Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. okt. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Anton Dohrn í Reykjavík í 100. leiðangri sínum Haldið upp á timamótin i Reykjavik, en hingað kom skipið i fyrstu för sinni árið 7955 angursstjórann, dr. Bohl, sem er fiskifræðingur að mennt, en ennfremur var staddur um borð forstöðumaður Kann- sóknarstofnunar sjávarútvegs ins Jón Jónsson, fiskifræðmg- ur. Við spurðum þá félaga dr. Bohl og Vogel, hver tilgang- ur þessarar 100. ferðar skips- ins hafi verið, og þeir svör- uðu: — Við vorum að athuga við Grænland áhrif möskvastærð- ar á fiskinn, hvernig fiskur- inn sleppur út um möskvana, svo og ýmislegt í sambandi við hlífðarkápur á netunum. Dr. Bohl vinnur við veið- arfærastofnun þýzka ríkisins í Hamborg, þar sem m. a. einn íslenzkur fiskifræðingur Guðni Þorsteinsson hefur unnið sl. tvö ár. Þessi leiðang- ur er farinn að beiðni ICNAF (Alþjóðlegrar nefndar um fiskveiðar á Norður-Atlants- hafi) og Alþjóða hafrann- sóknarráðsins. Dr. Bohl segir, að leiðang- urinn sé farinn til þess að athuga kjörhæfni hinna ýmsu veiðarfæra. I því sambandi er athuguð möskvastærð net- anna gerð þeirra o. s. frv. I ístenzkum lögum er t. d. ákveðið að möskvastærð megi ekki fara fram úr 120 mm, en leyfilegt er að klæða pokana hlífðarneti til þess að hindra skemmdir við skipshlið. Til þessa hafa verið til umræðu þrír möguleikar og var þessi ferð skipsins aðallega farin til þess að reyna nýja pólska að- ferð, þar sem möskvarnir eru stærri og hindra það að fisk- urinn sleppi ekki út úr net- inu. Ef pokinn og hlífðarnetið liggur á misvíxl kemur það út sem minnkuð möskvastærð. Þetta atriði hefur verið þrætu epli á alþjóða ráðstefnum um þessi mál, en þeir félagar á Anton Dohrn segja, að pólska aðferðin gefi góða raun. Hún styrkir pokann um leið og hún hleypir út fisk- inum, sem er of smár. • — Hve oft hefur skipið komið til íslands? — Það hefur komið árlega hingað til lands og stundum oftar en einu sinni á ári. Rannsóknarsvæði þess er allt Norður-Atlantshaf svo og Eystrasaltið. Um borð er sjúkrahús og læknir, og unnt er að gera allar minni háttar aðgerðir. Þá getur skipið að- stoðað togara og gert við smá bilanir. Um borð er og veður- fræðingur og skipið sendir út daglega skeyti um veðrið á ensku og þýzku. Skipstjórinn Ernst Vogel segir okkur, að hann hafi fyrst komið til íslands árið 1929, en þá var hann á far- þegaskipi. Aftur hafi hann komið til íslands ’40 og ’31 og eftir styrjöldina fyrst 1954 með eftirlitsskipinu Meer- katze. Þegar ákveðið hafi ver- ið að smíða Anton Dohrn hafi hann verið hafður til ráðu- neytis um smíðina og síðan orðið skipstjóri skipsins. Kvaðst hann hafa verið við skipstjórn alltaf, er skipið hef ur komið í islenzka höfn. Skipstjórinn segir, að allir um borð séu sjómenn, þ. e. þeir tilheyra ekki sjóhernum. Áhöfnin er skipuð 31 manni og er þá meðtalinn læknir, veðurfræðingur og 15 vísinda- menn. Skipið er 1000 lestir að stærð og það rúmar 50 lestir af fiski, en aflann selja þeir á þýzkum markaði eins og önnur veiðiskip. Þess má geta, að árið 1955 fann Anton Dohrn ný fiskimið milli ís- lands og Austur-Grænlands, Frá vinstri: Ernst Vogel, skipstjóri, dr. Bohl, leiðangursstjóri og Jón ónsson, fiskifræðingur í GÆRKVÖLDI fór héðan þýzka rannsóknarskipið Anton Dohrn, en það var þá í 100. rannsóknarleiðangri sínum síðan það var smiðað 1955. í fyrstu ferð skipsins fyrir tæp um 12 árum kom það einmitt hingað til lands, og því var ákveðið að halda upp á þessi tímamót í íslenzkri höfn. Við brugðum okkur um borð og ræddum við skip- stjórann, Ernst Vogel og leið- Anton Dohrn í Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Sv. Þorm.) sem kennd hafa verið við skipið og kallast Anton Dohrn bankinn. — Hver var Anton Dohrn? — Anton Dohrn var fræg- ur þýzkur fiskifræðingur, sem uppi var frá 1840 — 1909. Stofnaði hann hafrannsóknar- stofnun í Napólí, sem mikið orð fer af. Nú rekur þriðja kynslóð frá Anton Dohrn þessa stofnun. Forseti Þýzka- lands, Teodor heitinn Heuss, sem var sagnfræðingur áður en hann varð forseti skrifaði ævisögu Dohrns. Um leið og við kveðjum þá félaga segir Jón Jónsson okk- ur, að gott samstarf hafi verið með íslenzkum og þýzkum vísindamönnum á sviði fiski- rannsókna og oft hafi Þjóð- verjar aðstoðað íslendinga við þessar rannsóknir og unn- ið ómetanlegt starf á sviði ís- lenzkra fiskirannsókna, enda margir íslenzkir fiskifræðing- ar menntaðir í Þýzkalandi. Áður en við förum frá borði er okkur sýnt allt skip- ið og sannast þá það, sem þeir félagar hafa sagt okkur, skipið er allt hið fullkomn- asta. Blaðburðarfólk vaniar í eftirtalin hverfi: Laugaveg 102—177. Laugaveg — neðri Hverfisg. frá 4—62 Miðbær Skerjaf jörður sunnan Grenimelur Lynghagi Vesturgata 44—68 Sörlaskiói Þingholtsstræti flugvallar Talið við afgreiðsluna simi 22480. Söluaukning á áfengi Selt fyrir tæpar 107 milljónir I Reykjavík sl. 3 mánuði MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt yfirlit um áfengissöluna frá 1. júli til 30. sept. þessa árs. Enn fremur er þar greint frá því að' fyrstu manuði þessa árs hafi sala áfengis frá Áfengis- og tó- baksverzlun ríkisins numið sam- tals kr. 356.714.778,00, en hafi verið á sama tíma í fyrra kr. 275.465.670,00. Er því sölu- aukningin um 29%. Annars var heildarsalan þessa þrjá mánuði sem fyrst segir frá sem hér segir: Selt í og frá Reykjavík fyrir kr. 106.715.960,-, á Akureyri fyrir kr. 16.149.030,-, á ísafirði fyrir kr. 3.837.750,-, á Siglufirði fyrir kr. 2.884.635,- og á Seyðisfirði fyrir kr. 7.904. 405,00. Á sama tíma í fyrra voru þess ar tölur sem hér segir: í Reykja vík var selt fyrir kr. 88.120.636,- á Akureyri fyrir kr. 12.924.250,- á ísafirði fyrir kr. 2.485.320,- á Siglufirði fyrir kr. 2.489.340,- og á Seyðisfirði kr. 6.666.500,- Bangkok, 24. okt. — NTB-AP STJÓRN Thailands hefur ákveð ið að færa út landhelgi Thailanda úr þremur í tólf mílur, að þvi er skýrt var frá í Bangkok í dag. Maldi engin önnur ríki í móginn inan árs gerir stjórnin ráð fyrir að öll ríki hafi viðurkennt þess« ráðstöfun Þeir sem ætla að láta mig selja málverk eða önnur hstaverk fyrir jól, þurfa að láta mig vita um það sem fyrst. Sigurðtir Benediktsson Austurstræti 12 — Sími 13715.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.