Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 19«7. 15 Eiiiar Cerhard- sen sjötugur Einn fremsti núlifandi stjórn- málamaður á Norðurlöndum, Einar Gerhardsen, fæddist hinn 10. maí 1897 í Osló. Ungur að aldri varð hann verkamaður við gatnagerð Oslóborgar og vann við hana til 25 ára aldiurs. Hann gerðist snemma áhrifaríkur talsmaður noriska Verkamanna- flokksins, einmitt á þeim árum þegar flokknum var að vaxa fiskur um hrygg. Eftir því sem vegur flokksins óx, fjölgaði þeim trúnaðarstörfum, sem Gerhardsen gegndi á hans veg- um. Frá því að Gerhardsen hvarf úr verkamannavinnu, starfaði hann lengst af á flokksins vegum fram til 1939. Þá varð hann varaoddviti Osló- borgar og var kosinn oddviti hennar 1940, en þýzku hernáms- völdin neituðu að viðurkenna hann sem slíkan. Á hernámsár- unum var Gerhardsen lengst af í fangabúðum í Þýzkalandi, og síðar Grínifangelsinu í Noregi. I herleiðingunni aflaði hann sér slíks álits, að strax við frels- istökuna var hann talinn í REYKJAVIKURBREF fremstu röð forustumanna Nor- egs. Andersen-Rysst, sem þá var sendiherra Norðmanna á ís- landi, en hafði sjálfur verið virkur þátttakandi í andspyrnu- hreyfingunni og var gerkunnug ur norskum stjórnmálum, gam- all þingmaður og fyrrverandi ráðherra, lét það þegar í maí 1945 uppi við vini sína hér, að Einar Gerhardsen væri hinn komandi maður í norskum stjórnmálum. Gerhardsen var og falin stjórnarforusta í júní 1945, fyrst í þjóðstjórn og síð- ar, eftir almennar kosningar, í hreinni flokksstjórn. Síðan var hann forsætisráðherra Nor- egs allt þangað til haustið 1965, þegar verkalýðsflokkurinn tap- aði í þingkosningunum, að und- anteknum nokkrum vikum 1963 þegar verkalýðsstjórnin varð frá að hverfa og frá árslokum 1951 þangað til snemma árs 1955 þegar Gerhardsen dró sig sjálfur í hlé frá ráðherrastörf- um vegna þess, að hann taldi sig þurfa hvíldar við, en þá var hann eftir sem áður valdugasti maður flokks síns. Ber með sér góð- vild og greind Þessi er hin ytri starfssaga Gerhardsens og ber hún með sér, að hann er óvenju mikil- hæfur maður. Þeim, sem hann þekkja, blandast og ekki hug- ur um að svo sé. Þegar við fyrstu 'kynni hrífur Gerhardsen mann með hógværð sinni, greind og góðvild. Þau áhrif haldast og styrkjast við nán- ari kunningsskap. Því fer þó fjarri, að Einar Gerhardsen sé atkvæðalaus lognhattur. Viður- kennt er, að hann sé maður úr- skurðarmikill og hiki ekki við að taka á sig ábyrgð, þegar hennar er þörf. Sumir finna honum það m.a.s. til foráttu, að hann sé stundum of tillitslaus, t.d. hafi hann aldrei hikað við að láta samráðherra hverfa úr störfum ef hann taldi það stjórn málanauðsyn. Andstæðingar Ger hardsens báru fyrir honum mikla virðingu á meðan hann var forsætiisráðherra, en töluðu um það í hálfkæringi, að hann hefði lag á að sameina yfirbragð lands Laugardagur 6. maí föðurlegrar velvildar við ein- beitta flokksihyggju. Því ánægju legra er að heyra hljóðið í ýms- um hinna helztu þeirra nú eftir að Einar Gerhardsen er látinn af völdum og þeir sjálfir tekn- ir við. Þeir róma mjög jafnað- argeð hans og góðvild við stjórn arskiptin og undirtektir hans við sína andsnúnu eftirmenn, þegar þeir, óreyndir, óskuðu sam ráðs við hann. Verða að vegast á Efnahagur Noregs stendur á mun fleiri styrkari stoðum en íslenzku-r og í Noregi eru landbúnaður og sjáv- arútvegur aukaatvinnugreinar, ef svo má segja, og njóta raunverulega styrks frá öðr- um, sem eru miklu öflugri og aflögumeiri. Undirstöðu- atvinnuvegirnir eru verzl- unarflotinn og margvíslegur iðnaður, bæði stóriðnaður og smærri iðnaður, sem þó nýtur ólíkt stærri markaðar en við erum vanir. Þrátt fyrir þenn- an og annan aðstöðumun, þá eru fá eða engin lönd þar sem aðstæður eru þó líkari því, sem á íslandi er, en Noregur. Þess vegna er fróðlegt á sjötugsaf- mæli hins gerbunnuga norska forystumanns að rifja upp ný- leg ummæli hans, sem raunar hafa verið tilfærð áður í Reykja Ivíkurbrélfi, um sarrnsvarandi vandamál og hafa verið á dag- skrá hjá okkur. Skömmu fyrir jól í vetur hélt Einar Gerhard- sen á lokuðum fundi í Stór- þinginu mjög merka ræðu um samninga Noregs við erlent stór fyrirtæki um atvinnurekstur þar í landi. Gerhardsen sagði m.a. að það „ — — ætti einnig að vera Ijóst, að ekki er hugsanlegt, að ná samningi þess eðlis, sem hér er um að ræða, án þess, að ákveðnir norskir hagsmunir verði að víkja til hags fyrir fé- lagið, sem samningur er gerð- ur við. Spurningin er, hvort sá ávinningur, sem Noregur fær að sínu leyti, vegur á móti því, sem afsala verður. Góður sam- vinnusamningur verður að gefa báðum aðilum jafna hagsmuni. Einungis ef svo er, þá er verj- anlegt að gera hann og líklegt að hann haldist.“ Voru aftur úr Síðan víkur Gerhardsen að því vantrausti, sem sumir Norð- menn beri til stóriðnaðar og segir: „Þetta viðhorf hef ég aldrei getað skilið. Ég get skilið, að landbúnaðurinn sé sá atvinnu- vegur, sem stendur næst hjarta, þeirra, en svo skynsamir menn sem þeir eru, hljóta þeir að vita, að Noregur getur ekki lif- að af landbúnaðinum einum. Iðnaðurinn er ásamt verzlun- arflotanum okkar mikilvægasti atvinnuvegur. Það eru þessir at- vinnuvegir, sem gera það að verkum að Noregur er ekki aft ur úr i efnahag. Ef aðrir at- vinnuvegir og efnahagur í Nor- egi eiga að blómgast, þá verð- ur iðnaður og verzlunarflotinn og e.t.v. sérstaklega iðnaðurinn stöðugt að auka afköst sín. Þess vegna verðum við að hafa já- kvæða afstöðu til iðnaðarins, vandamála hans og úrlausnar- efna.“ Fyrir okfcur Islendinga er það athyglisvert, að við höfum enn ekki svo teljandi sé þá atvinnu vegi, sem Gerhardsen segir að forði Norðmönnum frá því að vera aftur úr. Engu að síður þola lífskjör okkar nú saman- burð við þeirra. Það segir sína sögu um hvernig stjórnað hafi verið hér hin síðustu ár en einn ig, að til frambúðar verðum við að styrkja afkomugrundvöll okkar. Um stóriðnaðinn segir Gerhardsen ennfremur: „Við getum víst án efa verið á einu máli um að æskilegt væri, að allur iðnaður f landinu væri í höndum Norðmanna sjálfra, ef hann þá fengi stað- ist í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni. En slíkt er því mið- ur einungis rómantískur óska- draumur. í öllum löndum hins frjálsa heirns — einnig þeim stærstu og efnuðustu — er meira eða minna af erlendu fjármagni bundið í iðnaðinum.“ Og enn segir hann: „Þetta er heldur ekki neitt nýtt fyrirbæri í Noregi. Flest hinna stóru iðnfyrirtækja eru að öllu eða einhverju leyti í höndum erlendra aðila. Við get- um heldur ekki haldið því fram að við höfum haft slæma reynslu í þeasu efni. Það er að minnsta bosti ekki álit þeirra, sem búa í þeim iðnaðarbyggð- um, sem risið hafa upp um- hverfis slíkan iðnrekstur.“ Aðalmaðurinn við eigin útför Áður en samningurinn um álbræðsluna í Straumsvík var gerður, lýsti Einar Olgeirsson yfir því á Alþingi, að hann mundi berjast á móti þvílíkri samningsgerð af enn meiri krafti en jafnvel hernámssamn- ingnum, sem hann svo kallaði. Úr þessari baráttu Einárs varð raun ar minna en orðin stóðu til. Hann vantaði að vísu ekki vilj- an, en honum varð brátt ljóst, að allan hljómgrunn skorti, og þó einkum á meðal verkalýðs- ins. Vafalaust eiga von- brigði Einars Olgeirssonar af þessum sökum sinn þátt í því, að hann hefur nú tekið það ráð að hverfa af Alþingi. Allir óska Einari Olgeirssyni langra Mf- daga, en hann finnur sjálfur sinn pólitíska dauðdaga nálgast og vill þá verða fyrri til. Að- ferðin er einkennandi. Það hef- ur stundum verið sagt um þá, sem mjög hafa í huga eigið ágæti að þeir vilji hvergi vera án þess að vera sjélfir í miðdepli. Hjá sumum gengur þetta svo langt, að þeir geta ekki verið við jarðarför án þess að óska þess að vera sjálfir í líksins stað svo að allt snúist í kring um þá. Frægasta dæmi þess er það, þegar Karl keisari V., sá sem sagt var um, að eólin gengi aldrei til viðar í ríki hans, var orðinn saddur valdadaga og dró sig í hlé, þá lét fram fara sína eigin útför, sem hann var sjálfur viðstadd- ur. Ekki voru þeir margir verka- mennirnir Svipað þessu fór nú fyrir Eii ari Olgeirssyni. Hugarórar ham eru sívakandi. Þar má segja al sólin gangi aldrei til viðar freni ur en í veldi Karls V. E.t.v, er það skýringin á því að Ein- ar leitar fordæmis hjá þessuni löngu liðna keisara og lét frani fara sína eigin pólitísku útför; þar sem hann var sjálfur við> staddur. Hún var haldin í A-usfc- urbæjarbíói sl. sunnudag o| voru eitt hundrað útvaldir látn- ir boða til hennar. Undir boðs- bréfinu stóðu nöfn margra pen- ingaburgeisa og menningan snobba í liði kommúnista, en hina óbreyttu alþýðumenn vanl aði þar eftirtakanlega. MeðaJ þessara hundrað undirskrifenda voru einungis þrír, sem skrifuðiu sjálfa sig rétt og slétt „verka- maður.“ Tveir þeirra, sem sv« lítið létu yfir sér, hafa raunai í mörg ár verið starfsmenn verkamannafélagsins Dagsbrún- ar en ekki stundað venjulega verkamannavinnu, og hinn þriðji verið ámóta lengi eftirlitsmaður og verkstjóri hjá einu bæjarfyrirtækinu. Þegar nöfnin eru skoðuð, sést þes« vegna ekki einn einasti reglu- legur verkamaður í þessum hundrað manna hópi. Vafalaust er þó mörgum verkamönnum hlýtt til Einars Olgeirssonar, og jafnvel eindregnir andstæðingar hans efa ekki, að hann viljl verkamönnum á sinn hátt veL Engu að síður er þesisi verka- mannaskortur í hundrað manna hópnum ekki einungis eftirtak- anlegur heldur elnkennandi. Annars vegar hefur ekki þótt nógu fínt að hafa marga með verkamannaheitinu á meðal und- irskrifendanna. Hitt kemur ekld síður til, að þrátt fyrir allt tal Einars Olgeirssonar og félaga hans um velvild þeirra í garð verkalýðsins, þá birtist sú vel- vild alls ekki í því að bæta eigi kjör hans, heldur í allt öðru. Fatækt vekur löngun til bylt- ingar Um það er ekki að villast, að Einar Olgeirsson hefur hrifizt af þeirri kenningu, sem sett eir fram í þessum boðskap; „--------að þeir eru „fátækir og allslausir“. Þetta kann að virðast slæmt, en í raun og vem er þetta gott. Fátækt vekur löng- unina til breytingar, löngunina til athafnar, löngunina til bylt- ángar. Á alslausa pappírsörk, lausa við allt letur, er hægt að skrifa nýjustu og fegurstu bók- stafi, mála nýjustu og fegurstu myndir.“ Þeir sem þessa stjórnmála- skoðun hafa, fylgja henni af einlægri sannfæringu, eins og m. a. sézt af þessari viðbótar- skýringu: „Það að hafa ekki rétt stjórn- málasjónarmið er líkast því eira* og hafa enga sál.“ Einar Gerhardsen er litlu eldrl en Einar Olgeirsson. Á yngri árum var Gehhardsen mjög ná- kominn kommúnistum en andans mennirnir litu alltaf niður á hann. Hann var bara verka- maður og Hendrik heitinn Ottósson segir um hann, að I Moskvu hafi hann ætíð verið talinn „mesti félagsskítur af þeim sem þekktu hann bezt“. Síðan hefur hann ætíð starf- að á meðal og fyrir verkamenn með þeim árangri, sem við allra augum blasir á meðan nafni hans á íslandi hefur leikið sér í loftsölum og nú síðast að sinni eigin útför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.