Morgunblaðið - 03.05.1967, Page 10

Morgunblaðið - 03.05.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1967. — Newton Fram'hald af bls. 3. væri ráðlegra að reyna að kalla á slökkviliðið, en hann anzaði því engu, og hélt ferð- inni áfram. Á milli örfiris- eyjar og Engeyjar mættum við báti á leiðinni inn, og reyndum við að gera vart við ökkur, en tókst ekki. Þegar komið var út fyrir bauju tók togarinn stefnu á Garðskaga, en breytti henni síðan til norðurs. Við ákváðum þá að hafast ekki frekar að, heldur bíða rólegir. Við vissum að brátt myndi verða vart við hvarf togarns, og að varðskip og flugvélar Landhelgisgæzl- lunnar myndu hefja leit. Vild- um við þá frekar vera undir það búnir að veita varðskips- mönnum liðsinni er þeir kæmu um borð. Annar okkar var alltaf á verði upp í brúnni, oftast þó báðir, og hvorugur okkar lagði sig um nóttina. Okkar var vandlega gætt af skipverjum sem voru oftast sex á verði upp i brú. tveir eða þrír vildu þó engan þátt eiga í þessu. Annars var ekki mikið sem undirmenn- irnir gátu gert, ef þeir hafa verið mótfallnir þessu, því að skipstjórinn er alvaldur í skipi sínu, og mótþrói gegn honum er nánast uppreisn. Skipverjarnir byrjuðu að mála yfir nafn og númer skipsins um leið og það var komið út úr höfninni, og voru að þessu langt fram eftir nóttu. Hins vegar gekk þetta engan veginn vel hjá þeim í myrkrinu, og m. a. vildi svo óheppilega til að númerið á skorsteini og á síðu bar ekki saman — á öðrum stað stóð 252 en á hinum 525. Engin ölvun var um borð meðan á þessu stóð. Þess má geta að í viðtölum Mbl. við skipsmenn á Brandi kom í ijós, að nokkrir skip- verja voru mótfallnir strok- inu frá byrjun. Þó munu þeir ekki hafa verið margir. Einn þeirra sagði Mbl. að um nótt- ina hefði hann sagt við Newton að flóttinn væri til- Farið frá óðni til þess að taka Brand. (Ljósm. Bragi). — Um 11 leytið urðum við *vo varir við Sif, og sáum grænu stöðvunarljósi skotið. Við bentum skipstjóranum á þetta, en hann kvaðst ekkert hafa séð, og hélt ferðinni áfram. Litlu síðar sáum við til ferða Óðins, og bentum við þá skipstjóranum á að þetta væri vonlaust. Báðum við hann að stöðva skipið, en hann þrjózkaðist enn við. Óð- inn nálgaðist skipið ört, og var skipstjórinn orðinn einn eftir í brúnni. Skpuðum við honum þá að stöðva, en er hann hlýddi ekki, sló annar okkar vélsímann á „stopp“, og sýndi skipstjórinn þá enga mót- spyrnu. Litlu síðar komu svo varðskipsmenn um borð og tóku við stjórn togarans. — Skipstjórinn hafði þetta strok í hyggju allt frá byrjun, og byrjaði strax að undirbúa það. Hann mun hafa haft fylgi flestra skipsmanna en gangslaus, — þeir gætu aldrei komizt undan leitarflugvélum. Lét Newton þetta ekkert á sig fá og hélt ótrauður áfram flóttanum. Annar stýrimaður á Brandi, sem jafnframt er bátsmaður skipsins sagði Mbl., að skip- stjórinn hefði gabbað lög- regluþjónana inn í klefa sinn, en hvernig það hefði gerzt vildi hann ekki segja neitt um, því að hann vildi ekki koma þeim i vandræði eins og hann orðaði það. Bernard Newton var úr- skurðaður i gæzluvarðhald seint á laugardagskvöldið. Á sunnudag gáfu lögregluþjón- arnir skýrslu og árdegis 1. maí var Newton yfirheyrður af Nirði Snæhólm rannsókn- arlögreglumanni. Réttarhöld fóru fram í gær, og komu þá ýmsir skipverjar fyrir. Newton mun koma fyr- ir réttinn í dág. Frumprent Jarðabókar Arna Magnússonar og Páls Vídalíns — selt á bókauppboði í dag, ásamt mörgum öðrum merkum bókum SIGURÐUR Benediktsson held- ur bókauppboð í Þjóðleikhús- kjallaranum kl. 5 í dag. Er þar margt góðra bóka á boðstólum. Ber fyrst þar til að nefna Corp- us Codicum Islandicorum, sem Ejnar Munksgaard gaf út. Bæk- ur úr því safni, er seldar verða á uppboðinu eru: Codex Frisi- anus, gefin út í Kaupmannahöfn 1932, Möðruvallabók, gefin út í Khöfn 1933, Morkinskinna, gef- in út í Khöfn 1934, Icelandic Illuminated Manucripts, gefin út 1935, Homilíubók, gefin út 1936, Staðarhólsbókin gefin út 1936, The elder Edda gefin úi 1937, Early Icelandic Rímur, gef- in út 1938, The Boók of Miracles, gefin út 1938, The Arna-Magn- æan Manuscript gefin út 1940, The younger Edda gefin út 1940, Ólafs saga ens helga, gefin út 1942, Skarðsbók, gefin út 1943 og Fragments of The Elder and The Younger Edda, en sú bók sr gefin út 1944. Allar þessar bæk- ur eru sérstaklega vel með farn- ar, og eins gengið frá þeim 03 frá hendi forleggjarans. Þá verður Lesbók Morgun- Framhald á blaðsíðu 31. Newton skipstjóri fluttur um borð í Óðin. (Ljósm. Adolf Hansen). - VONA AÐ.- Framhald af bls. 32 hliðarnar. Þegar flugvélin var búin að losa sig við sprengjurnar, hvarf hún aft- ur á augabragði og við kom- umst aldrei í skotfæri við hana. Hinn brezki togarinn fór Súðinni til hjálpar, en þeir sögðust ekki þurfa á okk- ur að halda, svo að við héld- um veiðinni áfram.“ „Hefurðu aldrei verið tek- inn áður í landhelgi?" „Nei, ég hef aldrei verið tekinn í landhelgi, því ég hef aldrei fiskað í landhelgi.“ Brosandi bætir Newton skipstjórj við: „— nema meðan stóð á þorskastríðinu, þá kom fyrir að maður fiskaði í skjóli brezka flotans." „Hvað varstu lengi á Val- esus?“ „Fjögur ár. En þá fór ég í stýrimannaskólann í Grímsby og lauk þaðan prófi.“ „Þekkirðu Helga Johnson?“ „Já, við þekkumst vel.“ „Hvernig likaði þér við hann?“ „Ágætlega.** „Hann er skemmtilegur maður, dálítið einkennilegur." „Auðvitað hlýtur hann að vera einkennilegur," segir Newton og hlær við. „Nú, af hverju?" spyr ég. „Vegna þess að hann hélt út sjóinn fram á elliár“. „Þú ert giftur," segi ég. „Já, og á tvo syni. Annar selur fisk í heildsölu í Gríms- by, hann er 21 árs. Hinn fer í háskóla á þessu ári, hann er 18 ára.“ „Hefurðu talað við konuna þína síðan þú varst tekinn? Newton varð hugsi. Hugur hans leitaði út úr herberginu og það kom fjarrænn svipur á andlitið. „Ég talaði við hana í gær", sagði hann. M fékk sérstakt leyfi til þess hjá dómaranum. „Ég vona að þeir haldi þér ekki“, sagði hún. Ég sagði: „Ég vona að þeir geri það ekki.“ Svo leit hann í kring um sig og bætti við: „Ég hef aldrei verið í fang- elsi fyrr. Mér líkar það auð- vitað ekki. _Ég er vanur sjó og frelsi. Ég geri ekki ráð fyrir að konan komi hingað upp, nei það gerir hún áreið- anlega ekki. Annars hafa þeir farið vel með mig. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum.“ Og enn hugsar hann sig um: „Ef ég þarf að vera hér einhvern tíma, ætla ég að biðja hana að koma.“ „Þegar þú fórst úr höfn á föstudagskvöld, hélztu þá að þú mundir eiga eftir að lenda hér í þessum klefa eða ein- hverjum álíka?“ „Nei, það hvarflaði ekki að mér. Ef mér hefði dottið það í hug, hefðj ég ekki reynt að stinga af. Það sem vakti fyr- ir mér var að komast út á rúmsjó, út fyrir landhelgina á alþjóðasiglingaleið. Taktu það fram.“ „Varstu hræddur um með- ferðina, þegar þú varst tek- inn í fyrra skiptið?" „Nei.“ „Kvíðir þú fyrir dómnum nú?“ „Well, ég hef engar sér- stakar áhyggjur mín vegna, heldur vegna eigenda skips- ins og félaga minna um borð. Eigendur skipsins eru Páll Aðalsteinsson og Þórarinn Olgeirsson yngri, Þórarinn er ekki heilsuhraustur, hann er með asma. Hann var skip- stjóri á togaranum áður en ég tók við honum. Hann var óheppinn og þeir áttu í fjár- hagsörðugleikum. Þetta er fjórði túrinn, sem ég hef ver- ið með togarann. Það hefur gengið vel, ég hef verið hepp- inh og útgerðin var að kom- ast í sæmilegt horf. Auðvitað hef ég áhyggjur út af skip- inu og eigendunum, kannski fer útgerðin á hausinn. En ég held ekki að þeir álasi mér. Þeir hafa ekki mikla peninga. Það gekk illa eins og ég sagði. í fyrstu ferðinni minni fór ég til íslands og var 21 dag og við seldum fyrir 6.800 pund, það þótti gott. Næst fórum við til Færeyja og vorum 18 daga og seldum fyrir 9.200 pund — það þótti einnig gott, því af þessum 18 dögum þurfum við að vera 4 daga í Færeyjum, vegna slyss um borð hjá okkur; maður fórst, annar slasaðist. Þriðju ferðina fórum við til Færeyja, vorum 15 daga í túrnum og seldum fyrir 6.700 pund. í þessari fjórðu ferð vorum við búnir að veiða um 40 tonn þegar við vorum teknir. >á höfðum við aðeins verið 4 daga á fiskiríi. Hæst hef ég selt fyrir um 14 þús- und pund. Við leggjum á- herzlu á stuttar ferðir og góðan fisk í stað langra ferða og mikils fiskmagns. Auk þess erum við aðeins 20 um borð. Við miðum allt við dag- lega nýtingu skips og áhafn- ar.“ „Ætlarðu að fara aftur á sjóinn, þegar þú losnar úr haldi?“ Já. Ég á marga góða vini hér á landi og ég vona að þeir haldi áfram að vera vinir mínir, þrátt fyrir það sem gerzt hefur. Ég vi’l að þeir viti af hverju ég stakk af og ætla að biðja þig að setja það einhvers staðar í samtalið. Ég vissi á föstudag að niður- staða mundi ekki liggja fyrir fyrr en á þriðjudag, jafnvel seinna. Það hljóp í mig kvíði og mér þótti þetta jafngilda því að ég væri dæmdur tvisv- ar. Mig langaði að mótmæla. Ég sá enga aðra leið en reyna að strjúka. Áður en ég lagði úr höfn sagði ég skipshöfn- inni frá ákvörðun minni og bætti við: Ég vil engin vand- ræði um borð.“ „Er ekki rétt að þú hafir verið aflahæsti skipstjóri í Grímsby árum saman?“ „Þeir segja það,“ sagði Newton hæversklega. Svo bætti hann við: „Ég ætla að biðja þig um að láta fólk vita að við höfð- um aldrei í hyggju að gera ís- lenzku lögregluþjónunum mein. Það sýndi enginn neitt ofbeldi um borð, það kom aldrei til greina." Og eftir umhugsun bætti hann enn við og var mikið niðri fyrir: „Annar lögreglu- þjónninn, sá minni, sagði við mig í brúnni. „Ég hef brugð- izt skyldu minni." „Hvers vegna?“ spurði ég. „Ég hefði átt að stöðva þig.“ „Hví gerð- irðu það ekki?“ spurði ég. Hann leit á mig og sagði: „Af því þú ert enginn glæpamað- ur. En skipshöfn án skipstjóra er einskis megnug.“ Svo lyfti hann jakkanum, tók hníf und an beltinu og rétti mér. „Eigðu hann þennan sem minnisgrip", sagði hann. Við hlógum báðir. Ég tók við hnífnum, en rétti honum hann aftur. Þetta var vingjarnlega gert af hon- um — og ég gleymi því aldrei. Ég vona að lögregluþjónarnir lendi ekki í neinum vand- ræðum mín vegna. Þeir gerðu báðir skyldu sína og reyndu allt til að stöðva okkur — allt nema beita ofbeldi. Ef þú hittir þá, skilaðu þá til þeirra kveðju og segðu þeim að ég voni að þeir Skaðist á engan hátt af framkomu minni?“ „Hvað segir konan þín yfir langri útivist þinni á sjón- um?“ „Hún er vön þessu. En hún hefur oft haft orð á því að sér líkaði það miður að ég væri ekki heima. Síðasta ár var ég á skuttogaranum Viotory og þá höifðum við tveggja mánaða úthald. Það líkaði henni mjög illa, svo að ég fór af skipinu og á Brand. Annars er hún dóttir togara- vélstjóra, svo að hún þekkir vel líf sjómannsins og skilur það.“ „Hvað viltu segja að 4ok- um Newton?“ Hann hugsaði sig um, svo brosti hann og sagði: „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef heyrt — að stórþjófnaður í London hafi komið í veg fyrir að ég yrði aðalforsíðufrétt ensku blað- anna á mánudaginn!“ „Áttu móður á lífi?“ „Já, hún er 74 ára.“ „Hvernig heldurðu að hún taki þessu?“ „She will take it okey.“ Ég leit út gegnum rimlana, horfði út í garðinn. Svo kvaddi ég Newton skipstjóra. Hann kveikti í fimmtu sígar- ettunni. M. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.