Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967. Frönsku kosningarnar: Flokkur de Gaulles sigr- aði í fyrstu umferð Hlýfur sennilega hreinan þingmeirihluta ALLT BENDIR til þess, að flokkur de Gaulles forseta muni hljóta hreinan meirihluta á þjóðþingi Frakklands, er það kemur saman eftir þingkosningarnar, sem hófust á sunnu- dag og haldið verður áfram á sunnudaginn kemur. Hlutu gaullistar 37% atkvæða í gær, kommúnistar 22% og vinstri bandalag Mitterands 18%. Flokkur Jean Lecunaets hlaut aðeins 12% atkvæða, en 80% atkvæðisbærra manna, sem voru 28.3 millj. neyttu kosningaréttar síns. Georges Pompidou forsætis- ráðherra skýrSi blaðamönnum *vo frá eftir kosningarnar í gær, að hann áliti að meiri hluti gaull ista yrði. nokkru meiri á þingi nú en áður. Af hinum 73 þing- mönnum, sem kosnir voru í fyrstu umferð kosninganna í gær voru 62 frambjóðehdur flokksins hafa mikla möguleika á því að ná kosningu í annarri umferðinni á sunnudaginn kem ur. Umræður hófust í dag milli kommúnista og vinstri sósíalista og eiga þessir flokkar að hafa náð samkomulagi um að berjast ekki hvor gegn öðrum í kosn- ingunum á sunnudaginn kemur á þann hátt, að hvor flokkurinn um sig dregur frambjóðendur sína til baka, þar sem hinn flokk urinn hefur góða aðstöðu. Guy Mollet, foringi sósíalista sagði í dag, að næstkomandi sunnudagur gæti komið ríkis- stjórninni óþægilega á óvart. Þeir, sem telja sig réttbæra til þess að stjórna Frakklandi með aðeins 37% atkvæða að baki sér, gleðjast helzt til snemma, sagði hann. Blöð í Frakklandi leggja áherzlu á, að gaullistar hafa einungis sigrað í fyrstu am- ferð kosninganna, enda þótt svo líti út, sem þeir muni einnig sigra í þeirri næstu. Finrumta lýð- veldið (þ.e. stuðningsmenn de Gaulles) hafa ástæðu til að vona, að það muni halda hinum hreina meirihluta sínum á þingi, segir blaðið La Monde, sem er óháð. Brezka blaðið Daily Tele- graph, sem styður fhaldsflokk- inn, lagði í dag á það áherzlu, hve miðflokkarnir hefðu náð lélegum árangri og væri það mikið áfall fyrir þá, sem styddu inngöngu Bretlands í Efnahags- bandalagið. Taldi blaðið, að ósigur Jean Lecanuets, leiðtoga bandalagsins kynni að koma enn greinilegar í ljós eftir kosning- arnar á sunnudaginn kemur. Hinn lélegi árangur hans, seg- ir blaðið, mun ekki auðvelda Wilson forsætisráðlherra leikinn, 38 fórust í flugsiysi Kenton, Ohio, 6. marz NTB ! farþegar höfn. • 38 manns biðu bana, er banda rísk farþegaflugvél af gerðinni Convair 580, fórst í nótt í ná- grenni Kenton í Ohio. Flugvélin, sem var frá flugfélaginu Alka Central, var á leið frá Chicago til Detroit með viðkomu í Colum bus og Toledo. 1 vélinni voru 35 og þriggja manna á- ef Wilson hefur í huga að sækja að nýju um inngöngu fyrir Breta í Efnahagsbandalagið. ,í Washington eru flestir stjórrí málamenn þeirrar skoðunar, að vegna niðurstöðu frönsku kosn- inganna muni sambandið milli Frakklands og Bandaríkjanna ekki batna í framtíðinni. Úrslitin komu þar ekki á óvart, en marg- ir bandarískir embættismenn hafa gefið í skyn, að þeim væri alls ekki móti skapi, að de Gaulle forseti hlyti minnkandi fylgi. Að þeirra áliti eru Frakkar almennt ekki sammála stefnu forsetans gagnvart Nato og vesturveldun- um. Á hinn bóginn er bent á það, að de Gaulle hefur tekizt að skapa styrkt og öflugt Frakk- land og að hann muni framvegis geta verið þjóð sinni styrkur leið togi, þar sem hann muni hafa meirihluta þjóðþingsins að baki sér. Flugvél Landhelgisgæzlunnar Sif, flaug í gær til þess að kanna ísinn út af Vestfjörðum. Kortið hér að ofan sýnir afstöðuna. Chou En-!ai tekinn vii stjórnaiiauniunum Lognið undan storminum? í Kína Peking, 6. marz. AP-iNTB. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Austur-Evrópu, að Chou En-lai, forsætisráð- herra Kínverska alþýðulýð- veldisins, hafi nú tekið við istórnartaumunum þar í landi, bæði í flokksforystunni, stjórninni og öryggismálum. Ekki er vitað, hvað slysinu olli, u. , , . . . ... . . „ ’ . Hmsvegar er ekki ljost, en íbuar í nagrenm slysstaðarms _ , . herma, að hún hafi hrapað niður i hvort her er um að ræða sig- á a'kurlendi og hafi brakið dreifzt yfir u.þ.to. tíu ferkílómetra svæði. Sumir ítoúanna telja sig hafa heyrt sprengingu áður en vélin hrapaði. Vanier landsstjóri í Kanada lótinn Ottawa, 6. marz. NTB-AP. GEORGES Vanier, landsstjórl í Kanada, lézt á sunnudagmorgun, 78 ára að aldri. Banamein hans var hjartalömun og lézt hann í ■vefni. Vanier varð landstjóri árið 1959, þá 71 árs. Átti hann þá glæsilegan feril að baki, bæði í hermennsku og utanríkisþjón- ustu. Hann var verkfræðingur að menntun. f heimsstyrjöldinni fyrri hlaut hann mörg heiðurs- merki fyrir vasklega framgöngu. Þá særðist hann svo, að taka varð fót hans af fyrir ofan hné. Ofursti varð Vanier árið 1939 og í heimsstyrjöldinni síðari var hann fulltrúi Kanada í aðalstöðv um de Gaulle í London. Hann varð síðan sendiherra Kanada í París þegar að stríðinu loknu 1944. Árið 1953 komst hann á ellilaun, en starfaði eftir það við uippbyggingu og aðstoðarstarf í fátækrahverfum Montreal, unz hann var skipaður landstjóri. í embætti landstjóra lagði hann mikla áiherzlu á að reyna að bæta sambúð íbúa af enskum og frönskum stofni. Sjálfur átti hann bæði til brezkra og franskra að telja, faðir hans var Fhilas Vanier af frönskum ætt- um en móðir hans Margaret Maloney af brezkum og írskum Kittum. ur hans sem milligöngu- manns, eða bragð af hálfu Mao Tze-tungs og fylgis- manna hans, sem hyggist nota næstu vikur til að koma nýju skipulagi á sóknarsveit- ir sínar í menningarbylting- pnni. Fregnir þessar herma að margt bendi til þess, að meðal helztu stuðningsmanna Maos ríki nú nokkur ágreiningur. Annars veg- ar séu þau Ohiang Ching eigin- kona Maos, Chen po-ta for- ingi menningarbyltingarnefndar- ihnar og Kang Sheng, meðlimur framkvæmdastjórnar miðstjórn* ar flokksins, sem vilja halda menningarbyltingunni ótrauð áfram, slíta samtoandi við Sovét- rikin og taka upp beina ihlutun í Vietnam-styrjöldinni. Hinsveg- ar er Lin Piao, landvarnarráð- herra, sem er sagður hvetja til varkárni, einkum þó varðandi Vietnamstyrjöldina. Stuðnings- menn Maos enu því viðbúnir, að Kínverjar verði einangraðir á sviði utanríkismála á næstunni og leggur Lin Piao því allt kapp á, að Kínverjar búist sem bezt til varhar á þremur vígstöðvum, í austri, suðri og gegn Sovétríkj- unum í vestri. Enda þótt Ohou En-lai hafi tekið stjórnartauma landsins i sínar hendur, er talið ólíklegt að þar með sé bundinn endi á Ungverska tónskáldið Zoltan Kodaly látið Fékk starfsfrið vegna frægðar sinnar T S Búdapest, 6. marz — NTB — UNGVERSKA tónskáldið /.oltan Kodaly lézt í Búda- pest í dag, 84 ára að aldri. Kodaly varð eftir fráfall Beia Bartoks, árið 1945, tvímæla- Iaust stærsta nafnið í tón- listarlífi Ungverjalands. Hann var skapmaður mikill og svip mikil persóna, með sitt hvítt hár. Af tónsmíðum Kodalys þóttu stór kórverk og hljóm- sveitarverk bera af og eru kunnustu verk hans ,PsaIam- as Hungaricus" og „Hary Janos-svítan“ Kodaly komst oft í andstöðu við hin komm- únísku yfirvöld landsins, en sökum frægðar sinnar fékk hann að starfa óáreittur. í upreisninni í Ungverja- landi árið 1956 var Kodaly formaður byltingarnefndar lista- og menntamanna og er sagt, að hann hafi þá sent sím skeyti til sovézkra tónskálda þar sem hann bað þau að krefjast þess, að sovézki her- inn yrði kallaður frá Ung- verjalandi. Eftir að byltingin hafði verið bæld niður gripu yfirvöldin til gagnráðstfana gegn mörgum mennta- og listamönnum, en Kodaly var látinn óáreittur. Eins og Bartok byggði að verulegu leyti á þjóðlegri tón list, en tónverk hans voru alltaf í hefðbundnum stíl. Styrkleiki hans sem tónskálds fólust fyrst og fremst í notk- un fjölbreyttra og litríkra hijóma. Hann var einnig kunnur tónlistarkennari og skrifaði meðal annars kennslu bók fyrir börn, sem af mörg- um er talin alger nýjung í tónlistarfræðslu. Kodaly var tvíkvæntur. fyrri kona hans var allmiklu eldri en hann. Hún lézt árið 1959 þá 56 ára að aldri. Síð- ari kona hans var Sari Pec- el. Þegar þau giftust var hann 77 ára en hún 21 árs. Hún var þá nemandi hans í tón- list. menningarbyltinguna. Þó svo málamiðlunarstefna hans hafi orðið ofan á um hríð, muni fy’g- ismenn Mao eftir sem áður vinna að menningarbyltingunni e.tv. aðeins hægar en áður — og haft er fyrir satt að C'hou En-lai komi hvergi nærri mtnningarbylting- unni. Lin Piao, Chiang Ching og aðrir stuðningsmenn Maos sjái þar um alla hluti. Flestir eru þeirrar skoðunar, að hléið sem nú virðist á menn- ingarbyltingunni, sé aðeins log- ið á undan storminum og megi e.t.v. búast við enn hörkulegri herferð gegn útlendingum og andstæðingum Maos, áður en langt um líði. Hin svonefnda stjórnar- nefnd hersins í Peking hefur sent út fyrirskipanir þess cfnis, að allir herforingjar, sem sviptir hafi verið stöðum sínum og völdum í upp- hafi menningarbyltingarinn- ar, skuli látnir lausir úr hatdi og taka að nýju upp sín fyrri störf. Það er japanska frétta- stofan Kyodo, sem frá þessu skýrir, og því með, að tilkynn ing þessi hafi einnig náð til starfsmanna öryggislögregl- unnar. Stjórnarnefnd þessi var sett á laggirnar í síðasta mánuði til þess að sjá um öryggi í höfuð- borginni. Segir, að bannað sé að halda áfram gagnrýni á for- ingja þá, sem hér um ræðir og star'fsemi menningartoyltingar- innar skuli þegar í stað hætt 1 lögreglu og her. Þá berast þær fregnir frá Tsi- Mau, helztu borg Shantung-hér- aðs í Austur-Kína, að andstæð- ingar Mao Tze-tungs haifi enn á ný risið til andstöðu gegn fylgis- mönnum hans. Hafi þessir and- stæðingar Maos ráðist á lög- reglustöðvar og herbaekistöðvar, — en ekki er þess getið, hver urðu úrsli-t þessara átaka. Frétta stofan „Nýja Kína“ sagði frá þessu og á sunnudag sagði Pek- ingútvarpið, að fyrirskipanir hefðu verið gefnar um það í Tsingtao-héraðinu, að allar bæki stöðvar menningartoyltingarinn- ar, sem þar hefðu verið sétt á laggirnar, skyldu leyst upp þegar í stað, — og starfsmenn þeirra taka upp sín fyrri storf. Fylgdi tilkynningunni, að sam- tök þessi og stöðvar væru ekki til hagstoóta menningarbylting- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.