Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 54 árg. — 54. tbl. _________ÞRIÐJUPAGUR 7. MARZ 1967________________________________PrentsmiSja Morgunblaðsins 120 fórust í flóðum TALIÐ er, að a.m.k. 120 manns hafi farizt í flóðum í bænum Goulimine í suður- hluta Marokko sl. föstudags- kvöld. Flóðbylgja hæfði bæ- inn mjög skyndilega og hafa borizt þær fregnir til Casa- blanca, að hann sé hálfur undir vatni. Um fjörutíu aðr- ir meiddust meira eða minna. Orsök flóðanna mun langvar- andi regn og stormur. Nelson Eddy látinn Miaami Beach, 6. marz NTB Kvikmyndaleikarinn og song- varinn Nelson Eddy lézt í dag á Miami Beach í Florida. Hann var 65 ára að aldri. Fékk hann hjartaslag, meðan hann var að skemmta á næturklúb á sunnu- dagskvöld. serstæöu mynd tok \1 Jónsson, fréttaritari Mbl. á Selfossi, í Baugsstaða- fjöru um kl. 04.00 í fyrrinótt, 1 er Bjarmi II strandaði þar. i Björgunarsveitin er uppiýst { af bílljósum. I fjarska sést ljóskastari um borð í Bjarma II. Sjá frétt um strandið á baksíðu. Þessa Tómas EBLENDAR Magnús Jónsson, fjármálaráðherra í þingrœðu í gœr: Engin skerðing á framkvæmda- fé miðað við árið 1966 - 20 milljónir frá jöfntinarsjóði af umfram- Hér fer á eftir úrdráttur úr FRÉTTIR tekjum sem ekki var cjert ráð fyrir ræðu Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra en á bls. 12 Framlög til verklegra framkvœmda notadrýgri nú vegna verðstöðvunar mikla þýðingu fyrir sveitar- félögin. í dag eru birtir kaflar úr ræð- Framhald á bls. 21 LESENDUR eru beðnir að athuga að megnið af erlend- um fréttum blaðsins í dag eru á bls. 2 og 14. í RÆÐU í Efri deild Alþingis j gær, gerði Magnús Jónsson, f jármálaráðherra, ítarlega grein fyrir þeim tekjuöflun- arleiðum, sem ráðgert er að fara, til þess að standa straum af kostnaði við hækkun fisk- verðs og greiða frystihúsun- um verðbætur vegna verð- falls á framleiðsluafurðum Dr. Leakey fékk hjartaáfall... Chicaco, Illinois, 6. marz AP HINN heimskunni mannfræð- lngur dr. Leakey fékk hjarta- áfall á laugardag, er hann var í bifreið á leið til fyrirlestrar- halds. Hann var fluttur í August- ana sjúkrahúsið og lá þar um hríð þungt haldinn, en er nú talinn úr hættu. dr. Leakey, sem er 63 ára að aldri, hefur að undanförnu starf- að sem forstöðumaður við Coryndon safnið í Nairobi. Hann hefur unnið að mannfræðilegum rannsóknum og uppgröftum ár- um saman og gert margar upp- götvanir á því sviði, sem vakið hafa heimsathygli. þeirra. Fjármálaráðherra sagði að í rauninni væri ekki um neina skerðingu á framlögum til verklegra framkvæmda að ræða miðað við árið 1966, þar sem á fjárlögum yfirstand- andi árs hefðu slík framlög verið aukin um 65—70 millj. króna, sem nú væru teknar til baka með tillögu um 10%. niðurskurð. Hins vegar er ljóst, sagði fjármálaráðherra að framkvæmdaféð verði notadrýgra nú en 1966 vegna verðstöðvunarinnar og áhrifa hennar. Þá benti Magnús Jónsson á, að vegna stórfelldrar tekju aukningar ríkissjóðs 1966 hefði meira fé runnið til Jöfn unarsjóðs sveitarfélaga en þau gátu gert ráð fyrir við samningu fjárhagsáætlunar 1966 og þætti ekki ósann- gjarnt að taka þær 20 millj. sem ráðgert væri að lækka greiðslur til Jöfnunarsjóðsins um, af þeim umframtekjum, enda hefði verðstöðvunin Þeir fórust mei Jl ••• v ■ < >'•• ■••• Birgir Jón Hafþór Jón Lúðvík Páll Benjaminsson Þórðarson Guðmundsson Halldórsson EINS og áður hefur komið fram í fréttum er m.b. Freyja BA-272 frá Súðavík talin af, og fórust með bátnum fjórir menn. Hér birtast myndir af þeim, sem fórust. Birgir Benjamínsson, Súða- vík, skipstjóri og útgerðar- maður bátsins, fæddur 26. sept. 1928. Lætur eftir sig: eiginkonu, son, fósturbarn og þrjú stjúp börn, fjórða stjúpbarn hans var með honum á m.b Freyju. Jón Lúðvík Guðmundsson, Súðavík, stýrimaður, stjúp- sonur Birgis. Fæddur 2. júlí 1949. Lætur eftir sig unnustu. Páll Halidórsson, Súðavík. Fæddur 29: maí 1916. Ókvæntur. Jón Hafþór Þórðarson, Súða dk. Fæddur 5. apríl 1945. Lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.