Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. VETTVANGUR KVENNA ÚTGEFANDI: LANDSSAMBÁND SJÁLFST ÆÐISKVENNA RITSTJÖRAR: ANNA BORG OG ANNA BJARNASON Vorboðinn í Hafnarfirði 30 ára vinna er handa öllum segir Ósk Ólafsdóttir formabur kvenféfagsins Brautin i Bolungavik Um þessar mundir eru lið- in 30 ár frá stofnun Sjálf- stæðiskvennafélagsins Vor- boðans í Hafnarfirði. Hyggj- ast Vorboðakonur halda upp á afmæli sitt í hófi í Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði á morgun, sunnudag og vænta þess að sem flestir Sjálfstæð- ismenn og konur sjái sér fært að sitja afmælishófið. í tilefni afmælisins brá fréttamaður síðunnar sér suður í Fjörð og átti stutt samtal við formanninn frú Jakobínu Mathiesen og vara- formann félagsins frú Lauf- eyju Jakobsdóttur. Tildrög-in að stofnun félagsins — Við teljum, að Vorboðinn sé stofnaður hinn 29. apríl 1937. Aðaltildrögin að stofnun félags- ins var framboð eins vinsælasta Hafnfirðingsins, sem við eigum, Bjarna Snæbjörnssonar læknis. Hann var þá í framboði til Al- þingiskosninga. Konur fylktu sér um framboð hans og stofnuðu að því tilefni félag Sjálfstæðiskvenna, svo þær mættu styðja framboð hans í hvívetna. Hann hlaut kosningu en hafði áður setið á Alþingi í tvö kjörtímabil, kjördæminu til heilla. Gaman er að minnast þess, að um þessar mundir eru einmitt 50 ár frá því að hann hóf læknisstörf hér í Firðingum og er enn ekkert lát á vinsældum hans. — En þið hafið átt fleiri góða Hafnfirðinga á Alþingi í tíð Vor- boðans? — Jú, mikil ósköp. Næsti Al- þingismaður okkar var Ingólfur Flygenring, ákaflega vinsæll maður. Sat hann á Alþingi frá Gegndi hún fofmannsstöðunni með sóma í 5 ár, er við tók frú Jakobína og hefur hún verið formaður síðan. — Er það í rauninni einstætt, sagði frú Laufey, að ein kona starfi svo lengi sem formaður í félagi og má e. t.v. þakka henni fyrst og fremst það, hve öflug félagsstarfsemi Vorboðans hefur verið. kennslu í matreiðslu og svo höf- um við fengið sérfróða menn og konur til fyrirlestrahalds á fund- um hjá okkur. Okkur finnst að það haldi félagsskapnum bezt saman, að hittast að staðaldri Fulltrúar í bæjarstjórn. — Þið hafið átt konur í bæjar- stjórn? — Jú, Vorboðakonur hafa átt Það hefur jafnan verið brenn- andi áhugi á því að hafa konur í öruggu sæti á listanum til bæj- ar st j ór narkosninga. Vaxandi byggðarlag — Hefur viðreisnin ekki haft góð áhrif hjá ykkur í Hafnar- firði eins og annars staðar á landinu? — Jú, svo sannarlega. Hafn- Stjórnarkonur Vorboðans. Fremri röð (frá vinstri): Elín Jósefsdóttir, Laufey Jakobsdóttir, Jako- bína Mathiesen, Sigrún Mathiesen, María Ólafsdóttir. Aftari röð: (frá vinstri): Sólveig Eyjólfs- dóttir, Anna Elíasdóttir, Sesselja Erlendsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Ásthildur Magnúsdóttir, Friðrikka Eyjólfsdóttir, Herdis G uðmundsdóttir. — Eru e. t. v. einhyerjar fleiri konur, sem verið hafa í stjórn frá upphafi? — Við höfum reynt að fá sem flestar konur til stjórnarstarfa og hafa margar félagskonur átt sæti í stjórninni um lengri eða skemmri tíma. En ein er þó, sem verið hefur í stjórninni frá upp- sinn fulltrúa í bæjarstjórn. Elín | Jósefsdóttir sat í bæjarstjórn í 2 kjörtímabil. Nú er Helga Guð- mundsdóttir fyrsti varafulltrúi. I arfjöfður hefur vaxið og dáfnað á undanförnum kjörtímabilum. Sjálfstæðismenn hafa haft meiri áhrif • á stjórn bæjarmála hér fyrsti formaður Vorboðans. á undanförnum árum og kemur það greinilega í ljós, eins og hvarvetna annars staðar, sem þeir ráða einhverju um gang mála. Kosningaundirbúningurinn hafinn . — Er ekki mikill áhugi á kom- andi kosningum hér hjá ykkur í Hafnarfirði? — Það er brennandi kosninga- áhugi hjá okkur hér og kosn- ingaundirbúningurinn hafinn. Haldnir hafa verið stjórnmála- fundir með nokkru öðru sniði en venjulega tíðkast. Er valið eitthvert ákveðið málefni, sem fundurinn er síðan helgaður. Vorboðakonur eru staðráðnar í að standa saman eins og jafn- an fyrr og berjast af einhug fyrir sigri Sjálfstæðisflokksina til heilla fyrir land og þjóð. Við kveðjum síðan þessar ágætu forystukonur hafnfirzkra Sjálfstæðiskvenna og árnum þeim heilla með afmælið og komandi kosningar. Allt er í framför og næg mér, að konur yfirleitt hafi alltof lítinn áhuga á landsmálum og stjórnmálum. Finnst mér satt að segja að, að sem helmingi þjóð- arinnar beri þeim skylda til að hugsa meira um þessi mál. — Hvernig er stjórnin skipuð? — Formaður er Fríða Péturs- dóttir, María Haraldsdóttir gjald- keri, Sigrún Bjarnadóttir ritari. Meðstjórnendur eru þær Margrét Guðfinnsdóttir og Guðmunda Pálsdóttir. — Og ert þú ekki í stjórninni, Ósk? — Nei, ég er það nú ekki, segir Ósk og hlær við. Satt að segja er ég formaður kvenfélags- ins Brautarinnar, á sæti í hrepps- nefndinni og er formaður félags- heimilisnefndar, svo að ég hef eiginlega meira en nóg á minni könnu. — Eruð þið ekki með nýlegt og myndarlegt félagsheimili? — Húsið er síðan 1952, en við höfum verið svo heppin með það, að umgangur um það hefur allur verið með slíkum ágætum, að það lítur út sem nýtt. Margir sem þangað koma, undrast, hve vel það lítur út. Það skaðar ekki að geta þess, að kvenfélagið Brautin er stærsti hluthafinn í félagsheimilinu. — Hvernig er með atvinnu hjá ykkur í Bolungarvík? — Við höfum næga vinnu i frystihúsinu. Við höfum einnig ýmiss konar iðnað á staðnum, svo sem trésmíðaverkstæði, sem m. a. selur hurðir um allt land. Svo höfum við plastverksmiðju, er aðallega framleiðir einangrunar- plast, sem einnig er selt út um landið, og vélaverkstæði. Eru þessi fyrirtæki dæmi um, hve vel getur tekizt til, er ein- staklingsframtakið fær að njóta sín. — Allt er í framför hjá okkur, fólkið býr yfirleitt í góðum hús- um og nýjum húsum og mikið Framhald á bls. 19 Mikil aðsókn hefur jafnan ve rið að saumanámskeiðum vor- boðans. Þessi skemmtilega m ynd var tekin á einu slíku fyrir aokkrum árum. (Ljósm.: G. Ásgeirsson) 1953—1956. Sl. 8 ár hefur Matth- ías Á. Mathiesen setið á Al- þingi fyrir Reykjaneskjördæmi, en hann var fyrst kosinn alþing- ismaður Hafnfirðinga sumarið 1959 í mjög spennandi kosning- um. — Þegar Vorboðinn var stofn- aður fyrir 30 árum var mikill vakningarhugur í íslenzkum Sjálfstæðiskonum. Hvöt var ný- stofnuð og formaðurinn frú Guð- rún Jónasson aðstoði okkur við félagsstofnunina og veitti okkur stuðning sinn, ásamt fleiri góð- um Hvatarkonum. Fyrsti fundur okkar var sett- ur á Hótel Birninum af núver- andi formanni, frú Jakobínu Mathiesen, sem verið hefur for- maður félagsins í sl. 25 ár. Margar ágætar forvígiskonur stóðu að stofnfundinum. Sumar þeirra eru nú látnar, en aðrar starfa af fullum krafti enn í dag. Fyrsti formaður Vorboðans yar frú Rannveig Vigfúsdóttir hafi, ásamt núverandi formanni, en það er María Ólafsdóttir. Hún hefur verið gjaldkeri félagsins frá stofnun. — Mér finnst ekki ástæða til þess að fara að telja upp nöfn kvennanna, sem unnið hafa ómetanleg störf innan félagsins, sagði frú Jakobína, — en óhætt er að segja, að þær hafi verið fjölmargar. Samheldnina, sem verið hefur í Vorboðanum frá fyrstu tíð, má þakka áhuga kvennanna og hið fórnfúsa starf er þær hafa unnið, svo og að félagsstarfsemin hefur aldrei „fallið niður“ hjá okkur. Við höfum alltaf haldið fundi reglu- lega og alls ekki haft þar stjóm- málin eingöngu á boðstólum. Það held ég að sé rétta leiðin. — í hverju hefur þá starfsemi ykkar verið fólgin? — Við höfum ætíð reynt að hafa sem fjölbreyttasta félags- starfsemi. Við höfum sauma- námskeið fyrir konurnar, sýni- FYRIR nokkru hélt Landssam- band Sjálfstæðiskvenna þing sitt hér í Reykjavík. Voru þar fulltrúar frá Sjálfstæðiskvenna- félögum víðs vegar um landið. Meðal þeirra var Ósk ólafsdóttir frá Bolungarvík, en hún á sæti í hreppsnefnd Bolungarvíkur, og er í 7. sæti á lista Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum. Hún var einnig fulltrúi á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Spurðum við ósk frétta af starfsemi Sjálfstæðis- kvennafélagsins „Þuríðar sund- arfyllis“ og einnig um almennar framkvæmdir í B^Jungarvík. Halda vel saman — „Þuríður sundafyllir“ var stofnað árið 1941 og er með elztu Sjálfstæðiskvennafélögum lands- ins. Við erum að vísu ekki mjög margar félagskonurnar, en við höfum alla tíð haldið mjög vel saman. Við höfum beint starfs- kröftum okkar mest megnis að mannúðarmálum, en vitanlega hjálpum við til á hinu pólitíska sviði. hvenær sem þess gerist þörf. Við gefum t. d. þetta fræga „kosningarkaffi" á kjördag og aðstoðum á alla lund. Við höldum a.m.k. þrjá fundi á hverjum vetri, og 1. des. ár hvert höldum við skemmtun. Hefur hún frá fyrstu tíð aldrei fallið niður. Mér þykir ákaflega vænt um, hve vel konurnar halda saman, en annars finnst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.