Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: Paula fylgdi Don af stað, og enda þótt hún andvarpaði af feginleik og hugsaði: „I»á er þetta komið í lag“, þá var hún samt einmana eftir að hann var farinn. Lífið fannst henni inni- haldslaust, hún reyndi að hugsa ekki um Davíð, það var of sorg- legt, en þótt urdarlegt væri, iannst henni alveg álíka sorglegt að hugsa til Lance. Hún fékk skeyti frá honum á föstudag, þar sem hann sagðist koma til borgarinnar síðdegis á laugardag. — Hann getur skki hafa frétt það, hugsaði hún, — þvi að þá mundi hann ekki vilja líta við mér. Hún var næstum kát það sem eftir var dagsins og árdegis næsta dag, en hún þurfti ekki annað en líta á þunnleita and- litið á Lance, er hann kom ínn úr dyrunum, til þess að sjá, að hann hafði frétt það. Veikom- andabrosið á henni sjálfri hvarf af andlitinu eins og það hefði verið þurrkað af henni. Hún þekkti varla hinn káta Lance sem áður hafði verið, í þessum hávaxna, granna unga msnni, með hörðu gráu augun og þunn- ar varirnar. — Halló, Lance, sagði hún, og er hann sagðí ekkert, bætti hún við: — Gaman að sjá þig. — Ég vildi að ég gæti sagt hið sama, svaraði hann, snöggt. — >ú ert líklega hreykin núna, að hafa getað spillt ástarævintýnnu hennar mömmu? Eftir því, sem ég hef heyrt, var það sniðug- lega að farið — heil leiksviðs- uppsetning. Ef vesalings mamma hefði ekki verið í svo óról »gu skapi, hefði hún átt að geta séð það sjálf. Þið Wainwright íékuð ykkar hlutverk vel, svo að nann gat fengið hringinn sinn af?ur án þess að eiga á hættu heit- rofakæru. Ég hefði getað fynr- gefið þér hefði þetta verið ósvik ið — ef mamma hefði rek,zt þarna inn af tilviljun. Já, það hefði ég getað fyrirgefið þér. Þá hefði ég getað vitað, að þú varst skotinn í honum Wain- wright. En að setja upp skrípa- leik til þess að verja þessa svo- kölluðu dyggð þína....... Hann þagnaði rétt eins og hann gæti ekki haldið áfram, en svo hélt hann áfram: — Vitanlega kom mér þetta ekki neitt við, eða hefði ekki átt að gera nema bara vegna þess, að það var hún vesa- lings mamma mín, sem varð fyr- ir þessu óþokkabragði, og svo illa vill til, að ég er ástfanginn af þér. En eins og ég sagði, hefðí ég samt fyrirgefið þér þetta, hefði það verið ósvikið, en eins og hún lýsti því, var auðséð, að það var skrípaleikur frá upp- hafi til enda, og hefði engan getað blekkt nema hana mömmu, sem missir alla vitglóru ei hún reiðist. Og þetta nafnlausa bréf. Ég get ekki annað en hlegið að því! Ég hefði átt að segja þér, að mamma væri væntanleg á miðvikudag. Hún hefði átt að ráðfæra sig við mig fyrst, og þá hefði þetta farið öðruvki. Nú, en hvað um það. Þú hefur haft þitt mál fram og ég skal bölva mér uppá að þú ert álíka íbyggn islega dygðug og fyrsta dagtnn, sem ég hitti þig. Ég er viss um, að þið Don hafið hlegið að öllu saman, þegar hún mamma var farin út úr dyrunum og hann hefur fylgt þér siðsamlega heim á eftir. Litli svikarinn þinn: — Hvernig dirfistu? sagði hún lágt. — Hvernig dirfist þú sjálf? sagði hann. — Hvernig dirfistu að gefa mér í skyn, að þú sért almennileg manneskja, með mannlegar tilfinnmgar? Hvernig dirfistu að blekkja mig eins og þú hefir gert? Þó þú hefðir bútð með sextíu karlmönnum, sem þú elskaðir, hefði ég getað fyrir- gefið þér það, en að fara svona djöfullega lævíslega að til þess að útvega honum frelsi hans, svo að þú gætið átt hann og orð- ið húsmóðir í Litla Brentwood! Þú vildir hann, en þú vildir líka komast í góð efni, var það ekki? Jæja, þú skalt nú ekki sitja vel í því, þegar mamma hefur lok- ið starfi sínu í Harton, vertu viss! Nú ,var hún ekki lengur bara móðguð, heldur ofsareið. — Mér er sama, hvað hún móð ir þín kann að segja. Ég skal játa, að þetta var skrípaleikur hjá okkur, en stendur ekki ein- hversstaðar, að allt sé leyfilegt í ást og styrjöld? — Þú virðist að minnsta kosti trúa því, sagði hann. — Þú lékst nógu sniðuglega á hana mömmu, og ef mér ekki skjátlast verður þú bráðlega frú Don Wainwright með bíla og loðkápur og hvað annað, sem þitt litla, eigingjarna hjarta kann að girnast. Hanr. þagnaði, en hélt svo snögglega áfram aftur4 — Hvenær á brúð- kaupið að fara fram, ef mér leyfist að vera svo forvitinn? — Hr. Wainwright sigidi á- leiðis til Kanada ; morgun, sagði hún og sneri sér frá honum. Hún gerði enga tilraun til að verja sig, enda hefði það orðið erfitt. Hann hafði að mörgu leyti á svo réttu að standa Og mundi það nokkru breyta, þó að hún væri að vinna Don fyrir har.a móður sína en ekki handa sjálfri sér? Kannski var þetta niöang- urslegt bragð hja henni ,en skeð var skeð, og ef það gæti veirt móður hennar hamingju, hvað var þá um að sakast? En það var annað, sem var ekki einu sinni gert sér grein fyrir því sjálf. Hún fann, að hún var farin að óska þess, að hún hefði látið Don og frú Fair- greaves vandlega afskiptalaus — Sjálfstceðiskvennafélagið Vorboðinn Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð sunnudaginn 7. maí í Sjálfstæðishúsinu og hefst með borðhaldi kl. 18.30. D a g s k r á : 1. Ræða, Mathias Á. Mathiesen, alþingismaður. 2. Skemmtiatriði, Ómar Ragnarsson og fleiri. 3. Dans. Vorboðakonur eru hvattar til að íjölmenna og taka með sér gesti. Aðgöngumiðar seldir til föstudagskvölds í verzlun Ragnheiðar Þorkelsdóttur og Elísabetar Böðvars- dóttur, Jóns Mathiesen og Þórðar Þórðarsonar. STJÓRNIN. Leyndardómur ánægjulegra nýrra og mildari reykinga Krystaltært munnstykki Úrvals milt vindlatóbak f A^XJTIER, PERFECTO FILTER VINDLAR já, jafnvel þótt Don hefði orðið að giftast henni. En vitanlega var hamingja móður hennar að- alatriðið. En hún gat bara ekki þolað að horfa á vonbrigðin og næstum hatrið, sem skein út úr augunum á Lance. Hún þoldi ekki að sjá þennan káta og vin- gjarnlega unga mann, sem hún hafði þekkt, verða grimman og háðslegan. Hún óskaði að hann færi og samtímis vildi hún alls ekki, að hann færi, jafnvel þott hann væri að skamma hana. — Hvað sagðirðu? spurði hann hvasst. — Ég var bara að segja, að hr. Wainwright var að leggja af stað til Kanada i morgun, sagð: hún og vonaði, að röddin sk.ylfi ekki. — Ég skil, sagði hann og hló hranalega. — Enn verð ég að slá þér gullhamra fyrir þessa sniðugu sviðsetningu. Þetta ætti að afsanna hvað sem móðir mín tekur uppá að segja fólki í Har- ton, er það ekki? Það ætti að sýnast ótrúlegt, að þú ættir nokkra sök á þessu, þegar haun stingur af til Kanada! Og svo þegar hneykslið er fallið í gleymsku, kemur hann aftar heim? Og þið giftið ykkur í kyrrþei, og svo vegna þess sð hann er ríkur og veitull, þá halda einfeldningarnir í Harton. að saga mömmu hafi ekkert v'ð að styðjast. Kalla það bara af- brýðissemi. Og það gleymir öll- um þessum hvimleiðu g-un- semdum, alveg eins og fólk ge"- ir alltaf, um það sem það v.li ekki muna. Já, ég get óskað þér til hamingju ,Paula! Ég hefði ekki klárað þetta betur sjálfur. Hún hefði nú gatað sagt: — Já, en Don ætlar bara ekki að giftast mér, heldur henn. mömmu, og ég gerði þetta allt fyrir hana. En hún gat ekk: her'. sig upp í það Hún vissi ekki hversvegna. Kannski var hún hrædd um ,að hann gerði gys að því, og sýnilegi var, að eins og hann var nú í skapinu, raundi hann ekki trúa henni. Og auk þess var það ekki víst. að Don giftist móður hennar — bað gat alltaf eitthvað komið í veginn og þá yrði hann sannfærður um, að hún væri að ljúga að honum. Nei, lofium honrm heldur að standa í sinni trú. Lofuir. hon- um að fjarlægjast hana fyrir fullt og allt. Davíð hafði valdið henni svo mikillar sorgar að hana langaði ekki í meira af slíku. Hún sneri sér að honam og sagði með örvæntingu í rödd- inni: — Hefur það nokkra þýðmgu að halda þessu áfram, Lance? Ég hef ekki neitað neinu at því, sem þú hefur verið að segja. Ég skil ekki, hversvegna þú nennir að gera þér það ómak að koma og segja þetta, sem þú hefur sagt. Þú ættir heldur að fara. Ég get ekki að því gert hvað þú kannt að halda um mig. — Já, einmitt, sagði hanr. — Þegar hr. Wainwright kemur aftur og þið eruð lukkulega gift, þá kem ég kannski i te tii ykk- ar einhverntíma, og þú geíur mér þunnt te í bolla. Hanr. var svo háðslegur, að henni sárn- aði. Hún hörfaði til baka en svar aði engu. Hann gekk til dvranna, en sneri þá við og sagði: — Ó, Paula, ég get ekki trúað...... Þau stóðu og horfðu hvort á annað, andartak. — Og samt neyðist ég vist til að trúa því, hélt hann áfram, hásum rómi. — Þetta gerðist svona, var það ekki? Jafnvel þú getur ekki borið á móti því. Mér hefði aldrei dottið i hug, að nokk ur maður með vit í kollinum, eins og ég tel mig hafa, gæJ orðið ástfanginn af svona ein- skisverðri stúlku eins og ég hef orðið. Þetta slær mann alveg út af langinu, svo að ég efast um, að ég biði þess nokkurn tíma bætur. Vertu sæl. Og hann var farinn. 17. kafli. Hálfur mánuður leið, heitur og ótrúlega leiðinlegur, en þá sá Paula frétt í blaðinu frá Har- ton, og meira að segja voru líka myndir á baksíðunni. Og þárna var mynd af Agötu frænku og önnur af frú Fairgreaves sem studdist þungt á arm sköllótts herramanns, hátíðlegs á svipinn, með mikið yfirskegg, sem hefði getað bætt upp hárleysið. Undir þessum myndum stóð: „Frú Marion Faingreaves, sem kærði í gær fyrir héraðsdóm- stólnum ungfrú Agötu Redmond fyrir líkamsárás. Svo virðist sem ungfrú Redmond hafi dregið írú Fairgreaves af reiðhjóli hennar og þær barizt á aðalgötunni 1 Harton. Frú Fairgreaves voru dæmdar fimmtíu shillinga skaða — Eru mjög hentugar við hvers konar bygginga- vinnu. — Eru léttar í meðförum. — Aratuga reynsla hér á landi. — VARAHLUTIR fyrir- Komið og skoðið nýjasta KANGO-borinn. Einkaumboð Laugavegi 15 sími 1-33-33. PAKKI MEÐ FIMM KR. 35.50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.