Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 26. okt. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 2! SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Uver liggur í gröf minni? (Who is buried in my grave?) Amerísk mynd, byggð á skáld- sögu eftir Bog Thomas Framleiðandi William H. Wright Leikstjóri Paul Henreid Höfuðleikandur: Bette Davis Karl Malden Peter Lawford - Efniviður ofannefndrar mynd- •r er óneitanlega allsérstæður og til þess fallinn að virkja á- buga manna til fullnustu, enda tná segja, að myndin haldi mönn «im í spennitreyju forvitni og iurðu allt frá byrjun til loka. Er ekki vafi á því, að mynd þessi á eftir að verða vel sótt, enda hefur kvikmyndahúsið lát- ið gera góðan íslenzkan texta við myndina, sem gerir hana ó- neitanlega enn aðgengilegri öll- um almenningi. Bandarísk kona missir eigin- tnann sinn, vellauðugan óðals- eiganda. Við jarðarförina mætir tvíburasystir hennar, en þær eru nánast eins útlits. Hún hafði elsk eð hinn látna eiginmann systur sinnar fyrr á tfð, en systir henn- ar hafði orðið hlutskarpari og hinn látni auðkýfingur gifzt henni, þar sem hún sagðist ganga með barn hans. Eftir jarðarför- ina heldur hin aðkomna tvíbura- eystir heim með systur sinni, og kemur þar tiil snarprar orða- aennu þeirra í milli. Kemur þar að sú aðkomna segir systur sinni að ganga á fund fjandans og akellir hurðum á eftir sér. Síðar fréttir hún, að systir hennar hafi aldrei alið neitt barn, og fær það mikið á hana. Þykist hún nú sjá berlega, a'ð eystirin hafi aðeins logið því upp, til að fá hlutdeild í auði hins Sétna manns, en hafi aldrei elsk- að hann. Og hún fyllist mann- drápsbeiskju. f»að verður lfka útfallið, að hún myrðir systur sína við fyrsta hentugt tækifæri, hefur fataskipti við hana, og er hún þá ekki þekkjanleg frá ekkjufrúnni, enda tekur hún að sér hlutverk hennar og breytist nú skyndilega úr fátæku flækingskvendi í virta og ríka ekkju með frægu ættar- nafni. AUt heppnast þetta svona íæmilega, að minnsta kosti í fyrstu. Henni tekst að læra á peningaskápinn á hinu nýja heimili sínu, blekkja einkabíl- atjórann, gamlan þjón og þjón- wstustúlku, og meira að segja virðist gríðarstór og raddmikiU hundur, sem gengur þar um gai'ða sætta sig við breytinguna sem „fait accompli“. Hún hafði komið því.svo fyrir, að svo leit út sem systir hennar hefði framið sjálfemorð með akammbyssu heima hjá sér. Hún er að vísu tilkvödd til að stað- festa, að hin látna sé systir henn- •r, hvað hún gerir, en morð- grunur virðist ekki falla á hana. >— >að er alldramtís'k sena, er hún stendur frammi fyrir unn- wsta sínum, gjörvilegum lögreglu znanni. Unnistinn glápir og gláp- ir, gat það verið að þetta væri önnur kona en unnusta hans? „Við vorum tvíburasystur“, út- skýrir „ekkjufrúin“, og lögginn ver'ður að gjöra svo vel og trúa því. Þannig virðist þetta djarfa til- tæki ætla að heppnast allvel hjá hinni fyrrum svo fátæjju og ó- lánsömu tvíburasystur. Hún situr t auð og allsnægtum og snýr þjónustufóikinu í kringum sið, eins og skopparakringlum. En dag nokkurn, þremur mánuðum eftir dauða systur hennar, kemur maður einn á fund frúarinnar, •em hún ber ekki kennsl á. Ligg- ur við að hann geri skyndibrúð- kaup til hennar í augsýn þjón- ustufólksins. Hver var þessi mað ur? Hvert var erindi hans? Fólst það kannski t hlutverki hennar •ð leggjast með þessum manni? Þannig spyr hia nýríka, glæsi- lega kona sjálfa sig. En aðkomu- maður spyr: „Hvað er að þér, Margrét? >ú ert allt öðru vísi en þú átt áð þér“. — Lengra skulum við ekki halda með þráðinn. Eins og af þessu má þegar sjá, er efxiið mjög dramatískt og, eft- ir því sem ég fæ bezt greint, all- vel farið með það í kvikmyndun og tæknilegum atriðum gerð góð skil. Bette Davls leikur tvíburasyst- urnar báðar, að sjálfsögðu vanda samasta hlutverkið. Tekst henni í báðum tilvikum að laða fram kaldgeðja, ágjarna, greinda, en grimmlynda konu, sem svífet einskis til að ná aúð og metorð- um. Kannski hefði einhver önn- ur leikkona leyst þetta verkefni eins vel eða betur af hendi. Um það er erfitt að dæma, en leikur hennar sýnist mér óaðfinnanleg- ur, með þeisi fyrirvara þó, að líklega fyrirfinnast sem betur fer heldur fátt af svona kvenpersón- um, og verður hlutverkið sjálft að teljast heldur ómanneskjulegt frá höfundar hendi. En ekki er það sök leikkonunnar. Áberandi lítið blóð þótti mér koma úr frúnni, er hún var skot- in, hvað sem valdið hefur með svo geðríka konu. — Annars sýn- ist mynd þessi eins og áður grein ir, vel úr gai'ði gerð tæknilega, og ég hefi þá trú, að hún eigi eftir að ná vinsældum hér. Fjöl- skylduharmleikir höfða jafnan til áhuga stórs hóps manna, jafn- vel þótt þeir nái ekki þeirri dramatísku spennu, sem þessi mynd býr yfir. SIMCA ‘62 Til sölu Simca Arian ’62. — Upplýsingar í síma 41094 eftir kl. 7 á kvöldin. Vörulager Tilboð óskast í góðan vörulager, aðallega kven- fatnað. Tilvalið tækifæri fyrir þá, sem vilja opna nýja verzlun eða sölumenn sem fara út á land. Lánað í 12 — 18 mán. Tilboð sendist til Mbl. fyrir mánaðamót merkt: „Hagstæð kaup — 4698“. 3ja herb. íbúð — Bílskúr Til sölu mjög góð 3ja herb. íbúð og góður bílskúr í Austurborginni. — Aðeins 3 íbúðir í húsinu. íbúðin er laus strax. Austurstræti 12. Sími 20424 Kvöldsími 10974. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu 'X- K V I K S J A HERFEHÐIN GEGN TERMÍTUNUM Hugsast getur að termítarnir hafi kom- izt tii N-Evrópu með skipum. Að minnsta kosti fundust þeir fyrst í hafnarborgum í Þýzkalandi og Frakklandi (Hamborg og La Rochelle). Hvarvetna, þar sem þeir hafa sézt hefur nánast verið lýst yfir hernaðarástandi. í Hamborg var slökkvi- liðið kallað á vettvang og hóf það stríð gegn termítunum með eiturefnum, en oft. fann slökkviliðið ekki aðra leið út úr ó- göngunum en að kveikja í húsum, sem ter- mítarnir höfðu ráðizt á. Á Spáni hefur breiður hringur af eiturefnum verið gerð- ur kringum Escorial-höliina. Á Ítalíu setti menntamálaráðuneytið á laggirnar sérstaka nefnd og veitti henni 780 millj. lírur til að berjast gegn þessum skorkvik- indum. Með myndavélum og næmum hljóðnemum reyna menn að komast á snoðir um leyndarmál termítanna. En þessi harðgerðu illvirkjar láta ekki snúa á sig og eins og stendur er ekki mikiU árangur af baráttunni gegu þeim. MOR A Júmbó minnir Álf nú á það, að þorpar- arnir þrír geti þakkað honum og vinum hans lífbjörgina. En Álfur stendur fast á sínu. — Að þú hefur farið fáránlega að ráði þínu, Júmbó, segir ekki, að ég eigi að gera það saman. — Ég hef aðeins áhuga á einu, segir hann þá, og það er að losna við ykkur. Og ég fékk lausnina . . . Hann ætlar víst að gera alvöru úr þessu, hvíslar Júmbó að Spora . . . Álfur snýr sér nú að einum þorparanna JAMES BOND og segir skipandi röddu: — Farðu aftur að skipstjóranum og sláðu hann með lurknum. — Með mestu ánægju, Álfur, segir sjó- liðinn. Eftii IAN FLEMING James Bondl “ SUCH INSUBOQDlMATlOJ MU§T WAV5 ANNOYBD Með augnaráð húsbóndans mikla, Seraf- fimo Spangs, hvílandi á mér gekk ég út úr spilavítinu með 20.000 dali í vasanum. Slík óhlýðni hlýtur að hafa farið meira en lítið í taugarnar á honum, því að næsta morg- un, þegar handsnyrtidaman í rakarastof- unni meiddi á honum fingurinn missti hann stjórn á sér og sló hana niður í gólfið. Nú fer eitthvað Vegasl að láta undan i Lm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.