Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ Mlðvlkudagur 26. okt. 1966 l MAO TZE - TUNG OG KÍNVERSKUR KOMMIÍNISMI PBfPlNO PhKISC f..\\ rsióu HIININi ;N"' SfAN NANKINC 'UtlUíHKAl MtM.11 t TSJANGSJa ismngkangsjan . t itTTSiÓW* >s )Ú Itsi! \S KGNMINf TAÍWAN i Hergangan mikla hefur löngu verið viðurkennd sem hetju- saga mannlegs þolgæðis. Rauði herinn átti í stöðugum bardög- um við heri Þjóðernissinna og var þeirra hvað frægastur sá, er stóð um borgina Luting við fljótið Tatu. Þegar komið var vestur til Junnan klofnaði lið kommún- ista vegna ágreinings. Hluti þess hélt í átt til Sikang undir forystu Changs Kuo- Taos og Chu Tehs, en Mao hélt áfram með menn sína norður í átt til Shiansi. f>á var eftir erfiðasti hluti leiðarinnar, ferð yfir fen og mýrar, þar sem lífshættan Ibeið við hvert fótmál. Á þessu landsvæði bjuggu svokallaðir Man-þjóðflokkar, sem reyndust hinum hrjáðu hermönnum óvin veittir, forðuðu búpeningi sín- um frá þeim og hlupu í felur með matarbirgðir sínar. Þegar matarskorturinn tók að sverfa að hermönnunum, slátruðu þeir burðarhrossum sínum — og þegar þau voru uppétin, suðu þeir leðurs'kó sína og annað, sem hugsanlegt var að nokkur næring leynd- ist í. Á leið sinni fundu þeir oft jarðávexti ýmiss konar, en margir þeirra reyndust eitrað- ir og ollu sjúkdómum, er felldu marga. Við þetta bættust stöð- Mgar rigningar og ískuldi, blaut og köld leðjan setti sár á fót- leggina og hvérgi var lyf eða hjúkrunargögn að finna. Aðeins um 7—8000 manns úr Mao Tze-tung lýsir yfir stofnun Kinverka alþýðulýðveldisins. >f Chang - Kai - chek rœnt Er fram í sótti mögnuðust deilur innan Kuomintang um það, hvort heldur ætti að snú- ast af afli gegn Japönum og láta kommúnista eiga sig á með an — eða kljást við þá fyrst og reyna að forðast fullkomna styrjöld við Japan. Chang Kai- chek komst að þéirri niður- stöðu, að kommúnistar væru í bili hættulegri andstæ'ðingar en Japanir — og taldi, að ynni hann sigur á þeim, gæti hann á eftir barizt við Japani með Kínverja sameinaða að baka sér. Gæfi hann hinsvegar kommúnistum frjálsar hendur, mundu þeir vaxa Þjóðernissinn um yfir höfuð og ná völdum, er átökunum við Japan væri lok- ið. Þá þar svo við í desember 1936, að tveir herforingjar úr herliði Þjóðernissinna hand- tóku Chang Kai-chek — rændu honum beinlínis og hótuðu að lífláta hann, ef hann ekki beitti sér af afli gegn Japönum, en léti kommúnista vera. Næsta víst er, að herforingjarnir hafi gert þetta í samrá'ði við komm únista — a.m.k. kom á vett- vang, eins og frelsandi engill, maður að nafni Chou En-lai og bauð að tryggja öryggi Changs, — ef hann tæki höndum saman við kommúnista um sameigin- lega baráttu við Japani. Þar IV. Barizt á tvennum vígstöðvum Kort þetta sýnir í stórum dráttum Ieiðina, sem Rauði her- inn fór í Göngunni miklu. Kði Maos sjálfs lifðu af þessar hörmungar og eru margir helztu forystumenn Kína í dag úr þeim hópi. Mao kom nú upp bráðabirgða stöð í Shiansi og nokkru síðar komu þangað aðrar liðssveitir kommúnista, m. a. sveitir Changs og Chu Tehs. Árið 1936 tóku kommúnistar Jenan og settust þar að. Xr Afstaða Rússa í Jenan voru kommúnistar svo að segja einangraðir fram- an af og víða var talið, að þeir hefðu verið bældir niður fyrir fullt og allt. Þeir höfðu fremur lítið samband við Moskvu eða Kominterm, sem loks höfðu þó viðurkennt forystu Maos, samkvæmt þeirri meginreglu kommúnista að — „getir þú ekki sigrað þá, skaltu eiga samvinnu við þá“. Og nú hófst enn á ný uppbygging flokksins og hersins. Mao stofn- aði þegar 1 stað skóla til að þjálfa ungt fólk í marxiskum fræðum og herna'ði og hélt á- fram að endurbæta hugmyndir sínar um skæruhernað og skrifa um þær. En fyrsta og helzta áhuga- mál hans var baráttan við Jap- an. Árið 1932 hafði stjórn sú, er kommúnistar komu á laggirnar í Kiangsi lýst stríði á hendur Japan, sem hafði stóraukið á- gang sinn upp úr 1930 og þar með torveldað Chang Kai-chek að beita sér gegn kommúnist- um, eins og hann taldi nauð- syniegt. Rétt er að geta þess hér, að þetta sama ár, — 1932 — viðurkenndi stjóm Sovét- ríkjanna þjóðernissinnastjórn- ina undir forystu Ghang Kai- cheks og tók upp stjórnmáLa- samband við hana. Haí'ði Stal- ín enga trú á að kínverskum kommúnistum tækist að ná sér á strik í bráð. Rússar höfðu verulegar á- hyggjur af útþenslu Japana í Asíu Þeir sáu sér nú hag í a'ð hvetja stjórn Þjóðernissinna til baráttu við þá og styðja þá baráttu með fé og hergögn- um. Þar með vannst tvennt. Annarsvegar gætu Þjóðernis- sinnar ekki beitt sér af jafn mikilli hörku gegn kommúnist- um. Hinsvegar var japönsku 'hættunni bægt frá landamær- um Sovétríkjanna. En þótt Rússar veittu Þjóð- ernissinnum hernaðaraðstoð, sem nam hundruðum millj- óna dollara á næstu árum, markaðist samband stjórnanna af gagnkvæmri tortryggm. Rúss ar sökuðu Þjóðernissinna um að beita sér ekki nóg gegn Jap- önum og Þjóðernissinnar sök- uðu Rússa um að styðja kín- verska kommúnistaflokkinn og miða að valdatöku hans. Þar við bættist ágreiningur út af Manchuriu járnbrautinni, sem Rússar höfðu byggt á sínum tíma, en Japanir fengið í hend- ur 1935 — og mjög gramdist Þjóðernissinnum, er Rússar gerðu varnarbandalag við Ytri- Mongoliu, sem þeir höfðu vi'ð- urkennt að lyti Þjóðernissinna- stjórninni. Þá unnu Rússar markvisst að því að auka ítök sín í Sinkiang, sem þeir höfðu einnig viðurkennt kínverskt land. með var kommúnistum bjarg- að. í skjóli stríðsins gátu þeir eflt her sinn og aðstöðu. Rauði herinn beitti óspart aðferðum Maos með góðum árangri þ.e. a'ð ráðast á óvininn, þar sem hann var veikastur fyrir og beita sterkum liðssveitum gegn einstökum sveitum óvinarins og þurrka þær þannig út eina af annari. Japanir sóttu æ lengra inn I með stuðning þeirra. Auðvelt var að hvetja íbúana til eining- ar gegn Japan, hvar í flokki éða stétt, sem menn stóðu voru þeir reiðubúnir að fórna öllu fyrir frelsi Kína. Smám saman tókst komm- únistum að sannfæra íbúana um, að þeir hefðu forystu 2 styrjöldinni og væru það afl, sem á skyldi byggja framtíð þjóðarinnar. Þeir komu á lög- um og reglu — sínum eigin lög um — þar sem hernaðurinn hafði sett allt úr skorðum og íbúarnir tóku að líta á þá sem hin einu réttu stjórnarvöld. >f V/ang Ching-wei svíkur Árið 1938 urðu Chang Kai- chek og Kuomintangflokkur- inn enn fyrir áfalli. Wang Ching wei, sem á sínum tíma hafði haft forystu fyrir vinstri armi Kuomintang og haldið lengzt uppi samstarfi við komm únista 1927, sneri nú alveg við blaðinu og snerist til liðs við Japani. í marz 1940 setti hann á laggirnar „hina nýju þjóðernis sinnastjórn Kína“ með stuðningi Japana og lýsti sjálfan sig for- seta, kvað stjórn sína vera hina einu sönnu stjórn Kuomintang og gaf út tilskipanir í nafni flokksins. Þetta gaf kommúnistum gott tækifæri til að rugla íbúana í ríminu — fólkið vissi ekki lengur hva'ða Kuomintang eða 'hvaða þjóðernissinnastjórn var á móti Japönum og hver með þeim. Árið 1941 leiddi vaxandi á- greiningur Rauða hersins og hers Þjóðernissinna til orrustu, þar sem nokkrir tugir þúsunda hermanna féllu og eftir það börðust báðir á tvennum víg- stöðvum. Þjóðernissinnar sök- uðu kommúnista um að hugsa fyrst og fremst um að auka eigin áhrifasvæði í stað þess að láta baráttuna við Japani sitja í fyrirrúmi — og kommúnistar sökuðu þjó’ðernissinna um að takmarka óeðlilega athafna- Lin Piao, núverandi landvarn aráðherra ávarpar nemendur í herskólanum í Jenan. Wang Ching-wei landið og neyddu hersveitir Chang Kai-cheks, sem skipu- lagðar voru og börðust með venjulegum hætti, til þess að hörfa undan .Þær voru á allan hátt þyngri í vöfum og stað- bundnari en sveitir Rauða hers ins, sem gátu með góðu móti athafnað sig að baki víglínu Japana, notfært sér stuðning fólksins og þannig lagt undir sig landið fet fyrir fet. í stjórnmálum beittu kommún istar hægfara umbótastefnu, fengu því framgengt, að dregið væri úr leigu af jörðum, en leyfðu stórbændum að halda eignum sínum og tryggðu þar frelsi Rauða hersins. Ásakanir beggja áttu við rök að styðjast, — Þjó'ð- ernissinnar gerðu tilraunir til að halda aftur af útþenslu kommúnista. Til dæmis fór megnið af hergögnum þeim, er fengust frá Sovétríkjunum til hers þjóðernissinna en lítið til Rauða hersins, sem varð meira og minna að treysta á vopn, sem þeim tókst að ná frá sigr- uðum Japönum e'ða flóttamönn um úr liði Þjóðernissinna. Á hinn bóginn var það líka rétt, að kommúnistar miðuðu fyrst og frems't að því að tryggja yfirráð sín. Leiddi Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.