Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 19«7. Útgefandi:: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmúndsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. END URSKOÐ UN FÉLA GAL ÖGGJAFAR T> fkisstjórnin hefur nú á- kveðið að skipa nefnd til þess að semja drög að nýrri löggjöf um eftirlit með ein- okun, hringamyndun og verðlagi og mun nefndin starfa að þessu máli í sam- ráði við danskan sérfræðing, sem hingað kemur í því skyni. I sambandi við mál þetta er rétt að vekja athygli á því, að á undanfömum árum hef- ur verulegt starf verið unnið að þessum málum og jafn- framt er nú í undirbúningi ný félagalöggjöf, en það er þegar orðið brýnt að endur- skoða núgildandi löggjöf á því sviði. Árið 1961 fól Bjarni Bene- diktsson, þáverandi dóms- málaráðherra, próf. Thódór B. Líndal að undirbúa laga- frumvarp um eftirlit með fyrirtækjasamtökum og hindr un einokunaraðstöðu og var það frv. samið á grundvelli norskrar löggjafar um þau mál. Ekki náðist samstaða um flutning þess frv. og kom því ekki til þess, að það yrði lagt fyrir Alþingi. í nóv. 1966 fól svo Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, Hirti Torfasyni, hæstaréttar- lögmanni, endurskoðun lög- gjafar um hlutafélög og skal bann við það verk m.a. hafa til athugunar frv. að lögum um hlutafélög, sem var til meðferðar á Alþingi 1952 og 1953 en hlaut þá ekki af- greiðslu. í erindisbréfi dóms- málaráðherra til Hjartar Torfasonar er honum sér- staklega falið að hafa hlið- sjón af þeim athugasemdum, sem gerðar voru við það frv. er það lá fyrir Alþingi svo og af niðurstöðum og gögn- um frá sameiginlegri nefnd Norðurlandanna, sem unnið befur að samræmingu lög- gjafar landanna um þetta efni nokkurt árabil. Einnig að ta'ka tillit til þeirra hug- mynda, sem fram hafa komið um almenningshlutafélög. Þá var Hirti Torfasyni ennfremur falið að athuga í sambandi við þetta verk, Kvort nauðsyn væri á laga- reglum um fyrirtækjasam- steypur, sem stefna að því að hindra samkeppni, svo og hverjar breytingar á annarri almennri félagalöggjöf, svo sem um samvinnufélög, sam- eignarfélög og samlög, mundu eiga að fylgja slíkri gagngerri endurskoðun á hlutafélagalöggjöf. Það er því ljóst, að ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins hafa á undan- förnum árum haft frum- kvæði að verulegu undirbún- ingsstarfi á þessu sviði enda eðlilegt, að þörf sé endúrskoð unar á gildandi löggjöf vegna stórvaxandi starfsemi á sviði viðskipta og annars atvinnu- Iffs og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. GREIDDI ÚTVARPIÐ KOSTNAÐINN? að hefur komið fram í blaðaskrifum að undan- förnu, að launaður erindreki Framsóknarflokksins hefur 9amtímis tekið upp þátt fyrir Rí'kisútvarpið í Yestmanna- eyjum og stundað þar erind- rekstur fyrir Framsóknar- flokkinn. Áf þessu tilefni er nauðsynlegt að krefjast upp- lýsinga um það, hvort Ríkis- útvarpið hefur staðið straum af kostnaði við ferð þessa og þar með veitt fjárhagslegan stuðning áróðursstarfsemi Framsóknarflokksins. Jafnvel þótt svo hafi ekki verið hlýtur það að vera vafa samt í meira lagi fyrir Rí'kis- útvarpið, að stjórnandi þátt- ar á þess vegum, sem fer út á land í efnissöfnun, skuli í sömu ferð reka erindi stjórn- málaflokks, hver svo sem hann er. í þriðja lagi verður að benda á, að yfirleitt er mjög hæpið fyrir Ríkisútvarpið að hafa í þjónustu sinni launað- an erindreka stjórnmála- flokks, hvaða flokkur sem >að er, ekki sízt þegar sá maður á að annast útvarps- >átt, sem fjaliar um þjóðmál og á miklu ríður af þeim sök- um,- að honum sé stjórnað af fullkomnu hlutleysi og þess gætt að öll höfuðsjónarmið í hverju máli komi fram. Sú reynsla, sem þegar hefur fengizt af slíku er slæm, þar sem sá þáttur, sem um er að ræða, hefur hlotið þunga gagnrýni fyrir hludrægni og sérstaklega í því ti'lviki, þeg- ar saman fór efnissöfnun fyr- ir Rí'kisútvarpið og erind- rekstur fyrir Framsóknar- flokkinn, en þá var gerð aug- ljós tilraun til þess fá fram pólitíska árás á ríkisstjórnina, jafnvel þótt það tækist ekki. En það var ekki stjórnanda þáttarins að þakka. Nizaminn af Hyd- erabad er látinn — talinn einn auðugasti maður heims Hyderabad, 24. febr., AP. SAGÐUR er nú látinn Nizaminn eða furstinn af Hyderabad, sem lengi var talinn auðugasti mað- ur heims, eftir nokkurra vikna vanheilsu, áttræður að aldri. Furstinn af Hyderabad, sem ■ akti ætt sína allt aftur til spá- mannsins Múhameðs, var sjö- undi í röðinni af furstum þeim er ríkjum réðu í Hyderabad mann fram af manni allt frá því er ættin komst þar til valda árið 1712. Sjálfur réði furstinn nýlátni fyrir Hyderabad frá 1911 til 1948 er Indland hlaut sjálf- stæði og indverska stjórnin svipti hann völdum eftir viku- langar harðar deilur og beitti til þess heivaldi. Á hátindi veldis sins réði Niz- aminn fyrir 18 milljónum manna í ríki sem tók yfir tæpa 14 þús- und ferkílómetra. Hann var flest um mönnum öðrum á jarðríki auðugri og af mörgum talinn þeirra auðugastur meðan hann héði fyrir ríki sínu. Frá útför Nizaminns fursta. á veldisdögum sínum. Er ahnn var neyddur til þess að afsala sér völdum fékk hann þó að halda auðæfum sínum og hafði auk þess í eftirlaun 10 milljón rúpíur eða 1.33 milljónir dala á ári. Allt um það saxaðist töluvert á auð furstans hin síðari ár, enda fjölskyldan stór og i mörg horn að líta. Nizaminn var sagður hafa átt 42 konur og með þeim 37 börn, en barnabörnin voru orðin um fimmtfii talsins er síðast fréttist. Aðeins tveir sona fyrstans voru þó taldir tiginborn ir, béðir synir fyrstu konu hans. Þjóðarsorg er nú í Hyderabad vegna andláts furstans. Flytur fyrirlestra um brúðuleiklist Frœgur þýzkur prófessor í fyrirlestraferð hér þjóðleg brúðuleikshátíð í Braun- schweig, en það var einmitt fyrir forgöngu próf. Siegel að þessari hátíð var komið á, en hana sækja allir merkustu brúðuleikarar heims úr allri veröldinni. Þá mun hann einnig ræða um brúðu leikhús með hliðsjón af almennri leiklist, og flytja yfirlit um brúðuleik í Asíu. Fjölmargar skuggamyndir verða sýndar með. KOMINN ER til landsin þýzki prófessorinn Michael Sieg- el, en hann er einn af þekktnstu marionette leikurum (stjórnar brúðum með böndum) í Evrópu. Prófessorinn kemur hingað á vegum Myndlista- og handiða- skólans, þar sem hann mun flytja fyrirlestur á vegum skól- ans, og leikfélaganna tveggja í bænum um brúðuleikhús nú á dögum. Verður fyrirlesturinn haldinn í Lindarbæ fimmtudag nk. og hefst kl. 4 síðdegis. Er öllum heimill aðgangur að fyrir- lestrinum. Prófessor Siegel hefur verið kennari við ýmsa listaháskóla í Þýzkalandi. Hann er m. a. læri- faðir Kurt Zier, skólastjóra, sem stjórnaði fyrsta brúðuleiknum á íslandi veturinn 1940 í Háskóla íslands. Var þá flutt miðalda- brúðuleikrit um dr. Faust, en Myndlista- og handíðaskólinn sá um sýninguna. Efni fyrirlestrarins verður sem 306 ára laga- ákvæði afnumið Annapolis, Maryland, 4. marz. AP. j LÖGGJAFARÞINGIÐ í Mary- land hefur numið úr gildi 306 ára gamalt lagaákvæði, þar sem kveðið er á um bann við hjú- skapartengslum hvítra og svartra. Enn eru eftir 16 ríki í Bandaríkjunum, þar sem slík lagaákvæði eru enn í gildi. hér segir: Þróun brúðuleiklistar I Prófessor Siegel lýkur hér í hinum ýmsu löndum Evrópu Norðurlandaferð sinni þar sem eftir síðustu heimsstyrjöld, al- | hann flutti fyrirlestra. Figúra i strengbrúðuleikhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.