Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNHLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. TEBRÚAR 1057. Dagmar Eyvind ardóttir, Kveðja GÓÐ vinkona er látin, söknuður ríkir meðal ættingja og vina. Guðlaug Sophia Dagmar Ey- vindsdóttir var fædd í Reykja- vík 17. maí 1906. Hún var yngst þriggja systkina, dóttir heiðurs- hjónanna Eyvindar Árnasonar trésmíðameistara og Sophiu Heil mann, er voru meðal þeirra, sem settu svip á bæinn á fyrri helming þessarar aldar. Heimili þeirra var þekkt af glæsibrag, góðmennsku og glaðværð. Dagmar bjó yfir óvenju traustri skapgerð. Hún tók því sem að höndum bar með æðru- leysi og ræddi ekki mikið um vandamál sín. Hjá henni sat gleðin í fyrirrúmi því dagfars- lega var lundin létt og leikandi. Ég sem þessar línur rita þekkti Dagmar frá því við stigum fyrstu sporin, og hönd í hönd lögðum við unglingar yfir At- lantsála. Vinskapur okkar hefur haldizt og aldrei borið skugga þar á, þótt leiðir hafi ekki altlaf legið saman. Hinn 22. ágúst 1926 giftist Dagmar Gunnari G. Björnssyni bankamanni, syni Guðmundar landlæknis Björnssonar og fyrri t Sr. Sigurður Einarsson í Holti, er látinn. Hanna Karlsdóttir. t Ólafía Ingibjörg Klemenzdóttir, vistkona á elliheimilinu Skjaldarvík, lézt í sjúkra- húsi Akureyrar þriðjudaginn 21. febrúar síðastl. Jarðarför- in fer fram frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 1. marz kl 1,30 siðd. Aðstandendur. t Hjrtkær móðir okkar og tengdamóðir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, er andaðist 20. febrúar sl. verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 1,30. Guðmunda Jóhansen, Hjalti Finnbogason, Inga Finnbogason, Ingibjörg Finnbogadóttir, Elías Kristjánsson, Jón Finnbogason, Júnía Stefánsdóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Helgi Elíasson. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, Kristmanns Eyleifssonar, Holtsgötu 18, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 3 e. h. Margrét Jónsdóttir, Guðjón Kristmannsson, Gunnar Kristmannsson, Ólafur Kristmannsson. konu hans Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Þau bjuggu fyrstu árin í Vestmannaeyjum en fluttust síð- ar búferlum til Reykjavíkur. Eftir fimm ára hjónaband missti Dagmar mann sinn, og stóð hún þá ein eftir með sex mánaða gamlan son þeirra, er hlaut nafn föður síns og Magnúsar föðurbróður, en þeir bræður lét- ust með stuttu millibili. Þá reyndi á hina ungu konu. Hún flutti heim til foreldra sinna með sveininn unnga, þar sem allt var gert til að hjálpa þeim og létta henni hinn þunga missi. Á heim- ili þeirra dvaldi hún þar til hún giftist öðru sinni, hinn 12. des- ember 1936 Jóhannesi Áskels- syni, jarðfræðingi og mennta- skólakenara frá Austari-Krók- um, Hannessonar bónda þar og konu hans Laufeyjar Jóhannes- dóttur. Jóhannes Áskelsson var hinn mesti öðlingsmaður, og með hon- um eignaðist Dagmar fagurt og aðlaðandi heimili. Þeim varð eins sonar auðið, er Örn heitir. Á heimili þeirra var igott að koma, þar fór saman léttleiki húsmóðuriinnar og virðuleiki og ástúð húsbóndans, sem mat konu sína að verðleikum. Fannst mér oft sem ég skynjaði þar hinn rétta tón lífsins innan dyra. Alltof fljótt dró ský fyrir sólu, og í annað sinn varð hún ekkja. Hinn 16. janúar 1961 andaðist Jóhannes snögglega, og var hann harmdauði öllum, sem til þekktu._ Þá sagði Dagmar við mig: „Ég er þakklát fyrir þær gjafir, sem mér hafa hlotnazt“. Hennar gæfa var hve létt hún átti með að sætta sig við orðinn hlut. Hún var vinmörg og trygg- lynd og ég held að hún hafi engan óvin átt. Ástríki og sam- heldni var á milli sona henn- ar, sem ólust upp saman við ástúð og mikla umhyggju for- eldra sinna. Síðasta sinni, er við töluðum saman minntist hún á þetta við mig, og þá ræddi hún um tengdadóttur sína, Erlu konu Gunnars Magnúsar, af miklum hlýleika, og litlu barnabörnin 3, sem hún unni hugástum. Nú er dapurt að Sólvallagötu 22, því þar er örn einn eftir, en hann bjó með móður sinni og var sannarlega hinn góði son- ur. Ég hugsa með samúð til Maríu systur _hennar, sem nú hefur misst einkasystur sína, en t InnUegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, Eiríks Björnssonar, trésmiðs, Garðastræti 19. Guðríður Björnsdóttir, Ráðhildur Björnsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Jakobs Jakobssonar, skipstjóra. Þórunn Jakobsdóttir, Sveinn Jónsson, Pála M. Sigurðardóttir, Ásmundur Jakobsson, Auðbjörg Jakobsdóttir, Jóhann Klausen, Jóhanna Gunnbjörnsdóttir, Jakob Jakobsson og barnabörn. með þeim var mjög kært. Björt er minningin um síðasta sam- fund þeirra, er María heimsótti Dagmar kveldið áður en hún lézt og hún kveikti öll ljós, sem til voru á heimilinu, og þær sátu lengi saman og töluðu margt og yljuðu sér við minn- ingarnar. Söknuður ríkir nú hjá stóru frændaliði og tengdafólki, sem átti vináttu hennaur. Ég sá hana tilsýndar á gÖtu nokkrum dögum áður en hún dó, við veifuðum hvor til ann- arar, en ekki kom mér það þá til hugar að þetta væri síðasta kveðjan. Nú er hún horfin, en ef trú hennar er rétt, hafa vin- ir beðið í varpa og tekið á móti henni Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Blessuð sé minning góðrar vinkonu. Katrín Helgadóttir. Fædd 17. maí 190«. Dáin 18. febrúar 1967. Kveðja frá Jakobinu Vilhjálmsdóttur. Þín vinátta mig vermdi innst í hjarta, þú varst mér eins og systir hlý og góð. Og þótt ég horfi í sorgarmyrkrið svarta mér sífelt ljómar minninganna glóð. Nú hljóðlát þér ég helga litla stundu. Minn huga vermir ætíð minning þín. Mér finnst svo margt er segir: manstu, r« undu, því margt skal þakkað elsku vina mín. Og þótt að harmur Ihuga minn nú beygi, ég hugsa vil um kærleiksorðin þín í gegnum þoku, geisla sál mín eygir. Ég Guði fel þig hjartans vina mín. (G.G. frá Melgerði.) t Hugheilar þakkir til allra fjær og nær sem auðsýndu mér hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns, Klemensar Samúelssonar. Sesselja Daðadóttir GröL t Af alhug þakka. ég ðllum þeim er á margvíslegan hátt, auðsýnt hafa mér samúð og hjálp í veikindum og við and- lát og útför mannsins míns, Böðvars Péturssonar. Ingigerður G. Jónsdóttir. HIÐ sviplega fráfall frú Dagmar ar Eyvindardóttur, kom okkur vinum hennar mjög á óvart. Kona mín og ég höfðum bomið til hennar þremur dögum áður og grunaði þá ekki, að það væri í síðasta sinn, að við sæjum hana. Hún kvaddi okkur með sinni hæglátu, rólegu gleði eins og hún átti að sér, og það er sú mynd, sem við geymum. Frú Dagmar og kona mín voru bernskuvinkonur, og hafði ég því þekkt hana lengi, en sú kynning varð nánari, eftir að frú Dagmar giftist semni manni sín- um, starfsbróður mínum Jóhann- esi heitnum Áskelssyni mennta- skólakennara, en hann dó 1961. Við komum oft á heimili þeirra, og varð mér því ljóst, hvílík ágætiskona frú Dagmar var, og hversu hún kunni að búa manni sínum og sonum hlýlegt og myndarlegt heimili, þar sem got.t var að koma. Um mörg síðustu ár sín gekk Jóhannes ekki heill til skógar, en stundaði þó vinnu sína og vísindastörf með óibug- andi skyldurækni, unz yfir lauk. Og það gat hann af því að heim- ilið var honum hvildar og griða- staður þar sem kona hans ann- aðist 'hann með nærgætni, hæg- látri umhyggju og hlýju. Fyrir þetta þökkum við ‘henni, gamlir vinir og starfsbræður Jóhann- esar. Frú Dagmar var lagleg kona og vel á sig komin eins og hún átti kyn til, hæglát í framkomu, fáskiptin og rólynd og æðraðist ekki, þótt hún fengi sitt að reyna af mótlæti lífsins, tryggtynd og ættrækin og mikill vinur vina sinna. Hennar er því sárt saknað af öllum þeim, er hana þekktu, æskuvinkonum, ættifólki og venslafólki, og þá einkum systur sinni, sem nú er ein eftir þeirra systkina, og þó mest sonum sín- um, sem hún í öllu reyndist hin bezta og umihyggjusamasta móð ir. Við hjónin þökkum henni ævi- langa tryggð. Blessuð veri minning hennar. Einar Magnússon. GÓGÓ móðursystir er diáin. Það er sem strengur hafi brost ið. Við erum skyndilega og óvænt minnt á að vegferð okk- ar í þessum heimi varir aðeins skamma hríð. Dagmar eða Gógó, sem hún var jafnan kölluð í kunningja- hópi, var yngsta barn sæmdar- hjónanna Eyvindar Árnasonar, trésmíðam. og útfararstjóra, og konu hans Sophíu Heilmann, en þau hjón voru þekktir borgarar þessa bæjar á sinni tið og bjuggu allan sinn búskap hér í borg, lengst af á Laufásvegi 52. Þau systkinin voru þrjú: María, Steinor Smóri F. 24. feb. 1965. D. 15. feb. 1967. STUTT er skrefið frá gleði til sorgar og víða dimmir að, er slys verða á sviplegan og óyænt- an hátt. Mikill harmur er nú kveðinn hjónunum Katrínu Ágústsdóttur og Guðbergi Sigursteinssyni og ástvinum þeirra við sviplegt frá fall litla, fallega dregsins þeirra Steinars Smára. í hjörtum allra, sem þekktu hann og nutu gleði hans og sak- leysis er brostinn sár strengur. Innileg samúð streymir til for eldrana og ástvina á sorgar- stundu. Barnið er foreldrum dýrmæt- asta gjöfin. Líf Steinars Smára var ljósgeisli á braut allra sem unnu honum. Skyndilega hef-ur þeilri biríu brugðið, en minningin mun ávalt blessa líf þeirra, sem muna hann. Það er og dýrmætt eign. Hann lifir nú í föðurfaðmi Guðs. Guð styrki og huggi foreldra hans og ástvini og blessi aila framtíð þeirrsu B.R.F. Við áttum lítinn, Ijúfan hlyn svo lófasmáan góðan vin. Hann tengdi saman önn og ást og aldrei neinna vonum brást. ósvald og Dagmar. Ósvald er dáinn fyrir fáum árum. Dagmar var tvígift og lifði menn sína báða. Hún missti fyrri mann sinn, Gunnar Björns son, bankaritara, eftir skamma sambúð 1931. Var Gunnar þá að- eins 27 ára. Þau áttu einn son, Gunnar Magnús. Dagmar giftist öðru sinni Jóhannesi Áskelssyni, jarðfræðingi, síðar yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík. Þau Jóhannes eignuðust einn son, Örn, sem enn er í foreldra- húsum. Dagmar bjó fjölskyldu sinni ástúðlegt og myndarlegt heimiili og þangað var ávallt ánægjulegt að koma, því þau hjón kunnu að taka á móti gestum af höfð- insskap og rausn. Veit ég, að margir útlendingar ekki síður en íslendingar hrifuzt af þeim mót- tökum, sem þeir þar fengu. Gift eftirminnilegasta og ánægjuleg-: asta fjölskylduboð, sem ég man eftir var einmitt á Sólvallagö.u 22. Það kann að virðast hégóm- legt að minnast slíks. En eru baS ekki einmitt hugljúfar minning- ar, sem gefa lífinu mest gi. U* Og ekki síður þeir samferða- menn, sem aðeins góðar o i ánægjulegar minningar eru við bundnar. En umfram allt var Gógó mönnum sínum og son ’m. góð og ástúðleg eiginkona og móðir. Hún var kjarkmist’l kona og búin mörgun góðum eigin- leikum. Hún komst áður fyrr 1 nánari snertingu við ná'túru þessa lands á rannsóknarferð- um með manni sínum ua landið en títt er um giftar kouur. Þó Gógó hefði kennt meini undanfarið var það ekki nývt, hún hafði löngum átt að stríða við vanheilsu, sem hún bai með æðruleysi og jafnaðargeði. Ég vil að lokum fá'.ækiegra kveðjuorða þakka samveruna, sem hefði mátt vera meiri og lengri. Sérstaklega vil ég þakka 'henni samveruna við móður mina, en þær systur voru mjög samrýmdar og bar aldrai skugga þar á millL Svo kvað stórskáldið Matthías Joohumsson: Ég kveð þig, móðir, í Kristí trú, sem kvaddir forðum m:.g sjálfan þú á þessu þrautanna landL Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér Guð í sinnv dýið, nú gleðst um eilífð þuvn andL Bezta huggun harmi gegn er minningin um góða og göfuga móður. Ég votta sonunura tveim, tengdadóttur og barnabörnum dýpstu samúð. Gottfreð Árnasnn. Guðbergsson Og sólskinsbros 1 bæinn Inn hann bar oss litli vinurinn. Þar minnti allt á vor og von, og vermdi okkar litla son. Svo kom hin þunga kveðjustund, er kallaður á dauðans fund var lítill vinur lófasmár. Því lífið á sinn harm og tár. Og kveðjustundin okkar er í ást og söknuð 'helguð þér. Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.