Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. 3 « Frá sýningu björgunarsveitar Slysavarnadeildarinnar Ingólfs sl. sunnudag. Björgunarþyrla VarnarliÖsins sést bjarga manni úr sjó. í bakgrunn sézt dráttarbáturinn MagnL (I.jósm. Sv. l»orm.). Velheppnuð björgunar- sýning Ingólfs Merki 8VFI seld n.k. fimmtudag rétta átti bátinn við, ef svo illa tækist til að, hann blésist upp á hvolfi. Þar sem veður var mjög hag- stætt sýndi þyrlan TF-EIR, sem er sameign Slysavarnafélagsins og Landhelgisgæzlunnar „lend- ingu“ á opnu svæði við vikina. Hefur þessi þyrla oft .síðan hún kom til landsins 1965- sannað kosti sína, sem nauðsynlegt björgunartæki. Þriðja og síðasta atriði björg- unarinnar var að björgunarþyrla Varnarli'ðsins sýndi hvernig hægt er að þjarga manni úr sjó með því að lyfta honum upp úr sjónum með sérstaklega út- búinni reim frá þyrlunni. Ef sá nauðstaddi er sjúkur og getur ekki sjálfur bjargað sér á upp- leiðinni er hægt að senda niður til hans hjálpanmann, því svo traust er reimin að hún heldur hæglega tveim meðalmönnum. Sýning þessi var haldin til að minnast 2ö ára afmælis slysa- varnadeildarinnar Ingólfs, sem var í febrúar s.l. og þakka vel- unnurum deildarinnar allan stúðning og hjálp. N.k. fimmtu- dagur 11. þm. er fjáröflunardag- ur Slysavarnafélagsins og gefst þá almenningi kostur á að styðja þessa hjálparstarfsemi með því að kaupa merki félagsins, sem þann dag verða seld um land allt. Björgunarsveit Slysavarna- ðeildarinnar Ingólfs í Reykjavík hélt björgunarsýningu á Rauð- arárvíkinni s.l. sunnudag. Var veður mjög hagstætt til sýning- arinnar fremur hlýtt og sólskin iiUru hverju. Þúsundir Reyk- víkinga höfðu iagt leið sína nið- ur að Skúlagötu tii að fylgjast með sýningunni, sem í alla staði heppnaðist vel. Mátti greinilega sjá, að þrátt fyrir sólarglætuna höfðu áhorf- endu. klætt sig og var því aúðséð að þeir höfðu gefið gaum þeim tilmælum Slysavarnadeild- arinnar um að klæðast vel, því oft er napurt niðri við Víkina, þó hlý-tt sé inni í Borginni. Sýnd voru notkun fluglínutækja, eins og við á þegar um björgun manns lífa úr sjávarháska er að ræða. Voru menn úr Björgunarsveit- inni dregnir í land úr dráttar- bátnum Magna, sem lék hlut- verk nauðstadda skipsins. Voru hinir „nauðstöddu" menn dregn- ir í land í björgunarstól á línu og í gúmmbát. Skotið var úr línubyssum, sem eru í eigu Slysa varnafélagsins. Fylgdust áhorf- endur með af mikilli athygli, þegar grænt ljós bar við himin, sem ýmist gaf til kynna að hinir naúðstöddu höfðu fengið Iínuna, eða þá að þeir væru til- búnir til að láta draga sig í land. Góðu hátalarakerfi hafði vexið komið fyrir við Víkina og fræddi Hannes Hafstein, er- indreki Slysavarnafélagsins á- horfendur um allt það sem fram fór. Annað atriði sýningarinnar var sýning á méðferð og notkun gúmmibjörgunanbáts. Var bátn- um kastað í sjóinn frá b/b Gísla Johnsen. Stukku nokkrir frosk- menn í sjóinn og sýndu hvernig S j óllstæðislólk FÉLAGAR í Heimdalli, Verði og Óðni, sem fengið hafa senda happdrættismiða í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, eru vinsamlega beðnir að gera skil, sem allra fyrst, því að óðum styttist sá tími þar til dregið verður. UNGT LIÐ Framhald af bls. 30. Valsmenn fundu ekki „takt- inn“ í þessum leik nema aðeins fyrst og einstaka leikkafla. Vörn in var sundurlaus' og Halldór ræður ekki við miðvarðarstöð- una enn. Framverðirnir áttu slak an dag og framherjarnir urðu því að sækja mjög aftur en það sleit sóknina sundur, þannig að hún var ekki bitmikil. Mesti munur liðanna virðist þó fólg- inn í því að Framarar hafa ó- endanlegt úthald. Þeir hlupu eins létt í lokin og í byrjun og var þó leikurinn hraður og mikil hlaup. Þetta gátu Valsmenn ekki. Menn hentu að því gaman að Framarar voru 12 á vellinum en aðeins 10 Valsmenn. Gamanið stafaði af því að Gunnlaugur Hjálmarsson hinn frægi hand- knattleiksmaður stóð í marki Vals. Hann gerði þó sitt til að skapa Val sigur, en er lítt sem ekki í æfingu sem knattspyrnu- maður og e.t.v. ekki vel gert gagnvart kunnum görpum að ota þeim út í leiki sem þeir ekki hafa búið sig vel undir. A. S*. Clœsileg háfíðasýning Leikfélags Akureyrar Akureyri, 8. maí. LEIKFÉLAG Akureyrar efndi til stórglæsilegrar og minnis- verðrar hátíðasýningar á sjón- leiknum „Draumur á Jónsmessu nótt“ eftir William Shakespeare sl. laugardagskvöld í tilefni hálfr ar aldar afmæli sínu. Samkomuhús bæjarins var smekklega skreytt íslenzku fána litunum og merkjum Akureyrar bæjar og leikfélagsins. Gestir voru í hátíðaskapi og hvert sæti skipað. Helgi Hálfdánarson íslenzkaði leikritið. Tónlist Mendelsohns var leikin með af hljómflutnings tækjum. Leikstjóri var Ragn- hildur Steingrímsdóttir, ljósa- menn Árni Valur Viggóson og Vébjörn Eggertsson, leiktjalda- málari Aðalsteinn Vestmann. Dansa sömdu Margrét Rögnvalds dóttir og Ragnheiður Stefáns- dóttir, en Lilja Sigurðardóttir dansaði sólódans. Haraldur Adólfsson annaðist förðun ásamt Ástu Kröyer. Búningarnir, sem voru afar skrautlegir og smekk- legir voru fegnir að láni frá Englandi. í leiknum komu fram rúm- lega 30 manns, en með stærstu hlutverkin fóru Páll Snorrason, Einar Rafn Haraldsson, Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteins- dóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Björg Baldvinsdóttir og Hjördís Daní- elsdóttir. Að leikslokum voru leikendur og leikstjóri hylltir með lang- vinnu lófataki og þeim þökkuð ein af allra glæsilegustu og vönduðustu sýningum L. A. á hálfrar aldar ferli þess, sýning, sem var félaginu og öllum þeim, sem hlut áttu að máli, til hins mesta sóma. Þá gekk fram formaður L. A., Jón Ingimarsson, ávarpaði leik- endur og leikhúsgesti og færði þeim, sem stutt hafa félagið fyrr og síðar þakkir félagsstjórnar- innar. Sérstaklega þakkaði hann heiðursfélögunum og kallaði á þá, sem viðstaddir voru, upp á sviðið og færði þeim blómvendi, þeim Svövu Jónsdóttur, Sigur- jónu Jakobsdóttur, Þorsteini M. Jónssyni, og Birni Sigmunds- syni. Fimmti heiðursfélaginn, Ágúst Kvaran, gat ekki verið viðstaddur. Einn þeirra fjögurra, sem enn eru á lífi af stofnendum félags- ins, Friðrik Júlíusson frá Barði, var einnig kallaður upp á sviðið og sæmdur blómum. Ættingjar hinna tóku við blómum fyrir þeirra hönd, en þeir Gísli R. Magnússon, Tryggvi Jónatans- son og Hallgrímur Sigtryggsson. Því næst kvöddu eftirtaldir sér hljóðs til að færa leikfélag- inu þakkir, árnaðaróskir og gjafir: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Guðlaug- ur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, Brynjólfur Jóhannesson, form. Félags ísl. leikara, Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Bandalags ísl. leikfélaga, Stein- dór Hjörleifsson form. Leikfé- lags Reykjavíkur, Bjarni Einars REYKJANESKJÖRDÆMI í KVÖLD efna Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi til svæða- fundar atvinnu’stétta í Aðalveri í Keflavík og fjallar sá fundur um verzlunar- og viðskiptamál. Fundurinn hefst kl. 20.30. Á fund inum mæta frambjóðendur Sjálf stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hafa nú haldið nokkra slíka svæðafundi atvinnustétta og hafa þeir verið mjög vel sótt- ir og miklar umræður hafa orð- ið á þeim. son, bæjarstjóri, og frú Svava Jónsdóttir, leikkona. Einnig bárust blómakröfur frá tveim gömlum félögum, Freymóði Jóhannssyni og Agnari Magnússyni. Loks þakkaði Jón Ingimarsson góðar gjafir og hlýjar óskir til félagsins. í gærkvöldi var fjölmennt og veglegt afmælishóf að Hótel KEA. — Sv. P. Kosningaskrifstofur Kópavogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins er í Sjálfstæðis- húsinu, Borgarholtsbraut 6, Kópavogi. Símar 40708, 42576 og 42577. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar varðandi kosningarnar. H afnarfjörður KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins er í Sjálfstæðis- húsinu, Strandgötu 29. Skrifstof- an verður opin frá kl. 9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að koma þangað og gefa upplýsingar varðandi kosning- arnar. Sími skrifstofunnar er 50228. Suðurnes KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisfélaganna er að Hafnar- götu 46, Keflavík, sími 2021. Skrifstofan er opin kl. 2—6 og 8—10 síðdegis alla daga. Sjálf- stæðisfólk vinsamlega gefið skrifstofunni upplýsingar varð- andi kosningarnar. Keflvíkingar, vinsamlega gerið skil í Lands- happdrættinu. Vestmannaeyjar KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Vestmannaeyj- um er í Samkomuhúsinu, simi 1344. Afgreiðsla Landshapp drættisins er á sama stað. STAKSTEIIMAR Sundrung 07 . óánægja Það fer ekki hjá þvi, að kjós- endur veiti athygli þeirri miklu sundrung og óánægju, sem ríkir innan stjórnarandstöðuflokk- anna. Deilurnar innan Alþýðu- bandalagsins hafa að undan- förnu farið fram fyrir opnum tjöldum og hvert mannsbarn á landinu hefur átt þess kost að fylgjast með þeim og haft gam- an af. Jafnframt er mönnum að verða sífellt ljósara, að innan Framsóknarflokksins eru ekki síður harðar deilur, mikil sundr- ung og almenn óánægja. 1 grund vallaratriðum byggist óánægjan innan Framsóknarflokksins á þeirri staðreynd, að Eysteini Jónssyni hefur enn ekki tekizt, þrátt fyrir tæpan áratug, sem formaður flokksins að skapa Framsóknarflokknum aðstöðu í ríkisstjórn, en Framsóknarmenn voru orðnir því vanir að vera aðilar að ríkisstjórn, og það hef- ur í raun og sannleika verið þeirra lífakkeri að misnota þá aðstöðu, sem vera í ríkisstjórn hefur boðið upp á. Vegna þess að Eysteini hefur mistekizt að koma Framsókn í stjórn hef- ur andstaðan gegn honum magnast á síðustu árum, bæði innan þingflokksins og innan Framsóknarflokksins almennt og margir eru þeirrar skoðunar, að Eysteini muni aldrei takast að skapa flokknum aðstöðu til þátttöku í ríkisstjórn og gera sér grein fyrir því, að rödd Eysteins er rödd hins liðna tima. Þorsteini og Jakobi sparkað Sundrungin innan Framsókn- arflokksins tekur hins vegar á sig margvíslegar myndir og á flokksþinginu, sem haldið var í marz sl. gerðust m.a. þeir at- burðir, sem vakið hafa athygli um land allt að Framsóknarmenn vógu að þeim tveimur megin- stoðum, sem fram til þessa hafa haldið þeirra flokki uppi, bænd- um og samvinnuhreyfingunni, með því að sparka úr 100 manna miðstjórn flokksins, Þorsteini Sigurðsisyni, bónda á Vatnsleysu, formanni Búnaðarfélags íslands og Jakobi Frímannssyni, kaup- félagsstjóra á Akureyri, sem jafnframt er formaður Sam- bands íslenzkra Samvinnufélaga. Ástæðurnar fyrir því, að Fram- sóknarmenn spörkuðu þessum mönnum úr hinni fjölmennu mið stjórn sinni, eru meðal annars þær, að þótt andstæðingum Framsóknarflokksins finnist nóg um misnotkun Framsóknar- manna t.d. á samvinnuhreyfing- unni, finnst Framsóknarmönn- um sjálfum, að þessir tveir menn hafi ekki verið nógu eftirlátir þeim að misnota þau tvö fjölda- samtök, sem þeir eru í fyrirsvari fyrir, í þágu Framsóknarflokks- ins. En bændur á landinu og stuðningsmenn samvinnuhreyf- ingarinnar hafa vissulega veitt því eftirtekt, að ekki er lengur rúm fyrir Þorstein á Vatns- leysu og Jakob Frímannsson i 100 manna miðstjórn Framsókn- arflokksins. l \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.