Morgunblaðið - 03.05.1967, Side 28

Morgunblaðið - 03.05.1967, Side 28
28 MOKGUNBLABlö, Mlt)VIKUJJAGUR 3. MAI 1967. ► UNDIR VERND Don stóð og horfði skelfdur á símatólið en svo lagði hann höndina yfir trektina. — Þetta er Marion, sagði hann lógt við Paulu Ég verð að bjóða henni hingað upp. Hefurðu nokkuð á móti því? — Já. það verðurðu að ge.'a, Don. Já, auðvitað varð hann að gera það Allt ráðabrugg hen.iar hefði annars farið út um þúfur. Þegar hann hafðf lagt símann á, sagði hún. — Hlustaðu nú á, Don. Ég vil ekki láta hau koma að mér hérna, þú skilu.' það, er ekki svo? Hann var eitthvað efabland- inn. — Það er ekkert að athuga þó að þú sért hérna, barn. Eng- inn gæti hneykslazt á því, ég sem hef þekkt þig frá því að þú varst smákrakki. — Ég vil nú samt ekki, að hún hitti mig hérna, nauðaði hún. — Þú veizt hvaða kjaftabæli svona smáþorp er. Ef það fréttist, að ég hafi verið hér á þessum tíma sólarhringsins. getur það haft dheppileg áhrif, og meira að segja á hana Öggu fraenku. Ég ætla að fara inn í svefnherberg- ið og bíða þar bangað til hún er farin. Hún er sennilega alveg að koma til borgarinnar og ætl- eftir Maysie Greig: ar bara rétt að líta inn og heilsa upr á þig, og biðja þig um að hitta sig á morgun. Hún fer aldrei að standa iengi við, svona um hánótt. Og svo þegar hún er farin fer ég heim til mín. Hann andæfði þessu ekki. Þessi óvænta koma Marion virt- ist hafa gengið svo fram af hon- um, að hann gæti ekki higseð skipulega En áður en Paula for inn i sveinherbergið, gætti hún þess að skilja perluveskið sitt eftir á stólnum, sem hún hafði setið á. Hún bað þess heitast, eð Don kæmi ekki auga á bað, þessa stund, sem hann biði ef'ír Marion, því að karlmenn taka sjaldnast eftir slíku þó að ko'.i- ur geri það. Hún var rétt búin að loka á eftir sér. þegar bjöllunni var hringt og þá heyrði hún rödd frú Fairgreaves: — Æ, Don, ég gat ekki stillt mig um að líta inn til þín. Ég var rétt að koma til borgarinnar. — Ég vildi, að þú hefðir látið mig vita af því Marion, því að sannarlega er nú orðið nokkuð framorðið. — O, slúður! Blessaður vertu ekki svona gamaldags. London sefur aldrei. Að minnsta kosti . iangar mig aldrei til að fara að sofa, þegai ég er í borginni. Ég ætlaði að koma þér þægilega á óvart. Og svo gætum við farið í einhvern næturklúbb. — Já, það væri kannski ekki svo vitlaust. Marion, sagði hann. — Ég ætla rétt að hafa jakka- skipti. Viltu fá þér eitthvað að drekka á meðan? Hann gekk áleiðis að svefnherbergisdyrun- um, en áður en hann næði þang- að, var hún búin að koma auga á veskið Það var eins og lítill, grannvax inn líkami hennar stirðnaði upp. Bláu augun beinlínis leiftruðu af reiði, er þau stöðvuðust við kvenveskið. — Hver á þetta veski, Don? Röddin var hörð og urgandi. Hún var svo bláðlynd, að stund- um missti hún alla stjórn á sér. Og hún hafði verið bálreið, all- an tímann síðan henni barst nafnlausa bréfið. — O, .... það var vinkona mín, serr skildi það eftir, sagði hann vandræðalega, og var eins skömmustulegur og hægt var að verða. - Hún kom hérna upp fyxr í kvöld, og drakk eitt glas með mér. — Einkenniiegt, ef hún hefur gleymt veskinu sínu, svaraði húr, á móti hvössum rómi. — Mér þætti gaman að vita, hvernig stúlkugarmurinn hefur komizt heim til sín eða i kvöld- verðarboð. eða hvert hún nú hef- ur ætlað — veskislaus. Hún gekk í áttina og ætlaði að taka veskið, en Don varð fyrri til. Hann óttaðist, að hún kynni að opna það og sjá eitt- hvað, sem gæti bent henni á hver eigandinn væri. — Fáðu mér þetta veski! sagði hún hvasst. — Hvernig dirfiztu að ætla þér að leyna þessum kvenmanni? Hvað vill hún með það að koma hingað? Veit húr, kannski ekki, að við erum trúlofuð? —Það veit hún sjálfsagt, svar- aði hann stirðlega, — en þar fyrir getur hún vel komið hér inn uppá eitt glas. — Já, einmitt!! Hún keyrði höfuðið á bak aftur og hló ó- bugnanlega. — Ég er farinn að halda, að ég renni grun í, hvers vegna þú fórst að leigja þér þessa íbúð af viðskiptaástæðum. — Stilltu þig. Marion, sagði hann biðjandi. Hann var kaf- rjóður og vandræðalegur. Hún stóð enn og horfði ^ á hann hálflokuðum augum. — Ég skal bölva mér uppá, að hún er hér, enn á þessári stundu, sagði hún. — Opnaðu dyrnar þarna, Don! Hún benti i svefnherberg- isdyrnar. — Ég vil sjá. hvort þú ert að ljúga að mér. Eg vil sjá, hvort nokkur er þarna inni. — Hvernig dirfistu, Marion! Hann var bálreiður. — Mér dett ur það ekki í hug! Hvað viltu með því að koma til mín um hánótt og gera allt vitlaust? Naiiðun^aruppboð f dag, miðvikudaginn 3. maí kl. 14 verða eignir þrotabús G.Ó.P. h.f. vörubifreið G-2781 og síldar- flökunarvél seldar á opinberu uppboði við bif- reiðaverkstæðið í Ytri-Njarðvík. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Nauðuitgaruppboð Eftirtaldar bifreiðar verða seldar á nauðungarupp- boði fimmtudaginn 11. maí kl. 14.00 við Bílaverk- stæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg: G-3150, G-3202, G-3327, G-3453, G-4033, G-4077, G-4264 og P-221. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. *>- — Ég skal nú gera gott bet- ur, ef ég finn einhvern kven- mann þarna inni, Röddin var orðin argandi og skalf af reiði. — Ég skal fleygja trúlofunar- hringnum beint framan í þig, og aldrei tala við þig framar á æv- inni. Ég skal segja hverjum kjafti í Harton. hvaða lauslæt- isseggur þú sért, og sé þetta ein- hver kvenmaður, sem ég þekki, skal nafnið hennar verða að orð taki um alla framtíð. Opnaðu dyrnar tafarlaust! — Vertu ekki að gera þig að athlægi, Marion. Nú var röddin orðin grimmdarleg og ógnandi. — Ef þú vilt slíta trúlofuninni, þá þú um það. En þangað til . . .. Hún hljóp til, rétt eins og hún ætlaði að hrinda upp hurðinni sjálf, en hann gat gripið um úln- liðinn á henni. — Slepptu mér! öskraði hún, alveg frá sér af reiði. — Hvernig dirfistu að leggja hendur á mig? Ég á fullan rétt á því að sjá, hver er inni í þessu herbergi. Og ég skal öskra þakið af húsinu, ef þú sleppir mér ekki. Heyr- irðu það? — Já, ég heyri til þín, en þú skalt ekki fá að opna þessar dyr, sagði hann með samanbitnar tennur og reyndi að hafa hemil á röddinni. — Sjáðu nú til, Marion...... En í sama bili opnuðust dyrn- ar. Paula stóð þar, sveipuð köfl- óttum sloppi af Don, sem var henni alltof stór, en allt hárið var úfið. Hún leit út rétt eins og hún væri nývöknuð af værum svefni. Hún teygði upp handlegg ina, geispaði og sagði, rétt eins og hún yrði ekki Marion vör: — Hvaða hávaði er þetta, Don? Ég er fegin, að þú skulir vera kominn heim úr boðinu. Var gaman þ°.r? 16 kafli. Don snarsneri sér við og horfði á hana augum, sem ætl- uðu bókstaflega út úr höfðinu. Hvað vildi hún með því að standa þarna og það í sloppnum hans, sem gerði hana einna lík- asta smá-kettlingi, sveipuðum tjaldi? Og hún var svo ungleg og girnileg — enda þótt honum dytti það nú ekki í hug fyrr en löngu seinna. Marion rak upp æðisgenginn hlátur! — Mig skal ekki furða þó að ég mætti ekki opna þessar dyr! En hvað þér eruð töfrandi sjón, kæra ungfrú Redmond, hvílík töirandi hjákona þér hljótið að vera fyrir gamlan mann eins og hann Don! — Hvernig dirfistu, Marion? Þú verður að gera svo vel að taka þetta aftur....... FASTEIGNA SKRIFSTOFAN BJARNI BEINTEINSSON HDL. JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR. FTR. AUSTURSTRÆTI Wm SILLA OG VALDA) SÍMI 17466 BLAÐBURÐARFOLK ÓSKAST / EFTIRTAUN HVERFI: Bogahlíð Vesturgata I Miðbær Aðalstræti Lambastaðahverfi Talið við afgreiðsluna sími 22480 fltwgtttififftMfr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.