Morgunblaðið - 03.05.1967, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.05.1967, Qupperneq 23
23 rúm sem hann skipaði þótt ávallt vel skipað. Ólaíur starfaði lengi í Búnað- arfélagi Hafnarfjarðar, var fyrst kosinn í stjórn þess 1931 og sat síðan óslitið í stjórn þess til æviloka, fyrst sem ritari, síðan gjaldkeri og árið 1962 var hann kosinn formaður og var það er hann lézt. Hann var einn af frumheíjun- um að stofnun mjólkurbús í Hafnarfirði árið 1936 og stjórn- arformaður, þar til það hætti störfum. Fulltrúi Hafnarfjarðar í Mjólk urfélagi Reykjavíkur var hann frá stofnun Hafnarfjarðardeild- arinnar, til æviloka. Af framansögðu má sjá að ekki ofmælt, að með Ólafi sé horfinn af sjónarsviðinu mikill búnaðarfrömuður eftir langan vinnudag við eigin búskap og þrotlaus störf að málefnum land búnaðarins og íslenzku bænda- stéttarinnar, þrátt fyrir það að í nærfellt hálfa öld var hann bú settur við Strandgötuna í Hafn- arfirði. ólafur Runólfsson var sterkur persónuleiki, minnisstæður öll- um sem eitthvað kynntust hon- um. í fyrstu virtist hann hrjúf- ur og eins og brynjaður skei, en við nánari kynni fann mað- ur hlýjuna, geislandi góðvildina, fjörið og krafturinn, sem streymdi frá þessari öldnu hetju. Hann var í eðli sínu hlédræg- ut og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Ólafur varð fyrir mikilli reynslu og erfiðleikum á lífs- leiðinni, en harm sinn og von- brigði bar hann í hljóði. frá hon um heyrðist aldrei æðruoTð og þó að hann yrðí fyrir þungri raun og ástvinamissi var hann alltaf bjartsýnn á lífið og gekk glaður til móts við örlög sín. Hann taldi sig þrátt fyrir það hamingjubarn. Að lokum veit ég að hann hef- ur gengið til móts við dauðann, jafn æðrulaus og i lífinu. Sáttur við_ lífið og samferðurmennina. Ólafur hafði fast mótaðar og ákveðnar skoðanir á þjóðarmál- um, en lét þær ekxi uppi nema þá í fámennum hópi á góðri stund.^ Hann var hygginn og úrræða- góður, fylgdi sínum málum fast fram og lét ógjarnan hlut sinn, hver sem í hlut átti. Hann var prúður maður í um- gegngi óáleitinn, fordómalaus og vel látinn. Ég kynntist Ólafi fljótlega eft- ir að ég kom til Hafnarfjarðar fyrir 16—17 árum. Með okkur tókst góð vinátta sem hélzt alltaf síðan, þrátt fyrir töluverð- an aldursmun. Ég mat hann mikils og sótti oft til hans ráð og leiðbeining- ar, mér þótti hann ráðhollur og ráðsnjall, allt slíkt veitti hann á þann hátt að gott var við að taka, gerhyglin og góðviljinn brást honum aldrei. Nú þegar leiðir skilja, þakka ég honum samfylgdina, leiðsögn ina og traustið. Dæturm hans og öðru skyldu- liði votta ég samúð mína og minna. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti. Far þú i friði vinur minn, guð blessi þig. Jón ÓI. Bjarnason. Félagsmála- námsskeið iðnnema MÁLFUNDAFÉLAG iðnnema gengst um þessar mundir fyr- ir félagsmálanámskeiði, er stendur yfir 2. til 5. maí. Er námskeið þetta gjaldfrítt fyrir iðnnema og meðlimi sveina- félaga. Á námskeiðinu leiðbein- ir Björgvin Guðmundsson deild arstjóri um fundarstjórn og al- menn fundarstörf Hannibal Valdimarsson forseti A.S.Í. ræð- ir um verkalýðshreyfinguna, fulltrúar stjórnmálaflokkanna tala um störf þeirra og mark- mið og Erlingur Gíslason leik- ari kennir framsögn. jvivjn<_rUiN£5n,AtJi«, MIW ViKUDAGUR 3. MAl 1967. --------------------------------------------------f---------- Eygló Björk Her- mannsdðttir - Minning Byggingartækmfræðmgiir Byggingartæknifræðingur, sem lauk námi nú í vor frá tækniskóla í Danmörku óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „2432“, F. 26. 3. 1945 — D. 21. 4. 1967. Nú grætur sorg mín gengnum vonum yfir, genginni von, sem fyrrum átti þrótt, því slíkum dauða drúpir allt, sem lifir, er dagur ljóssins verður svarta nótt. (Vilhj. frá Skáholti) Þetta ljóð er mér efst í huga, er ég tek mér penna í hönd til að skrifa nokkur minningar- orð um unga frænku mína. Það eru margar ljúfar minningar, sem koma upp í hugann þessa fyrstu daga hins nýbyrjaða sum ars. Einmitt þegar sá árstími fer i hönd, sem vekur líf í náttúr- unnar ríki og eyðir kulda og myrkri vetrarins og allt vort kalda land íklæðist nýjum skrúða, skuli þessi unga kona, sem aíltaf flutti með sér gleði og yl kærleikans, verða að hverfa á fegursta blómaskeiði lífsins. Það er erfitt að skilja slíkan skapadóm. „Ein þeir sem Guðirnir elska, deyja ungir“ var eitt sinn sagt. Eygló Björk leit fyrst dagsins ljós 26. 3. 1945 í Vetleiísholti. Asahr., Rangárþingi, á heimiii afa og ömmu sinnar. Móðir hennar Kristín María Magnús- dóttir dvaldi þá í foreldrahús- um. Ári seinna flytzt fjölskyldan suður að Sólvöllum á Seltjarnar- nesi, og þá er Eygló að byrja að stíga sín fyrstu spor. Þar dvelst hún ásamt móður sinni um nokkurra ára skeið. Það var mannmargt heimili á Sólheimum á þessum árum, mörg yngri móðursystkym Eyglóar þá heima í for- eldrahúsum og einnig lítill frændi, sem ólst þar upp að nokkru leyti. Það var oft glatt á hjalla í litla húsinu heima og lét Eygló litla sitt ekki eftir liggja að auka á gleðina, því að hún var fjörug og tápmikil. Voru þau sámrýmd litlu frænd- systkinin og ömmu og afa eins kær og væru þau þeirra eigin börn. Enga hefði grunað þá, að Eygló yrði fyrst að hverfa úr hópnum. Móður sinni var hún mjög hjartfólgin dóttir alla tíð. Þegar Eygló var nokkurra ára gömul giftist móðir hennar Ósk- ari Guðmundssyni, og stofna þau sitt eigið heimili að Stein- nesi, og var Eygló heima í for- eldrahúsum ásamt þremur syst- kinum sínum. Seinna fluttist fjölskyldan að Frakkastíg 24’o hér í Reykjavík. Eygló var ailtaf glöð og kát og eignaðist marga vini úr jafnaldrahópnum, bæði á skólaárum sínum og síðar. Hún var frjálsleg í hugsunum og sagði ætíð það, sem henni bió í brjósti, hvort heldur það lík- aði betur eða verr, en ekki er mér kunnugt um, að það skap- aði henni óvinsældir, enda fjarri hennar skapgerð að vilja særa neinn. Hennar stærsta gleði var að gefa gjafir og gleðja aðra. Hún átti ríkan fegurðarsmekk og hafði yndi af öllu því, sem var fallegt, svo sem blómum tónlist og fögrum munum. Snemma fékk hún að lfynnast andstreymi lífsins. Á sextánda árinu kenndi ‘hún fyrst þess sjúkdóms, sem nú hefir orðið henni svo öriaga- ríkur. Hún dvaldi í sjúkra- húsi um nokkurra vikna s::e:ð. Engum datt þá í hug, að um svo alvarlegan sjúkdóm væri að ræða. Hún stundaði ýmis störf, bæði í verksmiðjum og við af- greiðslu í verzlunum ,eftir því sem heilsan leyfði og kom sér hvarvetna vel, enda dugleg og rösk. Eygló giftist eftirlifandi manni sínum Rúti Eggertssyni á jólun- um 1965. Það var mikill gleði- dagur í lífi þeirra beggja. Þau litu björtum augum á framtíð- ina og voru samhent um að mynda sér fallegt heimili. „En sumir eiga drauma, sem aldrei geta rætzt“ og þannig fóru þeirra draumar. Þar kom til heilsuleysi ungu konunnar; oft varð hún að leggjast á sjúkrahús í lengri eða skemmri tíma. Von- brigðin voru mikil stundum, en aftur komst hún heim og gat hugsað um heimili sitt og glaðst með ástvinum sínum. Ný von, að allt gæti breytzt til hetri vegar með heilsuna. En vonin brást, því að um miðjan marzmánuð varð hún að leggjast í sjúkrahús spítalann. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, en ekkert gat breytt því sem verða vildi. Eygló tók veikindum sínum með hetjulund og jafnaðargeði. Hún kvartaði ekki. Trúartraust henn ar var mikið, og hún treysti handleiðslu Guðs. Hún átti líka elskulegan eiginmann, sem auð- sýndi henni ást og umhyggju til hinztu stundar, og góða móður og stjúpföður og tengdaforeldra, sem á allan hátt reyndu að létta henni byrðarnar, en enginn breytir þvi lögmáli að kailast héðan burt. Þessarar ungu konu er sárt saknað, og stórt er skarð- ið við fráfall hennar. En eitt er það, sem ekki er tekið burt; það eru fagrar og bjartar minning- ar, sem hún skilur eftir sig í huga og hjörtum allra. Eigin- manninum unga og öllum öðrum ástvinum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja og blessa þau öll. Svo kveð ég þig, elsku Eygló mín, hinztu kveðju fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, og við þökkum þér allar liðnar samverustundir. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit, hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. Frænka. Tækniíræðingur Rafmagnstæknifræðingur óskar eftir vellaunuðu starfi. Tveggja ára starfsaldur erlendis. Tilboð merkt: „Framtíðarstarf 2484“ sendist Mbl. Skrifstofustjóri Piltur eða stúlka óskast í stórt fyrirtæki í Mið- bænum strax. Umsókn merkt: „Austurstræti 2435“ sendist Morgunblaðinu fyrir 6. maí. Ungur maður sem getur unnið sjálfstætt að enskum verzlunar- bréfaskriftum óskast. Góð kjör fyrir hæfan mann. Tilboð, sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist blaðinu fyrir 10. þ.m. merkt: „2431“. Húseigendur Tökum að okkur viðgerðir á húsþökum. Notum eingöngu Good Year þakviðgerðarefni. Uppl. frá kl. 13—15 daglega í síma 51029. Aðalfundur Austfirðingafélagsins í Reykjavík verður sunnu- daginn 7. maí kl. 2 í Sigtúni. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Húsnæði óskast um 100 — 150 fermetra undir þvottahús- rekstur. ÞVOTTAHÚSIÐ SKYRTAN Hátúni 2 — Sími: 24866. Rýmingarsala SKÓBÚÐIN, Grensásvegi 50. Mikill afsláttur á öllum skófatnaði. Ódýrir telpna- og drengjaskór, táningaskór, götuskór kvenna og margt fleira. Nauðungaruppboð annað og síðasta uppboð á húseigninni Krókartúni 2 Akranesi eign þrotabús Kára B. Helgasonar fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 8. maí næst- komandi kl. 14. Bæjarfógetinn á Akranesi, 28. apríl 1967. Þórhallur Sæmundsson. Nauðungaruppboð annað og síðasta á vélbátnum Mýrdælingi SU-101, þinglesinni eign Stefáns Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfu fiskveiðasjóðs föstud. hinn 5. þ.m. kl. 15. Uppboðsþingið hefst í skrifstofu minni á EskifirðL Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.