Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 1
mgmM 32 skmxi 54. árg. — 100. tbl. LAUGARDAGUR 6. MAI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Vestf jarðakjördæmi- 1. Sigurður Bjarnason, alþm frá Vigur. 2. Matthías Bjarnason, alþm fsafirði. 3. Ásberg Sigurðsson, sýslu- maður, Patreksfirði. 4. Ásmuntlur B. Olsen, oddviti, Patreksfirðl. 5. Kristján Jónsson, kennari, Hólmavík. Guðmundur Þorláksson, verk- stjóri, Flateyri. 7. Ósk Ólafsdóttir, formaður Kvenfél. Brautin, Bolungavík. 8. Aðalsteinn Aðalsteinsson, odd- viti, Hvallátrum. 9. Andrés Ólafsson, prófastur, Hólmavík. 10. Marzelíus Bernharðsson, skipasmiðameistari, ísafirði. Stjórnir Danmerkur og Noregs mótmæla Flugslysið í Hyifum valdaráni hersins í Grikklandi PARÍS, 5. maí, NTB. í dag kom til harðrar deilu milli Danmerk- ur og Grikklands, sem bæði eru í Atlantshafsbandalaginu, á fasta fundi Atlantshafsráðsins í Paris, en þar lagði fulltrúi Dana fram yfirlýsingu rikisstjórnar sinnar, þar sem valdarán hersins í Grikkiandi í sl. mánuði er for- dæmt og skorað er á herstjórn- ina að koma á lýðræðislegu skipulagi eins fljótt og unnt er. f dönsku yfirlýsingunni, sem var látin í té öllum sendinefnd- tim hjá Atlantshafsráðinu, er þess farið á leit við NATO, að bandalagið sýni fastheldni varð- andi hollustu sina við hinar lýð- ræðislegu hugsjónir bandalags- ins. Georg Kristiansen, sendiherra Noregs hjá Atlantshafsbandalag inu, lagði fram yfirlýsingu frá Framhald á bls. 24. Vínland nyrst á Nýfundnalandi Byggðin þar frá því um 1000 segir norski könnuðurinn Helge Ingstad OTTAWA, 5. maí, AP. — Hinn norski sagnfræðingur og könn uður, Helge Ingstad, skýrði frá því í dag, að hann hefði nær lokið rannsóknum sinum á byggð norrænna manna, sem hann fann á Nýfundna- landi. Muni hann verja næstu einu og hálfu til tveimur ár- um til þess að skriía visinda- lega ritgerð um rannsóknir sinar. Ingstad skýrði fréttamönn- um frá því, að hann væri sann færður um, að hið litla þorp tonfhúsa. nyrzt á Ný- fundnalandi rétt hjá St. Ant- hony, væri Vínland það, sem sagt væri frá í norrænuin sög- um um ferðir Leifs Eiríksson- ar. Ingstad, sem kominn er til Ottawa í því skyni að halda fyrirlestur þar, sagði enn- fremur frá því, að ártal byggðarinnar hefði verið á- k/veðið vísindalega með því að mæla geislavirkni kolefnis, sem tekið hefði verið úr eld- stæðum þar. Tólf mælingar, sem framkvæmdar hefðu ver- ið, sýndu, að húsin væru frá því um 1000. Kona Ingstads, Anne Stine, sem er fornleifafræðingur, sagði fréttamönnum frá því, að ranrr ú.nir sínar bentu til að byggð i • -ina manna á Nýfundn- hefði ekki staðið len? til vill ekki lengur en 10 ár. Sorphaug- arnir væru smáir og torfvegg- ir húsanna hefðu ekki verið endurbyggðir, en endingax- tími þeirra hefði venjulega verið 25 til 50 ár. Flak flugvélarinnar, sem fórst í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöldið, en með henni fórust þrir ungir menn. Hjólin stóðu upp úr og prcnt- ist myndin vel má glögglega sjá móta fyrir vængjum vélar innar undir yfirborði sjávar. Morguninn eftir hafði brim- ið brotið flakið og var þaf horfið. Sjá bls. 5. (Ljósmynd- ari: Sigurgeir Jónasson.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.