Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. 3 H ÍTALSKA sýningin, sem hald in verður í Háskólabíói og Miðborg Reykjavikur dag- ana 4.-14. maí, var opnuð í Háskólabiói, fimmtudaginn 4. maí klukkan 11 f.h. að við- stöddum nokkrum boðsgest- um. Sendiherra Ítalíu á ís- landi, Adalberto Figarolo di Gropcdlo flutti stut ávarp, en siðan opnaði menntamálaráð- herra Islands, Gylfi Þ. Gísla- son, sem er verndari sýning- arinnar, sýninguna með stuttri ræðu. Verður sýning- in opin fyrir almenning til 14. maí. Sýningin, sem er i senn menningar- og verzlunarsýn-} ing, ber heitið „La Linea Ita- ] ___________________________________________________________________________ liana og er henni ætlað aðjrrá opnun itölsku sýningarinnar. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gislason, í ræðustól. (Ljósm. gefa symngargestum litið syngy< j,orm j Sportbifreið frá Fiat á ítölsku sýningunni ishorn af ftalíu í dag. í Há- skólabíói gefur að líta margt af því helzta og nýjasta á ítölskum markaði í dag, s.s. nýjustu tízku í klæðnaði, jafnt kvenna, herra og barna, nýjustu gerðir af ritvélum frá Olivetti og siportbifreið frá Fiat. Einnig munu vegfarend- ur um miðborgina næstu 10 daga frá nokkra hugmynd um ítalska framleiðslu í dag með því að líta í sýningarglugga verzlana, en margar verzlan- ir taka þátt í sýningunni. í lok Sjýningarinnar verður síðan einni verzlun veitt verðlaun fyrir bezta sýningargluggann. Hefur mjög verið til sýning- arinnar vandað og borgin verið skreytt með ítalska fán- anum m.a. til að vekja athygli borgarbúa á sýningunni. Eins og áður hefur komið fram í fréttum mun ítalskur matreiðslumaður starfa í eld- húsi Súlnasals Hótel Sögu og mun þvi matargestum, meðan á sýningunni stendur, gefast kostur á ljúfféngum ítölskum réttum, sem að öðrum kosti er ekki völ á hér. 1 gær komu til landsins ítalskar sýningar- stúlkur, sem halda munu tízkusýningu í Súlnasal Hótel Sögu n.k. mánudag og þriðju dag. Er þetta í fyrsta sinn sem ítölsk menningar- og verzlunarsýning er haldin hér á landi og ættu borgarbúar ekki að láta sýninguna fara fram hjá sér, þar sem ítalir eru um margt fremstir allra þjóða. Samþykkt bœjarstjórnar Hafnarfjarðar: Úrskurðarvald um ágrein- ing innan sveitarstjörna — fengið i hendur almennum eða sérstökum dómstól Á SÍÐASTA fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar var fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- arfjarðar tekin til endanlegr- ar afgreiðslu á ný samkvæmt úrskurði félagsmálaráðuneyt- isins. Var hún samþykkt 6- breytt eins og gengið hafði verið frá henni áður. Jafn- framt var samþykkt tillaga frá Stefáni Jónssyni og Árna Gunnlaugssyni þess efnis að skora á ríkisstjórn og Alþingi að hlutast til um breytingu á meðferð deilumála, sem upp koma innan bæjarstjórna varðandi meðferð mála og ýmsar ákvarðanir sveitar- stjórna er ágreiningi kunna að valda, þannig að úrskurð- arvald í slíkum málum verði ekki í höndum félagsmálaráð herra heldur fengið í hendur hlutlausum aðila. Fjánhagsáætlun var sem fyrr segir samþykkt óbreytt en minni hlutaflokkarnir ýmist drógu til baka fyrri breytingartillögur eða báru fram nýjar. Voru tillögur þeirra allar felldar. Að lokinni afgreiðslu fjárhags- áætlunar var fyrrnefnd tillaga tekin til meðferðar að ósk Stef- áns Jónssonar, bæjarfulltrúa og rakti hann í framsöguræðu sinni gang kærumálsins, sem hann taldi að verið hefði með algerum eindæmum, þar sem kærendur hefðu engu síður kært afstöðu sjálfra sín sem bezt kæmi í ljós af því, að þeir hefðu orðið að breyta fyrri tiilögum og afstöðu til mála. Árangur alls þessa umstangs sem að öðrum þræði og ef til vill einna helzt byggðist á inn- byrðis átökum forustuliðs Al- þýðuflokksins lægi nú fyrir og að allra dómi harla léttvægur. Stefán taldi óhæfu að minni- hlutaflokkur stofnaði til svo til- efnislítilla skrípaláta, ebki sízt ef slíkt væri gert í trausti þess að úrskurðarvaldið væri í hönd- um flokkslega vinveitts ráð- herra. Stefán deildi á úrskurð- inn sjálfan og taldi hann furðu- legan í alla staði og kvað nauð- synlegt að komið yrði á nýrri skipan þessara mála, þannig að úrskurðarvaldið yrði tekið úr höndum pólitísks ráðherra og fengið í hendur hlutlausum að- ila. í lok ræðu sinnar bar Stefán fram ofangreinda tillögu og var h/ún samþykkt með 6 atkvæðum gegn 3. Tillagan fer hér á eftir í heild: „Með skírskotun til úrskurðar félagsmálaráðherra varðandi af- greiðslu fjárihagsáætlunarinnar telur bæjarstjórn Hafnarfjarðar að eigi verði lengur unað þeirri skipan, sem verið hefir, um úr- skurðarvald í deilumálum, er upp kunna að koma innan bæj- arstjórna varðandi meðferð mála og ýmsar ákvarðanir sveitar- stjórna, er ágreiningi kunna að valda. Litur bæjarstjórn svo á að endanlegt úrskurðarvald póli- tásks ráðherra um slík deiluefni, sem alla jafnan eru sprottin af átökum á milli andstæðra stjórn- málaflokka, brjóti algerlega í bága við nauðsynlegt réttarör- yggi, sem byggist á hlutlausu dómsorði. Með hliðsjón af framansögðu, skorar bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar á ríkisstjórn og aiþingi að gera nauðsynlegar breytingar á skipan þessara mála þannig að úrskurðarvaldið í slikum tilfell- um sé tekið úr höndum félags- málaráðlherra og það fengið í hendur hlutlausum aðila, annað hvort hinum almennu dómstól- um eða sérstökum dómstóli, sem stofnaður væri í þessu augna- miði“. Husgögniii fáið þér hjá í Valbjörk • • Verzlimin VALBJORK Laugavegi 103, Simi 16414 Reykjavik o g Glerárgötu 28, Akureyri Af svefnsófum á markaðinum er JENKA svefn- sófinn athyglisverðastur, enda eftirspurn mikil. Málin á svefnsófanum útdregnum eru: lengd .90 m, breidd 1.35 m. Verðið er kr. 10.775,—-. Hægindastólar í stíl við sófann kosta kr. 4.850,—. JENKA svefnsófinn fæst aðeins hjá okkur. STAKSTEIMAR Er hættulegt að talcn við útlendinga Það ætti í sjálfu sér að vem fáránlegt að varpa fram slíkri spumingu nú á tímum. En stað- v reyndin er sú, að það virðist skoðun málgagns annars stærsta stjórnmálaflokksins landsins a| það sé í raun og veru hættulegt að tala við útlendinga. Skvk forustugrein Tímans sl. fimmto- dag ætti að banna íslenzkum ráðamönnum að tala við erlenda menn sem vilja selja okkur eitfc- hvað og væntanlega er næstai skrefið hjá Framsókn að banna slíkum mönnum aðgang að land- inu. Menn hljóta að velta M alvarlega fyrir sér á hvaðlfc þroskastigi þeir menn eru sen® skrifa Tímann og veita Frana- sóknarflokknum forustu, þega* svo bjánalegar skoðanir ent settar fram semþ essar, en hitt eC þó sýnu alvarlegra, hvers konav skoðanir Framsóknarmenn haf* m yfirleitt á dómgreind og skym. semi landsmanna að þeir skull telja sér hag í svo fáránlegnut skrifum. Hér á landi eru staddh ir sölumenn frá brezkri skipa* smíðastöð, sem vilja selja fslenð* ingum skip. Þeir hafa talað vif tvo íslenzka ráðherra og ræð* svo væntanlega við íslenzka úfc- gerðarmenn. Þetta þykir TímaiM um hneyksli. Eðlilegt svar Bretsi við skrifum Tímans værl aS banna íslenzkum sölumönnum aS selja Bretum fisk. Vaxandi iðngrein Innlendar stálskipasmíðar haftf vaxið upp í tíð núverandi rikis* stjórnar og þær hafa notið sér* staks stuðnings og mikillar vek vildar ríkisstjórnarinnar og iðn> aðarmálaráðherra. Innlend stáð» skipasmíði hefur vaxið upp I harðri samkeppni við erlendaC skipasmíðastöðvar en ekkl I skjóli þess að bannað væri aí^ flytja inn til landsins fiskiskifj eða að sölumönnum slíkra fyriv* tækja væri bannað að komt hingað til lands og tala við ía» lenzka menn. Framtíð íslenzknt stálskipasmíða byggist ekki að erlendum keppinautum 4 bannað að tala við íslending% heldur að íslenzkir útgerðar* menn og sjómenn geri sér greiC fyrir mikilvægi þess að stálskipa smíðin eflist og að þeir skiptt fremur við innlendar skipasmíð* stöðvar en erlendis. Það haf» þeir og gert í vaxandi mælL Afturhaldsmenn og einangrunarsinnar > En þessi bjánalegu skrif Tin*. ans sýna glögglega hvilíki* afturhaldsmenn og einangrunar* sinnar Framsóknarmenn eru. Sá tími er löngu liðinn að fslendings ar hræðist samskipti við aðral þjóðir. Afturhaldsmenn og eitt- angrunarsinnar sem reyna að ala á slíku lifa ekki í nútímanunt heldur í fortíð, sem aldrei kem- ur aftur á fslandi. Framsóknar- menn hafa á undanförnum áttá árum barizt gegn öllum þeim málum sem til framfara hafá horft fyrir íslenzka þjóð. Þeií hafa fjandskapast gegn stór- virkjun og stóriðju. Þeir hafa fjandskapast gegn þeirri efna- hagsstefnu, sem leitt hefur af sér örari og blómlegri uppbygg- ingu íslenzkra atvinnuvega en nokkru sinni fyrr. Við slíka menn hafa fslendingar ekkerft að gera nú á tímum. Og viS slíka menn vilja þeir ekkert tala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.