Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, BUNNUDAGUR 7. MAf 1967. SÍÐAN V „HORNAUGAÐ" KVIKMYNDAGACNRÝNI UNGA fÓLKSINS Björn Baldursson Pórður Gunnartton Shenandoah 1>AÐ skal engin launung hvorki háum né lágum, að ein sú allra bezta kvikmynd, sem sýnd er hér om þessar mundir, er mynd- in í HafnarbíóL Leikur er afbragð og vöndun myndarinnar stórkostleg.. Eftir sýninguna „hornaugaði" ég yfir sýningargesti, og á svipbrigðum þeirra mátti sjá hvílík áhrif myndin hafði. Svo sannarlega er sjaldgæft, að menn vikni við að horfa á kvikmynd. Fátítt roun það og vera á Xslandi, þar eð íslendingar sýna yfirleitt engin svipbrigði nema hæðnis og fyrirlitningarglott. Ef það eru ekki meðmæli með kvikmynd, að hún fái bifað mannlegum Byrjið daginn með Efiirlœti fjölskyldunnar strengjum í sálarkryppu afkom- enda hinna hraustu víkinga — þá mega allir heita JÓN. Þetta er ein þeirra mynda, sem gera það einhvers virði að sækja kvikmyndahús. Enginn ætti að missa af þessu tækifæri, til að sjá hvað er hægt að gera á sviði kvikmyndunar. Sjáið — finnið og þér gleymið aldreL HÁSKÓLABÍÓ: Psychopath MAÐURINN hefir við mörg sál- ræn vandamál að stríða . . . .? Ekki er vitað hvort fjölbrejrtni geðveikikvilla er meiri í daglega lífinu eða í kvikmyndum. Margar myndir eru vel gerðar hin síðari árin, en þó hefur mörg dellan vaðið uppL Þessi mynd er vel úr garði gerð, í litum og Techniscope, en því miður algert frat. Áhorf- andinh fær enga skýringu á þeim hryllingsverkum, (nema sf væri í prógramminu?) ssm eru uppistaða myndarinnar, og virð ist sviðsetning þeirra vera aðal- atriðið. Ósjálfrátt fær áhorfand- inn á tilfinninguna. ef hann gruflar í efnisþræðinum, að þarna hafi farið góð hugmynd af stað, en síðan hafi leikstjór- inn gjörsamlega misst tökin á efninu. Ef einhverjir hafa áhuga á að sjá geðveikar mann- eskjur og hálfa tylft glæpona — hlaupið! Ef ekki — sitjið! TÓNABfÓ: Leyni-innrásin MYND þessi gerist á dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Brezbum major (Stewart Granger) hefur verið falið það óframkvæmanlega hlutverk, að fara til Dubrovnik, sem þá var í höndum Þjóðverja og sækja Quadri hershöfðingja, sem Þjóðverjar höfðu þar í hálfgerðu fangelsi. Majorinn er mjög hug- rakkur maður og ákaflega skyldurækinn. Hann grípur til ráðs, sem er algengt í kvikmyndum og skáld- sögum, en ekki eins algengt í raunveruleikanum. Hann safnar saman afburðamönnum úr hópi glæpamanna, sem allir eiga eftir að afplána langa dóma og geta unnið sér til frelsis með því að taka þátt í þessum leið- angri. Raf Vallone er frábær skipu- leggjari og hefur skipulagt stór- an alþjóðlegan glæpahring. Hann skal vera heilinn í fyrir- tækinu. Hann kemur úr fang- elsi í Beirut. Hinn gamalkunni og marg- gifti Mickey Rooney leikur írskan skemmdarverkamann, sem er sérfræðingur í meðferð sprengiefnis. Hann er úr Borstal fangelsinu í Englandi. Frá Leavenworth fangelsi í Kansas er fenginn Ed Byrnes, sem náði gífurlegum vinsældum í sjónvarpsþættinum 77 Sunset Strip. Hann leikur sérfræðing í í skjalafölsun. TU Alcatraz er sóttur Henry Silva, glæpamannslegur maður í meira lagL enda leikur hann dauðadæmdan morðingja. Hann á að sjá um nauðsynlegar af- tökur. Sá síðasti af þessum hæfileika mönnum, William Campell, kemur frá Djöflaeyjunni. Hann var meiriháttar þjófur og snill- ingur í að búast dulargerfum. HÁSKÓL ABÍÓ: Vonlaust en vandræðalanst (Betra er seint en aldrei) AÐALHLUTVERKIÐ leikuir Alec Guinness af frábærri snilld. Það ætti raunar að vera næg með- mæli með myndinni, en auk þess er hún öll hin ágætasta. Á nokkrum stöðum truflast áhorf- Dyraslmar Vandaðir Odýrir C. Þorsfeinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 og Ármúla 1 sími 24250. andinn vegna lélegrar klipping- ar, en það kemur ekki að sök, þar eð honum er haldið við efnið frá upphafi og út í gegn. Leikstjóra ásamt úrvals leikur- um tekst að halda nægilegri spennu, nægilegum hraða, þannig að engum ætti að leiðast, þótt efnið sé ekki umfangsmik- ið. Myndin er hin ágætasta kvöldskemmtun. Menn eru beðnir að huga að þessu tæki- færi, til að sjá góða bíómynd, og láta eigi færi úr greipum ganga — ef tök eru á. Majorraum gengur nokkuð erfiðlega að ná þess'um mönnum saman í heillegan hóp, sem starfar saman, enda einstaklinga hyggja ráðandL hjá svo miklum afburðamönnum. Það fer þó svo að lokum, að allir sýna þeir sina tegund af hetjuskap og reynast mjög fórnfúsir hver í anraar* þágu. Eiras og oft vill verða, láta þeir allir lífið af einskærum hetjuskap og oft ónauðsynleg- um. Einn maður stendur eftir, Raf Vallone, sem aldrei sýnir hetjuskap, en því meiri snillL Hetjuskapur byggist á tilfinn- ingum og í hlutverki Roberto Rocca leikur Raf Vallone af snilli mann, sem er í senn hlýleg persóna, og lætur aldrei tilfinn- ingar stjórnar gerðum sínum. Hvað eftir annað bjargar hann leiðangrinum með mannviti og rósemi, þegar hinir myndu hafa komið öllu í voða með æsingi. Auk Raf Vallone er leikur Stewart Granger ágætur, og einnig gerir ítalska leikkonan Mia Missini sérlega góð skil eina kvenhlutverkinu, sem nokkuð kveður að. Sameiginlegar hættur draga fram beztu eiginleika þessara vafasömu manna, en niðurstaðan er sú, að vitið stendur eftir, þeg- ar tilfinningarnar hafa tortímt sjálfum sér. BIFREIÐAEIGENDUR TAKIÐ HVAÐA BIFREIÐ SEM ER VIÐ HÖFUM RETTA LITINN Þér gefið óðeins upp tegund og órgerð bifreiðarinnór og DU PONT b’löndunarkerfið með yfir * 7000 litaspjöldum gerir okkur kleift að blanda rétt'cr litinn ó fóeinum mlnút- um. «14 UJ. »AT. Off. DU PONT bifreiðalökkin hafa þegar sannað yfirburði sína^ við (slenzka staðhætti. DUCO® og DULUX® eru lökk, sem óhætt er að treysta - lökk, sem endast I Islenzkri veðróttu. eKTÖktn Laugav. 178, sími 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.