Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUHBLAÖH), ÞRIÐJUDAGUR T. MARZ 1»«T. Jón Rapnar Steindórsson, flugstjóri með forustutík, sem var farþegi þeirra félaga milli ákv örðunarstaða á Grænlandi. Hún taeitir Vilm. (Ljósm. Gunnar Guðjónsson). Skemmtileg lífsreynsla Glófaxi, þar sem hann liggur í Danmarkshavn. Takið eftir hvað skeflt hefur að vélinni, en myndin er tekin á sunnudag. Berið saman myndina á baksíðunni, en hún er tekin rétt eftir að óhappið varð. (Ljósm. Magnús Jónsson). VIÐ hittum aS máli flugmenn- ina tvo, Jón Ragnar Steindórs- son, flugstjóra og Gunnar Guð- jónsson, flugmann, sem ásamt Jóhanni Erlendssyni tepptust í Danmarkshavn hinn 23. marz og komu með Gljáfaxa til Reykja- víkur á sunnudag. Þeim félögum sagðist svo frá: ’ — Við lögðum af stað frá Reykjavík 22. marz til Meist- aravíkur, þar sem við dvöldum fyrstu nóttina. Morguninn eftir lögðum við af stað áleiðis til Danmarkshavn og lentum í Danneborg í leiðinni, en Danne- borg er miðja veg milli Meist- aravíkur og Danmarkshavn. Þar stöldruðum við í um það bil 20 mínútur og héldum til Danmarks havn, þaðan sem flugvélinni varð ekki afturkomu auðið. — Við gátum auðvitað ekkert annað gert en að sætta okkur við orðinn hlut og reyndum að búa sem bezt að vélinni og við gátum einnig búið obkur undir það að þurfa að dveljast þarna dih óákveðinn tíma. í veðurat- hugunarstöðinni í Danmarks- havn stairfa 12 Danir, úrvals- menn og var okkur sannarlega ekki í kot vísað. Hjá þeim er mikill bókakostur, hljómplötur í miklu úrvali, ballskák og ýmis *pil. Styttum við okkur stund- ir þar auk þess sem við fórum á skytterí, gengum t.d. einn dag 18 km, vegalengd og veiddum álíka margar rjúpur. Þennan dag var 36 stiga frost, en við vorum í góðum hlífðarfötum og það sakaði okkur ekki þótt kalt væri. — Annars er þetta mjög sér- stakur hópur Dana, sem dvelst þar nyrðra við veðurathuganir. Þetta eru þrautgóðir menn, sem virðast hafa sætt sig við að búa í fásinninu. Annar hópur manna eins konar landpóstar hafa bæki stöð í Danmarkshavn. Þeir ganga jafnan undir nafninu „sleðapatr ól“ og ferðast um á hundasleð- um. Eru þetta ungir Danir og karlar í krapinu. Ferðast þeir oft og tíðum langar vegalengdir og einn slíkur varð fyrir því síð- ast í nóvember að sleðinn hans kantraði, þegar hann var langt frá mannabyggðum með 7 hunda Fótur mannsins, sem heitir Aksel Madsen, varð undir sleð- anum og hann var fastur. Hann lét hundana rétta sleðann við, batt sig á sleðann og komst við illan leik til mannabyggða um 20 km vegalengd. Notaði hann vasaljós og áttavita til þess að finna rétta leið, en náttmyrkur og hríð var á. Maður þessi er ekki nema 26 ára og verð ég Margt er sér til gamans gert í fásinninu þar norður frá. Héreru frá hægrl Jóhann Erlends- son og Jón Ragnar Steindórsson meðal veðurathugunarmanna. (Ljósm. Gunnar Guðjónsson). að segja, segir Jón Ragnar að hann sýndi mjög svo mikið hug rekki og skapfestu. Nú eftir að óhappið varð send um við strax skeyti og skýrð- um frá því sem fyrir hafði kom ið. Daginn eftir barst okkur skeyti, þar sem sagði, að reynt yrði að útvega skíði úndir Gljá faxa, og einnig að reynt yrði að sækja okkur 28. febrúar, en það dróst vegna tafa við að útvega skíðið og síðar hamlaði veður. — Á heimleiðinni urðum við fyrir því óhappi að Gljáfaxi fest ist í Scoresbysundi. Urðum við að létta á vélinni og skildum Framhald á bls. 23 Hröð handtók þurfti að hafa til þess að losa Gljáfaxa. Hér ] er verið ð bjástr við póstpoka. (Ljósm. Sigurður Ágústsson). Halldór Sigurjónsson fulltrúi Tryggingar hi. rannsakar Glóíaxa. Til vinstri er Jóhann Er- lendsson. (Ljósm. Sigurður Ágústsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.