Morgunblaðið - 07.03.1967, Síða 18

Morgunblaðið - 07.03.1967, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM afstöðu til ýmissa mannlegra fyrirbæra og vandamála. RAÐNINGASTOFA HUOMLISTARMANNA ÓSinsgötu 7 — Sími 20255 ' * OpiS mánud.-fimmtutí. 2-7, föstud.-laugard. 2-5 Ódýr og géð aSfræðiorðabók Kr. 2.900— 12 stór bindi 5.000.000 orð. — 26.00 uppsláttarorð. — 5.000 myndir. — 200 litmyndasíður. En kostar þó aðeins kr. 2.900,oo í sterku Dupont Fabrikoid bandi. SpflrbjörnJótis5ona(b.h.f THE ENGLISH B00KSH0P Hafnarstræti 9. Stjörnubíó Næturleikir (Nattlek) Sænsk mynd. Höfundur kvikmyndahandrits og leikstjóri: Mai Zetterling. Framleiðandi: Sandrews, Stokkhólmi. Aðalleikendur: Ingrid Thulin, Keve Hjelm, Lena Brundin o. fl. NÆR listamaðurinn til fólksins? Það er stór spurning við alla listsköpun. Og til hvaða fólks nær hann þá? Margir telja það ekki skipta minna máli. Það er nú einu sinni svo, að listasmekk- ur fólks er svo mismunandi, að einn telur það ágæta list, sem annar telur hreinan óskapnað og fjarri öllum sanni að telja til listar. Og þeir, sem hafa tekið sem næst óbifanlega afstöðu til þess, hvað sé list og hvað ekki, munu ekki telja það skipta minna máli til hvaða fólks list- in nær, heldur hitt, til hve stórs fjölda hún ær. Það eru skoðana- bræður þeirra um algildi vissrar listtízku, sem þgir munnu telja mestu varða, að séu með á nót- unum. Kvikmyndalistin er sú list- grein, sem á hverri líðandi stund á einna mest undir því, að hún náði til sem flestra. Gerð kvik- mynda er yfirleitt dýr, og ef ekki fæst góð aðsókn, er hætt GJALDKERASTARF Stórt fyrirtæki óskar að ráða stú'ku til gjaldkerastarfa nú þegar. Umsóknir er greini aldur mennt in og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Ábyggileg — 8631“ við halla á fyrirtækinu. En flest- ir þekkja og viðurkenna þá ein- földu hagfræðikenningu, að allt verður að bera sig. Handan graf- ar og dauða eru metaskálarnar hans Sánkti-Péturs endanleg staðfesting þeirrar algildu reglu. Margir munu telja það eitt helzta verk listgagnrýnanda að „móta smekk almennings“. Sú viðleitni er auðvitað góðra gjalda verð út af fyrir sig, að svo miklu leyti sem smekkur fólks verður mótaður. Sjálfeagt er hægt að vissu marki að læra að njóta listar, á sama hátt og margur hefur lært að verða listamaður, þótt honum kunni að hafa verið meðfætt nokkurt startkapital á því sviði, sem hef- úr létt honum námið. Hins vegar verður á það að lita, að allar skýringar og út- listanir listgagnrýnenda eru fyrst og fremst túlkun á þeim áhrifum, sem þeir verða sjálfir fyrir, er þeir leiða listaverkið sjónum eða nema hljóm þess. Listaverk verkar hvergi nærri eins á alla, ekki heldur á viður- kennda listgagnrýnendur, sem gleggst má sjá af mismunandi dómum þeirra um sama verk. Þess vegna tel ég varhugavert að draga algildar niðurstöður af skrifum gagnrýnenda um einstök verk listræns eðliis. En gott get- ur verið að hafa þau skrif til hliðsjónar eða leiðbeiningar, er menn leggja verkin undir mæli- kvarða sinnar eigin dómgreind- ar. Vafalaust móta menn og þroska sinn eigin smekk bezt með sjálfsnámi í víðtækri merk- ingu. Hversu trúverðuglega sem listgagnrýnandi reynir að dæma ákveðið verk, þá er ávallt hætta á, að óhlutlæg sjónarmið „laum- ist inn i lagið", auk þess sem um er að ræða einstaklings- bundna afstöðu. Er það raunar ekki óeðlilegra en hitt; að skap- andi listamenn hafa mismunandi Einkaumboð fyrir OPAL TEXTILWERKE G. m. b. h. REINFELD. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. ________________________________________ Opal er tízkusokkur ★ Opa! erv-þýzkgæCavara Opal 20 denier Opal 30 denier Opal krepsokkur Opal er á hagsíæðu verði Notið aðeins beztu fáanlegu sokka —o— Enginn efast um, að Mai Zett- erling hafi haft góð áform í huga um að skapa mikið listaverk, er hún vann að gerð ofannefndrar kvikmyndar, og auðsæ eru góð tök hennar á ýmsum kvikmynda tæknilegum atriðum. En hug- leiði maður það áform hennar að tjá með myndinni Evrópu nú á dögum, þá geta verið skiptar skoðanir um hitt, hvort hún hef- ur færzt of mikið í fang með því. Mér fyrir mitt leyti finnst myndin ekki rísa undir svo fyr- irferðamiklu tákni. Myndin fjallar um ungan mann, sem hverfur svo á vit gamalla minninga á fornu óðali ættar sinnar, að hann má vart koma við eðlilegum atlotum við unnustu sína, sem fylgzt hefur með honum til þessa staðar. Mitt í ástarleiknum sér hugur hans fyrir sér æskuheimili sitt, móð- ur sína, sem hann ann mjög, fagra, efi gjálífa, og allskyns fólk, sefti hún umgengst. í sel- skapslífi því, sem móðir hans tekur þátt í, er síður en svo allt- af af setningi slegið. Kynvill- ingar, sadistar og fleira óeðlilegt fólk leikur þar um völl. Það er „lifað hátt“ á veraldarvísu, og andnímsloftið er hvergi nærri heppilegt, skyldi maður halda, fyrir dreng á þeim aldri, þegar börn eru móttækilegiist fyrir utanaðkomandi áhrif. Þetta miður holla andrúmsloft og umhverfi mundi þá eiga að tákna Evrópu. Spillingu Evrópu. En í prógrammi myndarinnar eru eftirfarandi orð meðal ann- ars höfð eftir listakonunni: „Ég reyni líka að vera já- kvæð. Það var ekki út í bláinn, að ég kaus orð Leonardo da Vinci að einkunnarorðum fyrir verk mitt: Hugurinn beinist til vonarinnar.“ Ungi maðurinn (Keve Hjelm) hefur, þótt merkilegt sé, sloppið kynferðilega eðlilegur út úr hinu óheppilega umhverfi. Ástin milli hans og unnustu hans er hrein og göfug, þó ekki líkamalaus, eins og í alveldi rómantiskrar ástar. Og þessi hieina ást á þá víst að tákna von þeirrá syndum hrjáðu heimsálfu, sem við byggj- um. Ekki verður sagt, að táknin skorti. Og ekki verður kvartað yfir því, að boðskapurinn sé ekki jákvæður. En þótt mynd þessi sé á marg- an hátt tæknilega vel gerð og leikur kunnáttusamlegur, þá er hæpið, að efniviðurinn sé nógu fjölþættur, táknin gangi fram af nógu „breiðum fronti" til að fela í sér heila heimsálfu eða eina allsherjarmannlífsspillingu með von á heimsmælikvarða í lokin. Mai Zetterling mun hafa orðið fyrir allmiklum áhrifum frá Ingmar Bergman og ætlar sér lítt af við útmælingu viðfangsefna fremur en hann. Er skemmst að minnast „Þagnarinnar", sem sýnd var í Hafnarfirði í sumar, en sú mynd átti trúi ég að tákna þögn Guðs við þjáningum og syndum mannanna. Sumir sáu þar þó fátt annað en klám og heyrðu ekki snefil af hinni eðal- bomu þögn. Listamaðurinn náði þar greinilega ekki nema til viss hóps manna. Zetterling er að sjálfsögðu ennþá viðvaningur við leikstjórn miðað við hinn fræga leikstjóra Ingmar Berg- mann. Hún lætur sér líka nægja skika af jörðinni sem vettvang táknmyndar sinnar, og reynir ekki að draga drottin allsherjar persónulega inn í spilið enn sem komið er. Ljóst er þó, að hún hefur gnægð sjálfstrausts og er, eins og áður segir, ódeig að takast á við stórbrotin viðfangsefni Og þó að hinni vinsælu leikkonu hafi að þessu sinni ekki heppnazt að fullu að fleyta sínum frum- legu hugmyndum ósködduðum til viðtakenda, þá væri óeðlileg svartsýni að gera ráð fyrir því, að henni misheppnist að nýta sína góðu hæfileika betur við framtíðarverkefni sín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.