Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORCrUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 34406 SENDU M IV4AGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381' “ Hverfisg-ötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíldeigon Ing-ólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM V AKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPARifl TÍMA OG FYBIBRQFI /7=='n//>uHí>Mr RAUOARARSTlG 31 SfMI 22022 Fjaðrir fjaðrablöð. hljóðkútar púströr o.fi varahlutir I margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖBRIN Laugavegi 168 uun 24180 SAMKOMUR Hjálpræðisherinn Laugardag kl. 20.30, sunnu- dag kl. 11.00 og 20.30 sam- komur. Kommandör Áhlberg og frú tala. Brigader Drive- klepp, foringjar og hermenn taka þátt. Kl. 17.00 samkoma í Dómkirkjunni. Allir vel- komnir. „. í<‘l'Shíkr 2ja og 4ra djra har á mcðal. belnskiptir-sjílfskiplir ha-SstaB6 4 > BÍLALEIGAN iHringbr. 121 Sími 10600 Ifrima 146461 I Glerðrgötn 26 Aknreyri Sími 213441 'it Sjávarútvegsmálin á fundi í Hafnar- firði Sjávarútvegsmál eru of- arlega á baugi hér á landi nú sem oftar. Um þau mál hefur Velvakanda borizt eftirfarandi fréf frá Hafnarfirði: „Mörgum okkar, sem við sjávarsíðuna höfum alið allan aldur okkar, hefír löngum þótt stjórnarvöld landsins full skeyt ingaraus um framvindu mála sjávarútvegsins og á þetta þó hvað helst við um þau ár, þeg- ar Eysteinn Jónsson var fjár- málaráðherra og ráðskaði með ríkiskassann, en þá var haldið í hvern eyri til sjávarútvegs og hafnargérða og þá ekki hváð sízt einmitt hér við Faxafló- ann. Sem betur fer hefir á þéssu orðið mikil þreyting á seinni árum, eftir að Sjálfstæðismenn, sem ég kalla nú oft Sjávarút- vegsmennina, fóru að háfa veruleg áhrif á gang þjóðmála — á það ekki hvað sízt Við um viðreisnarstjórnina. >að gladdi mig því mikið er ég las um að Sjávarútvegs- mál yrðu sérstaklega til um- ræðu á fundum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins hér 1 Reykjaneskjördæmi, en þeir halda um þessar mundir fundi með hinum ýmsu atvinnustétt- um kjördæmisins og hafa þeir mælzt mjög vel fyrir. Ég sótti fundinn um Sjávar- útvegsmál í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði og langar til að þakka frambjóðendum fyrir þennan fund, sem var bæði mjög fróðlegur og svo ekki sið ur hitt, hve mikill áhugi kom fram hjá frambjóðendum fyrir því að vinna málefnum sjávar- útvegsins allt það gagn sem þeir mega bæði innan þings og utan. Á þessum fundi kom fram fjöldi manna er fluttu fyrir- spurnir, ábendingar og hvatn- ingarorð um sjávarútvegsmáL l>ar mátti sjá þaulreyndar tog- arakempur í ræðustól, svo sem Sigurjón Einarsson skipstjóra og Loft Bjarnason útgerðar- mann. Málefni bátaútvegsins voru líka á dagskrá og rædd af mörgum, svo sem tveim ung- um mönnum, Gottfreð Árna- syni úr Kópavogi og Þórði Stefánssyni í Hafnarfirði. Þá talaði þarna á fundinum einn af forstjórunum hjá Sam- bandinu — S.Í.S. — Sá heitir Einar Jóhannsson og er for- stjóri tilraunastöðvar S.Í.S. 1 Hafnarfirði. Talaði hann aðal- lega um niðursuðu sjávaraf- urða og aðra nýtingu þeirra. Margir fleiri tóku til máls og er mér ofarlega í huga þakk- læti til þeirra allra fyrir mjög ánægjulegan málflutning. Af hálfu frambjóðendanna töluðu Matthías Á. Matthíesen, Pétur Benediktsson, Oddur Andrésson og svo Sverrir Júlí- usson, sem jafnframt er for- maður stjórnar L.l.Ú. Slíkir fundir sem þessi sem var mjög fjölsóttur, eru mjög vel fallnir til þess, að skýra málin fyrir kjósendum og þarf Sjálfstæðis- flokkurinn engu að kviða í kosningunum, séu fulltrúar hans slíkir sem þeir voru á Hafnarfjarðarfundinum, bæði frambjóðehdur og áðrir áhuga- menn sem þar töluðu. — Fundargestur“. -Á Um zetu og réttritun Þá hefur borizt bréf um réttritun, sem er á þessa leið: ,jSigurður Sigurmundsson lætur Velvakanda birta ádrepu um bókstafinn z og íslenzka réttritun í samibandi við hann og fleira, en í framkvæmd verð ur það mál að nokkrum hluta um íslenzka málgeymd. Hon- um virðist ekki annt uim hina lögboðnu skólastafsetningu, dregur vinsældir hennar í efa og víst eru reglur hennar og undantekningar mannasetning- ar og ýmsum göllum settar. Ef skera skal úr um ritmynd hvers einstaks orðs, þyrfti til þess rannsóknir þúsund sinnum meiri en nokkru sinni verða gerðar. Sú súpa yrði auk þess tilgangslaus, þar sem enginn myndi notfæra sér verkið, enda á fárra færi. Lausnin er miklu einfaldari og þá sú að festa málið í þeirri mynd, sem það hefir nú. Allar breytingar tungumála eru til meins nema sá viðauki nafna, sem ný verk, ný áhöld og þess háttar hlýtúr að draga með sér, svo að um það verði talað. Þetta liggur í hlutarins eðlL þar sem sérhver breyting gerir málið torskildara en það áður var og lokar fyrir af kom- endum höfundanna einhverju af þeim fróðleikssjóði, sem fyrri ættliðir hafa safnað þeim til handa. Sigurður í Hvítárholti mun búa með flota kúa. Suman þann fróðleik, sem um þær er að finna og betra er að hafa en missa, verður hann að gripa Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða sem fyrst, röska stúlku til símavörzlu og vélritunar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fjrrri störf og annað sem skiptir máli óskast sent fyrir 9. maí. G/obusy LÁGMÚLI 5, SlMI 11555 af grönum talandi manna inn- an heimlis og utan. Þessir við- mælendur eru vísir til þess að nota orð eins og kusur, beljur, baulur og kýr auk heita hins kynsins vanaðs eða með óspillta frjósemi. Öll þau orð þarf þá Sigurður að kunna og skilja. Vanti þar orð í, þá verður gat í búiræðina, sem við nafnið var bundin og mætti öllum vera það ljóst, að það er enginn léttir í búi að spara sér þekkinguna á orðinu belja, ef að bæri upplýsingu um kosti „Kluftabeljanna“ á fyrri tíð, en erfðaeðli þeirra er nú víða komið. Engu væri betra að nafnið kýr fengi i munni og úr penna næstu kyn- slóðar einhverja þá breytingu, sem gerði það illþekkjanlegt í prentmynd nútímamanna. Síð- ari kynslóðir kynnu að þurfa að lesa búfræðirit okkar tíma til lærdóms og viðvörunar. Fyr ir þessa bók og þvílíka ber að halda því máli sem nú er notað svo óbreyttu sem unnt er, muna gömul orð og nota þau að fornri hefð en taka engin ný nema nauðsynleg séu. Virða ber og hirða um þann merk- ingarmun, sem er á ær og kind og ær og sauður, heimta skal hlífðarlaust skýran framburð og það samkvæmt viðurkénnd- um myndum orðanna með þeim hljóðum stafa og þeim áherzlum sem tíðkanlegar eru og hafa verið í þeirra manna minni, sem enn nota máL Að láta það eftir leti sinni að svíkja af sér greinarmuninn á hvað og kvað, eða læpa út úr sér ti eins og þar stæði d eyk- ur aðeins ómennsku. Sama er um einfaldan og tvöfaldan sam hljóða. Orðmyndin alls (kom- in af allur öll) má vera þekkj- anleg frá als (af alur). Eins er um bezt (af betur). Það skemm ir ekki ungmenni að setja það á sig að samrunnið t og s skal ritað með öðrum hætti en þau s-hljóð, sem hvorki telja ætti til d, ð eða t, en það gæti marg- an baett að gæta uppruna orða ritaðra eða mættra. Að Sig- urður sjálfur skrifar skynsam- legar rituð orð en andstæðing- um hans finnst efni til eftir hugarfari greinar hans kemur sjáanlega af því að hann hefir lært stafsetningu. Ritháttar- auðkenni hans kunna að vera honum metnaðarauki eða til- raun til að sleppa við umhugs- un um verk sitt, en ef þau ekki auka honum leti, — eigin- leika, sem betra er að missa eu ala, þá er ég illa svikinn. Að deila um rithátt eftir framburði eða uppruna kynni að opinbera oflítinn lærdóm okkar Sigurðar annarshvors eða beggja og skal því ékki hafið af mér, en bækur þær, sem nú eru mest í notkun skapa nokkura grunnstafsetn- ingu með fordæmi sínu, þótt þær hljóti að vera meira eða minna rangritaðar frá öðru- hvoru umgefnu sjónarmiði eða báðum. Þær eru þó skiljanleg- ar í dag og verða svo að ári ef heimili og skólar gæta skyldu sinnar: að berja niður breyting- ar eins og þá, sem Árni Magn- ússon taldi sig hafa heyrt á ferðum sínum í byrjum átjándu aldar, þar sem sagt var þá á Austurlandi og sennilega skrif- að, ef framburður hefði átt að ráða: „María, merin ljósa“ i stað þess er réttara var: „María, mærin ljósa“. Sigurffur Jónsson frá Brún. Stúlka - Afgreiðsla Stúlka ekki yngri en 25 ára óskast til afgreiðslu- starfa. VEITINGAHÚSIÐ ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Handfæraveiðar Óskum eftir að taka bát á leigu til handfæraveiða. Tilboð merkt: „Leiga eða aflahlutur — 931“, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. Tilboð óskast í Landrover og fólksbifreiðar, ennfremur Chevrolet sendiferðabifreið með framdrifi, er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 10. maí kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. SÖLUNEFND VABNABLIÐSEIGNA. ...................'T r tj-j íKr-fVil ©PIB T COPtHHAGtH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.