Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. Fförugur fundur Sfálf- sfæðismanna á Isafirði ' Sjálfstæðisfélögin á ísafirði cfndu til fundar í húsi sínu Upp- sölum s.l. miðvikudagskvöld. Guðfinnur Magnússon, form. Sjálfstæðisfélags ísfirðinga setti fundinn og stjórnaði honum. Til- nefndi hann ?.{ ilbjörn Tryggva son sem fundarritara. Framsöguræður fluttu þrir efstu menn framboðslista flokks- Kjósendnfundur í Borgornesi SJÁLFSTÆÐISMENN í Vestur- landskjördæmi efna til almenns kjósendafundar í Borgarnesi í Borgarnesi í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.30. Ræðumenn verða: Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra, Jón Árnason alþm., Friðjón Þórðarson, sýslu- maður og Ásgeir Pétursson, sýslumaður. Kjósendur í Borg- axnesi og nærsveitum eru hvattir til þess að fjölmenna. Kjósendufundur í Hnífsdol í kvöld SJÁLFSTÆÐISMENN á Vest- fjörðum efna til almenns kjós- endafundar í félagsheimilinu Hnífsdal í kvöld kl. 21.00. Frum- mælendur verða: Sigurður Bjarnason, alþm. frá Vigur, Matthías Bjarnason, alþm. og Ásberg Sigurðsson, sýslumaður. Kjósendur í Hnífsdal og ná- grenni eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og er öllum heimill aðgangur. Svæðafundir atvinnustétlanna i Reykjaneskjördæmi Iðnaðarmál í Stapa, Njarðvíkum á þriðjudaginn — Landbúnaðarmál í Hlégarði fimmfudaginn 18. maí SVÆÐAFUNDIR atvinnustétt- annaí Reykjaneskjördæmi hafa vakið verðskuldaða athygli í kjördæminu og hafa fundirnir verið framúrskarandi ved sótt- ir. Næstu tveir fundir verða um Iðnaðarmál í Stapa, Njarðvík- um kl. 8,30 á þriðjudagskvöid og um Landbúnaðarmál í Hlé- garði kl. 9 á fimmtudagskvöld- ið. Vestlfarðakjördæmi AÐALKOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum er að Uppsölum, ísafirði, sími 232. Skrifstof- an veitir allar upplýsingar í sambandi við utankjörstaða- atkvæðagreiðslu og annað er að kosningunum lýtur. VESTFIRÐINGAR Hafið samband við kosningaskrifstofuna. Þeir. sem verða fjarstaddir á kjördegi, eru beðnir að kjósa í tæka tíð, strax og það er levfilegt, og senda atkvæði sín. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Á VESTFJÖRÐUM Kðsningaskriístsfur Kápavogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins er í Sjálfstæðis- húsinu, Borgarholtsbraut 6, Kópavogi. Simar 40708, 42576 og 42577. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar varðandi kosningarnar. H afnartjörður KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins er í Sjálfstæðis- húsinu, Strandgötu 29. Skrifstof- an verður opin frá kl. 9—22. Sjálfstæð’sfélk er hvatt til þeíjs að koma þangað og gefa upplýsingar varðandi kosning- arnar. Sími skrifstofunnar er 50228. Suðurnes KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisfélaganna er að Hafnar- götu 46, Keflavík, sími 2021. Skrifstofan er opin kl. 2—6 og 8—10 síðdegis alla daga. Sjálf- stæðisfólk vinsamlega gefið skrifstofunni upplýsingar varð- andi kosningarnar. Keflvíkingar, vinsamlega gerið skil í Lands- happdrættinu. Vestmannaeyjar KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Vestmannaeyj- um er í Samkomuhúsuiu, sími 1344. Afgreiðsla Landshapp drættisins er á sama stað. ins í kjördæminu. Fyrstur talaði Matthías Bjarnason, alþm., þá Ásberg Sigurðsson, sýslumaður, og að lokum Sigurður Bjarna- son alþm. frá Vigur. Ræddu þeir bæði héraðsmál og landsmál. Var ræðum þeirra ágætlega tek- ið. Síðan hófust frjálsar umræður og tóku þessir til máls: Guð- finnur Magnússon, kennari, Kristján Tryggvason, klæðskera meistari, Þórður Jónsson, múr- ari, Brynjólfur Samúelsson, tré- smíðameistari, Jökull Guðmunds son, verkstjóri og Hallgrímur Jónsson, fyrrum bóndi á Dynj- anda. Voru umtæður hinar fjör- ugustu. Frummælendur svör- uðu síðan ýmsurn fyrirspurnum sem fram höfðu komið. Mikill áhugi kom fram á fund inum fyrir að vinna sem ötul- legast að sigri Sjálfstæðisflokks ins í kosningunum 11. júní. IComa strax I kjöS?ar ISrefa Kaupmannahöfn, 11. maí. —(NTB)— DANSKA þjóðþingið sam- þykkti í dag með 150 atkvæð- um að taka upp að nýju við- ræður í Briissel um þátttöku Dana í Efnahagsbandalagi Evrópu. Er að því stefnt, að Danir geti gengið í bandalag- ið um leið og Bretar. í kvöld bar svo sendifulltrúi Dan- merkur hjá Efnahagsbandalag inu fram málaleitun Dana og var það gert fáeinum minút- um eftir að atkvæðagreiðslu var lokið í þjóðþinginu. Hinir tuttugu þingmenn Sósíalistíska þjóðarflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnarinnar, en Færeying- urinn Poul Andreasen greiddi ekki atkvæði. Grænlenzku þingmennirnir greiddu hins vegar tillögu ríkisstjórnarinn ar atkvæði. Leiðtogar íhalds- flokksins og Venstre lýstu yf- ir stuðningi við stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ágieiningiu um listabóksluli AlþýðubandaUistannn tveggja Ytirkjörstjórn kveður upp úrskurð í dag YFIRKJÖRSTJÓRN í Reykja- vík kom saman til fundar í gær til þess ' að ákveða listabókstafi framboðslistanna í Reykjavík. Ágreiningur varð um listabók- stafi hinna tveggja framboðs- lista, sem fram eru komnir í nafni Alþýðubandalagsins og var aðilum gefinn kostur á að skila greinargerðum um málið og frestur veittur til þess þar til í gærkvöldi en í dag mun yfirkjörstjórn koma saman til fundar og kveða upp úrskurð sinn um þetta atriði. Dregið í Lions- happdrætli DREGIÐ hefuT verið í happ- drætti Lionsklúbbs Grindavíkur. Vinningarnir komu á eftirtalin númer: Nr. 1698 Kenwood hræri vél kr. 5.900, nr. 843 Baby strau- vél kr. 6.900. Allar upplýsingar varðandi afhendingu vinning- anna eru gefnar í síma 8185 í I Grindavík. Stjórnarandstæðinga r berjast sín á milli og innbyrðis Á NÆSTU vikum m-unu kjósendur fá tækifæri til að fyl'gjast með einkar fróðlegu rifrildi milli stjórnarandstöðuflokk- anna, Framsóknarmanna og Aiþbl., um það, hvor þessara aðila hafi meiri möguleika á að fella ríkis- stjórnina ásamt tilheyr- andi togstreitu kommún- ista og Hannibalista um þann bita sem fel'l-ur í hlut Alþbl. Er greinilegt, að kosningabaráttan af hálfu st j órnarandstöðuflokkanna mun í höfuðatriðum mót- ast af innbyrðis baráttu um kjósendur á vinstri armi stjórnmálanna. Lands menn geta því vart vænzt þess, að stjórnarandstæð- ingar hafi mikinn tíma eða starfsorku til þess að skýra fyrir þjóðinni stefnu sína í þeim málum, sem þeir á annað borð hafa nokkra stefnu í. Þeir mun-u gr-einlega hafa öðru að sinna. Þeir verða önnum kafnir við að bítast um sinn hlut af sameigin- legri köku. Útvarpsumræðurnar skömmu fyrir þinglok mót uðust af hálfu stjórnarand stæðinga mjög af þessari innbyrðis togstreitu. — Kommúnistar héldu því þá fram, að Framsóknar- menn hefðu enga mögu- leika á að bæta við sig þing sætum, en Ólafur Jóhann- esson svaraði fyrir Fram- sóknarflokkinn og sagði m.a.: „Hins vegar verður að vara við þeim villandi og varhugaverðu blekkingum Alþýðubandalagsmanna hér 1 fyrrakvöld, að at- kvæðafjölgun Framsóknar flokksins komi ekki að fuillu gagn-i, þar sem hann hafi ekki möguleika til þess að bæta við sig þing- sætum. Þetta er alrangt." Og Tíminn segir í leið- ara 15. apríl: „Nú fara kommúnistar enn á stúf- ana til að reyna að vinna það óþurftarverk, sem eitt gæti hjálpað stjórnarflokk unum til að halda meiri- hluta sín-um. Þeir segja enn, að atkvæði verði ó- nýt, falii þau á Framsókn- arflokkinn. Sannleikurinn er hins vegar sá, að það eru engar líkur til, að meirihluti stjórnarinnar tapist, nema Framsóknar- floltkurinn bæti við sig einu eða fleiri þingsæt- um.“ Þjóðviijinn svarar 19. apríl m-eð útrei'kningum, sem eiga að sanna, að „Framsókn geti hvergi unnið sæti frá stjórnar- floklkunum“ og segir: „Eins og hér verður sýnt fram á hefur Framsóknar- fl. hvergi möguleika til að vinna þingsæti af stuðn- ing-sflokkum ríkisstjórnar- innar. Ef ríkisstjórnin á að falla í kosningunum nú í vor, verður Alþýðubanda lagið að vinna uppbótar- sæti af stjórnarflokkun- um....“ Og Þjóðviljinn segir í leiðara daginn eftir: „Það kom greinilega fram í útvarpsumræðun- um, að Framsóknarþing- mönnum var sú staðreynd mikið viðkvæmnismál, að Framsóknárflokkurinn hef ur hvergi möguleika á að vinna þingsæti frá stjórnar flokkunum. En viðkvæmn- in stoðar lítið andspænis raunsæju mati.“ Þjóðviljinn hefur bó í fleiri horn að 1-íta. Hann segir sl. þriðjudag um lista Hannibals: „Þessi klofn- ingslisti verður að sjálf- sögðu ekki viðurkenndur af Aiþýðubandalagin-u, at- kvæði þau, sem hann kann að fá, falla dauð og ógild og koma engum að gagni nema ríkiss-tjórninni....“ Hannibal Vald-emarsson segir hins vegar í grein í blaði sínu: „Öll atkvæði greidd slíkum lista, hvort sem fleiri eru eða færri, koma flok'knum í heild til góða við ákvörðun á tölu uppbótarþingsæta hans.“ Það logar því glatt í glóð um sundurlyndis og tog- streitu í herbúðum stjórn- arandstæðinga. Og það verður að ýmsu leyti slkemmtilegt millispil fyrir kjósendur að fylgjast með rifrildinu í þessum her- b’iðum, jafnframt því, sem þeir ganga til þess verks að tryggja þjóðinni áfram trausta og samhenta ríkis- stjórn en hafna glundroða- öflu-num, s-em eru upptek- in við sína innbyrðis rif- rildisiðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.