukið hagræ’ðingarfé til lækkunar rekstrarkostnað- En það eitt hjálpar ekki að lækka tilkostnaðinn ef ekki verður séð fyrir aukinni hrá- efnisöflun. Eins og ég sagði áðan, er fyrsta skilyrðið til þess að eindúnnýjura bátaflotans geti átt sér stað það, að þeir skili hagnaði. Það er alveg það sama me'ð togarana. Þeir verða að skila hagnaði. Það verður að lækka tilkostnaðinn og auka tekjur þessara skipa. ef íslendingax ætla sér að halda áfram að veiða þorsk. Ég álít, að það megi ekki dragast stundinni lengur að koma með úrbætur í málefn- um hnaðfrystihúsanna, ef ekki á allt að stranda. Það getur oi'ðið erfiðara, þegar svo er komið, að glíma við að ná skútunni á flot en að gera þær ráðstafanir í tíma, sem komið geta í veg fyrir óhapp- ið. Einar Sigurjónsson, ísfélagi Vestmannaeyja: Aðalvandamálið er minnk- að aðstaða þeirra báta, er stunda bolfiskveiðar verði bætt með aðsto’ð hiras opin- bera, þar eð fiskiðnaðurinn er ekki fær um að greiða hærra verð fyrir fiskinn eins og nú er ástatt. Geir Zoega, forstjóri: í vetur fóru allir bátamir á loðnuveiðar, og einnig þeir bátar, er frystihúsin hugðu að myndu veiða fyrir þau, þannig að frystihúsin fengu andi hráefni Vegna samdrátt- ar bolfiskaveiðanna, en sá samdráttur stafar af of lágu fiskverði til útgerðarmanna og sjómanna, svo og minnk- andi báta- og togaraflota á þessum veiðum. Orsakir þessara vandamála álít ég vera stórhækkandi til kostnað innanlands og lækk- andi afurðaverð á erlendum markaði. Til úrbóta mæli ég með, að hið opinbera stúðli að auk- irani hagræðingu í fiskiðnað- inum; að vextir af rekstrar- og afurðalánum verði lækkað ir; að útflutningsgjöld á fisk- afurðum verði stórlækkuð; og ekki afla stóru bátarana. Það getur einnig verið, að svo lít- íð hafi aflast af þorski, að bát- arnir treystu sér ekki til þess að fara á nótina. Þetta tel ég vera fyrstu meginorsakir vandamála hraðfrystihúsanna í dag — vöntun á hráefni. í öðru lagi, þá er mjög lítið af þeim fiski, sem veiðist í net, hefur til frystingar, held- ur fer hann í saltfisk og upp á trönur. Þegar langt er að sækja fyrir netabátana, eins og t.d. í vetur þegar þeir fóru á Breiðarfjarðardjúp, í mis- jöfnum veðrum, þá hefur fiskuriran kannske verið dauð- ur í eiran til tvo sólarhringa, þegar komið er með haran að landi. Það er enginra annar fiskur öruggur fyrir frystihús in en sá, serri veiddur er á línu. Hvað er helzt til úrbóta þeirra vandamála, sem nú steðja að frystihúsun-um, þá sérstaklega með tilliti til hrá- efnisskortsins? Því vil ég svara eftir þeirri reynslu, sem ég hef fengfð á línuveiðum við Grænland í rúma fimm mánuði. Var það á enskum skipum, með enska vélameran og áhöfn, en norska fiskimenra. Þetta var á tveim- ur stórum skipum, Artic Prince, 5500 tonna, og Artic Queen, 10800 tonna. í þessum ferðum fylgdist ég með vinnu- brögðum Norðmannanna og annarra á skipunum. Á Artic Prince var veidd lúða á línu, en bæði þorskur og lúða á Artic Queen. Minna skipið hafði 20 báta, sem fóru út með línuna, en það stærra 40, á því minna voru 100 fiskimenn, á því stærra 200. Á lúðuveiðuraum tók ég eftir því, að bezti fiski- maðurinn var að jafnaði 7-8 tímum lengur að draga lín- uma, en sá sem veiddi minnst og kom fyrsf að skipinu. Sá sem kom fyrst, var með að jafraaði um 200 kíló af 1200 önglum, en sá sem dró hægast og kom því iran seiraraa, var með 4—5 tonra af sama öngla- fjölda. Á stærra skipinu var sama sagan. Þá var dregið á 3000 öngla, og var fyrsti mað- urinn iran með þetta eitt til tvö þúsund kíló þegar sá sem fór sér hægast kom að með 14—15 tonn. Því hlóð sá bát- ur, og margir tvíhlóðu. Með skipuraum var raran- sóknarskip, og björgunarskip, sem hafði eftirlrt með liltu bátunum, og leitaði nýxra miða. Eitt sinn kom ég að taU vfð skipstjórann og bað haran fara út og draga á hægri ferð og sjá hvað gerðist. Stóra skipið gerði slíkt hið sama. Þá kom í ljós, að á báðum lín- unum festust 81—86 fiskar á 100 öngla, þaranig að jafnmik- ill fiskur var- við báðar lín- urraar. Þá bað ég hánn að opna fullt fyrir spilið á það sem eftir var á línunni. Þá kom í Ijós, að aðeins 24—27 fiskar festust á. Sjórinn var mjög bjartur á þessum tíma, og gátum við séð hverraig fisk- urinra skrapp af önglunttm vegna þess áð dregið var of hratt. Einraig veit ég, að Norðmenn raota helmingi mirani beitu á hvern öngul en fslendiragar gera og gefst vel. Ef beitt er of mikið, þá festist ekki öngull- inn í kjafti fisksins og rennur þá fiskuriran af önglinum. Mín meining er, að íslenzku bátarnir ættu að fara með helmiragi styttri línu, helm- ingi minni beitu, liggja lengur yfir, og draga helmingi hæg- ara. Þá gætu þeir komið með meiri afla og meiri verðmæti í land og þá mundu línubát- arnir skila hagnaði, og línu- veiðar aukast á ný. Eitthvert félag, eða einhver stórútgerðarmaður ætti að gera út bát eiraa vertíð og reyna þessar aðferðir við línu vefðarraar. Ég er viss um að sá bátur skilar stórum hagnaði, og setur fordæmi öllum þeim bátum, sem vilja fara á lírau. Ef ríkið gerði út bát eina ver- tíð með þessum veiðiaðferð- um, er ég þess fullviss, að þar gæti orðið um framtíðar- fjárfestingu að ræða. Guðsteinu Einarsson, útgerð- armaður, Hraðfrystihúsi Grindavíkur sagði: — Vandamál frystiiðnaðar- ins eru margþætt. Reynslan frá því í sumar sannaði það að ekki er unnt að reka frysti hús öíðru vísi en með tapi eins og kaupgjald er nú orðið. Það eina, sem eran gefur eitt- hvað í aðra hönd er humarinn og heilfrystur koli, eða með öðrum orðum, það hráefrai, sem minnst virana fer í. Það þarf að lækka gengi krónunnar, en í raunirani er það engin lausn, allt verður komið í sama horf von bráð- ar, ef ekki verða gerðar nein ar hliðarrá'ðstafarair. Nú bíð- um yið eftir því að Sölumið- stöð hraðfrystihúsarana kalli okkur saman og láti okkur heyra, hvort þeir hafi nokkr- ar tillögur til úrbóta. Verið er að reikna út á vegum hrað- frystihúsanna, hve miklar kostnaðarbreytingar hafi orð- ið á þessu ári. Markaðsverð erlendis hefur alltaf verið hækkandi og það hefur haldið í okkur Mftór- unni, þar til nú, að það fer lækkandi. Á gó'ðu árunum safraaðist þó ekkert fyrir, svo að ekki er von að það geri það þegar hallar undara fæti. Allflestir tala um það að ekki sé unnt að fá lára, en ég spyr: Hvað þýðir að lána atvinnuvegum, sem ekki standa undir sér? Svarið við varadamálunum er að raú er brýn nauðsyn á að finna veg til þess að útflutniragsfram- leiðsla beti borið sig. Þessi mál eru það illa komin, að þau þarfnast skjótra aðgerða. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.