Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1967. - BYLTINGIN Framhald af bls. 17 • Sagt til syndanna Svona hélt þetta áfram. Þessa nótt sagði hann félögum sinum til syndanna og fylgdi árás sinni fast eftir ipeð beizk- legum og nöprum orðum á einkafundi í innsta hring leið- toga síns eigin flokks. Sam- komulag af neinu tagi kom alls ekki til mála. Margir þeirra spurðu sjálfa sig, hvernig minnihlutaflokkur þeirra (heildartala flokksfélaga náði ekki 80 þúsundum) gæti sigr- að í ailsherjarstríði við alla hina flokkana til samans. • Breiðið byltinguna út! Næsta dag, þegar Lenin ávarpaði landsþing allra hinna rússnesku sovétráða, sem hafði verið kvatt saman'í Petrograd, opinberaði hann stefnu sína í heyranda hljóði Bráðabirgða- stjórninni varð að steypa, en við átti að taka Lýðveldi ör- eiganna. Allt vald átti að leggja í hendur sovétanna. Kapítalismanum skyldi gjör- eytt, en Ríkið átti að taka við öllu. Lögregla, her og embætt- iskerfi þjóðfélagsins skyldi lagt niður. Allir verkamenn og allir bændur skyldu fá vopn í hendur og verða kjörgengir til allra embætta. Virku bræðralagi rússneskra og þýzkra hermanna varð að koma á tafarlaust, til þess að breiða byltinguna út til Þýzka- lands með leifturhraða. — Og hannig hélt hann áfram. Hann var í rauninni baulað- ur niður úr ræðustólnum. Þessi boðskapur, sem fékk nafnið apríl-kennisetningarnar, var raunverulega stríðsyfirlýs- ing, ekki aðeins á hendur borg- urunum í Bráðabirgðastjórn- inni, heldur ekk’ síður á hend- ur forystu hinnar sigri- hrósandi byltingar. • Lenin einangraður Lenin var næstum ein- angraður á þessu stigi málsins. Það var ekki furða, þótt al- menningur héldi, að hann væri agent og útsendari Þjóðverj-a. (Hann var það samt ekki; hann hafði þegið stórfé og stuðning frá þýzku imperíalistunum til þess að útrýma hinum rúss- nesku andstæðingum sínum; það var allt og sumt). Hefðu sovétráðin beitt örlítilli skyn- semi og sjálfsögun, hefði Lenin einangrazt gersamlega og kröf- ur hans fallið um sjálfar sig fyrir fullt og allt. Ástandið og kröfur Lenins útheimtu þótt ekki hefði verið nema agnarögn af samvinnu meðal allra and-bolsjevikka. Þess í stað unnu allir bylting- arsinnar að því að spilla fyrir Bráðabirgðastjórninni og rífast heiftarlega og óaflátanlega inn- byrðis um leið. Þetta gekk svona upp og of- an. Fyrsta bráðabirgðastjórnin framdi í rauninni sjálfsmorð í maímánuði, með því að lýsa því yfir. að allar skuldbinding- ar gagnvart bandamönnum skyldu í heiðri haldnar, og staðfesta, að styrjaldarmark- mið rússneska ríkisins hefðu ekkert breytzt. Kerensky var nú á hraðri uppleið innan stjórnarinnar, en Lvov fursti var enn forsætisráðherra, og þótt hin nýja og endurskipu- lagða bráðabirgðastjórn héti friði án nýrra landvinningatil- rauna og skaðabótagreiðslna, þá var það ekki nóg. • Lenin verður að flýja land í júlí var gerð midheppnuð uppreisnartilraun („júlídagarn- ir“ svokölluðu), sem hafði næstum gert út af við Lenin. Almenningur var reiði þrung- inn vegna hinna ónauðsynlegu blóðsútihellinga, og Lenin var sakaður um að njóta stuðnings og leiðsagnar þýzka herfor- ingjaráðsins Lvov fursti sagði af sér eftir júlídagana. Ker- ensky varð forsætisráðherra og bannaði bolsjevikkaflokkinn. Lenin, sem naut nú hvorki samúðar almennings né vernd- ar valdhafa, flýði hið hraðasta til Finnlands og fór þar í felur. • Kerensky heggur til hægri og hneigist til vinstri. En lengi getur vont versn- að, þvi að upp frá þessu má segja, að, slæmt ástand hafi farið hríðversnandi með degi hverjum. Kerensky, sem enn var ákveðinn í að halda styrj- öldinni áfram (og honum var í rauninni nauðugur einn kost- ur að gera það, til þess að Rússar uppfylltu skilyrðin til að fá hina bráðnauðsynlegu aðstoð frá bandamönnum sín- um), var allsendis ófær til þess að fást við stjórn landsins, þar sem allt var á yztu nöf alls- herjarglundroða. Ríkisstjórn hans sveigði sífellt lengra til vinstri, en hún komst aldrei nógu langt til vinstri að dómi sovétanna, sem tóku nú að 'bergmála kröfur bolsievikka um brauð, frið og land. Honum tókst að hrinda harðvítugri og einbeittri valdatökutilraun hægrisannaðra afla, sem Korn- iloff hershöfðingi, æðsti yfir- maður rússneska hersins, skipu lagði í ágúst, en þegar hér var komið sögu, var Kerensky upp- gefinn af andlegri og líkam- legri þreytu. Trotsky hafði til skamms tíma staðið álengdar og tekið óháða afstöðu til mála, en nú sneTÍst hann hratt á sveíf með Lenin. Þegar Lenin þóttist viss um stuðning Trotskys, sá hann, að tími til ákveðinna og endanlegra aðgerða var nálæg- ur. • Lenin skríður úr felum og lætur til skarar skríða með stuðningi Trotskys Hinn 20. október laumaðist Lenin inn í Rússland. Hann var enn útlægur og leyndist fyrir mönnum. Nú hófust ofsafengnar deilur í innstu klíku bolsje- vikka, en eftir nokkurn tíma tókst Lenin, þrátt fyrir and- stöðu Zinovjeffs og Kamenevs, að fá bolsjevikka sína til þess að fallast á að gera tafarlausa tilraun til valdatöku. Lenin naut stuðning Trotskys (og hins tiltölulega unga Stalins) í þessum örlagaríku flokksþræt- um. Þessi ákvörðun fór ekkert leynt. Allir vissu, að bolsje- vikkar höfðu stofnsett ólöglega nefnd, „hina hernaðarlegu byltíngarnefnd“, sem hafði að- eins eitt takmark: valdatöku með ofbeldi, ef ekki vildi bet- ur. En áhrif og völd Kerenskys voru þorrin. Hann gat ekki lengur fyrirskipað lögreglunni að handtaka samsærismennina, sem tókst að koma bolsjevikka- kommissörum fyrir hvarvetna í setuliði Petrograd-borgar. Hinn 5. nóvember fóru vopn- aðir flokkar bolsjevikka að hertaka opinberar byggingar. Þær urðu margar, áður en dag-. ur var að kvöldi kominn, þeirra á meðal landsímastöðin. Þeir mættu engri raunveru- legri mótstöðu, þótt þeir væru ekki fleiri en 30.000 alls. Um seinan, eða 7. nóvember, þegar ástandið var svo ruglingslegt, að enginn gat hent reiður á neinu, og hver höndin var uppi á móti annarri innan ríkis- stjórnarinnar, mannaði Ker- ensky sig loks upp í það að fara úr borgir.ni og á fund stjórnarhollra hersveita, til þess að reyna að fá þær til að fara inn í borgina. Petrograd var raunverulega þá þegar á valdi bolsjevikka, að undanskilinni Vetrarhöllinni, þar sem Bráða- birgðastjórnin sat í umsátri. • Valdataka bolsjevikka Þegar kröfu um uppgjöf var hafnað, var sjóliðunum á beitiskipinu Áróru,.sem lá fyrir akkerum á Nevu-fljóti, skipað að lækka fajlbyssurnar og beina hlaupunum að höllinni. Bráðabirgðastjórnin lét sig samt ekki, svo að nokkrum púðurskotum var skotið að höllinni. Ráðherrarnir þráuðust enn við. Þá var sprengikúlum skotið að höliinni úr fallfoyss- um í Kastala Péturs og Páls, handan árinnar. Flest þutu skotin út í bláan buskann, ■ ig stjórnarherrarnir sátu við sinn keip. Að lokum leiddist bolsjevikkum þófið og létu her- flokk taka höllina með áhlaupi, Og það var nú það. Klukkan tvö að morgni voru ráðherrar Bráðabirgðastjórnar- innar, að Kerensky einum úndanskildum, handteknir, og bolsjevikkar voru komnir til valda. • Ekki alþýðubylting, heldur valdarán Þetta var ekki nein alþýðu- bylting; þetta var leifurhratt valdarán. Lenin hafði ekki hin minnstu áform á prjónunum um að taka upp lýðræðislega hætti. Hann hafði heitið á f jöld- ann sér til hjálpar. Nú varð hann að bæla hann niður að nýju og koma stjórn yfir hann. Hann gerði það svikalaust og notaði til þess allar þessar eld- gömlu og rússnesku aðferðir, sem fjöldinn hélt í sakleysi sínu, að hefðu verið afnumdar að eilífu. Lenin lagði sjálfur alla horn- steinana að hinu stalinistíska ríki. Þegar hann dó árið 1924, var hið stalinistíska ríkiskerfl mótað í öllum megindráttum. Hið langþráða tákn lýðræðsins, stjórnlagaþingið, var kvatt saman. Lenin leysti það upp með valdi og rak þingmenn heim eða í fangelsi innan 24 klukkustunda, — af því að bolsjevikkum hafði ekki tekizt að vinna meirihluta. Tsjekan, þ.e. pólitíska lögreglan, var stofnuð mjög fljótlega, og áður en árið 1918 var á enda runnið, hafði Lenin veitt henni alræðis- völd undir sinni stjórn. í marzmáúuði 1921 gerðn sjóliðarnir í Kronstadt, sem einu sinni höfðu verið í fylk- ingarbrjósti byltingarinnar, uppreisn. Þeir risu upp gegn mönnunum, sem nú voru að spilla byltingu þeirra. Trotsky lét bæla uppreisnina niður 1 blóði hinna gömlu byltingar- hetja. Hið fyrsta af hinum algern einræðisríkjum nútímasögunn- ar var komið fram á sjónar- sviðið. (Þýtt og endursagt). Miklar ógæftir hamla veiium suðvestanSands AFLI veiðibáta frá verstöðvum á Suðvesturlandi hefur yfirleitt verið mjög tregur það sem af er vertíðar, og veldur því aðal- lega, að ógæftir hafa verið mikl- ar. Mbl. fékk í gær upplýsingar hjá nokkrum fréttariturum sín- um á þessum stöðum um vertíð- ina, og fer það hér á eftir: V estmannaey jar Þar var enn í gær mikil loðnu- veiði og aHar þrær að fyllast. Var aðeins tekið á móti afla frá bátum, sem gerðir eru frá Vest- mannaeyjum. Ógæftir hafa mjög hamlað veiðum hjá öðrum bát- um, en þó afli verið sæmilegur, þegar gefið hefur. T. d. kom einn BRÆÐURNIR KAMPAKATU X- TEIKNARI: JORGEN MOGENSEN KVIKSJA -)o FROÐLEIKSMOLAR f COPEWHACCW GERVIHNiiiifR „Hughes Aircraft Co.“ hafa fyrir löngu byrjað að byggja hnetti af sömu gerð og ,,Early Bird“. Þrír þannig hnettir geta séð allri jörðinni fyrir síma og sjónvarpi. Sam- eiginlegt símakerfi fyrir alla jörðina hefði þann kost í för með sér, að öll símasamtöl kostuðu það sama. Allar bylgjurnar fara nefnilega upp til „Early Bird“ og niður aftur, eða fjarlægðina 2 x 35,700 km, og samkvæmt því er sama hvaðan, eða hvert á jörðinni hringt er. Meðal þeirra framtíðardrauma, sem gervihnettir himingeimsins eiga að fá til að rætast er: 1) alheimsupplýsingakerfi, þar sem hægt er á nokkrum mínútum og hvar svo sem maður er staddur að fá upp- lýsingar um hvað sem er. 2) Miðstöð fyrir lækna sem vinna f jarri allri menningu og 3) skólakennslu, sem fram fer í gegnum útvarp fyrir all- an heiminn. netabáturinn í fyrradag með 17 tonn, og línubátar hafa verið með S—9 tonn í róðri. Eyrarbakki Fimm bátar stunda þar neta- veiðar, og hefur afli verið mjög tregur, enda ógæftir verið mikl- ar. Hafa þeir fengið bezt átta tonn eftir tvær nætur. Landlega var í gær. Þorlákshöfn Afli hefur þar verið ákaflega tregur vegna ógæftanna. Á hinn bóginn hefur borizt þangað mikil loðna, og er aðeins eftir rúm fyrir loðnu þar í einni þró. Keflavík Fjórir bátar, sem að undan- förnu hafa stundað netaveiðar undir Jökli, komu þangað í fyrra dag með um 20 tonn hver af tveggja nátta fiski. Annars hefur aflinn verið ákaflega misjafn, þar sem ógæftir hafa verið mikl- ar. Stærri bátar þaðan hafa far- ið samtals 73 róðra það sem af er, og fengið samtals 651 lest, en það er nokkru minna en á sama tíma í fyrra. Minni bátarnir, sem byrjuðu á línu, hafa nú flestir skipt yfir á net, og hafa samtals farið 2Ö0 róðra, og fengið 1324 tonn. Hæstu bátarnir í Keflavík hafa fengið um 90 tonn, það sem af er. Reykjavík Afli hjá Reykjavíkurbátum hef ur verið ákaflega tregur, endá ógæftir verið miklar. Þó komu þrír bátar inn í fyrradag, sem voru með frá 20—30 tonn, sem þeir höfðu fengið út af JöklL Akranes Þar hefur afli einnig verið mjög lélegur það sem af er, vegna ógæftanna. Þó hefur einn og einn bátur fengið þar sæmi- legan afla í róðrL Alls munu um Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.