Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 26. okt. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 15 500 milljónir manna á Indlandi BÚA FLESTIR VIÐ SULTARKJÖR Stærsta nautgripahjörð heims kemur oð engum notum, Jbví kýrin er heilög Eftir J. McGowan jr. (Associated Press) GREIN þessi um Indland er úr vikulegum greina- flokki Associated Press fréttastofunnar, sem nefn- ist „The World Today“, eða „Heimurinn í dag“. — Hefur blaðið gerzt áskrif- andi að þessum greinum, og munu þær birtast öðru hverju í framtíðinni. Eins og nafnið ber með sér er hér um mjög fjöl- breytt lestrarefni að ræða, sem lesendur blaðsins eiga vonandi eftir að hafa bæði gagn og gaman af. Grein- arnar verða ekki birtar undir neinni sameiginlegri fyrirsögn, aðeins merktar höfundi og fréttastofunni. Fjalla þær um ýmsa helztu viðburði í heiminum, þekkt fólk, íþróttir, viðskipti og fleira. Nýpu Delhi (Associated Press) f september einhversstaðar á Indlandi, sennilega í ein- hverju frumstæðu þorpi þar sem hvorki er hjúkrunarkona né læknir, mun kona hafa fætt 500 milljónasta íbúa landsins. Þessi merkisdagur varðandi íbúafjöldann var ekki hátiðlegur haldinn. Hann leið án þess að nokkur tæki eftir honum. Starfsmenn manntalsskrifstofunnar voru ekkert að hafa fyrir því að reikna út hvenær dagurinn rynni upp. Því þrátt fyrir allt, þegar fyrir eru 499,999,999 íbúar, hvað munar þá um einn til viðbótar? íbúatala Indlands er því hærri en samanlögð íbúatala Bandaríkjanna, Kanada, Mexí kó, Englands, Frakklands og Vestur Þýzkalands. Það er að eins Kína, sem hefur fleiri íbúa, en þar er áætlað að búi 750 milljónir. Fólksfjölgunin hefur alvar- leg á'hrif á, og persónulega þýðingu fyrir hvern og einn af þessum 500 milljónum íbúa Indlands. Og framtiðarhorfur íbúa númer 500,000,000 eru síður en svo glæsilegar, en þær eru m. a. sem hér seg- ir: — Líkur fyrir því að hann læri að lesa og skrifa eru einn móti þremur. — Nái hann me'ðalaldri, deyr hann 45 ára (fyrr ef barnið er stúlka) samanbor- ið við 70 ára meðalaldur i Bandaríkj unum. — Meðal tekjur hans á ári verða 324 rúpiur (um 1,815, - krónur). Og þar af fara 8 af hverjum 10 rúpíum í mat. — Möguleikar fyrir því að hann eignist útvarpstæki eru einn á móti 140, einn á móti 1,000 að hann eignist síma, ein-n á móti 3,000 að hann kaupi dagblað. Með einu getur barnið reiknað sem vísu, og það er að það gangi í hjónaband. Að- eins einn af hverjum 12,500 Indverjum giftast aldrei. Og það sem meira er, þeir gift- ast ungir (fjöldinn allur inn- an tvítugsaldurs) og eignast mörg börn. Einnig getur hann reiknað með veikindum og farsóttum, vegna lélegs mataræðis og ó- heilsusamlegs vatns og um- hverfis í heild. Einn af hverjum 50 Ind- verjum þjáist af kynsjúkdóm: einn af hverjum 200 er holds veikur. Kólera er útbreidd í Indlandi, og berklasjúklingar eru óteljandl. Nýlega var á- ætlað að 10 milljónir manna væru veikir á degi hverjum á Indlandi. Samt eru meðalút- gjöld á mann þar fyrir lyf og læknishjálp aðeins um 20 krónur á ári. Framfarir og fólksfjölgun Með viðtækri erlendri að- stoð hafa Indverjar unnið mikið á í baráttunni við sjúk dóma og hungur. Og það grát lega við þann ávinning er að hann hefur valdið hinni gífur legu fólksfjölgun í landinu. Farsóttir urðu áður milljón- um manna að bana. Árið 1918 er áætlað að 13 milljónir Ind verja hafi dáið úr inflúenzu, sem m. a. leiddi til fólksfækk unar á tímabilinu manntali 1911 til næsta manntals, ár- ið 1921. En í dag hefur tekizt að vinna bug á malaríu, bólu sótt er í rénun og aðrar far- sóttir á undanhaldi. Þurrkar gengu yfir landið nokkuð reglulega og ollu því að milljónir dóu úr hungri. Ekki er lengra síðan en árið 1943 að þessi sorgarsaga end- urtók sig. En árið 1966, þeg- ar hungursneyð vofði yfir, sendu Bandaríkin milljónir tonna af korni til Indlands og for’ðuðu íbúunum frá hungri. Þessar framkvæmdir hafa opnað flóðgáttirnar fyrir mannflóðið, sem hefur tvö- faldað íbúatölu Indlands frá því 1901. Og ef ekki verður gripið til róttækra ráðstaf- ana til að draga úr fólksfjölg uninni, mun íbúatalan enn tvöfaldast — í einn milljarð íbúa — fyrir næstu aldamót. Jafnvel núverandi íbúa- fjöldi er svo mikið álag á afkomumöguleika þjóðarinn- ar, að vestrænir menn geta varla gert sér grein fyrir því. Á Indlandi eru um 576,000 þorp með allt að fimm þús- undum íbúa. Þessar 500 millj ónir byggja land, sem er að svipaðri stærð og Argentína, þar sem 22 milljónir manna búa. íbúafjöldinn eykst um rúmlega 12 milljónir á ári, og er fjölgunin jöfn allri íbúa tölu Ástralíu. Hváða þýðingu hefur þetta fyrir venjulegt indverskt barn? Við skulum kalla hann Raj Babu. Ömurleg framtið. Raj gæti verið fæddur í Kerala-héraði á suð-vestur- strönd Indlands, þar sem íbúafjöldinn er 421 á hvern ferkílómetra. (Jafnvel á auðn um Rajasthan eyðimerkurinn ar eru 46 íbúar í hvern fer- kílómetra. Sennilega hefur ljósmóðir þorpsins tekið á móti barninu, og ekkert fæð ingarvottorð var gefið út, né heldur dánarvottorð þegar þar að kemur. Ef heppnin er með honura mun Raj búa í eins herbergja húsi, byggðu úr brenndum leir og me'ð stráþaki. Systir hans sækir vatnið í leirbrúsa í þorpsbrunninn. Sennilega er þarna ekkert rafmagn, því rafmagn er aðeins komið í tíunda hvert þorp á Indlandi. Raj gengur ekki í fötum nokkur fyrstu árin, og ef til vill eignast hann aldrei skó. Hann gengur í dhoti, indversk um buxum líkum bleyjum, sem að likindum eru úr heima ofnum dúk. Þar sem hann er Suður Indverji þekkir 'hann ekki annan mat á uppvaxtarárun- um en hrísgrjón, og lítur ekki við öðrum mat, jafnvel þeg- ar skortur er á hrísgrjónum. Sé fjölskylda hans Hindúar er mataræðið bundið við grænmeti. Má hann þá ekki einu sinni borða fisk, sem mikið er af í Indlandshafi. (Á Indlandi er einnig stærsta nautgripahjörð heims — um 250 milljónir dýra. En kýrin er heilög, svo ekkert af þessum gífurlega forða eggjahvítuefnis kemst á mat- arborð Indverja þótt þörfin sé brýn. Sannleikurinn er sá að svo miki'ð er að nautgrip- um og svo lítið fóður að mjólkurframleiðsla er engin. Sú mjólk, sem er í boði, er of dýr fyrir fátækan almúgann). Móðir Raj síður sennilega máltíðir fjölskyldunnar yfir lítilli leirfötu, og fjórða hver fjölskylda notar kúamykju fyrir eldsneyti. Foreldrarnir munu kenna Raj eitt af 14 helztu tungu- málum Indlands, eða eina af mörg hundruð mállýzkum. Vegna hinna sterku fjölskyldu tengsla hjá Hindúum, mun Raj sennilega aldrei yfirgefa þorpið sitt eða næsta ná- grenni þess, jafnvel þótt það dragi úr framtíðarmöguleik- um hans. Fjölskyldan ákveð- ur hverri hann skuli kvæn- ast, og hugsanlegt er að hann sjái ekki brúði sína fyrr en á giftingardaginn — en daginn ákve’ður stjörnuspámaður fjölskyldunnar eftir stjörnu- merkjum hjónaefnanna. Hæpið er að Raj greiði nokkurntíma opinber gjöld, þvi árstekjur undir 4,200 rúp íum (um 23,500, —) eru skatt frjálsar. Auk þess eru þeir Indverjar óteljandi, sem ættu að greiða opinber gjöld, en gera það ekki vegna þess ein- faldlega að á því sviði sem flestum öðrum er yfirvöldun- um ekki fært að fylgjast með öllum þessum mannfjölda. Að eins er skilað um 2,5 millj- ónum skattframtala á ári. ¥ Búa í bílskúr. Indverjar, sem búa í stærri borgunum bera meira úr být- um, en af því þarf ekki að leiða að líf þeirra sé auð- veldara. Gott dæmi um það er Moh- an Lal, 43 ára og matsveinn hjá tékkneskri fjölskyldu í Nýju Delhi. Hann vinnur 6V2 dag í viku, annast öll inn- kaup og matreiðslu auk þess sem hann vinnur minniháttar húsverk eins og áð bursta skó og þurrka af í borðstofunni. Laun han eru 140 rúpíur (780, — krónur) á mánuði. Mohan Lal býr ásamt konu sinni og sex af átta börnum þeirra (tvö eru flutt að heim an) í bílskúr bak við hús vinnuveitandans, og greiðir hvorki húsaleigu né ljós og hita. Kalt vatn er leitt inn í bílskúrinn, og fjölskyldan hef ur aðgang að salerni, sem fjölskyldur fjögurra annara starfsmanna tékknesku fjöl- skyldunnar nota einnig. Fjölskylda Lals skiptist á að nota fjóra charpoys, eða ofna hampbedda, til svefns, -en þegar hitar eru mestir á sumrin sefur fjölskyldan í að keyrslunni, nema þegar regn- ið hrekur hana inn í bílskúr- inn. Mohan Lal sendir einn sona sinna öðru hverju í skóla „vegna þess að blek og pappír er of dýrt“. Mestur hluti teknanna fer í mat handa fjölskyldunni. Ekki finnst Lal þröngt um sig í bíl skúrnum — hann hefur aldrei kynnst öðru betra. Það trufl- ar heldur hvorki hann né fjölskyldu hans þótt þau þurfi að baða sig, elda mat og sofa í innkeyrslunni fyrir augunum á hundruðum ann- arra þjónustufjölskyldna — líf ið er þannig. „Ég kýs heldur a’ð vinna hjá útlendingum, þeir greiða hærri laun“, segir Mohan Lal. „Stundum gefa vinnuveitend urnir auka mánaðarlaun í jólagjöf og nýjan vinnufatn- að. Það gera indverskir vinnu- veitendur ekki“. Eins og flestir Indverjar gerðist Mohan Lal stórskuld- ugur til að geta haldið veg- lega upp á brúðkaup elztu dóttur sinnar, Shokand Lal, sem þá var 19 ára, og til að greiða fjölskyldu brúðgum- ans heimanmund. „Ég varð að kaupa á hana föt, eitthvað af gull- og silfurmunum, og sérstakar gjafir handa foreldr um drengsins", segir hann. „Þetta kostaði mig 3,000 — rúp ía (tæplega 17 þúsund krónu- r). Jafnvel menntaðir Indverj ar fá sjaldan vinnu, sem hent ar hæfileikum þeirra, því samkeppnin um beztu stöðurn ar er afar hörð. Gott dæmi um þetta er Bhagat Singh, skeggjaður Indverji áð Sikh ættflokknum. Hann nam lög- fræði, en hefur undanfarin tíu ár setið daglega á strámottu fyrir framan skrifstofu flótta manna og unnið þar að bréfa skriftum og að fylla út um- sóknir fyrir ólæsa flóttamenn. B'hagat Singh neitaði að gefa upp hve mikið hann tæki í þóknun, eða hve mikið hann bæri úr býtum. En flóttamenn irnir, sem skildu aleigu sína eftir í Pakistan og eru nú með al gífurlegs fjölda heimilis- lausra landa hans, hafa að- eins ráð á að greiða nokkra aura fyrir þessa vinnu. Þetta er það fólk, sem eng- an skiptir máli hvort lifir eða deyr. Það þekkir hvorki bankainnistæður né líftrygg- ingar. Þarna eru háskóla- menntaðir menn, sem vinna við að flytja ferðamenn í hand vögnum, prófessorar, sem af- greiða í verzlunum. Það eru þessir menn, sem efna til óeirða er grunur leik ur á að einkafyrirtæki eða op inberar skrifstofur ætli að taka rafeindaheila í þjónustu sína, sem þýddi það að starfs mönnum yrði sagt upp (en auðveldara yrði t. d. að inn- heimta skatta). Þetta eru þær fimm hundruð milljónir, sem byggja Indland. Mohan Lal, kona hans og tvö af átta börnum þeirra i bílskúrnum í Nýju Delhi. 'i 1 ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.