Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1067. Umsékn Breta um aðild ai EBE — afgreidd í brezka þinginu í dag London, 9. maí (AP-NTB). ÞRIGGJA daga umræðum í Neðri málstofu brezka þingsins um hugsanlega alðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu lýk- ur á morgun. Allir þingflokkarnir þrír hafa lýst fylgi við tillögu ríkisstjórnarinnar um að Bretar sæki um aðild, en ekki eru þó allir þingmenn einhuga. Hafa 43 þingmenn Verkamannaflokksins undirritað skjal þar sem þeir mótmæla aðild að bandalaginu, þrátt fyrir hótanir flokksstjóm- arinnar um refsigerðir gagnvart þeim, sem vinna gegn tillögu stjónarinnar og jafnvel brott- rekstur úr flokknum. Rúmlega 20 þingmenn íhaldsflokksins hafa einnig undirritað svipuð mótmæli. Þótt allir flokkarnir hafi lýst stuðningi við umsóknina um aB- ild, sýna nýjustu skoðanakann- anir í Bretlandi að aðeins um 57% kjósenda styðja tillögu ríkisstjórnarinnar. Að loknum umræðum á morg- unfram atkvæðagreiðsla í Neðri málstofunni um tillöguna, og er talið fullvíst að hún verði sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða, þrátt fyrir óánægju einstakra þingmanna. Verður þá formleg umsókn um ðaild Breta lögð fyrir stjórn bandalagsins í Brussel klukkan níu á fimmtu- dagsmorgun. Til nokkurra orðaskipta kom I Neðri málstotfunni í dag milli Harolds Wilsons forsætisráðherra og Edwards Heaths, leiðtoga íhaldsflokksins varðandi hlut- verk Breta í sameiginlegum kjarnorkuvörnum Bvrópu ef Bretar gerast aðilar að EBE. Hyllti Heath þá ákvörðun ríkis- stjórnar Verkamannaflokksins að leggja til að Bretar gerðust að- ilar að EBE, en ræddi síðan um ýmis þau vandamál varð- andi varnir Evrópu, er upp kunna að koma eftir að Bretar gerast aðilar. Lét Heath þá skoð- un sína í ljós að Bretar verði að eiga samvinnu við önnur Vestur-Evrópuríki um kjarn- orkuvarnir álfunnar. Óskaði Wilson frekari skýringa á þess- um ummælum Heaths, sem svar- aði því til að Bretar og Frakk- ar ættu að vera reiðulbúnir til að tryggja öðrum ríkjum Vestur Evrópu kjarnorkuvarnir. Nánar tiltekið sagði hann að skipa bæri sérstaka nefnd aðildarríkjanna, er fjalla skyldi um varnamál, svipaða samskonar nefnd, sem starfar á vegum NATO. Að öðru leyti sagði Heath að aðalatriðið varðandi umsókn Breta að Efnahagsbandalaginu væri sú söguleg staðreynd áð allir flokkar styddu umsóknina. „Þetta er staðreynd, sem Evrópa getur ekki misskilið", sagði hann. Þá aðvaraði hann Wilson við því að búast við s-kjótum viðfbrögðum EBE, og taldí að ekki mætti gera ráð fyrir áð umsóknin bæri tilætlaðan árang ur fyrir næstu jóL Komntiuiistor krefjust Iög- banns ó AI- þýðnbanda- lagsblaðið KOMMÚNISTAR munu í dag leggja fram kröfu um lög- bann á Alþýðubandalagsblað ið. Er það helzti lögfræðing- ur kommúnista Ingi R. Helga son, sem það gerir. Svo sem kunnugt er kom í gær út blað með nafninu „Alþýðubanda- lagsblaðið" og styður það Hanníbal Valdemarsson. Telja kommúnistar að þeim aðilum sé ekki leyfilegt að nota nafn Alþýðubandalags- ins í því sambandi. Frá ráðstefnu um vinnslu sjávarafurða. f ræðustól er Sveinn Ben ediktsson. Hinir eru frá v. Hinrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðingafél. ísl., Sveinn Gunnarsson, verkfræðingur, dr. Þórður Þorbjarnarson, Páll Ólafsson, efnafræðingur, dr. Jakob Sigurðsson og Hjalti Einarsson, verk fraifingur. (Ljósm. Mbl. Ól. K, M). Miklar umræður á rádstefr- unniumvinnslu sjávararuria RÁÐSTEFNA sú sem Verkfræð- ingafélag íslands gengst fyrir um vinnslu sjávarafurða hélt áfram í gær. Loftur Loftsson, verk- fræðingur flutti erindi um salt- fiskiiðnað fslendinga og taldi framtíðarhorfur góðar. Hann taldi að þessi iðnaður þyrfti að vélvæðast meira og að leggja yrði meiri áherzlu á að ganga frá honum í neytendaumbúðir til að auka verðmæti hans. Sigurður B. Haraldsson, verk- fræðingur, ræddi um skreiðar- verkun og Jóhann Guðmunds- son, efnafræðingur um síldar- íslondskvik- mynd hlnut gnllverðlaun KVIKMYNDIN „Ferð til ís- Iands“ sem Flugiélag íslands lét gera fyrir sig á árunum 1962— 1963 hlaut gullverðlaun á kvik- myndahátíð, sem haldin var á ítalíu fyrir skömmu. í greinar- gerð sagði, að kvikmyndin væri mjög vel gerð, lýsti fögru og sérkennilegu landslagi og að lit- ir hennar séu mjög góðir. Land- kynningarmyndin var sýnd með frönsku tali, en er auk þess til með ensku og þýzku tali. Kvik- myndatökuna fyrir Flugfélagið annaðist þýzkur maður, Dr. Er- hard. Iðnþróun á Islandi rœdd á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri efna til almenns fundar á Akureyri í kvöld í 'Sjálfstæð- ishúsinu og hefst fundurinn kl. 20,30. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, mætir á fundinum og Kiósendafundtar ú Akranesi SJÁLFSTÆÐISMENN í Vestur- landskjördæmi efna til kjósenda fundar í Félagsheimili Templara á Akranesi í kvöld og hefst fund urinn kl. 20.30. maí og hefst fundurinn kl. 20.30. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, flytur ræðu á fundin- um, en auk hans tala þrir efstu menn á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Vesturlandskjör- dæmi, þeir Jón Árnason, alþm., Friðjón Þórðarson, sýslumaður, og Ásgeir Pétursson sýslumaður. Kjósendur í Vesturlandskjör- dæmi og þá sérstaklega Akranesi og nágrenni eru hvattir til þess að fjölmenna. flytur ræðu um Iðnþróun á fs- landi. Öllum er heimill aðgangur og eru Akureyringar hvattir til þess að fjölmenna á fundinn ekki sízt þeir sem við iðnað og iðju starfa. Gaf lækn- ingatæki HINN 25. fyrra mánaðar af- henti Rotaryklúbbur Stykkis- hólms, sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi að gjöf vandað lækninga- tæki. Er þetta Rafmagnsbrenn- ari, (Electro coagulation) sem verður notaður við skurðað- gerðir. Hefir tæki þetta, sem mun vera með því fullkomnasta sem nú er á markaðinum, verið reynt af sjúkrahúslækninum hér Ólafi Ingibiörnssyni og segir hann að það hafi reynst mjög vel. Tækið afhenti stjórn Rotary- klúbbsins hér, þeir Ásgeir Ágústsson forseti klúbbsins. Stefán Sigurkarlsson og Ágúst Sigurðsson, en systurnar á sjúkrahúsinu ásamt lækni tóku á móti því. Tækið verður notað við allskonar handlækningaað- gerðir. — FréttaritarL söltun. f erindi um þróun fiski- mjöls- og bollýsisframleiðslu sagði Vilhjálmur Guðmundsson, verkfræðingur að mikilvægum árangri í þessum iðnaði yrði náð eldismjöl úr síld eða loðnu og finna því markaði. Dr. Þórður Þorbjarnarson talaði um þorskalýsi og þorskalifrar- bræðslu, Páll ólafsson, verkfræð ingur um nýtingu lýsis. Síðar flutti Geir ásamt Hjalta Einars- syni erindi um nýtingu á slógi og dr. Þórður Þorbjarnarson talaði aftur, um loðnu, sandsíli og spærling, sem brr I duhráefni. Að lokum flutti Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur erindi um Bestum í síldariðnaði og síld- veiðum þ.e. að beita rafreikniað- ferðum í sambandi við síldariðn- aðinn. Miklar umræður urðu um öll mál á dagskránni. Ráðstefn- unni lýkur annað kvöld. „Hreinsun" á Vest- fjarðalista Alþýöubl. fsafirði, 9. mal. FRAMBOÐSLISTA Alþýðu- bandalagsins í Vestf jarðakjör- dæmi hefur verið gjörbreytt. Er það afleiðing þeirra átaka, sem nú standa yfir i Alþýðubanda- laginu. Allir harðsnúnustu kommúnistarnir hafa verið hreinsaðir af listanum en í stað þeirra hafa komið eindregnir stuðningsmenn Hanníbals Valde marssonar. Á listanum eru nú einungis 3 þeirra manna, sem skipuðu hann áður og aðeins 1 er í sama sæti og áður. Listinn er nú þannig skipað- ur: 1. Steingrímur Pálsson, 2. Teitur Þorleifsson (kennarl, Reykjavik), 3. Ólafur Hanní- balason, 4. Davíð Davíðsson, 5. Hjördís Hjörleifsdóttir, 6. Kar- vel Pálmason, 7. Jörundur Engil bertsson, 8. Skúli Magnússon (sá er ritaði SÍA-skýrslur frá Kína), 9. Játvarðaur Jök- ull Júlíusson, 10. Guðmundur Jónsson. Af listanum eru farnir: Ás- geir Svanbergsson, sem skipaði 3. sætL Einar Gunnar Einars- son (5), Heimir Ingimarsson (6), Guðmundur Friðgeir Magnússon (7), Guðsteinn Þengilsson (8) og Skúli Guðjónsson (10). Almennur kjósenda- fundur á Ísafírði í kvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Isa- firði efna til almenns kjósenda- fundur í Uppsölum í kvöld og hefst fundurinn kl. 21.00. Frum- mælendur verða Sigurður Bjarnason, alþm., Matthías Bjarnason alþm. og Ásberg Sig- urðsson sýslumaður. Að lokn* um framsögðuræðum verða frjálsar umræður og er öllum heimill aðgangur. ísfirðingar og aðrir eru hvatti til þess að fjöl- menna á fundinn. Vesfiiiarðakjördæmi AÐALKOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum er að Uppsölum, ísafirði, sími 323. Skrifstof- an veitir allar upplýsingar í sambandi við utankjörstaða- atkvæðagreiðslu og annað er að kosningunum lýtur. VESTFIRÐINGAR Hafið samband við kosningaskrifstofuna. Þeir. sem verða fjarstaddir á kjördegi, eru beðnir að kjósa í tæka tíð, strax og það er leyfilegt, og senda atkvæði sín. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN A VESTFJÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.