Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. BOKMEiTIR - LISTIR BÓKMEITIR - LiSTiR BOKMEiTIR - EISTIR - EISTIR íslenzk náttúra býður upp á dteljandi viðfangsefni Viðtal við Péfur Friðrik Sigurðsson listmálara ÞAÐ er gengið upp brattan stiga. Uppi er ein stofa undir súð með stóra glugga er vita í suðvestur og norður. Með veggj- ■num standa raðir málverka. Eitt stendur á trönum og þeg- ar ég kem upp situr listamaður- inn og virðir það fyrir sér. Það er ekki fullmótað ennþá, en sýn- ir blóm í vasa og bækur á borði. í fáar vistarverur hef ég kom- ið inn þar sem hefur verið jafn mikið af íslandi eins og í vinnu- stofu Péturs Friðriks Sigurðsson- •ar við Hringbraut í Hafnarfirði. Hekla, blá með hvíta snjóhettu, gróður og fjallasýn í Grafningi, hús og hraun í Hafnarfirði og þannig mætti lengi telja. Listamaðurinn stendur upp og eftirlætur mér stólinn. ÍJti sjást merki vorsins. Þrestir skjótast hjá glugganum. Börn eru að leikjum sínum á götunni fyrir framan húsið, þótt tekið sé að kvölda. — Ég er afkastamestur á vor- in og sumrin, segir Pétur Frið- rik. Það gerir birtan. Ég hef ekki komizt upp á lag með að mála við rafljós. Mér finnst þau trufla. Bláu litirnir njóta sín ekki og þeir rauðu og gulu verða of sterkir. Að mála náttúruna Sumir hafa það sem mæli- kvarða á listaverk, hvort sem það er málverk eða skáldverk, að þegar þeir sjá eða heyra það í fyrsta sinni telja þeir sig kann- ^st við það. Og einhvern veg- inn er það þannig, að maður kannast við eitthvað þegar horft er á málverk eftir Pétur Frið- rik. Myndirnar eru af stöðum sem maður þekkir, en hefur séð á annan hátt en listamaðurinn. — íslenzkt landslag er heill- andi viðfangsefni, segir Pétur Frikrik. Það er einstaklega in- spírerandi fyrir málara, og ab- straktmálarar tileinka sér stemn ingu, sem þeir verða fyrir í landslaginu. Ég tel, að áhrif frá náttúrunni séu í öllum tegund- um málverka. Þau eru ef til vill óbein og ósjálfráð, en fyrir hendi eiga að síður. — Þú málar eingöngu fígúra- tívar myndir? — Já. Svo til að minnsta kjosti. Ég hef verið að fikta svo- títið við að máLa abstrakt, en aldrei af neinni alvöru, og ég held að það verði ekki úr því að ég snúi mér að því í bráðina. Það tekur langan tíma að þroska sig upp í það að mála abstrakt og ná tökum á því tjáningar- formi. — Byrjaðirðu ungur að fást við að mála? — Já, það gerði ég. Málaði fyrst með vatnslitum, en fór að nota olíulitina 1941. Ég var þrjá vetur í Handíða- og myndlistar- skólanum hér heima, en fór svo, eins og svo margir íslenzkir mál- arar, á akademíið í Kaupmanna- höfn og var þar í þrjá vetur. Það var auðvitað ákaflega margt áð sjá í Danmörku, og þeir eiga marga góða málara. Það sem háði mér mest var hversu tingur ég var. Ég var einfald- lega ekki nógu þroskaður til þess að hafa fullt gagn af nám- inu. — Og íslenzk náttúra býður upp á mörg viðfangisefni? — óteljandi. Mótív og hug- myndir eru allsstaðar. Hugmynd ir sem gefa manni tilefni til þess að vinna eitthvað úr þeim og glíma við þær. Yfir sumar- tímann fer ég víða að leita mér mótíva. Tek oft skissur á staðn- um og vinn úr þeim þegar heim er komið. Þegar maður gerir skissu kemur þar fram augna- bliksstemning, sem að maður ur verður svo að reyna að halda þegar myndiin er máluð. Birtan og litbrigðin úti eru ákaflega breytileg, en maður verður að reyna að festa það í minni og grípa það sterkasta. Stundum fullgeri ég myndir á staðnum. — Verðurðu alltaf að verða fyrir einhverri stemningu? — Já. Ég get ekki labbað á einhvern ákveðinn stað og mál- að. Ég verð að leita þess að sjá fallega liti og form. — Þegar þú ferð út í náttúr- una með trönur og litaspjald, ertu þá búinn að ákveðá fyrir- fram hvað þú ætlar að mála? — Stundum hef ég eitthvert visst verkefni í huga, sem ég hef séð í einhverri stemningu áð- ur. Þegar ég svo kem á þann stað, er hreint ekki víst að ég finni það sem að var leitað. Finni ég það ekki þá mála ég eitthvað annað, — það sem hrífur mig mest. — Er það einhver sérstakur staður sem er mest inspírerandi? — Maður þarf ekki langt að fara. Ég hef málað mikið hér í nágrenni Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. í hraununum eru óþrjótandi mótív. Svo eru nátt- úrlega Þingvellir. Það er búið að mála mikið þar, en staðurinn er líka sérstaklega fallegur. — Er landið ekki of hrjóstr- ugt til þess að það sé skemmti- legt að mála það? — Nei. Síður en svo. Eintómir skógar væru tilbreytingalausir. Það hrjóstruga er ekki síður fallegt, þótt fegurð þess sé öðru vísi en gróðursins. — En veturinn og snjórinn? — Það er eriftt að mála snjó- inn, enda sér maður að flestir málarar mála sumarið. Snjórinn er eigi að síður skemmtilegt við- fangsefni og samspil ljóss og skugga er oft hrífandi fallegt í snjónum. Sýningar og krítik Ég spyr Pétur Friðrik hvort hann geti gefið sig eingöngu að málaralistinni? hann. Lengi var það nú þannig, að ég vann aðra vinnu yfir vetr- artímann. Það er mjög mikið atriði fyrir listmálara að geta gefið sig óskipta að verkefnum sínum, og þurfa ekki að hlaupa frá þeim. Ef að svo er kemur það oft fyrir að áhrifin haldast ekki. Bezt er að geta lokið við hverja mynd fljótlega, því að maður hefur ekki alltaf það gott sjónminni að geta geymt hjá sér það sem maður hefur séð og upplifað. — Hvað ertu búinn að halda margar sýningar? — Sex eða sjö 1 Reykjavík. Og nú er hugmyndin að halda sýn- ingu hér í Hafnarfirði í vor. Aðstaða til að sýna á íslandi er mjög takmörkuð. Listamanna- skálinn er t.d. orðinn þannig að það er beinlínis óhugnanlegt að koma inn í hann þegar búið er að hengja falleg málverk þar upp um veggi. Þetta stendur nú til bóta, með byggingu nýs skála á Klambratúni. Vonandi verður ekki langt þangað til að hann lítur dagsins ljós. — Hefurðu sýnt erlendis? — Það er lítið um það. Verið með á samsýningum tvisvar eða þrisvar. Ég hef ekki aðstöðu til þess að komast mikið með á slíkar sýningar, og sannast sagna finnst mér vera dálítil einokun í þeim efnum hérlendis. Sumir fá sjaldan tækifæri, en aðrir senda myndir trekk í trekk. Þannig er þetta búið að vera í mörg ár, þrátt fyrir þá nauðsyn, að sem flestir fái tækifæri til að koma verkum sínum á slík- ar sýningar. — Og krítikin? — Hún er mjög misjöfn hér- lendis. Það er alltof lítið að það skuli ekki vera nema tveir til þrír gagnrýnendur við dagblöð- in, — og það alltaf sömu menn- irnir. Þá álít ég það óæskilegt að það skuli vera listmálarar sem gagnrýna verk kollega sinna. Sú hætta skapast að þeir verði ekki of vel liðnir innan síns hóps. Annars held ég að blaðakrítik hafi mjög lítið að segja. Það er ekki mikill lista- maður sem ofmetnast við góða dóma, eða brotnar niður við lé- lega. Ef listamaðurinn hefur ekki nógu mikla trú á sjálfum sér getur slíkt náttúrulega haft áhrif á hann. — En almenningur. Er ekki dómur hans þungur á metunum? — Dómur aimennings er senni lega það sem blífur þegar fram í sækir. Gagnrýnendur gera menn ekki fræga nema þá í einstökum tilfellum. Það er al- menningur sem hefur úrslita- valdið. Hvort hann vill koma og skoða sýningar og kaupa mál- verk listamannsins. Það er nátt- úrlega hægt fyrir sterka menn og þá sem hafa aðstöðuna að gera menn fræga. En í slíkri frægð felst mikil hætta fyrir manninn sjálfan. Gömlu meistararnir og poplistin — Hefur þú orðið fyrir áhrif- um frá einhverjum einstökum málara? — Ég hef orðið fyrir áhrifum frá mörgum. Sennilegast eru listmálarar alltaf Undir áhrifum frá öðrum málurum, þótt það sé ekki áberandi mikið. Það er alltaf þannig að málarar læra hver af öðrum og fá aukna reynslu við að skoða verk ann- arra. Ég held að það sé mjög mikið til í því sem kom fram í viðtali við íslenzkan listmál- ara nú fyrir skömmu. Listmál- arinn, sem hafði stundað nám lengi og víða, sagði að það hefði verið sér mesta lexían að skoða söfn. Maður lærir mest á því að skoða góðar myndir. Til- sögn kennara getur verið of ein- hæf, einkium ef hann er sjálfur listamaður. — Og íslenzk myndlist í sam- anburði við erlenda? — Um það vil ég ekkert segja. Ég hef ekki haft svo náin kynni af erlendri myndlist að undan- förnu. Held samt að við stönd- um jafnfætis, — höfum að minnsta kosti gert það. Gömlu meistararnir okkar voru eins góðir og þeir beztu útL Það er verið að tala um það, að hér máli nú of margir, en mér finnst allt í lagi að allir máli, ef þeir hafa löngun til þess. — Og poplistin? — Það er hlutur sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst það ákaflega óskylt málaralist og ætti heldur að flokkast undir uppfyndingu furðuverka. Þótt þetta sé nú tízkustefna, er hún alls ekki ný. Ég man eftir því að þegar ég var að iæra í Dan- mörku, þá voru menn farnir að fást við að hengja saman járna- rusl og hverskyns dót. Annars er það þannig að alltaf kemur fram eittíhvað nýtt, og spurning- in er alltaf hin sama: Hvað verð- ur úr því? Almennur áhugi — Hafa íslendingar áhuga á miálaralist? — Það er ekki nokkur vafi á því. Maður kemur ekki inn í hús þar sem ‘ekki er allt þakið mál- verkum. Og það sem meira er. Smekkur fólksins er jákvæður. Það er miklu algengara að það leiti eftir góðum myndum og hafi þær hjá sér. Sýningar hafa auðvitað mikið að segja um að glæða áhuga fólks fyrir myndlist, og þess vegna þarf að kappkosta að koma hér upp góðum sýningum. Sýna þarf meira af verkum lát- inna íslenzkra meistara. Sýning- in á verkum Þórarins B. Þorláks- sonar var góð, en eftir marga látna listamenn hefur aldrei verið haldin sýning. Nægir mér að nefna sem dæmi Jón Þor- leifsson og Kristínu Jónsdóttur. Fyrir utan það svo, að hér gefst manni varla tækifæri til að sjá erlenda myndlist. Það er komið rökkur. Litirnir í blómamyndinni virðast dekkri en þegar ég kom inin. Heklu- myndin, sem stendur við vegg- inn hefur tekið yfir sig milda værð. — Ég er ánægður með þær undirtektir sem ég hef fengið, segir Pétur Friðrik. Fólk hefur sýnt myndum mínum áhuga og ég hef alltaf selt mikið þegar ég hef verið með sýningar. — Sérðu aldrei eftir myndum sem þú selur? — Það er ekki örgrant um það. Ég segi nú ekki að ég hugsi mikið til þeirra, enda veit ég ekki alltaf hverjir eru eig- endur þeirra. Oft er það þann- ig, að ef maður sér gamla mynd eftir sig, verður maður sár- óánægður með hana og vildi helzt henda henni. Stundum kemur líka fyrir að ég verð hissa á því hversu vel mér hef- ur tekizt upp. — Ertu oft óánægður með myndir sem þú ert búinn að mála? Pétur Friðrik bendir á bunka á gólfinu. — Þetta eru myndir sem ég er óánægður með og ætla að henda. í þessu liggur mikil vinna, — en við því er ekkert ag segja. Maður verður að gagn- rýna sjálfan sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.