Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 8
8 MORCU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1966 Dagbók ild um H. C. Andersens eina heim- daglegt líf Charles Dickens Viðtal við Elias Bredsdorff, prófessor í Cambridge HÉR á landi dvelst um þessar mundir danskur mað- ur dr. Elias Bredsdorff að nafni, en hann er prófessor við háskólann í Cambridge og forstöðumaður Department of Scandinavian Studies í Englandi. Hingað kemur dr. Bredsdorff í boði Háskóla ts- lands og heldur hann hér tvo fyrirlestra. Fyrri fyrirlestur- inn sinn hélt hann sl. mánu- dag, og fjallaði hann um samband mynda og orða í leikritum Kjeld Abell, en hinn síðari, sem fluttur verð- ur í kvöld (miðvikudag) mun fjalla um H. C. Andersen og Charles Dickens. Við hittum dr. Bredsdm-ff á hótelherbergi hans að Hótel Sögu nú á dögunum og rædd- um lítillega um rannsóknar- störf hans á sviði fyrirlestr- anna o.fL Dr. Bredsdorff sagði: — Kjeld Abell var í fyrstu þekktur sem leiktjaldamálari löngu áður en hann varð frægur sem rithöfundur. Hann málaði leiktjöld við leikhús í Kaupmannahöfn, London og París og það sem ég ætla að reyna að skýra út er hið glögga auga málar- ans, sem alls staðar kemur fram í leikritum hans, bæði í abstrakt og konkret mynd- um. Fyrirlestrinunm mun ég skipta í tvo hluta. 1 fyrsta lagi mun ég lýsa hvernig orðin í leikritum hans eru myndir, sem hann rissar upp fyrir sjálfan sig, hvort sem hann lýsir því, sem honum geðjast að eða ekki. í öðru lagi hef ég með mér 50 litmyndir, sem mér hef- ur tekizt að safna saman með hjálp ekkju Kjeld Abell og myndasafns Konunglega leik hússins i Kaupmannahöfn. Þetta safn hefur aldrei verið til á einum stað áður, og á myndunum sést hvernig hann hefur unnið úr tveimur sviðum. Abell málaði leik- tjöld við tvö verk sinna „Melodien der blev væk“ og „Eva aftjendr sin barneplikt" en síðan ekki söguna meir. Samband milli mynda og orða hans emur þar glögglega í ljós. En þótt hann hafi ekki málað leiktjöld sjálfur hefur hann um leið og hann samdi leikrit sín teiknað upp mynd ræna atburði í sögunum. Ég hef t.d. skissur, sem hann hafði gert að verki, sem hann var að vinna við, er hann lézt og þær fundist á borði hans og koma heim við síð- asta verk hans „Skrig." Þar hefur hann bæði skrifað og teiknað verkið. — Hvað um síðari fyrir- lesturinn um Andersen og Dickens? — Fyrir nokrum árum skrifaði ég bók um H. C. Aandersen og Charles Dick- ens. Margt er mjög líkt með þessum tveimur höfundum, nema Andersen hefur ef til vill skrifað í rómantískari stíl. Vitað var, að þeir höfðu skrifazt á og hjá Andersen fundust mörg bréf frá Dick- ens, en aldrei eitt einasta í fórum Dickens frá Andersen, þar eð Dickens brenndi ávallt gömul bréf. Nú hefur mér hins vegar tekizt að finna bréf Andersen til Dickens á bókasafni í Danmörk. Skýr- ingin á tilvist þeirra er sú, að Andersen skrifaði sín bréf á dönsku og lét síðan þýða þau á ensku, en dönsku útgáfurnar hafa varðveitzt að undanteknu einu, en það vildi þá svo undarlega til, að það bréf hafði Dickens gefið vini sínum og ég fann það síðan í litlu þorpsbóka- safni í Suður-Englandi. Af þessum bréfum má lesa ákaflega skemmtilega sögu. Dr Elias Bredsdorff Þeir elska og virða hvorn annan. Þeir eru báðir upp- aldir við svipaðar aðstæður, eru fátækir og jafnaldrar. Áður en þeir kynnast hafa þeir lesið verk hvors ann- ars og þeir hittast síðan í London 1847 og fallast þá nán ast í faðma af fögnuði. Næstu 10 ár skrifast þeir á og þá býður Dickgns Andersen að koma til Englands og búa með sér um tíma. H. C And- ersen þiggur boðið og hann dvelst hjá Dickens í fimm vikur, en heimsóknin endaði með skelfingu og þegar Andersen fór hengdi’ Dickens yfir rúmið, sem Andersem hafði sofið í miða sem á var letrað: „H. C. Andersen slept in this room for five weeks which seemed to the family AGES.“ (H. C. Anderselí svaf í þessu herbergi í fimm vik- ur, sem var fjölskyldunni sem aldir). Ég hef fundið bréf frá Dickens til vinar hans, þar sem hann lýsir því hve skelfi leg heimsóknin hafi verið. Þótt margt hafi verið líkt með þeim sem skáldum voru þeir mjög ólíkir menn, svo ólíkir að slíkt sambýli gat ekki blessazt. En Andersen vissi aldrei um, hve skelfileg þessi heimsókn hafði verið, og hann skildi það aldrei með an hann lifði. Dickens hætti að svara bréfum hans en hann hélt alltaf áfram að skrifa og skildi ekki, hvers vegna hann fékk ekki svar. H. C. Andersen hélt dagbók meðan á dvöl hans hjá Ðick ens stóð. Segir hún frá dag- legu lífi Dickens og er eina heimildin, sem til er um það í dag. Andersen var allt of lengi hjá Dickens. Þegar Dick ens bauð honum hafði hann reiknað með, að Andersen yrði hálfan mánuð, en hann var fimm vikur og það gerði gæfumuninn. — Hafið þér búið lengi í Englandi? — Ég hef verið í Englandi í 20 ár. Ég kom til Englands 1946 og var þrjú ár kennari við háskólann í London, en síðan var stofnað dósents- embætti fyrir mig við Cam- bridge og fluttist ég þá þang- að, og varð um leið starfs- maður „Departement og Scandinavian Studies“, og árið 1960, er forstöðumaður Downs lézt tók ég við starfi hans. — Þér eruð aðalritstjóri tímaritsins Scandinavian, er ekki svo? — Jú, Scandinavian er tímarit, sem á sér enga hlið- stæðu. Það kemur út tvisvar á ári, í maí og nóvctnber, og er gefið út í London og New York samtímis. Ég hef mér til ráðuneytis 20 mánna ritnefnd þar sem eiga sæti menn af ýmsum þjóðernum. Af hálfu fslands situr í nefndinni dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. 1 þessari nefnd starfa saman bandarískir og sovézkir menn og þar ríkir samlyndi og góður skilningur á báða bóga. Ritið er gefið út á þýzku, frönsku eða ensku, þ.e.a.s. greinar, sem berast á þessum tungumál- um eru ekki þýddar heldur birtar eins og þær berast. Tilvitnanir og annað slíkt er aldrei þýtt, heldur látið standa á frummálinu. Þá birt ast í ritinu umsagnir um all- ar nýjar bækur sem því ber- ast og gefnar eru úf á Norð- urlöndum. Dreifing blaðsins er um allan heim og það er sent til allra stærri bókasafna í öllum heimsálfum. Síðara heftið í fimmta árgangi er nú nýkomið út. Ég verð að segja, að ég hef haft mjög mikla ánægja af að ritstýra þessu blaði, enda hefur það vaxið stöðugt og örugglega allt frá upphafi. — Vilduð þér taka eitt- hvað fram að lokum? — Já, ég hef haft mjög mikla ánægju af því að heim- sækja ísland. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem hingað til lands, en landið hef ég þekkt frá barnæsku, því að ég var ekki gamall, þegar ég heill- aðist af lestri Islendingasagn anna, en allt mitt líf hef ég verið mikill aðdáandi þeirra, sagði dr. Elias Bredsdorff að lokum. Til sölu 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Njörvasund. Sérhiti, sérinn gangur. Bílskúr. Fokhelt raðhús í Garðahreppi. 6 herb. og eldhús. Tvöfald- ur bílskúr. 3ja herb. efri hæð í tvíbýlis- húsi í Kópavogi, með sér- hita og sérinngangi, að mestu fullfrágengið. íbúð- in er 90 ferm. Bílskúrsrétt- ur. , 5 herb. fokheld hæð í Kópa- vogi. Góðir greiðsluskilmál- ar. Beðið verður eftir öllu húsnæðismálaláninu og 50 þús. kr. lánað til 5 ára. Höfum til sölu raðhús við Otrateig, á' tveimur hæðum 6—7 herb. og eldhús. íbúð in er öll teppalögð í fyrsta flokks standi. Bílskúr. 3ja herb. jarðhæð við Ný- býlaveg, 100 ferm., harðvið arhurðir. Sérhiti, sérinng. 2ja herb. jarðhæð, 70 ferm., við Lyngbrekku í Kópa- vogi, í nýju húsi, með harð- viðarhurðum. Mósaiklagt bað. Teppi á stofu, en með bráðabirgða eldhúsinn réttingu. Höfum mikið úrval af 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herbergja íbúðum, víðsvegar um bæ- inn, í smíðum og lengra komið. Austurstræti 10 A 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Simar 24647 og 1522L T/7 sö/u 4ra herb. hæð og 4ra herb. ris við Þórsgötu. 5 herb. hæð í Hlíðunum. 4ra herb. kjallaraíbúð við Mávahlíð. Raðhús í Kópavogi, nýlegt hús, steinsteypt (endahús) skammt frá Hafnarfjarðar- vegi. Ámi Guðjónsson. hrl. Þorsteinn Geirsson, lögfr. Helgi Ólafsson, sölustjóri Kvöldsími 40647. Sími 2-18-70 Til sölu m. a.: Við Langholtsveg 4ra herb. 115 ferm. falleg efri hæð, sérhitaveita, bíl- skúrsréttur. Laus fljótlega. 4ra herb. góð íbúð á 3. hæð við Eskihlíð. Herbergi fylg- ir í kjallara. 4ra herb. risíbúð í steinhúsi við Hrísateig. Parhús í Kópavogi. 3 herb., eldhús og fleira, bílskúr. Einbýlishús á Seltjarnarnesi, 146 ferm., 6 herb., eldhús og fleira. Einbýlishús 7 herb., eldhús og fleira á góðum stað i Hafnarfirði Raðhús við Barðaströnd. Selj- ast fokheld, en múruð og máluð að utan. Innbyggður bílskúr. í smibum Raðhús við Hrauntungu og Vogatungu á byggingarstigi. Fokheld einbýlishús á Flötun- um. Hilmar Valdimarsson FasteignaviðskiptL Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. Fiskibátar til sölu 100—110 lesta vélbátar bæði úr eik og stáli. 70—80 lesta vélbátar, með og veiðarfæra. 60—70 Iesta nýlegir vélbátar. 60—70 lesta vélbátur, sér- staklega hagstæð kjör. 26 lesta vélbátur, mjög góður bátur. 18 lesta vélbátur i úrvals ástandi með nýlegum radar og miklum veiðarfærum. Fiskverkunarhús með góðri aðstöðu er til sölu. Höfum kaupanda að 45 lesta vélbát. Höfum kaupanda að 150—250 lesta síldveiðiskipi. Fasteigna- og skipasala Kristjáns Eiríkssonar, hrl. Laugavegi 27. Sími 14226 Kvöldsími 40396. Húseigendafélag Reykjavikur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opin kL 5—7 alla Virka daga nema laugardaga Hákon H. Kristjónsson lögfræðingur Þingholtsstræti 3. Simi 13806 kl. 4,30—6. Magnús Thorlacius bæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Þýzkir kuldaskór kvenna Ný sending. SKÓVAL Austurstræti 18. —- (Eymundssonarkjallara). Bolvikingafélagið heldur félagsvist í Hótel Sögu, norðurdyr, föstu- daginn 28. okt. kl. 20,30. Félagað fjölmennið. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.