Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 14

Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 19 okt. 1966 Harmleikur á hafinu Fimm mánaða ævintýraferð brezkra fullhuga endar með skelfingu Krossinn á myndinni sýnir staðinn sem „Puffin fannst á hvolfi. EINS og fram kom í fréttum í sumar ætluðu tveir brezkir fullhugar að gera tilraun til að róa yfir Atlantshafið á opn um árabát, sem þeir kölluðu „Puffin“. Ekkert hafði spurzt til ferða þeirra þar til í síð- ustu viku, að kanadískur tundurspillir fann bát þeirra á hvolfi á miðju Atlantshafi. Þegar fréttir bárust af báts fundinum, á mánudag, sagði 47 ára gamall Breti, Bob Thirtle að nafni, þriggja barna faðir, að hann ráðgerði að róa yfir Atlantshafið á ára- bát, sem hann ætlaði að kalla „Puffin II“, en bátur þeirra félaga Davids Johnstone og John Hore hét einmitt „Puffin". Kvaðst hann ætla að gera þetta í minningu þeirra félaga. Félaganna tveggja hefur ekki orðið vart, en tundur- spillirinn, sem náði báti þeirra félaga mun væntanlegur til Lissabon á þriðjudag. Ef hann er enn sjófær ætlar Thirtle að freista þess að fara á sama bátnum, en annars ætlar hann að láta smíða annan eins. í för með sér ætlar hann að hafa tvo félaga sína, banda- ríska. Þeir félagar ráðgera að leggja upp í ferðina í maí næstkomandi ,og að hún taki 50 daga. Brezka varnarmálaráðuneyt ið sagði, að leitinni að þeim félögum Johnstone og Hore væri haldið áfram og að lík- lega hefðu þeir lent í óveðri, sem gengið hafi yfir svæðið, sem báturinn fannst á. Móðir Johnstones hefur enn ekki gefið upp alla von um, að þeir félagar kunni að vera á lífi, en talið er, að um borð í bátnum hafi verið gúm- bátur. í dagbók þeirra félaga, sem fannst í bátnum má sjá, að þeir félagar hafa verið orðnir þreyttir og vonsviknir yfir, hve ferðin hafi gengið illa. Á einum stað stendur, að þeir sigli í norðaustur í átt að skipaleiðum trl þess að geta stöðvað skip og fengið mat. Hinn 2. september hafa þeir skrifað þessa spurningu í bók ina: „Hvar eru skipin?“ Hinn 3. september sést af dagbókinni, að þeir félagar héldu, að þeir hefðu séð flug- vélar og skip þann dag og 16. september sá farþegaskip- ið Monareh bát á hvolfi á að gizka miðja vegu milli Ný- fundnalands og Portúgal. Sam kvæmt skýrslu skipstjórans var báturinn málaður rauðum og hvítum litum og voru það þá fyrstu spurnir af bátnum síðan 11. september, að banda- rískur strandeftirlitsbátur kom auga á þá félaga. Samkvæmt upplýsingum tundurspillisins varð einskis lífs vart umhverfis bátinn. Akkeri hans, sem notað er í vondu veðri lá yfir kinnung- inn. Rannsókn froskmanna leiddi ekkert í ljós, en mikill gróður er á sjávarbotninum, þar sem báturinn fannst. Brezka varnarmálaráðuneyt ið sagði í gær, er það gaf út skýrslu um fund bátsins, að aðstandendur þeirra félaga hefðu neitað því að um slys væri að ræða. Menn hafa nú þá einu von, að gúmbáturinn, sem átti að vera í bátnum, hefur ekki fundizt og maður- inn, sem teiknaði „Puffin", Colin Mudie sagði, að það gæti verið að þeir félagar væru í gúmbátnum, en vonin er lítil, því að Johnstone og Hore höfðu einungis vistir til 1. október og nokkuð að vist- um þeirra félaga fundust í bátnum. Áður en Johnstone og Hore létu úr höfn í Bandaríkjunum fengu þeir aðvörun frá banda ríska strandeftirlitinu. um að þeir væru að hætta lífi sínu með þessu ferðalagi, en þeir félagar virtust hafa óbilandi trú á sjóhæfni „Puffin", sem byggður hafi verið sérstaklega fyrir þessa ferð og kostaði um 190 þús. ísl. krónur. félaga 13 sirtnum. 30. júlí fund Vart var við ferðir þeirra ust þeir félagar eftir að ekk- ert hafði heyrzt frá þeim í 48 daga, en þá hittu þeir norskt vöruflutningaskip, og þá köll- uðu þeir: „Hvernig gengur Englandi í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu?“ Þessi mynd er tekin af þeim David Johnstone og John Hore fyrir utan strönd Virginiu í maí sl. Bátur þeirra „Puffin" fannst mannlaus á hvolfi í ssíðastliðinni viku á Atlantshafi. — Ræða Magnúsar Framhald af bls. 13 reg að komast hja áföllum, ar.nað hvort vegna óvæntra atvika eða vegna rangrar fjárlagaáætlunar, einkum í sambandi við lögboðin framlög. Að undanskildum nokkr 'um liðum, sem ég mun sérstak- lega víkja að, geri ég mér þó von ir um að ekki verði um neinar verulegar umframgreiðslur að ræða og þykir mér rétt að láta það koma fram, að öll ráðuneyti hafa verið mjög samhent fjár- málaráðuneytinu um það, að sporna gegn umframgreiðslum og forðast öll útgjöld, sem hægt hef ur verið að komast hjá. Tel ég með öllu fráleitt, að ríkisstjórnin taki sér fjárveitingavald, nema í þeim tilfellum, þegar ógerlegt er að bíða ákvarðana Alþingis. Á þetta ekki hvað sízt við um ýms ar styrkbeiðnir, sem oft er leitað með til ráðuneytis eftir af- greiðslu fjárlaga, jafnvel eftir að fjárveitinganefnd hefir synjað " þeim. í launaliðum fjárlaga ársins 1965 er aðeins reiknað með rúm- lega 3% verðlagsuppbót, en verðlagsunobót er nú orðin 15,25%. Þá er hvorki reiknað með 4% launahækkun opinberra starfsmanna á sl. sumri, sem til kom eftir undirbúning fjárlaga- áætlunar, né heidur 7% launa- hækkun samkvæmt ákvörðun kjaradóms á sl. hausti. En til þess að mæta þessum launahækkun- um, sem að nokkru leyti voru séð ar fyrir við afgreiðslu fjárlaga, voru veittar á 19. gr. fjárlaga í einu lagi 107 miilj. kr. vegna launahækkana. Var þó sýnt, að ef um verulega vísitöluhækkun yrði að ræða, er bæði orkaði á laun og tryggingabætur, þá myndi þessi fjárhæð alls ekki nægja, enda er reyndin sú, að gera má ráð fyrir, að launaút- gjöld rikissjóðs á þessu ári fari um 90 milj. kr. umfram áætlun fjárlaga. Þegar fjárlög voru af- greidd, hafði fiskverð ekki verið ákveðið, en gert hafði verið ráð fyrir því, að auðið yrði að mæta svipaðri aðstoð við sjávarútveg- inn og árið 1965 með lækkun á niðurgreiðslum á vöruverði inn- anlands. Endanlega var þó fall- izt á, að auka stuðning við sjávar útveginn um 30 millj. kr. upp í 80 millj. Var sýnt að draga yrði mjög veruleea úr niðurgreiðslum, ef auðið átti að vcra að afla alls þessa fjár á þanr: hátt. Varð þó að ráði að fella að sinni aðeins niður niðurgreiðsiu á smjörlíki og fiski og hafði raunar af ýms- um öðrum ástæðum verið talið æskilegt að fella niður flskniður- greiðslur. Þar eð niðurfelling þessara niðurgreiðslna náði að- eins til 8 rnánaða ársins, sparast ríkissjóði ekki nema um 40 millj. kr„ en hins vegar hefur hin stór- fellda lækkun smjörverðs í sum ar leitt til verulega aukinnar neyzlu þessarar vöru, þannig að um getur orðið að ræða útgjalda auka allt að 25 millj. kr., því að ekki má iækka niðurgreiðslurn- ar, ef sá árangur átti að nást, sem að var stefnt með smjörverðs- iækkuninni. Kostnaður við niður greiðslur var hins vegar nokkuð ofhátt áætlaður í fjárlögum og má því gera ráð fyrir, að um hreinan 30 millj. kr. sparnað verði að ræða á niðurgreiðslu- liðnum. Þessar tölur eru miðað- ar við niðurgreiðslur, er í gildi voru þegar fiárlagafrv. var sam- ið og aðeins nefndar hér til að gefa mynd af afleiðingum þeirra ráðstafana, sem gerðar voru fyrr á árinu. Um veruleg aukaútgjöld mun hins vegar verða að ræða síðustu mánuði ársins vegna þeg ar ákveðinna og áformaðra nýrra niðurgreiðslna á vöruverði, en á þessu stigi er ekki auðið að áætla þau útgjöld. Vafalaust verður um töluverða umframgreiðslu að ræða á fjárveitingu til Skipaút- gerðar ríkisins, enda þótt vanda- mál þess fyrirtækis hafi nú verið tekið nýjum tökum, sem ég mun síðar gera grein fyrir. Útflutnings bætur á landbúnaðarvörur munu hafa verið nokkuð vanáætlaðar, enda erfitt að áætla þann út- gjaldalið nákvæmlega. Þá er og ljóst, að ræktunarframkvæmdir hafa haldið áfram með vaxandi hraða, þannig að um nokkur um framútgjöld verður að ræða á þeim lið og einnig á framlögum ríkissjóðs til þeirra sjóða at- vinnuveganna, sem miðast við sölu afurða Loks má gera ráð fyrir, að ýmsar ríkisstofnanir þurfi á nokkuð auknu reksturs- fé að halda vegna aukinnar veltu og tilkostnaðar. Þegar saman eru taldir allir reikningar ríkissjóðs og ríkis- stofnana í Seðlabankanum var 1. okt. sl. 145 millj. kr. innistæða, en yfirdráttarskuld á aðalvið- skiptareikningi rikissióðs nam þá 248,5 millj. kr. og er þá skuld- færður allur greiðsluhalli áranna 1964 og J965 1. okt. í fyrra var yfirdráttarskuld á aðalviðskipta- reikningi ríkissjóðs 585 millj. kr. og hefir því staðan á hinum al- menna viðskintareikningi batnað á þessum 12 mánuðum um 336,5 millj. kr. Skal þá vikið að fjárlagafrum varpinu fvrir árið 1967 og þeirri meginstefnu, sem það byggist á. Stofnsett fjárlaga- og hagsýslustofnun. f fjárlagaræðu minni sl. haust lét ég í ljós þá skoðun, að ríkis- reksturinn væri nú orðinn svo umfangsmikill. að það vaeri með öllu óviðunandi, að undirbúning- ur fjárlaga og eftirlit með ríkis- rekstrinum og framkvæmd fjár- laga væru i rauninni aukastörf í fjármálaráðuneytinu, miðað við fámennt starfslið þess og hér væri um svo mikla fjármuni að ræða, að ekki væri áhorfsmál að leggja í nokkurn kostnað til þess að koma málum þessum í viðunandi horf, enda myndi sá kostnaður margfaldlega skila sér aftur, er frá liði. í samræmi við þetta sjónarmið, ákvað ríkisstjórn in snema á þessu ári að setja á stofn í fjármálaráðuneytinu sér staka fjárlaga- og hagsýslustofn- un undir forustu hagsýslustjóra ríkisins, er hafa skyldi það tví- þætta verkefni að undirbúa fjár lög og fylgjast með framkvæmd þeirra og hafa forustu um endur bætur í ríkisrekstrinum, leita að tæknilegum nyjungum og benda á leiðir til betn hagnýtingar á ríkisfé, aukins spornaðar og hag ræðingar. Öll þessi atriði hafa grundvallarþýðingu fyrir heil- brigða fjármálastjórn ríkisins og skynsamlega hagnýtingu ríkis- fjár. Til þess að tryggja svo sem bezt reikningslega yfirsýn yfir ríkisbúskapinn og gefa Alþingi kost á skýrara yfirliti um ein- staka þætti hans, eru lögin um gerð ríkisreiknings og fjárlaga, sem síðasta Alþingi samþykkti. Hagsýslustörfin eru svo náskyld gerð fjárlagaáætlana, að rétt þótti að láta þessi verkefni fylgjast að. Á undanförrum árum og áratug um hefur að þeim málum verið unnið af ýmsum sparnaðarnefnd um og síðustu árm af sérstökum trúnaðarmönnum um hagsýslu- mál undir forustu ríkisendurskoð anda. Kom þá hvað bezt í ljós sá mikli annmnrki, að hagsýslan og fjárlagagerðm voru ekki tengd saman. Ríkisendurskoðunin mun að sjálfsögðu áfram fylgjast vandlega með úlgjöldum ríkis- stofnana og þarf að vera náið samband milli liennar og hag- sýslustofnunarinnar. Þótt hér sé raunverulega um nýja stjórn- ardeild að ræða, þá eru hagsýslu málin ekki nýr útgjaldaliður rík issjóðs, því eð á árinu 1964 var varið um 900 þús. kr. til ýmiss konar hagsýslustarfa. En í áætl un fjármálaráðuneytisins nú er aðeins gert ráð fyrir embætti hag sýslustjóra og er fyrirhugað, að honum verði til aðstoðar fulltrúi í ráðuneytir.u. Hin nýja fjárlaga- og hagsýslu stofnun hefur annazt undirbún- ing og gagnasöfnun í sambandi við fjárlagafrumvarpið fyrir ár ið 1967. Fullyrði ég, að sú reynsla sem þegar er fengin af hinu nýja skipulagi, réttlæti fullkomlega til veru þess. Hagsýslustjóri gat helg að sig algerlega undirbúningi fjárlaga og gat m.a. rætt fjárlaga áætlanir allra helztu ríkisstofn- ana við forstöðumenn þeirra per sónulega og fengið þannig mun betri yfirsýn og skýringar á hin- um einstöku liðum en áður hef- ur verið auðið að leita eftir í sam bandi við undirbúning fjárlaga. Munu þessar athuganir geta greitt verulega fyrir störfum fjár veitinganefndar, enda ætlazt til, að hagsýslustjóri verði henni til| ráðuneytis. Fjárlagagerðin sjálf hefur vitanlega verið með hefð- bundnum hætti, þar eð ekki hef- ur verið auðið að siálfsögðu að kryfja svo til mergjar nú þegar þá þætti ríkiskerfisins, sem helzt kæmi til mála að breyta. En það er engum efa bundið, að þörf er rækilegrar endurskoðunar á þeim grundvallarsjónarmiðum og reglum. er ákvarða veiga- mikla þætti ríkisútgjalda. Með þessu er ekki sagt, að auðið sé að koma við stórfelldum samdrætti útgjalda ríkisins, en það er hægt á mörgum sviðum að hagnýta mun betur það fé. sem til ráðstöf unar er. Er það hvað veigamesti þátturinn í hlutverki Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar að kanna þau mál í samráði við önn ur ráðuneyti. Sennilega munu ýmsir benda á, að ekki liafi þessi rækilegi und irbúningur leitt til lækkunar rík isútgjalda. Þetta er rétt, en þó ekki nema að nokkru leyti. Ein- mitt þessi rækilegi undirbúning- ur hefur haft þær afleiðingar, að hægt hefur verið, með fullum rökum, að svnja um margvísleg ar fjárbeiðnir stofnana, og lögð hefur verið áherzla á að sporna gegn allri óeðlilegri þenslu, en jafnframt hefur verið leitazt við að áætla öll óumflýjanleg út- gjöld raunhæft, en hingað til hef ur vegna tímaskorts allt of mikið verið að því gert að skera af of miklu handahófi niður ýmsa út- gjaldaliði ríkisins með þeim ein um árangri, að komið hefur til mikilla umframgreiðslna, og hef ur þetta dregið úr nauðsynlegu aðhaldi að forstöðumönnum ríkis stofnana um að gera raunhæfar áætlanir, og dæmi munu til þess, að sumir forstöðumenn hafi áætl að fyrir niðurskurðinum. Festa og aðhald að öllum rekstrarstofn unum og framkvæmdastofnunum rikisins er hin brýnasta nauðsyn, og stofnununum verður að vera það ljóst, að þær verða að sætta sig við fjarveitingar í fjárlögum, en þá verða fjárveitingarnar líka að vera byggðar á svo raunsæju mati allra aðstæðna, að hægt sé með fullum rökum að standa Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.