Morgunblaðið - 07.03.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 07.03.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDU M IVIAGIMUSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun simí 40381 sím. 1.44-44 \mium Só&zéeúý-cZ' Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Hagstsett leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Siiti/ 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. f-]===*aUA If/GAM l&MLwær RAUÐARARSTlG 31 SlMI 22022 22-1-75 Hópferðab'ilar allar staerðir iS^Esnarr---------- Fjaðrir, fjaðrablöð, hJjoðkutar púströr o.fl. varahlutir i margar gcrðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. GÓLPTÍPPI WILTOM TíPPADREGLAK TEPPALAGNIK EFTIK HAÁLl iLaugavegi 31 - Simi 11822. • Sjórinn og útiveran Iþróttamaður skrifar: „Kæri Velvakandi, Að undanförnu hefur verið sæmilegur skíðasnjór hér í ná- grenni Reykjavíkur, en fyrir norðan og vestan munu þeir hafa nógan snjó, ef ekki of mik inn. Fólk er aldrei of mikið hvatt til þess að stunda skíðaferðir, og útilíf, þegar vel viðrar að vetrinum. Ef allt væri með felldu ætti fólk að þyrpast á skíði um helgar, en svo er því miður ekki. Reykvíkingar eru of væru- kærir, þeir nenna ekki að fara lengra en bíllinn getur borið þá — hafa ekki framtak til þess að koma sér út úr bíln- um — út i náttúruna og njóta hennar. En það vantar ekki nema herzlumuninn.. Og um leið og fólkið er komið á skíði og byrjar að njóta útilífsins þakkar það sínu sæla — og undrast deyfðina og framtaks- leysið í hinum. Fólk þarf ekki einu sinni skiði til þess að njóta fjallanna að vetrarlagi. Þó það geri ekki annað en að búa sig sæmilega og fara með börnin sín (það, sem á börn) á sleða upp brekk- ur í nágrenni bæjarins — t.d. við Skíðaskálann þá fer það heim mun hressara og ánægð- ara en áður. Viltu ekki kvetja fólk til þess að nota snjóinn, Velvakandi? Og svo er það svellið — og skautarnir. Undanfarna sunnu- daga hefur íþróttaþáttur sjón- varpsins sýnt okkur ísknatt- leik. Þetta er vafalaust mjög skemmtileg iþrótt. En hún er aðeins fyrir nokkra útvalda, þetta er keppnisgrein — ekki fyrir fjöldann. Samt væri mjög þarft að búa skautamönnum að stöðu til þess að iðka ísknatt- leik. Mun mikilvægara væri að búa öllu almenningi aðstöðu til þess að renna sér á skautum til ánægju og upplyftingar. Vildu ekki íþróttasamtökin vekja máls á þessu? Verið get ur að rætt hafi verið um þetta innan samtakanna, en það hef- ur þá ekki verið nógu mikið. Eitt er víst, ekkert hefur verið gert í þessum málum. Við þurfum að eiga skauta- svell, helzt undir þaki — einn ig að hægt verði að iðka skauta ferðir allan ársins hring. Ég ef- ast ekki um að slíku yrði vel tekið af ölum amlenningi. Auk þess munu slík svell vera grundvöllur fyrir æfingar og keppni í ríkara mæli en verið hefur. Nú höfum við fengið íþrótta höll, við höfum fengið stóran íþróttaleikvang — og stór sund laug verður á næstunni tekin í notkun hér í höfuðstaðnum. Látum næsta verkefnið verða skautahöll. — íþróttamaður“. • Grænlandsflug Lesandi skrifar: „Ahöfn skíðavélarinnar, sem bilaði í Grænlandi, er nú kom in heim heilu og höldnu. í raun inni var þetta ekki alvarlegt slys að því er virtist — og fyrsta óhappið hjá Flugfélags- mönnum í margra ára Græn- landsflugi. Ég held að vert sé að vekja athygli á því hve giftusamlega Flugfélagið hefur annazt Græn landsferðir í nær tvo áratugi Flugfélagsmenn eru ekki ein ir um óhöppin þarna vestra og er þá skemmst að minnast bandarisku hervélarinnar, sem lenti á jöklinum og komst ekki upp aftur. Svipað gerðist á Vatnajökli forðum, eins og við munum. Bandaríkjamenn hafa oft veitt ómetanlega aðstoð við leit og björgun hér um slóðir. Á það er yfirleitt ekki minnst, þegar nærveru þeirra ber á góma. — Lesandi“. • Vertíðin Annar lesandi skrifar: „Vetrarvertíðin ætlað að vera með rýrasta móti — a.m. k. hefur hún verið æði slöpp það, sem af er. Mættu menn þá gjarnan hafa í huga það, sem Jón Jónsson, fiskifræðingur, sagði í sjón- varpsviðtali fyrir skemmstu: Við getum ekki búizt við vax- andi þorskafla hér um slóðir á næstunni — og við getum frekar átt von á auknum afia með því að minnka sóknina fremur en að auka hana. Þetta sagði fiskifræðingurinn. Skoðun hans er mjög athygl isverð og ég er í rauninni hissa á því að þessi mál skuli ekki vera tekin föstum tökum af hálfu þeirra, sem gera út — og stjórnenda sjávarútvegsins í heild. Eðlil^gt er, að við landkrabb arnir spyrjum hvað ráðlegast sé að gera. Ekki hefur borið á neinum samræmdum aðgerð- um, sem byggðar eru á raun- hæfu mati á aðstæðum. Væri ekki eðlilegt, að sjó- sóknin væri skipulögð meira en nú er — aðeitthvað heildar- skipulag kæmist á í þessum efn um? Gunnar Guðjónsson, formað xxr stjórnar Sölumiðstöðvarinn- ar, sagði við sama tækifæri, að fengist fiskurinn ekki hér við strendur landsins yrðum við að sækja hann lengra. Frystihús- in yrðu að fá meira hráefni. Eru einhverjar ráðstafanir undirbúnar til þess að sækja fiskinn á fjarlæg mið? Hvar á að byrja — eða, hver vill byrja? Ef ljóst er, að fiskur fer ört minnkandi í hafinu umhverfis Island — geta menn setið og beðið eftir því að síðasti fisk- urinn komi á land? — R. S.“ • Sjónvarpið líka fyr- ir fullorðna Og hér kemur enn eitt bréfið: „Velvakandi góður, Fólk hefur verið að skrifa þér og rífast yfir myndunum í sjónvarpinu — m.a. Dýrlingn- um o. fl. — Segir þetta fólk, að myndir þessar séu skaðleg- ar fyrir börn og því eigi sjón- varpið ekki að sýna þær. Ýms ir hafa tekið svo djúpt í ár- inni að segja, að þessar erlendu myndir séu blettur á sjónvarp- inn. Mig langar til þess að spyrja: Á að miða allt sjónvarpsefni við börn og unglinga? Er ekki hægt að treysta foreldrum til þess að reka börn sín í háttinn þótt sjónvarpið sé opið? Hefur venjulegur háttatími barna verið felldur niður? A sjón- varpið að ala upp börn lands- manna? Ef allt efni í sjónvarpi á að miða við börn og unglinga —• held ég að jafngott sé að hætta kvöldsendingunum þeg- ar í stað. Sjónvarpið ætti þá að senda út fyrir kvöldmat — eins og á sxmnudögum. Menn rjúka upp til handa og fóta yfir öllu milli himins og jarðar, ef það er ekki ætlað börnum og unglingum — eins og foreldrum sé alls ekki treyst andi til þess að gæta barna sinna. Rökrétt væri að spyrja þetta blessaða fólk hvort það sé ekki á móti kvöldsýningum kvikmyndahúsa — hvort ekki sé óþarfi að hafa leiksýningar á kvöldin? Úr því að ekkert er gott, sem ætlað er fullorðnu fólki eingöngu — þá er eins gott að leggja allt slíkt niður — og taka upp barnasýningar og barnaskemmtanir einvörð- ungu. í öllum bænum hættir þessu rövli út af sjónvarpinu. Þessar erlendu myndir eru ágætar, spennandi og skemmtilegar margar hverjar. Ef foreldrun- um er ekki treystandi til þess að ala upp börn sín, þá er engum treystandi til þess. Og enginn óskar þess í raun og veru að sjónvarpið verði ein- hvers konar sunnudagaskóli — alla vikuna. — Faðir.“ er stílhrein, sterk og ódýr. JAPY fæst með o gán dálkistillis. JAPY hentar jafnt fyrir heimili, skóla skrifstofu, ferðalög o.fl. 2 gerðir fyrirliggjandi. Einkaumboð: Hannes Þorsteinsson, heild- verzlun. Söluumboð í Reykjavík: Bókhalds- og skrifstofuvélar, Laugavegi 53. •' A .» V ferðaritvélin Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast í bókaverzlun 15. marz. Góð mála- og vélritunarkunnátta. nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 124. ÚTBOÐ Tilboð óskast um að bora og sprengja 15.000 ferkm. af klöpp í grjótnáminu við Köllunarklett. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.