Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. Bréf frá íslendingum t Aþenu: Það var eins - sagði konan þegar miðað hafði verið á hana byssu i strætisvagni MORGUNBLAÐINU barst hinn 1. maí hraðbréf, sent frá Vín, en skrifað af íslendingi stöddum í Aþenu þann 26. apríl s.l. Þar voru íslenzk hjón á ferð, og höfðu ferðazt um alla Litlu Asíu, en komu við í Aþenu, bæði fyrir og eftir byltinguna. Maðurinin vill, starfs síns vegna, ekki láta nafn síns getið, en sendir með bréfinu nokkrar úrklippur úr grískum blöðum frá 26. apríl, en þau eru prentuð á ensku. Bréfið er á þessa leið, nokk- uð stytt. „Aþenu, 26. apríl 1967. Ekki veit ég, hvort Morgun blaðið hefur fréttamann hér, en það er hvorki hægt að senda héðan skeyti né bréf og ekki hægt að hringja, — bréf og skeyti, sem komast burtu eru ritskoðuð, en ég ætla að hafa þetta með mér og senda það frá Vín. Ykkur er velkomið að birta það sem ég segi, en þó aðeins með því skilyrði, að mín sé að engu getið, þvi að sem starfsmaður alþjóðlegrar stofnunar má ég ekkert segja. Ég er búinn að feia vand- lega allar filmur, því að allt slíkt er gert upptækt, ef þeir komast í það á flugvellinum. Sama ringulreiðin á Aþenuflugvelli Ég vona að okkur- verði sleppt héðan á morgun. Á fimmtudaginn var flaug ég frá Tel Aviv til þess að kom- ast til -Izmir (Smyrna) á TyrklandL Leiðin lá um Aþenu, og beið ég þar í 4 tíma fram á kvöldið. Þótt þetta væri nokkrum klukku- tímum áður en uppreisnin hófst, varð ég ekki var við neitt óvanalegt, sama ringul- reiðin á flugvellinum og allt- af er í Aþenu (með því versta sem þekkist). Eftir að hafa verið í Izmir (Smyrna), fór ég til Ankara og reyndi á mánudaginn 24. apríl að staðfesta flugfarið til Öll Ijós í Aþenu eru slökkt kl. 1 Aþenu með gríska flugfélag- inu Olimpic Aiiwiys. Þeir neituðu að staðfesta farið, nema að ég væri í „transit", þ.e.a.s. skipti um flugvél í Aþenu og færi ann- að. >á hringdi ég í gríska sendiráðið og spurðist fyrir um ástandið, þvi að ég átti erindi til Þessalóniku. Sendi- ráðið sagðist engar fréttir hafa fengið frá Grikklandi!! Skriðdrekar og hermenn á götunum Ég fór því til Istanbul, þar sem konan beið eftir mér. Þar fékkst staðfesting á flugfar- inu, og við flugum daginn eft- ir, 25. april til Aþenu. Þar virtist allt eðlilegt á flugvell- inum, nema að vopnaðir verð ir biðu við flugvaliarbygging una, við innganginn og út- ganginn. Á leiðinni niður í bæ urð- um við ekki vöru við neitt, fyrr en við komum að þing- húsinu. Þar voru bveir skrið- drekar og stóðu hermenn við vélbyssuturnana. Á svölum þinghússins var hópur hermanna í bardaga- búningum og með hjálma. Auk þess stóðu verðir hingað og þangað með byssur og byssustingi. Við fórum töluvert um Aþenu þennan dag og um kivöldið. Sóum við herstöðv- ar, venjulega skriðdreka og nokkra vopnaða hermenn hér og hvar um borgina. Um kvöldið jukust þessar stöðvar, sérstaklega í grennd við þing- húsið og í Pireus, hafnarborg Aþenu. Nokkur bar líka á flutningum á hermönnum og vopnum. Að öðru leyti virtist alLt vera með kyrrum kjör- um, og allt eðlilegt. Það var slangur af ferðamönnum, og ekkert við þeim amazt. Ekkert samband viS Þessalóniku í morgun, 26. aprfl, átti ég að fara til Þessalóniku og fór um morguninn á skrifstofu Olympic Airways. Hafði stað ið til að ég skyldi gista þar um nóttina, og koma til baka til Aþenu morguninn eftir. En þar sem ég frétti, að ólga væri enn í Þessalóniku — og að herinn þar væri ekki þátt- takandi i uppreisninnL vildi ég breyta pöntuniimi til að komast til baka um kvöldið. Auk þess ætlaði konan að vera eftir í Aþenu, og vildi ég ekki skilja hana eftir eina þar um nóttina. Skrifstofa Olympic Airways tjáði mér, að hún gæti ekk- ert sagt um flugfar frá Salon- iku, því að ekkert saunbahd væri milli Þessaloniku og Aþenu, hvorki símL skeyti eða „telex." Andreas hefði átt að vera kyrr í Bandaríkjunum Þess vegna vissu þeir ekk- ert um flugferðir þaðan. Ég hætti náttúrlega við að fara. Konan hafði farið um morg- uninn „sight-seeing“ til Delfi og fleiri staða. Ég fór nú með kunningja minum, sem hér býr, um borgina. Ég taiaði við nokkra Grikki. Ég býst varla við, að þeir hafi sagt mér raunverulega, hvað þeim fannst um ástandið, en ég held mér hafi skilizt á peim, sem ég talaði við, að þeir solidly behind Ihe n: DefenseMinisler U.S. space launch posfponement; new Iry lomorrow Warn congrahjtoflen og svartur punktur Hermenn á verði á götu Aþenu kenndu Papandreus feðgun- um mest um, hvernig komið værL sérstaklega AndreasL sem þeir sögðu, að hefði átt að vera kyrr í Bandaríkjun- um. Grikkir eru þreyttir á þessari sifelldu ókyrrð í póli- tíikinni og hálft í hvoru fegn- ir að sjá einhvem taka í taum ana. Dcmocratia og catastropha Á hinn bóginn skammast þeir sín fyrir þetta, því að eftir allt er orðið „Demo- cratia“ grískt. Og hitt er líka ekki gott, að ástandinu, sem ríkti fyrir byltinguna, má lýsa með gríska orðinu „cata- atroplha“. Það er hálfsorglegt að standa uppi á Akraópolis, vöggu lýðveldis, og sjá vopn- aða hermenn einræðisstjórn- ar í tjaldbúðum á hæðunum í kring og fyrir neðan. Hinn heilagi gríski her og guðirnir í Hellas Ef ég kem þessu út úr land- inu, þá sendi ég með blaða- úrklippur frá í gær og í dag. Þær eru bæði grátlegar OB hlægilegar. Unglingum er bannað að vera í „mini-shirt“ og skarta bítlahárL Þeim er líika Skipað að fara til messu á sunnudagsmorgna (líklega sama hverrar trúar). Svo eiga guðir Hellasar að vernda stjórnina og hinn heilaga her Grikklands!! Hver í sinni heimaborg öllum er skipað að láta skrásetja sig, hver i sinni heimaborg, rétt eins og dög- um Ágústusar. Auk þess skal skila öllum vopnum, skot færum og senditækjum. Ég fór með þessum kunningja mínum á iögreglustöð 1 út- hverfi Aþennu, hann þurfti að sknásetja sig og sína fjöl- skyldu. Þar var fjöldi manns. Haglabyssa og hjartastaður í einu horninu var ' hrúga af byssum, mest haglabyss- um, sumum gömlum. Einn benti á fallega nýja hagla- byssu, sem hann hafði komið með og tók um hjartastað og táraðist. Auk þess var þarna fornfálegt senditæki í plast- poka, sem einhver hafði kom- ið með. Fólkið var áhyggju- fullt, en annars virtist her- inn og lögreglan hafa fulla stjórn á öllu. Að Grikkjum skyldi takast þetta! Ég fór með lestinni niður 1 miðbæ aftur, og allt virtist rólegt. Miðbærinn um sex- leytið var troðfuliur af gang- andi fólkL götusalar hrópuðu hver í kapp við annan og happdrættismiðar voru alis staðar til sölu. Ef Þessalónika gerir ekki uppreisn, þá getur þessi rósemi varað. Merkilegt, að enginn, sem ég hitti álasaði kónginum. Þeir sögðu, að byssu hefði verið stungið í bakið á hon- uim, þegar hann skrifaði und- ir ráðherraskipanir og aðrir fyrirskipanir. Það, sem útlendinga, sem hér búa, furðar mest á, er að Grikkjum, sem eru frægir fyrir að geta ekkert skipulagt og almennilega framkvæmt, skyldi takast þessi uppreisn og valdaskipti svona frámuna lega vel. Útgöngbannið algert Að lökum, það var ein- kennilegt í gærkvöldL þegar ég var úti á svölunum hér á hótelinu frá klukkan 5 mín. fyrir og 5 mín. eftir éitt, að sjá og heyra hvernig borgin „dó“, því að kl. 1 byrjaði út- göngubannið, — allir, sem hreyfðu sig eftir þann tíma, áttu á hættu að verða skotn- ir. Eftir klukkan eitt heyrðist hvergi hljóð og engin ljós sá- ust néma götuljós og ljósa- auglýsingar. Eins og svartur punktur Hér fást engin erlend blöð Lengur og erlendar útvarps- stöðvar, a.mjk. enskar og þýzkar eru truflaðar, svo að einu fréttirnar hér eru úr grísku blöðunum, sem eru rit- skoðuð. Konan er komin úr ferðinni. Vagninn þeirra var stöðvaður á leiðinni, og kon- an sagðist í fyrsta skipti á æv- iinni hafa horft inn í byssu- hiaup, sem var miðað á hana. „Það var eins og svartur punktur," sagði hún. Og þar með var þetta Aþenuibréf íslendingsins á enda, og geta menn nú lesið úr því þá lærdóma, sem hverjum og einum finnst. — (Millifýrirsagnir eru blaðs- ins). En page (: Les demiéres informations L GOVT. WILL STAND FIRM WILL WORK FOR ON SOUND, HEALTHY BASIS ABMV ANNOUNCE3 PROHIBITIONS WORLD TRIBUTE TO ADENAUER Greeks ore nollonal olm: FARMERS TO CET PENSION HIKB NUCIEAI 5BC6IH Forsíðan af Athens News frá 26. apríl. Bönn herstjórnar- innar efst til hægri. Klausan um hinn heilaga gríska her og guði Hellas neðst til vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.