Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 26. okt. 1966 17. nóv. í Reykjavík 23. í IVfílanó EINS og áður hefur verið skýrt frá leika KR-ingar við Evrópumeistarana Simment- hal frá Milano i 1. umferð keppninnar um Evrópubikar í, körfuknattleik. Italarnir hafa nú, að því er AP frétta- stofan hermir stungið upp á því að fyrri leikurinn verði í Reykjavík 17. nóvember en hinn síðari í Milano 23. nóv- ember. Samkvæmt frétt AP frétta stofunnar verða tveir Banda ríkjamenn í liðinu er það kemur hingað. þeir Steve Chubin frá San Francisco og Austin Robbins sem áður lék með háskóialiði Tennesee. I GÆRKVÖLDI komu hingað til lands dönsku fim- leikamennirnir frá Ollerup íþróttalýðháskólanum. Sýna þeir í Iþróttahöllinni í kvöld kl. 20.15 og aðra sýningu hef ur flokkurinn á morgun, fimmtudag, á sama tíma og er hún ætluð skólanemend- um. Hafði sú sýning áður verið tilkynnt kl. 17.30 á morgun, en sýningartíma hefur verið breytt og er kl. 20.15. Hinn danski flokkur hef- ur verið í sýningarferð um Bandaríkin að undanförnu og getið sér hins bezta orðs. Hefur flokkurinn sýnt fyrir eitthvað á annað hundrað þúsund manns í förinni. Fimleikar hafa verið í nokkrum öldudal hér á Iandi undanfarið en vonandi stuðl- ar koma hins danska flokks að því að áhugi fólks vakni á ný og fimleikum vaxi ás- megin og geta á næstu árum. Við hvetjum alla sem kost eiga á til að sjá sýningu þessa ágæta flokks. Danski flokkurinn sýnir í kvöld 46 milljónir íþróttaiðk- endur í Sovétríkjunum En árangurinn ekki jafngóður og áður hjá „toppmönnumM 17M 46 milljónir manna eru á einn eða annan hátt tengdar íþróttalífi í Sovétríkjunum. Á sl. 7 árum hafa 32 millj. manna unnið til „iþróttamerkisins“ þar í landi í hinum ýmsu greinum íþrótta og samtals hafa um 35 þús. manns hlotið heiðurstitil- inn „íþróttameistari“. Sérstök áherzla er nú lögð á það í Sovétríkjunum að auka íþróttaiðkun meðal barna og einnig líkamlega þjálfun í alþýðu skólum. Á árinu 1965 voru 300 rússnesk met endurbætt og Rússar settu 97 heimsmet í ýmsum greinum. Á 2i2 mótum þar sem keppt var um heimsmeistaratitla unnu Sovétborgarar 71 gullpening. Á ýmsum sviðum hefur sovézk um íþróttamönnum gengið betur á s.l. ári en áður, en á öðrum miður. Á það t.d. við um lyft- ingamennina, sem árum saman hafa verið „toppmenn“ í sinni grein, en töpuðu nú bæði í Ev- rópumeistaramótinu og heims- meistaramótinu. í nútíma fimmt arþraut, siglingum, skotfimi, hjól reiðum svo og í skauta- og skíða íþróttum, hefur Sovétmönnum vegnað ver en áður og náð lé- legri árangri. Og þó Rússar reyndust vera sterkasta frjáls- íþróttaþjóð Evrópu á Evrópu- meistarammótinu í frjálsum íþróttum, varð árangurinn til von brigða fyrir rússneska íþrótta- leiðtoga. Gífurleg áherzla er nú lögð á undirbúning Olympíuleikanna í Mexico og í Grenoble og hafa þegar verið valdir íþróttamenn til æfinga sérstaklega í 126 obrg- um og bæjum. — Subandrio Framhald af bls. 1 vlð land og þjóð með því að hylma yfir fyrirætlanir um bylt ingu, og siðar valdatöku komm únista í landinu. Réttarhöld þessi hafa vakið mikla athygli viða um heim, því að Dr. Subandrio var lengi tal- inn ganga næstur Sukarno, for- seta, að völdum. Valdaferill Dr. Subandrios var hins vegar á enda, er byltingar- tilraun kommúnista fór út um þúfur. Tilraunin vakti almenn- ing í Indónesíu mjög til umhugs- unar um, hve litlu hefði munað, að landið lenti til frambúðar í klóm Pekingsinnaðra kommún- ista. Þeir stóðu að baki bylting- artilrauninni. Keflvíkingar unnu IBH 5-1 og Breiðablik 3-0 Enska knattspyrnan ÞAR sem tveir landsleikir fóru fram á Bretlandi sl. laugardag, varð að fresta mörgum leikjum í 1. og 2. deild, en úrslit þeirra leikja er fram fóru urðu þessi: 1. deild: Arsenal — W.B.A. 2-3 Aston Villa — Sheffield U. 0-0 Blackpool — Newcastle 6-0 Sheffield W. — Fulham 1-1 2. deild: Blackburn — Norwich 0-0 Bolton — Coventry 1-1 Carlisle — Birmingham 2-0 Charlton — Bury 4-0 Crystal Palace — Rotherham i-1 Derby — Preston 5-1 Huddersfield — Millwall 2-0 Ipswich — Hull 5-4 Wolverhampton — Plymouth 2-1 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Motherwell 3-0 Hibernian — Dundee U. 2-2 Stirling — St. Mirren 3-2 Staðan er þessi: 1. deild: 1. STOKE 18 — 2. CHELSEA 17 — 3. BURNLEY 17 — 3. BURNLEY 17 4. TOTTENHAM 17 — 2. deild: 1. IPSWICH 19 — 2. HU'LL 18 3. BOLTON 18 — 4, C. PALACE 18 — LÆGÐIN, sem var fyrir norð an land í fyrradag var í gær við Færeyjar og komin norð an átt aftur hér á landi. Élja veður var á N- og NA landi en bjart veður á Suðurströnd inni og vestanlands. Snrúsél voru þó við ísafjarðardjúp. Veður var versnandi á síldir miðunum fyrir austan, norð- an áttin að aukast. TVEIR leikir „Litlu bikar- keppninnar" voru leiknir um helgina og er þá keppninni svo komið að aðeins einn leikur er óleikinn, en sá leikur ræður úr- slitum keppninnar. Leikirnir tveir um helgina voru milli Keflvíkinga og Hafn- firðinga og unnu Keflvíkingar þann leik með 5 mörkum gegn 1. Á sunnudaginn léku Keflvík- ingar við Breiðablik í Kópa- vogi og fóru leikar svo að Kefla vík vann 3-0. í Litlu bikarkeppninni er keppt um bikar er þeir Albert Guðmundsson og Axel Kristjáns son hafa gefið. Hlýtur það lið er sigrar bikar til eignar, en gef- endur gefa nýjan bikar. Nú, er einum leik keppninn- ar ólokið er staðan þannig: Keflavík 5 4 0 1 18-3 8 Akranes 5 3 1 1 22-6 7 ÍBH 6 2 2 2 9-17 6 Breiðablik 6 0 1 5 4-27 1 Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Kommúnistaflokkur Indónesíu sem var þriðji stærsti kommún- istaflokkur heims, var bannaður, eftir að tilraunin hafði farið út um þúfur. Miklar blóðsúthellingar fylgdu í kjölfar hennar. Helzta vörn Dr. Subandrios var sú, að hann hefði ekki tek- ið alvarlega þann orðróm, sem uppi var á sínum tíma um vænt- anlega tilraun komrr.úmsta til byltingar, og því láðst að skýra Sukarno, forseta, frá henni, Sukarno er enn við völd, að nafninu til, þótt valda sól hans sé nú ekki hátt á himni Indó- nesa. Herrrétturinn gaf Dr. Suband- rio 30 daga frest til að leita náð- unar — hjá Sukarno, íorseta. Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörntxm, barnabörnum og öðrum vinum og vandamönnum fyrir heimsóknir, gjafir og hlýhug, mér auðsýnt á 75 ára af- mælisdegi mínum 18. þ.m. María Eyjólfsdóttir Bankastræti 14. Innilegar þakkir færi ég vandamönnum, vinum og öðrum aðilum, sem heiðruðu mig á sjötíu ára afmæli mínu með heimsóknum, árnaðaróskum og góðum gjöf- um, hinn 12. okt. síðastliðinn. Kærar kveðjur. Lifið heil. Gunnlaugur Jósefsson, Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.