Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. Banéarískir fangar í Hcnoi Prag, 6. maí — NTB FREGNRITARI tékknesku frétta stofunnar Cetekas símaði til Prag í dag, að þrír bandarískir flugmenn, sem sagt var að hefðu verið skotnir niður í árásarferð á Hanoi á föstudag hafi verið Nýtt bifrei&a- verkstæði ó Ahronesi Akranesi, 6. maí. FÖSTUDAGINN 5. maí var opn- að nýtt bifreiðaverkstæði á Akranesi, Bíla- og Málningarfé- lagið h.f. Fyrirtækið er til húsa að Ægisbraut 25, þar sem að Blikksmiðja Akraness ha ■ áður starfsemi sína. Húsnæðið er 230 fermetrar og er einkar snyrti- legt. Vinnusalur er lakkmálaður, bjartur og vistlegur. Sérstaklega annast þéttingar og málun auk allra almennra bifreiðaviðgerða. Verkstæðið er vel búið áhöld- um og tækjum, sem er hagan- lega fyrir komið. M.a. má geta nýrra og fullkomnra tækja til ljósastillinga. Nú vinna þar fjór- ir starfsmenn, en ætlunin er að fjölga í allt að 10 starfsmenn. Verkstjóri er Gúðlaug’ur Helga- son, en formaður félagsstjórnar er Bergur Arnbjörnsson. Við opnun verkstæðisins sögðu forráðamenn þess, að þeir mundu kappkosta að hafa góða og fljóta þjónustu svo að sérhver við- skiptavinur mætti aka þaðan ánægður. Eftirspurn mikil New York, 28. apríl (AP). DAGBLAÐIÐ „The New York Times“ skýrir frá því í dag að rúmlega 50 erlend útgáfufélög hafi sótt um birtingarrétt á endurminningum Svetlönu Stal- in, sem út verða gefnar í Banda- rikjunum hinn 16. október n.k. á vegum Harper & Row, sama út- félags og gaf út bók Williams Manchesters um morðið á Kennedy fyrrum forseta. til sýnis á blaðamannafundi í Hanoi. Fréttastofan segir, að flugmennirnir þrír, James Lind- berg, James Shively og Gordon A. Larson, hefðu farið í árásar- ferðina frá Korat-flugvellinum í Thailandi. Flugmönnunum var í gær- kvöldi ekið eftir götum Hanoi. Mikill' mannfjöldi hyllti her- menn N-Viétnam og krafðist rétt mætrar refsingar flugmannanna. A biaðamannafundinum var því haldið fram, að flugmennirnir hafi skotið eldflaugum og varp- að flísasprengjum á Hanoi. Samkvæmt fréttum frönsku fréttastofunnar AFP var flóð- Ijósum beint að föngunum þrem- ur. Lindberg var særður á höfði og virðist hafa meiðst í baki. Larson var ekki alvarlega særð- ur, en virtist hafa fengið mikið taugaáfall. Shively var ómeidd- Rannsóknarstöð Hjarta- verndar tilbúin til starfa Tveir sérmennfaðir læknar ráðnir Jbcrr til starfa HJARTAVERND, landssamtök hjarta- og æðaverndunarfélaga á íslandi, hélt aðalfund sinn laugardaginn 29. apríl sl. í Bláa- sal Hótel Sögu. Fundinn sáttu fulltrúar hinna ýmsu svæðafélaga, sem nú eru 22 að tölu. Formaður samtak- anna, prófessor Sigurður Samú- elsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. í upp- hafi máls síns minntist prófess- or Sigurður tveggja látinna for- vígismanna Hjartaverndar, þeirra Eggerts heitins Kristjáns- sonar, stórkaupmanns, sem var Leikfélag Reykjavíkur hefur nú sýnt Tango eftir pólska leikritaskáldið Slawomir Mrozek 19 sinnum og á sunnudags- kvöld er 20 sýning á leiknu m og er sýningum að ljúka. Sýningin hefur vakið mikla athygli, hlaut hún mjög lofsam- lega dóma gagnrýnenda og u ndirtektir áhorfenda hafa verið mjög góðar. Gísli Halldórsson leikur nú hlutverk Efgeníusar en Brynjólfur Jóhannesson lék það áður. Á myndinni sjást Stefanía Sveinbjarnardóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum. einn af hvatamönnum að stofn- un samtakanna og átti sæti í stjórn og framkvæmdastjórn samtakanna frá stofnun þeirra til dauðadags og Helga heitins Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra, sem var einn af stofnend- um samtakanna og átti sæti í fjár öflunarenfnd samtakanna. Fund armenn risu úr sætum, til að votta hinum látnu brautryðjend- um virðingu sína. Fundarstjóri var kosinn Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir og fundarritari Helgi Þorláksson, skólastjóri. Próf. Sigurður Samú elsson, formaður samtakanna, flutti skýrslu framkvæmda- stjórnarinnar. Eins og áður hef- ir verið getið um í fréttum, keyptu samtökin, snemma á ár- inu 1965, tvær hæðir í háhýsinu Lágmúli 9, Reykjavík, undir rannsóknarstöð samtakanna. í skýrslu sinni gat próf. Sigurð- ur þess, að mikið starf hjá fram- kvæmdastjórninni hefði farið i byggingarmálini, hins vegar væri húsnæði það, sem Hjarta- vernd keypti að Lágmúla 9, nú að mestu búið og innréttingum lokið. Að stöðinni hafa nú verið ráðnir læknarnir Ólafur Ólafs- son og Nikulás Sigfússon, sem báðir hafa dvalið erlendis og kynnt sér sérstaklega í Svíþjóð og víðar hliðstæðar rannsóknir og Hjartavernd hyggst fram- kvæma. Þá hefir Elínborg Ing- ólfsdóttir, hjúkrunarkona verið ráðin að stöðinni, en Elínborg hefir dvalizt í Svíþjóð og kynnt sér þar og unnið við hliðstæðar rannsóknir. Samtökin gefa út fræðsluritið Hjartavernd, en alls hafa komið út af því 6 tölublöð, þar af 3 á árinu 1966. Á sl. vetri samþykkti stjórn samtakanna að stofna Utanfar- arsjóð Hjartaverndar, og er sjóðnum ætlað það hlutverk að styrkja hjartasjúklinga, er þurfa að fara utan til hjartaaðgerða. Við stofnun sjóðsins lagði Hjarta vernd sjóðnum til kr. 1 milljón. Af framtíðarverkefnum sagði próf. Sigurður, að næst væru kaup á bifreið og tækjum til rannsókna í dreifbýlinu og stofn- un endurhæfingarstöðvar með sérhæfðu hjúkrunarliði. Á fundinum var samþykkt skipulagsskrá fyrir Utanfarar- sjóðinn og eftirtaldar konur kosnar í stjórn hans: Guðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri, Ólöf Möller, frú, Kristjana Helgadóttir, læknir, Sigurborg Oddsdóttir, frú, Guðríður Elías- dóttir, frú, Ingibjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarkona, Rósa Jensdóttir, frú. Á fundinum ræddu læknamir Davíð Davíðsson, prófessor, Sig- urður Samúelsson, prófessor, Ás- mundur Brekkan, yfirlæknir og Nikulás Sigfússon lœknir, um hjartaverndarmál og svöruðu spurningum. Að fundi loknum var farið að Lágmúla 9 og rannsóknarstöð samtakanna skoðuð. í stjórn samtakanna eru nú: Prófessor Sigurður Samúels- son, formaður, Benedikt Grön- dal, alþingismaður, Eðvarð Sig- urðsson, alþingismaður, Sigurð- ur Bjarnason, alþingismaður, Þórarinn Þórarinsson, alþingis- maður, Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður, Pétur Benediktsson, bankastjóri, Sigtryggur Klem- enzson, bankastjóri, Óskar Jóns- son, forstjóri, Hafnarfirði, Guð- rún P. Helgadóttir, skólasjtóri, Davíð Davíðsson, prófessor, Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir, Akureyri, Páll Gíslason, yfir- læknir, Akranesi, Snorri P. Snorrason, læknir. íivarpssfjórar Norðuríanda Útvarpsstjórar Norðurlanda voru á fundum hér í gær og fyrradag og ræddu ýmis út- varps og sjónvarpsmál, m. a. aukin samskipti milli land- anna. Mynd þessi var tekin í skrifstofu Vilhjálms Þ. Gísla- sonar útvarpsstjóra og á henni eru frá vinstri: Karsen, frá Danmörku, Rydbeck. frá Svíþjóð, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, Ostvedt frá Noregi og Repp frá Finnlandi. V—-—^ Gamlír nem- endur Stýri- mnnnnskó'nns hittnst GAMLIR nemendur Stýrlmanna- skólans í Reykjavik, brottskráð- ir fyrir 10, 15 og 20 árum, komu saman til fundar 1. maí síðast- liðinn. Þar var rætt um þær miklu breytingar, sem orðið hafa á tækjabúnaði skipa á siðustu árum. Fundarmenn töldu nauð- synlegt, að nemendur kynntust hinum nýju tækjum, en til þess verður skólinn að eignast fleirl kennslutæki. Á þessum fundi var sambékkt að stofna sjóð til tækjakauoa fyrir skólann og fela hann skóla- stjóra til vörzlu. Stofnendur vænta bess, að gamlir nemendur og aðrir unnendur skólans styrkl sjóðinn. Að lokum ákváðu þessir ár- gangar að fjölmenna til skéla- slita og halda síðan utan. Blaðið var beðið að geta þess, að þátt- tökubeiðnum verður svarað í símum 11774, 12151 og 38251. í GÆR var vindur við norð- austrið, en fremur hægur. Þoka var á NA-landi og víða á Norðurlandi, en hiti 0—3 stig. Talsverð rigning með um 5 stiga hita var á Aust- fjörðum. Á Suður og Vestur- landi var bjartviðri kl. 9, hiti um frostmark vestan- lands, 6 stiga hiti á Eyrar- bakka, en 10 stiga hiti á Fagurhólsmýri. Horfur eru á A og NA átt áfram og litlum veðrabreytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.