Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967, 5 Gúmnibjörguiiarbáturinn dreginn i iand meö fjóra af áhöfnini innanbords. Bjargað í land án Jbess að blotna Rætt við Steingrím Jónsson, formann björg- unarsveitarinnar á Stokseyri, er bjargaði áhöfninni af Bjarma II fjórir fóru með bátnum í hverri ferð. Voru þeir fyrst komnir í land rétt fyrir kl. 3, en þeir síðustu um kl. 5. Veð- ur var allsæmilegt til björg- unarstarfa, en þó var allmik- ið brim. Sjórinn kyrrðist þó er á leið. og blotnaði enginn skipsbrotsmanna svo heitið gæti. — Ég hef mjög litla trú i að hægt verði að bjarga bátn um, því að aðstæður eru mjög erfiðar þarna. Báturinn ligg- ur um 5—6 bátslengdir fyrir innan brimgarðinn, og er kom inn sjór í afturlest hans. ÞRJÁTÍU menn úr þremur björgunardeildum austan fjalls unnu nær alla aðfara- nótt mánudags að því að bjarga skipverjum aí v.b. Bjarma II. frá Dalvík en hann strandaði þá nótt í Baugs- staðafjöru, skammt austan við Knarrarósvita. Var hér um að ræða björgunardeildir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og úr Gaulverjabæjarhreppi. Björg unarstarfið tókst mjög vel, og fékk Mbl. Steingrím Jónsson, formann björgunardeildarinn- ar á Stokkseyri, til þess að lýsa hvernig björgunin gekk fyrir sig . — Við fengum tilkynningu um strandið um kl. 12.30 sagði Steingrímur, er hringt var frá Slysavarnafélagi ís- lands í Reykjavík. Við brugð- um þá strax við, kölluðum út menn bæði hér á Stokks- eyri, og Eyrarbakka, og enn- fremur fengum við í lið með okkur menn úr björgunar- deildinni í Gaulverjabæjar- hreppi. Einnig þurftum við að tína ^öll nauðsynleg tæki, og tók þetta allt sinn tíma. Strandstaðurinn er um 5—6 kílómetra frá Stokkseyri, og gátum við komizt á bílum alla leið. Var allt tilbúið fyr- ir björgunarstarfið um kl. 1.30. — Báturinn er um 300 metra frá landi, og snýr hann stefninu að landi. Var því miklum erfiðleikum bundið að skjóta línu út í bátinn, og fóru tvö fyrstu skotin í sjó- inn. En í þriðju tilraun heppn aðist skotið, og var það von- um fyrr. Við ákváðum að draga skipverjana í land á gúmbjörgunarbátum, þar sem fjarlægðin var svona mik il og því ógerningur að strekkja línu nógu mikið, þannig að hægt væri að koma björgunarstólum vifþ* Skip- verjarnir settu út gúmmbjörg unarbát, en hann slitnaði frá. Annar bátur var þá strax sett ur út, og nú gekk allt vel. Við tókum skipverjana í þrem ur ferðum í land, þannig að Björgunarsveitamenn aðstoða skipsbrotsmenn í land. (Ljósm. Mbl. Tómas Jónsson). Flugskýlið á Akureyri I MORGUNBLAÐINU hinn 28. febrúar sl. birtist frétt frá Akur- eyri um stofnun nýs flugfélags þar. í síðustu málsgrein um- ræddrar fréttar segir „ekki eru taldar ihorfur, að sögn Tryggva Helgasonar, að leyfi fáist til að nota flugskýlið til viðgerða eða skoðana á flugvélum og telur hann það eins dæmi.“ Ekki er mér kunnugt, hvaðan Tryggvi Helgason hefur fengið upplýsingar um, að ofangreint leyfi fáiat ekki. Hið rétta er, að á fundi sínum hinn 2. jan. sl. lýsti flugráð sig andvígt því, að byggt verði verkstæði inni í hinu nýja flugskýli, er óhjákvæmi- lega hlyti að skerða notagildi þess sem flugvélageymslu auk hinnar auknu brunahættu, sem því yrði samfara. Eru slíik verk- stæði venjulega reist utan flug- skýla, en viðhald og skoðun flug- véla fer að sjálfsögðu fram í skýlinu sjáifu. Reykjavík, 7. marz 1967. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen. BLAÐBURÐARFÓLK i 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Tjarnagata Sjafnargata Baldurgata Kjartansgata Lambastaðahverfi Talið við atgreiðsluna, sími 22480 Japanskar hitakönnur krómaðar, gott verð. Hafnarstræti 21, sími 1-33-36. Suðurlandsbraut 32, sími 38775. Afar ódýr frímerki frá Austurríki Tvö þúsund og átta hundruð falleg mismunandi safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verðmæti um 320 mörk, en í auglýsingaskyni aðeins 300,00 islenzkar krónur gegn póstkröfu, svo lengi, sem birgðir endast. — Póstkort nægir. MARKENZENTRALE, Dempschergasse 20, 1180 Wien. Til hreingerninga fötur, kústar, teppabank^rar, burstar, hreinlætisvörur, tröppur, stóltröppur. Hafnarstræti 21, sími 1-33-36. Suðurlandsbraut 32, sími 38775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.