Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. 5 Unglingadeild barnamúsik- skólans tvískipt næsta ár — 14. starfsári að Ijúka ið meiri aðsókn að honum en hægt hefur verið að anna með núverandi húsakosti. Stefán Edelstein, skólastjóri, gaf fréttamanni Mbl. þær upp- lýsingar, að næsta vetur yrði sú breyting gerð á kennsluskipan skólans, að unglingadeild yrði tvískipt og skólinn lengdist þann ig um eitt ár fyrir þá, sem ætla að halda áfram hljóðfæranámi Er þetta nýja fyrirkomulag tek- ið upp sérstaklega fyxir þá, sem hyggja á framhaldsnám í Tón- listarskólanum — þeir munu þá ljúka prófi í tónfræði eftir fyrra árið í unglingadeild en leggja alla áherzlu á hljóðfæraleik, bæði einleik, tvíleik og kamm- ermúsik, auk þess sem fyrirhug- að er, að þeir geti tekið eitt aukafag, ef þeir óska. Kennarar við skólann eru nú alls fjórtán, — og kennt er á sjö hljóðfæri, auk tónfræði, tónlistarsögu og fleiri aukagreina. Á sunnudaginn voru haldnir í Austurbæjarbíói vortónleikar Barnamúsikskólans í Reykjavík. Komu þar fram fjölmargir nem- endur úr flestum deildum skól- ans og var efnisskrá fjölbreytt mjög, kórsöngur, einleikur og samleikur á hljóðfæri og einnig lék strengjasveit, skipuð burt- fararprófsnemendum í fiðlu, lág- fiðlu og gigju. Skipuðu sveitina eingöngu stúlkur að þessu sinni. Viðfangsefni tónleikanna voru eftir Handel, Hayden, Bach, Beethoven, Diabelli, Dussek, Marcello, Mozart, Schumann, Seiber, Bartok, Cyril Scott og Scarlatti — og kór söng þrjú is- lenzk sönglög í útsetningu Jóns Þórarinssonar við undirleik lítill- ar hljómsveitar. Um þessar mundir er að Ijúka fjórtánda starfsári skólans. í vet- ur voru í honum tæplega þrjú hundruð nemendur á aldrinum 6 —13 ára og er hann alveg full- skipaður. Síðustu árin hefur ver- Fóru á 3 jeppum frá Blönduósi « Viða aurbleyta á Blönduósi, 5. maí. SÍÐDEGIS á miðvikudag lögðu se>x menn á þrernur jeppum af stað frá Blönduósi, og var för- inni heitið á Hveravelli. Að und- anförnu hefur verið mikið frost hér um slóðir, og lítið klökknað á daginn. Var því búizt við hjarni og harðfrosinni jörð á heiðinni. Er kom fram í Blöndudal hafði mikið klök'knað þar, _ og aur- bleyta var til tafar. Á norður- heiðinni var einnig aur, og bíl- arnir skáru nokkuð niður í hj'arn ið. Seint um kvöldið voru ferða- langarnir staddir hjá Helgufelli. Þá gerðu logndrífu, og vegurinn sást illa, því að vetrarsnjórinn lá víða yfir honum. Urðu af þessu talsverðar tafir það sem eftir var leiðarinnar. Állar ár voru auðar og góðar yfirferðar, nema hvað nokkur sand'bleyta i Hveravelli leiðinni var x Sandá. Eftir rúml. 10 klst. ferð komu þeir félagar á Hvera- velli, og var þá 10-12 sm. logn- snjór þar. Á Hveravöllum búa hjónin Kristján Hjálmarsson og Hulda Hermóðsdóttir, og tóku þau á móti ferðalöngunum af mikilli rausn. Daginn eftir var bjartviðri. Ferðalangarnir lögðu af stað heimleiðis kl. 1. Var þá logn, en Íitlu síðar hvessti og á framheið- inni skóf talsvert. Ekki urðu þó telj'andi tafir fyrr en á norður- heiðinni. Þar hafði klökknað meira en daginn áður, og bílarn- ir' óðu víða djúpt í aur og göml- um fönnum. Á bakka Friðmund- arvatns var vegurinn ófær af aur, en þeir félagar óku út á vatnið, sem enn var í þykkum vetrarís, og komust þannig fram hjá torfærunni. Heimferðin tók rúmar 8 klst. — Björn. VéBsmiðjur Járnsmiðjuor Barson-hjólsög fyrir alumíníum og stál. verkfœri & járnvörur h.f. Auglýsing um framboðslista við alþingiskosningar, sem fram eiga að fara 11. júní n.k. Framboðslistum í Reykjaneskjördæmi ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Guðjóns Steingrímssonar, hrl., Linnets- stíg 3, Hafnarfirði, eigi síðar en 10. þ.m. Hafnarfirði, 2. maí 1967. í yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis: Guðjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Ólafur Bjarnason, Ásgeir Einarsson, Þórarinn Ólafsson. Kór nemeuda úr 2. og 3- bekk og nokkrir hljóðfæraleikarar flytja íslenzk þjóðlög í útseta- ingu Jóns Þórarinssonar. Myndin var tekin sl. laugardag á æfingu fyrir tónleikana. ANCLi ~ COTTON TREVIRA SKYRTAN er ný tegund af ANGLI-skyrtum. Hún er létt og þægileg í notkun, auðveld í þvotti — í þvottavélinni, — þornar fljótt og verður slétt um leið. Qotton blend TREVIRA +BOMULD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.