Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967. Átján börn fdrust - er barnaheimili í frönsku ölpunum brann til kaldra kob ________ ___ -mrmr Flugslysið við Monroviu. Myndi n sýnir flakið af flugrvéiinni, scm fórst við Monroviu í Liberiu aðfaranótt sunnudagsins, er yfir 50 manns biðu bana. Yfir 50 manns biðu bana í fiugslysi - er BC-8 þota fórst í Líberíu — NTB—AP — FARÞEGAÞOTA frá Brasilíu af gerðinni DC-8 hrapaði niður í þorp rétt við Monroviu í Líber- íu aðfaranótt sunnudagsins. Um 90 manns voru í vélinni og af þeim létu 46 lífið en þar að auki biðu bana 5 manns er flug vélin skall á húsi í þorpinu, þar sem hún féll til jarðar. Vélin var í eigu brasilíska flugfélags- ins Varig og var á leið tíl Rio de Janeiro. Haft er eftir flugmanninum, að þykk þoka hafi spillt út- sýninu, er hann nálgaðist flug- völlinn sem liggur um 80 km. frá Monroviu. Flugstjórinn hafði fengið merki um að lenda og virtist þá allt vera í bezta lagi. Þegar þotan féll til jarðar, dreifð ust hlutar úr vél og af vængj- um hennar á um 100 metra svæði en skrokkur hennar hélzt heill og þeir farþeganna sem eft ir lifðu hlupu strax út. í hópi þeirra var öll áhöfnin, nema vélamaðurinn, en áhöfn þotunn ar var 19 manns. Starfsmenn við flugvöllinn hafa sagt, að útsýni hafi verið eðlilegt, og að ekki hafi virzt neitt benda til þess, að vélin ætti í erfiðleikum I ar hún átti eftir um hálfan km. til flugvallai heyrzt mikil sprenging an hafi vélin hrapað. Þetta er fyrsta stóra flugslysið, sem verður við flugvöilinn við Moraviu. 6. marz — (NTB) ÁTJÁN börn eru talin hafa farizt í eldsvoða er varð í nótt í barnaheimili í bænum Taninges í frönsku Ölpunum. Á barnaheimilinu voru 116 börn á aldrinum átta til sex- tán ára og voru þau öll sof- andi, þegar eldurinn kom upp. Síðdegis í dag höfðu fundizt fimmtán lík í bruna- rústunum og leitað var þriggja til viðbótar, sem sakn að var. 28 börn voru flutt á sjúkrahús með brunasár og var óttast um líf fjögurra þeirra. Flest barnanna, sem fórust, voru inni í sjálfri byggingunni ýmist köfnuðu af reyk, brennd- ust til bana eða urðu undir þaki hússins, er það hrundi. En nokk- ur biðu bana, er þau vörpuðu sér út um glugga, m.a. tvö börn, er féllu tíu metra niður. „Þetta var hræðilegt", segir einn sjón- arvotta „óp barnanna urðu sí- fellt hærri og sterkari. Ég sá þessar litlu verur varpa sér út og yngstu börnin flýðu í ofboði í allar áttir“. Brunalið komu á vettvang frá fimm nærliggjandi bæjum, en eldurinn breiddist út á svip- stundu og var byggingin orðin alelda, er slökkviliðsbílarnir komust þangað. í kvöld var þar ekki annað en rjúkandi rúst. Byggingin var frá 12. öld, — upprunalega klaustur en hafði um árabil verið notuð fyrir barna heimili. Voru flest börnin mun- aðarlaus. í undirbúningi var að reisa nýtt hús fyrir barnaheim- ilið og höfðu yfirvöld þegar sam þykkt allar áætlanir þar að lút- andi. Klausturbygginguna átti að varðveita sem sögulegan stað. Ekki er vitað, hvað olli brun- anum. Það var vinnustúlka á barnaheimilinu, sem fyrst varð hans vör. Voru fyrstu viðbrögð j vinnufólksins að rífa upp alla I glugga og hurðir „til þess að hleypa inn hreinu lofti eins, og ’ þau sögðu“. Starfsfólkið allt komst lífs af og var því og börn- unum, sem af komust, komið fyr- ir hjá fjölskyldum í nærliggjandi bæj um. Stjórnarfr. á Alþingi: 6 ný prófessorsc núæUi við Háskóla Islands LAGT hefur verið fram á Al- þingi stjórnarfrv., sem gerir ráð fyrir stofnun sex nýrra prófessorsembætta við Há- skóla íslands. Af þeim eru þrjú skv. áætlun háskólaráðs frá árinu 1964, sem ríkisstjórnin hef ur samþykkt og er þar um að ræða eitt embætti í læknadeild, eitt í lagadeild og eitt í við- skiptadeild. Þá er gert ráð fyrir breytingu tveggja núverandi dósentem- bætta í læknadeild í prófessors- embætti þ.e. annars vegar í fæð- ingjarhjálp og kvensjúkdómum og hins vegar í röntgenfræði. Lsstflugvéiin skemmdisl TJFXKNESKA Trainer Master listflugvélin sem keypt var til landuns í fyrra varð fyrir smá- vægilzgum skemmdum á Sand- #Kkeiði síðastliðinn sunnudag. Flugmaðurinn, Sie-mundur Andrésson, var að aka henni eftir brautinni þegar h> 'lið lenti ofan í holu og hjólaútbún^ðurinn skemmdist nokkuð, vélin féll niðrr á hægri væng o«r skrúfan brotnaði þegar hún rí jö'-ð- 1 Ina, en engan sakaði. Flugvélin hefur að unda«fömu r>,,<*ð verið notuð til að draea é ’-k svif- , flugur af Sandskeiðii.... Loks er einnig gert ráð fyrir stofn un nýs prófessorsembættis í jarð eðlisfræði og er til þess ætlast að hann veiti forstöðu rannsókn- arstofu þeirri í jarðeðlisfræði, sem þegar hefur verið komið á fót við Raunvísindastofnun Há- skólans. Þegar frv. þetta er orðið að lögum eru lögfest 49 prófessors- embætti við Háskóla íslands, þar af 4 í guðfræðideild, 16 í lækn- UM síðustu helgi var frekar dauft yfir veiðiskap í Keflavík, komu fimm bátar með um 1000 lestir af loðnu. Línuvertíð er nú að mestu hætt og aðeins einn netabátur kom að landi á sunnu- dag með 25.6 lestir, er hann hafði fengið í tveimur lögnum vestur undir Jökli. i Isfræði, 6 í lagadeild, 4 í við- ' skiptadeild, 13 í Heimspekideild og 6 í verkfræðideild. Elzta úrið Wilhelm Norðfjörð, aðaleig- andi skartgripaverzl. Jóh. Norð- fjörð, hefur beðið Mbl. að geta þess, að úr það á hinni sér- stæðu úrasýningu í verzluninni, j sem talið var elzt og sagt frá 1465 geti vart verið svo gamalt. | lá+a r~>'—i að öid á aldri úrsins og það sé frá 16. öld. Merki á verki úrsins gaf hið uppgefna ártal (1465) til kynna en við nánari athugun hefur . komið í ljós að ekki mun úrið 6 mcsDtnca neffndin verði Bögð niður sagði Hannsbal Vaidimarsson á Alþingi HANNIBAL Valdimarsson (K) mælti í gær í neðri deiid fyrir frv. sínu um Stéttarsamband bænda o. fl. Gerir það ráð fyrir all víðtækum skipulagsbreyting- um á framkvæmd málefna bænda, m.a. er gert ráð fyrir að nokkrir þættir landbúnaðar- mála heyri ekki undir Iandbún- aðarráðherra, heldur þá ráð- herra, er fjalla um lhiðstæða þætti annarra atvinnugreina. Hannibal Valdimarsson sagði, að óhentug skipan á verðlagsmál um landbúnaðarins væri ein að- alástæðan til þess að hann flytti þetta frv. Hin svokallaða sex manna nefnd væri alls ekki hent ugur aðili til að ákvarða verð landbúnaðarafurða.ó Væri eðli- legra að ríkisstjórnin semdi við bændur um verð afurðanna. — Sagði ræðumaður og að rétt væri og eðlilegt, að bændur mynduðu vera frá eldri tima en 16. öld Kona bráðkvödd SEXTÍU og þriggja ára gömul kona varð bráðkvödd i anddyr- inu á Hótel Borg síðastliðinn ' sunnudag. Hún var að koma | þangað til að heimsækja systur sina sem býr á hótelinu, þegar hún hneig niður. Læknir var kvaddur á vettvang og útskurð- ' aði hann konuna látna. Nafn ' hennar verður ekki birt að sinni. með sér stéttarfélög á sama grundvelli og verkalýðsfélög, og mynduðu þau félög Stéttarsam- band bænda. Þá leggur Hanni- bal til, að myndað verði Út- flutningsráð landbúnaðarins, er heyri undir landbúnaðarráð- herra; Kjararannsóknarstofnun bænda, er heyri undir þann ráð- herra, er fer rneð hliðstæðar stofnanir svo sem Efnahagsstofn unina; Rannsóknarnefnd með vörudreifingu landbúnaðar er heyri undir ráðherra, er fer með verðlagsmál og fari hann einnig með ákvarðanir um innflutning á landbúnaðarvörum. Ákvarðan- ir um útflutningsbætur á land- búnaðarvörur svo og niður- greiðslur á verð þeirra á innan- landsmarkaði heyri undir fjár- málaráðherra. Gísli Guðmundsson (F) sagði, að hann hefði ekki kynnt sér frumvarpið nægilega vel til að vita með vissu, hvað í því fæl- ist. Þó hefði hann ýmislegt við frv. að athuga, sérstaklega þætti sér umhendis að taka mikið af m-'iefnum landbúnaðarins und- -r landbúnaðarráðherra. Umræðu var frestað. NíBursoðisi síld tyrir 33 millj. fil Rússlands NÚ hefur vcið sam<ð v5ð F/'ssa um sölu á niðu-lagðri og niður- soðinni s*ld fyrir 33,5 m>i'V kr. Á und’nförnum árum b»fa R 'ss- ar keynt niðursoðna s>H af okk- ur fyrir um 7 milli'nir k-rna ár- lega, eða allt til á-sins 1956, en bá voru gerðir nýir s"mningar. Vnr Vá ci'»n>iíy n»\ j»/f ]Ó-rm-'-Vs- upphæðir er þeir keyptu fyrir yrði 24 m'IU'nir kr«na, en há- mnrksupphæð yrði 33,5 milj. kr. í fyrra keyptu Rússar fyrir 24 millí. kr., og var ennfremur sam- ið um þá unphæð nú á þessu ári. 1. marz sl. tókust svo samn- ingar um viðbótarsölu fyrir 9,5 I millj! kr., bannig að í ár kauna ' Rússar fv-> • hámarksupphæðina, í 33,5 millj. kr. Eins og fyrr segir er hér um að ræða niðursoðnar og niðuragðar síldarafurðir, aðallega gaffalbita og kryddsíldarflök í vínsósu. Verða það Síldarverksmiðja rík- isins á Siglufirði og Kristján Jónsson og Co. á AV'irevri sem framleiða upp í samningana. Furidur Sjálfstæcíis- kvenna ■ Kópavogi Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi efnir til almenns félagsfundar í Siálfstæðishúsinu Kópavogi í kvöld 7. mai;z kl. 20:30. Á fundinum ,verða k'örnir fulltrúar á Landsfund Siálfstæð- isflokksins. Cfestir fundarins verða Axel Jónsson, alþm. og Gylfi Ásmúndsson, sálfræðingur. Síálfstæðiskonur í Kópavogi eru hvattar til þess að fjölmenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.