Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 1
28 SIÐDR og Vettvangur kvemia 54. árg. —103. tW. MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967 Prentsmiðja MorgunWaðsins Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðuriandskjördæmi 1. Ingólfur Jónsson, ráðherra 2. Guðlaugur Gíslason, alþm. 4. Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri, R. 5. Sr. Jóhann S. Hlíðar, Vestmannaeyjum 6. Grímur Jósafatsson, kaupfélagsstjóri, Selfossi Siggeir Björnsson, bóndi, Holti 8. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti 9. Sr. Sigurður Haukdal Bergþórshvoli 10. Guðrún Lúðvíksdóttir, húsfreyja, Kvistum 11. Hálfdán Guðmundssou, kaupfélagsstjóri, Vík 12. Jóhann Friðfinnsson, kaupmaður, Vestmannaeyjum Papaaidreou leystur úr haldi Um 3000 pólitískir fangar látnir lausir Aþenu, 9. maí — (AP-NTB) — RÍKISSTJÓRN hersins í Grikk- landi gaf í kvöld fyrirmæli um að fjórir stjórnmálaleiðtogar, þeirra á meðal Georg Papan- dreou, sem verið hafa í haldi frá því byltingin var gerð hinn 21. april sl., skuli Iátnir lausir. Jafnframt tUkynnti innanríkis- ráðherrann, Stylianos Fatakos hershöfðingi, að á morgun hefj- ist rannsóknu í málum 6.138 pólitískra fanga, sem handteknir voru strax eftir að byltingin var gerð. Verður helming þessara fanga gefið frelsi innan tíu daga sagði ráðherrann. Til að tryggja öryggi þeirra, sagði Patakos hershöfðingi að Papandreou og hinir leiðtogarnir þrir yrðu áfram undir eftirliti á heimilum sínum um óákiveðinn túna. Sonur Papandreous, Andreas, er ekki meðal þeirra, sem látnir verða lausir, en inannríkisráð- herrann kvaðst hafa gefið fyrir- mæli um að kona hans fengi að heimsækja hann í fangelsið. Gráska stjórnin kom saman tii fundar í dag til að ganga end- anlega frá fyrirhuguðum breyt- ingum á stjórnarskránni frá 1952 en breytingar þessar verða born- ar undir þjóðaratkvæðagreiðslu á næstunni. Lýsti Konstantín Kollias forsætisráðherra því yf- ir við þetta tækifæri að ekki væri fyrir'hugað að banna starf- Framhald á bk. 31. Atök í Peking og Shanghai Aðalritari fíokksins í SuHvestur Kína sviptur embœtti Bandarísklcerður prófessor skipaður forseti Peking-háskóla Peking og Tófcíó, 9. maí. — (NTB-AP) — AÐ því er eitt hina opinbenu dagblaða í Pefcing hermir í dag hefur koimið til átaka þar í borg og í Shanghai með andstæðum hópum menning- arbyltingarmanna. Segir í blaðinu að fjöldi manna hafi meiðzt í átökunum og þau hafi valdið miklum töfum í framleiðsiluiðnaðinum. Þá herma fregnir að Li Ching-cshuan, aðalriltari deild ar kínverska kommúnista- flokksins í Suðvestur-Kína, hafi verið sviptur embætti og í stað hans skipaður Chang Kiuo-hua, sem til þessa befux verið aðalritani flokksdeild- arinnar í Tíbet og yfirmaður kinverska herliðsins þar. Er embættissviptingin sögð gerð að skipan miðsitjórnar kín- verska kommúnistaflokksins og hernaðarnefnd hans og var ti'lkynning um þetta birt í blaði Rauðra varðliða „Austrið er rautt" við Jarð- fræðistofnunina í Peking í dag. Li Ching-ehuan er annar í röð inni af félöguom hinnar valda- miklu stjórnmálanefndar kin- verska kommúnistaflokksins, sem sviptur hefuT verið embætti síðan menningarbyltingin hóf göngu sina. Fyrstiur varð henni að bráð Peng Chen borgarstjóri Peking, sem sviptur var embætti sánu í fyrra. Eftirmaður Lis, Ohang Kuo- hua, hefur áður sætt nokkurri gagnrýni Rauðu varðliðanna fyr- ir stjórn sína á framkvæmd menningarbyltingarinnar í Tíb- et og það vakti furðu manna í Peking er hann birtist þar á palli með Mao formanni og öðr- um fyrirmönnum við hátíðahöld in 1. maí sl. Hefur Chang nni verið falið það verkefni að skipu leggja undirbúning að stofnun byltingarnefndar er fari með mál Szechuanfylkis, a/uðugasta landbúnaðarhéraðs Kína, þar sem ríkt hefur mikil ólga und- anfarið. Verður nefnd þessi svip- uð öðrum slíkum sem þegar hafa verið settar á stofn í Shanghai og fjórum fylkjum öðrum i Kína. Framhald á bls. 31. Fara Kennedy-viðsræð- urnar úl um þúiur? Genf, 9. maí (NTB). EKKERX hefur miðað i sam- komulagsátt í Kennedyviðræð- unum í Genf, og hefur nú verið ákveðið að þeim skuli ljúka fyrir miðnætti n.k. sunnudag, 14. mai. Náist ekki samkomulag fyrir þann tíma er tilgangslaust talið að halda áfram. Áður hafði fulltrúi Banda- ríkjanna, William Roth, hótað að snúa heim ef ekki næðust samningar um tollaákvarðanir innan sólarhrings. Leit út fyrir það í dag að slíta yrði viðræðunum á þessu stigi án árangurs vegna mikils ágreinings um tollamálin í heild. En formaður sendinefnd- ar Norðurlandanna, Svíinn Nils Montan, kom fram sem satta- semjari milli helztu deiluaðil- anna, þ.e. Bandaríkjanna annarg vegar og Efnahagsbandalags- ríkjanna hinsvegar, og fékk þvi til leiðar komið að áfram yrði reynt til sunnudags að komast að samkomulagi. Gáfu fulltrúar allra aðila, þ.e. Bandaríkjanna, ríkja Efnahagsbandalagsins, Norðurlanda, Bretlands, Kanada, Sviss og Japans, út sameiginlega yfirlýsingu um framhald við- ræðna í kvöld. Segir þar að allir fulltrúar séu sammála um að náist ekki árangur á þessum tíma, þýði ekki að halda viðræS- um áfram. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.