Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. UNDIR VERND bætur, a>uk málskostnaðar. Hér sést hún leiða einn vin sinn. Myndin var tekin af ungfrú Redmond er hún yfirgaf dóms- salinn.“ Paula gat ekki trúað sínum eigin augum. Hvað hafði hlaup- ið í Öggu frænku? Áflog á al- mannafæri? Hver gat ástæðan hafa verið? En meðan hún var að brjóta heilann um þetta, fannst henni hún vita ástæðuna. — Ó, veslings Agga frænka! sagði hún við sjálfa sig og stokk- roðnaði. Sem betur fór var þetta á föstudegi, svo að- hún tók lest- ina til Harton síðdegis næsta dag. Leigubíllinn hans Griggs var ekki á stöðinni, eins og venjulega, enda hafði hún ekki látið frænku vita, að sín væri von, oig því varð hún að ganga þessa mílu af stöðinni. Hún varð að fara um aðalgötuna og vegna þess, að þetta var á laug- ardegi, stóðu ungu mennirnir í þorpinu í hópum á brúnni, milli efra og neðra hluta þorps- ins. Var það ímyndun hennar, að þeir gláptu allir á hana held- ur ósvífnislega, er hún fór fram hjá þeim? — Það hlýtur að vera ímynd un, taldi hún sjálfri sér trú um. Samt sem áður fannst henni eins og hana langaði mest til að ljúka leiðinni á fjórum fótum. Og þegar hún kom heim, glápti Clara fast á hana, rétt eins og hún væri að sjá hana í fyrsta sinn. Svo stamaðf hún: — Nú.......hvað.......ungfrú Paula? Og svo fór hún að ákríkja. eftir Maysie Greig: — Hvað gengur að þér, Clara? spurði Paula, hvasst. — Er hún Agata frænka ekki heima? — Jú, jú, hún er uppi í he:- bergi sínu. Hún hefur verið að hvíla sig síðan hún lenti í þess- um átökum við hana frú Fair- greaves. Sástu það ekki í blöð- unum? — Þetta getur verið nóg, Clara, sagði Paula. — Ég fékk ekkert að borða í lestinni og þú gætir útvegað mér eina brauð- sneið, og bolla af kaffi. Hún barði að svefnherberg.s- dyrunum og gekk inn, en í sama vetvangi snarstanzaði hún, — Hvað er þetta, Agga frænka? sagði hún. Og það leit líka sannarlega út eins og frænka hennar hefði átt í ófr'.ði. Hún var með glóðarauga og bólgna vör og hálfa framtönn vantaði í hana. — Stattu ekki þarna og gláptu, barn, sagði ungfrú Red- mond snöggt. — Komdu hingað svo að ég geti kysst þig. Andartaki seinna var Paula í örmum frænku sinnar. Gamla konan faðmaði hana að sér og ruggaði henni eins og barni, og sagði: — Guð minn góður, hvað ég hef saknað þín, blessað barn. Ég hefði komið til borgarinnar, ef ég liti út eins og manneskja. Það snuggaði í gömlu kon- unni. — Ég varð nú að fórna þeim. Það er ekki hægt að vera í áflogum með gleraugu. Ég lagði þau á götuna hjá mér, en einhver áhorfandinn steig ofan á þau. Og ég sem er búin að eiga þau í þrjátíu ár, og þó að læknirinn segi, að það hafi verið gott að losna við þau og ég muni sjá tíu sinnium oetur með nýjum gleraugum, þá þótti mér svo vænt um þessi, og ekkert skal sannfæra mig um, að þau séu ekki eins góð og þau, sem núna fást. Þessvegna ligg ég svona fyrir og ætla að gera þangað til nýju gleraugun koma. Ég sé varla nefbroddinn á sjálfri mér auk heldur, að ég geti nokkuð unnið. — En út af hverju kom þetta? spurði Paula. Það varð dálítil þögn. Frænka var rjóð og vandræðaleg, hún klóraði sér í gráa hárhnútnum með blýanti, sem hún hafði ver- ið með bak við eyrað. Stúlkan sagði: — Þú þarft reyndar ekki að segja mér það, Agga frænka. Ég veit það alveg. Það var vegna einhvers, sem frú Fairgreaves var að segja um mig, var það ekki? Ég gat mér þess til undir eins og ég sá þetta í blaðinu. En það þýðir bara ekkert. Hún heldur áreiðanlega áfram að ætla mér allt hið versta, sama hvað þú gerir, og allir hinir halda það með henni. >*X* •' *♦ «J«*i *X**l*•!♦ ***♦*♦ LJ LF ,H**X*****H4»X*,‘ — Það gaf mér nú samt góða fullnægingu, sagði frænka. — Mér finnst það illa farið, að l'íkamsrefsingar skuli komnar úr tízku. Ég hef aldrei verið ánægð ari en þegar ég fann þetta litaða hár hennar á fingrunum á mér. — En þetta var bara satt, sagði Paula. — Ég var heima hjá honum E>on og var í slopp af hon um. Og auk þess var þetta um hánótt. — O, ég er viss um, að það er einhver eðlileg skýring til á því, sagði frænka . — Já, ég gerði það til þess að splundra þessari trúlofun þeirra, — og það tókst! Þú veizt, að Don er farinn til Kanada og hann ætlar að hitta hana mömmu, veiztu það ekki, Agga frænka? Ég verð að stimpla út kl. 5. — Hamingjan góða, sagði gamla konan og starði á Paulu án þess að botna neitt í neinu. — Það vissi ég ekki. Hversvegna sendirðu mér ekki línu til að segja mér frá því? Þetta eru beztu fréttir, sem ég hef lengi heyrt. En nú skil ég þetta allt saman. Þú settir þetta upp til þess oð losa hann við þennan hræðilega kvenmann? — Já, og ég var hálfhrædd um, að ég hefði farið heimsku- lega að. — Jæja, jæja, ég er nú samt fegin, að ég náði í þennan hár- lokk af henni. En vitanlega fyrn ast svona hneyksli seint. Og þau eru slæm með það að láta sér skjóta upp, þegar þeirra er minnst von. — O, sama er mér. Þá, sem trúa slíku sem þessu á mig, kæri ég mig ekki um að þekkja hvort sem er. Fólk, sem þykir vænt um mann ætti að treysta manni, hvernig sem á stendur, finnst þér það ekki líka? — Jú, það ætti það, en gerir bara sjaldan. Mér finnst ein- hvern veginn að því vænna sem fólki þykir um mann, því fljót- ara er það að trúa öllu því versta um mann. Þða er nú ekki mikið vit í því, en svona hefur mér samt reynzt það. Paula leið betur eftir þessa heimsókn til frænku sinnar. Agga frænka hafði einkennilegt lag á að hughreysta fólk, kannski vegna þess, að hún hafði sjálf orðið fyrir sorg sem hún hafði sigrazt á með hugrekki sínu. Paula gekk að verki sínu með slíkum ákafa, að henni var far- ið að finnast það ætla að nægja sér. Enda hafði ástin meiri kval- ir en ánægju í för með sér, og karlmenn voru svo fjarri því að vernda mann að þeir ullu meiri sorg en gleði. Hún lét sumt þessara hugsana sinna í ljós við Marjorie, sem móðgaði hana með því að hlæja að öllu sam- an. — O, þú verður sjálf farin að hlæja að því, eftir svo sem mánaðartíma. Við konurnar get um ekki komizt af án ástarinn- ar eða jafnvel karlmannanna, og jafnvel bezta starf í heimi breyt- ir þar engu um. En það var nú sama, hún var orðin sannfærð um, að ástin til- heyrði nú fortíðinni og hún skyldi aldrei hugsa framar um, hvorki Davíð né Lance. Ekki svo að skilja, að hún hefði nokkurn tíma verið neitt ástfangin af Lance, en samt hafði sennan milli þeirra síðastliðin laugar- dag fengið meira á hana en hún kærði sig um að viðurkenna. Og svo, rétt eins og til að sanna mál Marjorie, þá sá hún Davíð einhvern næstu daga, koma i bílnum sínum eftir Bondstræti. VESTUR-ÞÝZK STORISEENI MEÐ BLÝKANTI OG BLÚNDU Nýkomið mikið úrval í öllum breiddum, frá 120 cm. til 300 cm. V.B.K. Vesturgötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.