Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 2
Löggæslu- leysi - lögbrot og öreiða Iýársnóttin er liðin með hnífsstungum.fjölda af rúðum brotnum í Gagnfræðaskólanum oggæsluvelli við Njarðarholt, skemmdum á hraðbanka íslandsbanka, þar sem eftirlitsmyndavél var rifin niður og skem- md, brotist inn í Saumagalleríið og kveikt í því og síðan fjöldi annarra óknytta og vandræðamála í Mos- fellsbæ og ekki lagaðist ástandið þegar maður var barinn og misþyrmt í Álafosskvosinni nokkru seinna, við frið- sæla sveitakrá með ána hjalandi við hliðina. Þessi staða sýnir vanrækslu í löggæslumálum og skrifast það á reikning fýrrverandi dómsmálaráðherra, sem hefur nánast náð að rústa löggæslu í landinu. Nú hefur aftur lögreglunni í Mosfellsbæ boristgóður liðsauki sem er Heimir Ríkharðsson lögreglumaður.sem mun starfa að málefnum barna og ungmenna ásamt öðrum forvarnastörfum. Hann verður í nánu samstarfi við félagsmálayfirvöld sem og skóla, foreldrafélög og aðra sem koma að þessum málum hér í Mosfellsbæ. Þetta er reyndur og gegn maður og vanur þessum málaflokki, hann vinnur með unglingum t.d. á sviði íþrótta. Blaðið hafði samband við lögreglumenn vegna þesarar viðbótarlöggæslu og fagna þeir sérstaklega þessum liðsauka, sem er orðinn tímabær til stuðnings unga fólkinu. Hins vegar hafa komið upp efasemdir um stöðu félagsmálasviðsins, en ef til vill á það verulega undir högg að sækja vegna hinnar dvínandi löggæslu á undanförnum árum. Síðan er umferðarlöggæslan í algjöru lágmarki eins og annar rekstur lögreglunnar undanfarin ár og þarf í raun að brjóta upp lögreglukerfið á ný svo það vinni fyr- ir þjóðfélagið í raun. Mosfellingar búa við þjóðveg nr. I gegn um byggðarlag sitt og verða að krefjast viðunandi löggæslu á Vesturlandsveginn. Löggæslan þar hvarf einnig þegar fv. dómsmálaráðherra nánast lagði niður um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Á fundi sem haldinn var í Mosfellsbæ þann 20. janúar sl. mættu allir aðilar sem koma að málefnum barna og unglinga í bænum, ásamt fulltrúum lögreglu. Á þessum fundi var lagt til að unglingar sem til næðust utan leyfi- legs útivistartíma yrðu færðir á lögreglustöð og þangað sæktu foreldrar þá. LEIÐARI: GYLFI GUDJÓNSSON Rekslur bæjarin§ dýrari Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2000 fór fram á bæjarstjórnarfundi þann 10.11. síðastliðinn. A fundinum lögðu fulltrúar D-listans fram tillögu sem gerir ráð fyrir að rekstur mála- flokka nemi ekki hærri upphæð en 83% af skatttekjum bæjarsjóðs eins og ákveðið var í bæjarráði og hefur verið eitt megin markmið síðastliðin ár þ.e. að skila sem mestu fé til framkvæmda. Settur var rammi af hálfu bæjarráðs að 795,5 milljónir færu í rekstur. Tillagan sem lá fyrir fundinum hljóðaði upp á 874 milljónir sem sam- svarar 85,3% af áætluðum tekjum, sem er verulega hærra en áætlanir síð- ustu ára hafa gert ráð fyrir. Fulltrúar D- listans töldu að gæta yrði meira að- halds í rekstri bæjarins en gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi tillögu að fjár- hagsáætlun og að staðið yrði við fyrri áform. Þeir lögðu því til að samþykkt yrði að fela bæjarstjóra og embætris- mönnum bæjarins að gera tillögu um niðurskurð útgjalda og endurskoðun á gjaldskrám fyrir veitta þjónustu með það að markmiði að standa við fyrri áform. Útgefið af Samtökum óháðra í Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 696 0042, fax 566 6815 íþróttir: Pétur Berg Matthíassons. 861 8003 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 1. tbl. 2000 - 3. árgangur Ástæðan fyrir þessaum nauðsynlegu aðhaldsaðgerðum telja fulltrúar D-list- ans vera að á næstu árum verði fram- kvæmdaþörf bæjarins mikil og enn fremur að greiðslur vaxta og afborgana af þegar teknum lánum muni hækka verulega á næstu árum. Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi frávísunartillögu: „Meirihlutinn telur að efnisleg atriði um skoðun gjalda og tekna sé sjálfsagður hlutur í meðferð mála milli umræða ljárhagsáætlunar og telur því tillögu D-listans óþarfa og samþykkir að vísa henni frá.“ Frávís- unartillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Seinni umræða um íjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana fór fram á bæjarstjómarfundi þann 8. des. síðast- liðinn. Fulltrúar meirihlutans lögðu fram tillögu að hækkun leikskóla- gjalda í ljósi kostnaðarhækkana frá því að leikskólagjöld voru síðast hækkuð þann l. apríl 1996. Samkvæmt endurskoðaðri íjárhags- áætlun fyrir árið 1999 standa rekstrar- tekjur leikskólanna undir 31% af rekstrargjöldum en eftir breytinguna hækkar hlutfallið í 34%. Fulltrúar D- listans gátu fallist á að eðlilegt væri að hækka leikskólagjöldin þar sem þau hafa verið óbreytt frá því 1996. Hins vegar bentu þeir á að hækkun útsvarsá- lagningar og að fyrir lægi að fasteign- argjöld myndu hækka vemlega á árinu sem leiddi til mikillar útgjaldaaukn- ingar hjá heimilum í bænum sérstak- lega barnafjölskyldum. Því lögðu þeir til að hækkunin kæmi til framkvæmda í áföngum. Tillaga D-listans var felld. Varðandi afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar lagði meirihlutinn fram eftirfarandi bókun: „Rekstrar-og framkvæmdaá- ætlun bæjarsjóðs gerir ráð fyrir að skatttekjur fari í fyrsta skipti yfir millj- arðinn og verð 1.057 milljónir og hækka um 14% milli ára. Útgjöld til rekstur mál flokka að teknu tilliti til framlaga stofnana eru áætluð 822 milljónir eða tæp 78% og hækka um 8% milli ára. Framlag bæjarsjóðs til fyrir fjár- magnsliði að teknu tilliti til stofnana er því 232 milljónir eða rúmlega 22% af skatttekjum sem er í samræmi við þau markmið sem sett voru með ákvörðun fjárhagsramma. Fjármagnsliðir eru áætlaðir um 60 milljónir og er framlag rekstrar bæjarsjóðs og stofnana hans er því áætlað 175 milljónir sem er tæp- lega 17% af skatttekjum. Framkvæmdaáætlun ársins 2000 gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting verði 394 milljónir á árinu og eru stærstu verkefni ársins bygging fyrsta áfanga nýs grunnskóla til einsetningar grunnskólams í Mosfellsbæ og fjár- veitingar til fráveitumála en ljúka þarf þeim framkvæmdum fyrir 2003. Rekstrar og framkvæmda yfirlit bæjar- sjóðs gerir ráð fyrir að framkvæmdir umfram framlag rekstrar verði 230 milljónir á árinu 2000.“ Fulltrúar D-listans lögðu fram til- lögu að niðurskuði útgjalda samkvæmt tillögu meirihluta að afgreiðslu ljár- hags áætlun. Svohljóðandi bókun fylgdi: „Á 290. fundi bæjarstjómar samþykkti meiri- hlutinn að hækka álagningarprósentu útsvars úr 11.79% í 11,99%. Þessi breyting mun leiða til 15,6 milljóna króna aukinnar skattbyrði hjá íbúum Mosfellsbæjar á árinu 2000. Fulltrúar D-listans em andvígir þessari hækkun og töldu að fyrst bæri að skoða mögu- legan niðurskurð á útgjöldum bæjarins áður en til ákvörðunar um hækkun út- svars kæmi. Fulltrúar D-listans telja að í stað þess að hækka útsvar megi ná sama árangri með því að skera niður rekstrarkostnað hjá bænum án þess að til skertrar þjónustu við bæjarbúa þurfi að koma. Með hliðsjón af framangreindu gera fulltrúar D-listans í bæjarstjórn lillögur um eftirfarandi niðurskurð á rekstrar- kostnaði bæjarins á árinu 2000. Þessu fylgdu ítarlega tillögur sem allar vom felldar af meirihluta nema ein. • Öll almenn rennismiði og fræsun! • Viðgerðir og nýsmiði úr járni, áli og stáli! ■ Þjónusta og ráðgjöf við iðnaðar- og framieiðsiufyrirtæki! 0 tlosft'llsbladid

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.