Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 17
Miðvibudagur 26. okt. 1966 17 MORCU N BLAÐIÐ Spurning dagsins NÚ er verið'að ræða í þinginu bráðabirgðalögin til lausnar þjónadeildunni í sumar. Þess- vegna höfum við lagt fyrir tvo hótel- og veitinga- húsamenn spurningu um hvort þ‘eir telji að þörf hafi verið á þessum bráðabirgðalögum í íumar, hvort ekki hefði mátt notast við undanþágurnar fyrir hótelgesti, sem þjónar buðu og hvaða áhrif það hefði haft fyrir ferðamannastrauminn í sumar, ef þjónadeilan hefði ekki verið leyst. greiðslu í þeim gistihúsum, þar sem þeir bjuggu, en ekki á öðrum veitingastöðum, en slíka þjónustu verður að telja nauðsynlega, enda allt annað vansæmandi fyrir þjóðina í heild. í greinargerð sinni til dag- blaðanna töldu málsvarar Fé- lags framreiðslumanna að kröfur félagsins í vinnudeil- unni hafi að mestu verið „kröf- ur um samræmingar á vinnu- tilhögun í veitingahúsum og að látin yrði haldast vinnutilhög- Veitingamenn buðu þjónun- um þær sömu prósentuhækk- anir á þá liði í samningunum, þar sem slíkt átti við og þeir höfðu áður boðið og samið um við þrjú önnur stéttarfélög, þ.e. matreiðslumenn, hljómlistar- menn og ófaglært starfsfólk. Þessu höfnuðu þjónarnir. Sannleikurinn er sá, að þjón arnir létu samningana standa á tveimur atriðum, vinnutilhögun (svo sem fjölda starfsfólks) í veitingahúsum og stimpilköss- um, en þetta eru hvort tveggja atriði, sem ekki eiga að vera til umræðu í kjarasamningum. Veitingamenn buðu þjónun- um upp á, með milligöngu sáttasemjara, að fresta samn- ingunum um deiluatriðin fram á þetta haust, en þá áttu ýmsir Var þörf á bráðab irgóalög- um vegna þjónadeilunnar? Þorvaldur Guðmundsson svar aði: Setning bráðabirgðalag- anna lö. júlí um gerðardóm var aðkallandi og óumflýjan- leg nauðsyn, til þess að forða að spillt yrði árangri af allri landkynningarstarfsemi þess opinbera, einkafyrirtækja og einstaklinga, enda voru þar slíkir almennir hagsmunir þjón ustufyrirtækja, framleiðenda og annarra einstaklinga svo í húfi að allur dráttur á laga- setningu hefði getað leitt til óbætanlegs tjóns og álitshnekk- is fyrir þjóðina í heild — og þá ekki sízt fyrir framleiðslu- menn sjálfa, sem hvorki gátu né geta réttlætt verkfall sitt með fullnægjandi rökum, enda stóð deilan ekki út af fyrir sig um launakröf- ur ,svo sem félag þeirra viður kenni í greinargerð sinni til blaðanna. Félag framreiðslu- manna mun hafa veitt nokkr- um gistihúsum undanþágu að því er varðaði þjónustu við erlenda ferðamenn og sum veitingahús fengu undanþágu vegna tilgreindra samkoma eða þinghalda. Félagið ákvað hverj ir skyldu fá þá þjónustu og hverjir ekki, en takmarkaði og lamaði með öllu almenna þjón ustu veitingahúsa. Undanþágur varðandi takmarkaða þjónustu sköðuðu engan grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur fyrirtækj- anna né fullnægjandi þjónustu, enda gátu gestir erlendir sem innlendir aðeins fengið af- un sú sem tíðkast hefur nieð framreiðslumönnum og gefist vel“. Nýmæli má sem sagt eng in upp taka af hálfu eigenda, þrátt fyrir þá þróun, sem átt hefur sér stað á síðustu ár- um erlendis 1 rekstri gistihúsa og þjónustu við ferðamenn, en sem íslenzka þjóðin verður að miða við eigi ekki að fæla erlenda ferðamenn, sem góðu eru vanir, frá landinu. Fram kemur einnig í greinargerð- inni að aðallega sé amast við stimpilkössum í vínbörum, sem eiga að sýna selt magn og verð lag og tryggja rétt uppgjör við eigendur og gesti þeirra, en slíkir stimpilkassar eru víða notaðir á veitingastöðum er- lendis og ryðja sér til rúms. Pétur Daníelsson svarar: Morgunblaðið spyr mig að því, hvort þörf hafi verið á því að gefa út bráðabirgðalög- in í sumar vegna þjónadeilunn ar. Ég svara þessari spurningu hiklaust játandi og hef þó í huga rétt verkalýðsfélaga til að beita verkfallsrétti sinum, þegar sá réttur er notaður á réttan og skynsamlegan hátt, en allir ættu þó að geta ver- ið sammála um, að á slíkt hefur skort veru lega seinustu ár in, og er þjóna- verkfallið í sum ar eitt áþreifan legasta dæmið i þessa átt, en þjónar eru hæst launaða iðnaðar stéttin hér á landi miðað við vinnutímann. samningar að renna út. Þessu höfnuðu þjónarnir afdráttar- laust. Morgunblaðið spyr, hvort ekki hefði mátt notast við und- anþágur. Því er til að svara, að slíkt var aldeilis ófullnægj- andi. Undanþágur náðu ein- göngu til hótelgesta á viðkom- andi hóteli. Þannig gat hótel- gestur á einu hóteli ekki feng- ið þjónustu á öðru hóteli eða veitingastað, þar sem þjónar unnu. Einnig má benda á það, að hótelunum hefði verið alls- endis ófært að standa undir rekstri fyrirtækjanna með því að reka þau á undanþágum einum saman. Enginn starfs- grundvöllur var fyrir slíku. Benda má í þessu sambandi á, að undanþágurnar voru algjör- lega háðar duttlungum samtaka þjónanna. Ákveðinn hópur er- lendra ferðamanna sem hugðist koma til íslands hefði hætt við slíkt, hefði þjónaverkfallið haldið áfram. Fundir og ráð- stefnur, sem hér átti að halda, hefðu ekki getað fengið fyrir- greiðslu, hefði umrætt þjóna- verkfall staðið áfram. Bráða- birgðalögin voru því nauðsyn- ieg til að skera á þann hnút, sem myndazt hafði. Að lokum má geta þess, að í hópi þjóna hefur heyrzt, að bráðabirgðalögin hafi verið, úr því sem komið var, bezta lausn in til að losa þá úr þeirri úlfa- kreppu, sem þeir höfðu komið sér í með mörgum af sínum mjög svo ósanngjörnu krcfum. HELSINGFORS, 24. okt. NTB. — Aarne Saarinen, formaður komm únistaflokksins finnska, sagði í ræðu í Helsingfors um helgina, að flokkurinn muni ekki beita sér gegn því að Uhro Kekkonen verði endurkjörinn forseti. Moskvu, 24. okt. — AP. HASSAN II. konungur í Mar- okko kom til Moskvu í morgun. Þar mun hann ræða við sovézka ráðamenn og er búizt við að hann semji um aukna efnahags aðstoð frá Rússum. Símavarzla Viljum ráða nú þegar stúlku til síma- vörzlu. Vélritunarkunnátta æskileg. Upplýsingar í skrifstofunni. Glóbus hf. Lágmúla 5 _____(Innkeyrsla af Háaleitisbraut). Þýzkir kvenskór Fallegt úrval. — Ný sending. SKÓVAL Áusturstræti 18. — (Eymundssonarkjallara). Skrifstofuhcrbeigi Gott skrifstofuherbergi með innbyggðum skápum til leigu nú þegar við Klapparstíg. Upplýsingar í síma 24753. Malbikun Nú eru síðustu forvöð að malbika í haust. Undirbúningsvinnu að malbikun næsta ár er heppi- legt að vinna í vetur. Upplýsingar í síma 36454 allan daginn. Mulbikun hf. Suðurlandsbraut 6. Skrifstofuhúsnæði er til leigu að Austurstræti 17 II. hæð (Silla og Valda húsið). Upplýsingar gefa H.f. Jöklar, Austurstræti 17, Reykjavík. Fiskverkunurhús í Kefluvík Stórt fiskverkunarhús með beitingarklefum fyrir tvo báta og bjóðageymslu, ásamt viðarfærageymslu er til sölu. í húsinu er einnig verbúð,eldhús með góðum áhöldum, borðsalur og rúmgóð herbergi. — Hagstæðir greiðslumöguleikar fyrir hendi. Leiga gæti komið til greina. — Höfum einnig til sölu nokkra góða fiskibáta með góðum kjörum. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns s.f. Aðalgötu 6, Keflavík. — Sími 2570. Heima 2376. Opið virka daga kl. 17,30 — 19 nema mióvikudaga kl. 20 — 21. Sfúlkur óskast á bókbandsvinnustofu. — Upplýsingar í síma 13579 milli kl. 5 og 7 í dag. Skrifstofuhúsnæði til leigu í Aðalstræti 7. Upplýsingar frá kl. 5—7 e.h. Hjúkrunarkonur vantar á sjúkrahús Akraness nú þegar. Sjúkrahús Akraness Stúfka óskast Sendibílastoðin hf. Borgartúni 21. — Sími 24113. Skrifstofustarf Stúlka, helzt vön vélabókhaldi óskast nú þegar. — Umsóknir sendist í pósthólf 529 merkt: „Skrifstofustarf“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.