Alþýðublaðið - 21.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 :: " Yanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: Kaupið Alþýðublaðið. Undirrit_____ óskar að gerast kaupandi Alþýðublaðsins frá ________________ að telja. _________________þ. __________tnán. 1920. (Fult nafn og heimili). ALv. Miða þennan eru menn beðnir að klippa úr blaðinu og senda hann á afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík. Veiðst af síld á Siglufirði. Nokk- ur síldarskip leggja upp síld á Akureyri og mörg norsk skip eru komin, sem fiska til síldarbræðslu- verksmiðjunnar í Krossanesi; stærstu verksmiðju í heimi í þeirri grein. Laxveiðin í Elliðaánnm hef- ir gengið vel nú upp á síðkastið. Sumarírí. Fjöldi fólks héðan úr bænum er nú í sutnarfríi víðs- vegar hér nærlendis og út um alí land. Hafa þeir er fóru síð- ustu viku fengið ágætt veður, en nú um helgina brá til hins verra hér sunnanlands. Jarðarför dr. Jóns J. Aðils fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Umræðuefni í bænum um þess- ar mundir, eru meiðsli konungs drotningarskrúðinn og „kóngur kemur ekki". Sýning Ríkarðar, í barnaskól- anum, verður opnuð í næsta mán- uði. Teðrið í dag. Vestm.eyjar ... A, hiti 7,7. Reykjavík .... SSV, hiti 8.1. ísafjörður .... NA, hiti 6,4. Akureyri .... N, hiti 6,0, Grímsstaðir ... N, hiti 5,2. Seyðisíjörður . . Iogn, hiti 8,3. ^órsh., Færeyjar V, hiti 10,2. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog lág, lægst fyrir suð- austan land, stígandi á Norðvest- urlandi, en hægt lallandi á Aust- urlandi og í Færeyjum. Norðlæg átt. »Niðursoðnir« sólargeislar. Enginn kuldi framar. Fregn frá Áþenu hermir, að þrítngur verkfræðingur að nafni Hadriopolus hafi gert þá merki- legu og harla ótrúlegu uppfundn- ingu, að vinna og safna saman sólarhitanum. Nærri má geta að uppfundning þessi vekur geisilega eftirtekt um heim allan, ekki sízt á Norður- löndum, nú þegar þau verða að kenna á kolasvipu Gnglendinga. Þegar liggur við að allar fram- kvæmdir stöðvist vegna kolavand- ræða og fólk hugsar með skelf- ingu til vetrarkuldans. Hadriopolus hefir í 8 ár unnið að þeirri uppfundningu, að halda sumarhitanum við lýði og geyma hann til vetrarins. H?nn er ekki sá fyrsti, sem brotið hefir heilann um þetta efni, en allir aðrir hafa gefist upp. En nú heldur Hadri- opolus því fram, að honum hafi tekist að ráða gátuna, og hefir hann sýnt og skýrt uppfundingu sína fyrir völdum hóp grískra vís- indamanna, og vekur hún geisi- lega eftirtekt um víða véröld. Eftir ótölulegar tilraunir hefir Hadriopolus tekist að safna hita- geislum sólarinnar í þar til gerð Verzlunin „Hlíf' á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: Ágætar kartöflur í sekkjum og lausri vigt, dósamjólk á i,oo, steikarafeitina ágætu og leðurskæði, niðurrist. Gylt bi?jóstnæla tapað- ist á sunnudaginn. Skilist á Berg- staðastræti 7 (uppi). Kæfa, reykí kjö(, ísl. smjör, sauðskinn, fæst hjá Jóh. Ögm. Oddssyni, Laug'avegi 63. Alþbi. kostar I kr. á mánuðk ~ " .... ..... hylki, og hitann sem við það myndast hefir hann síðan með- höndlað á efnafræðislegan hátt, til frekari notkunnar. Hann hefir leitt hitann í mjó- um þunnum rörum frá hitageym- inum inn í kalda kjallara og her- bergi kæld með ís, og hefir það sýnt sig, að hitageislarnir gátu haldið 30° hita á Celcius í her- berginu með mjög lítilli eyðslu og afaróoýr. Ekki er þess getið hve lengi er hægt að geyma hit- ann, en á því veltur alt. Má nærri geta hvílíkt happá- þing það væri, ef þessi uppfundn- ing reyndist .annað og meira en blaðaslúður eða verkfræðingamont. Og stendur nú allur heimurinn á öndimni yfir því, hvað úr þessu verður. Verst er að “heild“-salarnir ís- lenzku sæu líklega um það, að ,niðursoðu“ sólargeislarnir yrðu ó- kaupandi öllum almenningi hér. ' ) ■ 50 miljómim dala ætlar Kanadastjórn að verja á næsta fjárhagsári til styrktar og lána heimkpmnum hermönnum er vilja stunda búskap. Hefir stjórnin áður varið 59 miljónum dala t sama augnamiði. v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.