Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. Dr. Jón Dúason MÉR sem þessair línur rita barst fyrir nokkr.um dögum fregnin nm lát vinar míns, dr. Jóns Dúa- öonar. Eigi gat þeim s-em kunn- ugir voru Jóni komið á óvart að frétta um endadægur hans. Þessi brausti og sterkbyggði maður hafði um allllangt skeið átt við senrna vanlheilsu að stríða og á |>essu tímabili dvalið langdvöl- um á sjúkrahúsi, lengst á Vífils- ítöðum. Engum getur dulizt er fylgzt hefir nokkuð með lífsstarfi dr. Jóns Dúasonar að með honum er horfinn af sjónarsviðinu víð- sýnn og skarpslkygn hugsjóna- maður, sem gæddur var með yf- irburðum þeim áhuga og andans or.ku, sem hvarvetna ryður sér »ér braut þar sem henni er beint að og skilur eftir afrek sem lögð eru í lófa samtíðarinnar. Við Jóni Dúasyni blöstu að loknu hagfræðinámi, á viðreisn- ar og framfaraöld, ótal mögu- leikar til fjár og frama og neytti hann þess um nokkurt skeið og varð að vonum vel ágengt. Með orku hans, ástundun og athafna- þrá varð honum hvert starf létt- ur leifcur. En hverjum manni sem gæddur er hugsjónum og hetjulund er þannig varið að sá strengurinn sem sterkastur er í hugsikoti hans geriir út um það að hvaSa lífsstarfi skuli orkunni varanlega beint. Og hér gekk Jón Dúason sem endranær heill og óskiptur til verks. Fræði- mennskan varð fyrir valinu. ís- lendingum hefir á öllum öldum 1 sögu lands vors verið í blóð borin sagnritun um land sitt og þjóð og nágranna sína í austri og vestri. Hefir þessi sagnritun varpað miklum og varanlegum bjarma á þjóð vora, og hefir sá hróður flogið á vængjum vind- anna um víða vegu. Eftiir að dr. Jón Dúason hafði tekið þá ákvörðun að helga sig fræðimennskunni, hvarflaði hug- ur hans í vesturátt að landnámi íslendinga á Grænlandi og að lífi og lífúháttum landa vorra þar. Um þetrta efni hefir dr. Jón Dúa- son skrifað stórmerk rit, Réttar- »töðu Grænlands og L.andkönnun og landnám í Vesturheimi. Segja má að dr. Jón Dúason hafi gert það að láfsstarfi sínu að kanna þessi mál til hlýtar. Leiddi þessi rannsókn til þess •ð dr. Jón hafði fyrir því óbif- anlega sannfæringu að réttur vor til Grænlands hefði aldrei rofnað. Eru rök hans fyrir þessu mjög rík og sannfærandi. Hafa rit þessi hlotið opinbera viður- kenningu hér á landi og í Noregi. Alþingi hefir um alllangt árabil veitt fé til útgáfu rita þessarra. Auk hins sögulega réttar vors tíl landsins þá sá Jón Dúason af akarpskyggni sinni að Grænlend ingar mundu þegar þeir risu upp af stígi villtrar veiðiemnnsku er lætur hverjum degi nægja sína þjáningu og færu, að hætti sið- tnenntaðra þjóða, að hugsa fyr- ir morgundeginum, þá mundu þeir aftur leita uppruna síns. Þetta hefir komið á daginn. Grænlendingum skilar nú vel áfram á brautum manndóms og menningar. Upp er að rísa í land inu hagnýting jarðargróðans og viðleitni sýnd til þess að hlúa að honum, Fjárrækt Grænlendinga færist í aukana. Féð var sótt til íslands og öll fræðsla þeirra í fjárrækt er hingað sótt. Græn- lenzkir bændur gera nú út leið- angra til íslands og það færist með hverju árinu sem líður í vöxt að bændur þar í landi sendi ^mi sína til námsdvalar á ís- landL í annað hús er ekki að venda í þessum efnum, enda kemst ekkert land, að því er •taðhætti snertir, nær Grænlandi en ísland. Þarna mætast Grænlendingar og íslendir.gar aftur. Landnám vort á Grænlandi birtist hér, fyrir sjónum vorum, í nýrri mynd. Við strendur Grænlands eru •uðug fiskimið eigi síður en við ■trendur íslands. Hagsmunir tandanna gætu því legið mjög vel saman, að því er tekur til hagnýtingar og gæzlu þessarra verðmæta, þeirrair auðlegðar sem í hafinu býr. Eins og íslendingar hafa tek- ið að sér að veita Grænlend- ingum fræðslu í nútíma fjár- rækt og að styðja þá og styrkja með ráði og dáð til velfarnaðar í þessum nýja atvinnurekstri þeirra, eins væri það án alls efa hagkvæmt fyrir grænlenzka sjó- menn að kynnast sjósókn íslend- inga og veiðiaðferðum þeirra og þó einkum og sér í lagi gæzlu landhelginnar og fræðslu um gildi hennar til verndar fiskstofn unum. Grænlendingar fara áreið anlega mikils á mis með því að njóta ekki samstarfs við íslend- inga um fiskveiðar, því á því sviði væru þeim ekki síður í té látin þjónusta en í fjárræktinni. Skoðun dr. Jóns Dúasonar um samruna landanna stjérnarfaírs- lega og atvinnurekstrarlega var vissulega á réttum rökum reist. Endurnýjun fornra kynna og skyldleika mundi án alls efa leggja báðum þjóðunum blessun í skaut. Verk dr. Jóns Dúasonar standa í þjóðlífi voru sem óbrotgjarn minnisvarði á leiði þessa þjóð- holla hugsjónamanns og til þeirra er hægt að grípa á gæfu- stund. Pétur Ottesen. t f. 30.7. 1888 - ð. 5.5. 1967. Nú er hann dáinn þessi ósér- hlífni, óþreytandi og herskái fræðameistari, er jafnan var 1 'stöðugri leit, innanlands og utan, að nýjum fróðleik og sönnunar- gögnum um siglingaafrek for- feðra vorra, landafundi og land- •nám, og sem með einurð og rök- festu barðist eins og ljón fyrir Viðurkenningu á réttindum þjóð- ar sinnar á erlendum vettvangi. Það er með ódæmum hvað mikið liggur eftir hann í prent- uðu og rituðu máli, um þessi efni, þegar athugað er, hvað víða og nákvæmlega hann leit- •aði fanga. Viðurkennd er sú hákvæmni sem hann tamdi sér með því að birta jafnan orð- rétta texta þá er hann sótti í heimildir, þannig að hver og einn gæti dregið þar af sínar eigin ályktanir. Sjálfur hafði Jón á- kveðnar skoðanir í hverju máli, sem hann var ódeigur að leiða Tök að, ef. svo bar undir, sem ekki var ósjaldan, eins bjartsýnn og stórhuga, sem hann var. Hafði 'hann þá jafnan mörg spjót á 'lofti fyrir hvert eitt sem að hon- um var beint. Frægastur varð hann fyrir það, er hann 1928 varði doktors rit- gerð „Um réttarstöðu Grænlands á miðöldum" við háskólann í Oslo gegn færustu þjóðréttar- fræðingum Norðmanna og Dana ■sem ákveðnir voru í því að ■sleppa honum ekki léttilega í gegn. En Jón Dúason hafði á Teiðum höndum rökrétt svör við öllum mótbárum og var sæmdur doktorsnafnbót í þjóðréttarfræð- um, þótt hann hefði ekki laga- nám stundað. Hann var Cand- polit frá Kaupmannahafnarhá- skóla, en að því námi loknu hafði 'hann sérstaklega kynnt sér hag- fræði og bankamálefni. Dr. Jón Dúason er Skagfirð- Ingur að ætt og uppruna og stundaði bæði sjósókn og land- búnaðarstörf í uppvextinum eins og margir aðrir hans sveitungar og jafnaldrar. Hann ólst upp í föðurgarði og varð snemma ham- hleypa til allra verka, námfús og framgjarn og mjög um fram aðra unga menn sakir vænleiks og þroska og var hann því snemma settur til mennta. Foreldrar hans voru Dúi Krist- inn Grímsson bóndi að Langhús- um í Fljótum og síðar að Kraka- Völlum og kona hans Eugenia Jónsdóttir Norðmann. Voru for- feður hans margir kunnir mann- úðar- og manndómsmenn. Þá var hann í ætt við ýmsa andans jöfra eins og Jónas skáld Hallgrímsson og Einar skáld Benediktsson ennfremur ýmsa þekkta forystu menn um veraldleg og andleg mál núHfandi eða nýlátna. Jón á tvo bræður á lífi Karl útvegs- rnann í Njarðvíkum og Sæmund kennara og eina systur Katrínu. Þó Jón Dúason hefði í upp- hafi lagt sérstaka stund á hag- fræði og viðskiptafræði, þá urðu það önnur viðfangsefni, sem úrðu hans ævistarf. Sagnfræðina 'og þjóðréttarfræðina lagði hann ekki stund á fyrr en að öðru námi loknu. En þá var eins og opnaðist fyrir honum nýr heimur. Honum urðu siglingar landsmanna og landafundirnir sérstaklega hug- stæðir, og þá alveg sérstaklega réttarstaða Grænlands og auð- æfi nærliggjandi fiskimiða. Sennilega er óhætt að fullyrða að enginn maður, hvorki fyrr né síðar, hafi betur kynnt sér þessi máJ eða skrifað meira um þau, enda mun hvergi að finna á ein- um stað nákvæmari og meiri heimildir um þessi mál en í rit- um dr. Jóns Dúasonar. Þau munu verða eftirkomendunum óþrjótandi fræðauppspretta um þessi efni og óvíst að nokkrir geti þar bætt við eða aukið. Þangað hafa margir innlendir og erlendir fræðimenn sótt undir- 'stöður sinna fræða um þessi efni og margir þeirra tekið upp kenn- ingar Jóns um byggðir forn ís- lendinga í Vesturheimi, er hann ’telur að ennþá muni víða finna merki, einnig í gamallri blóð- blöndun við þarlands fólk. Nægir þar að benda á ný- komna fyrstu bók af allsherjar- sögu Kanada eða Norður-Amer- iku, sem ritstýrð var af prófessor Tryggva J. Oleson, en hann get- Ur þess í formála, að hann hafi sótt margt til dr. Jóns og rita hans um landafundi of landnám íslendinga í Vesturheimi hafi orðið sér sérstakuT hugðar heim- Ur enda hafi hann tekið að sér áð þýða allt þetta mikla verk dr. Jóns yfir á enska tungu. Dr. Jón Dúason lætur eftir 'sig óhemju mikið af ritverkum prentuðum og óprentuðum. — Veigamestu rit hans, sem þegar hafa verið prentuð og snúið á erlend mál er Landkönnun og landnám íslendinga í Vestur- heimi og Réttarstaða Grænlands nýlendu íslands, en blaðsíðutal þeirra skiptir þúsundum, auk margra annarra rita og fyrir- lestra. Margt er þó ennþá í handriti, en hann mun hafa ánafnað Landsbókasafninu handrit sín. Dr. Jón naut mikilla vinsælda þjóðrækinna landa sinna fyrir fræðistörf sín og einarðlega bar- 'áttu, en hann átti líka harða Uiótstöðumenn sem hlífðu honum lítið vegna skoðana hans. Segja (má, að hann hafi staðið í stöð- ugu stríði um hugsjónamál sín 'sérstaklega vegna kröfu sinnar um eignarrétt eða umráðarétt íslendinga yfir Grænlandi. Hann varð fyrir miklum von- 'brigðum þegar Alþingi lét vera 'að mótmæla hjá Sameinuðu þjóðunum innlimun Dana á Grænlendingum þrátt fyrir ein- dregin mótmæli og ákveðnar óskir sjómannasamtakanna og fjölmenns Alþýðusambandsþings sem þá stóð yfir 22. nóv. 1954. Það var líka mikið áfall fyrir hann skömmu síðar er hús það, sem hann bjó I brann til kaldra kola. Missti hann í þessum bruna allar eigur sínar þar á meðal mikið af bókum og nýjustu upp- 'lögum bóka sinna, en dýrmæt- Ustu handritunum tókst með naumindum að bjarga. Þetta hafði mikil áhrif á heilsu hans sem hrakaði stöðugt úr þessu. En hann átti líka sínar sigurstundir. Ein slík var þegar landafundir íslendinga í Vestur- heimi fengu þar opinbera viður- kenningu. Þá var honum það •traust, hvað margir létu í ijósi stuðning sinn við hann. Sérstaklega var hann mikils metinn af íslenzkri sjómanna- stétt, sem bæði var honum þakk- lát fyrir að halda svo vel á lofti afrekum hinna fornu siglinga- garpa og þá ekki síður fyrir skrif hans um framtíðarmöguleika sjó- sóknar og fiskveiða á Græn- lenzkum miðum og undruðust ■menn skilning hans og framsýni í þeim málum, þegar þeir seint og síðar fundu hvað hann hafði haft rétt fyrir sér. En í þeim efnum eru kenningar hans orðn- ar sönnuð vísindi. Málgögn sjómanna voTu hon- um ætíð opin og sjómannasam- tökin sendu oft Alþingi og ríkis- 'stjórn bænarskrár og áskoranir málefnum hans til stuðnings. Eftir brunann buðu sjómanna- samtökin honum hvíldarvist á 'Hrafnistu, sem þá var nýopnuð. Þangað voru líka bókaslitrurnar ög handritin send, sem sköruð voru út úr eldinum, meðan rann- 'sókn fór fram á því hverju mætti bjarga. Á Hrafnistu fann hann ekki hægilegt næði til rannsóknar- Starfa sinna og ritmennsku. Hann flutti því burtu og nær Lands- bókasafninu þegar honum fannst heilsa sín leyfa. En hann náði 'aldrei aftur fullu starfsþreki. Þegar hann svo veiktist aftur, en hann leið mest af asma, fékb hann dvalarvist að Vífilstöðum. Þar dvaldi hann síðustu árin og var hann oftast rúmfastur en alltaf sískrifandL Það var honum og jafnan mik- ill styrkur, hvað margir mætir menn veittu honum stuðning, 'sérstaklega á Alþingi. Má þar hefna Jón Þorláksson fyrrum forsætisráðherra og Benedikt Sveinsson Alþingisforseta, en langmestan stuðning mun þó þingskörungurinn og bændahöfð- 'inginn Pétur Ottesen hafa veitt honum bæði utan Alþingis og innan. f hinu merka yfirliti, sem Pét- Ur Ottesen birti í Morgunblað- inu 2. des. 1958 í tilefni af 40 lára afmæli fullveldisins, sagði hann meðal annars. „Hér hefur það skeð, sem einstakt er nú á síðari árum, að íslenzkur fræði- maður, dr. Jón Dúason, hefur gert það að lífsstarfi sínu að ikanna þessi mál til hlítar og Ikomist að þeirri niðurstöðu, að íréttur vor til Grænlands hefur ekki rofnað, og að vér eigum einir, en engir aðrir, réttarfars- lega séð tilkall til landsins". Hefur Pétur Ottesen einnig á margan annan hátt sýnt stuðning sinn við málefni dr. Jóns Dúa- sonar og þá ekki sízt vegna fræðslu hans um fiskisvæði. Nú eru, því miður margir til moldar gegnir, er bezt þekktu til starfa Jóns Dúasonar, en hin mestu fræðirit hans munu verða honum eilífur minnisvarði ásamt þeirri viðurkenningu merkra er- lendra vísindamanna, er hann hefur hlotið og hans hafa getið í ritum sínum. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast hinum látna persónulega og fengum að njóta trúnaðar hans, munum ætið minnast hans með sérstöku þakk- læti og reyna að láta merki hans ekki niður falla. Hann var þjóð sinni einlægur 'sonur, sem með verkum sín- Um hefur iagt grundvöil að traustri þekkingu á íslenzkri sögu og manndómslegum við- horfum, sjálfum áskyldi hann sér ekkert, en þjóð sinni og ættjörð 'allt. Megi minning hans lifa. y ' ' \ Henrý Hálfdansson. t JÓN Norðmann Dúason var fæddur að Langhúsum í Fljót- um 80. júlí 1888. Foreldrar hans voru hjónin Eugenia Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson, bóndi þar og síðan á Krakavöllum . Jón ólst upp með foreldrum sínum. Ungur að aldri hóf hann að stunda jarðabætur með hest- verkfærum í samvinnu við Sæ- mund Sigfússon, og eftir leið- sögn hans. Jón varð fyrsti mað- ur í sinni sveit, ásamt Sæmundi, sem átti plóg og plóghesta og beitti plógi í jörð. 1907 hóf hann skólanám, og settist þá í 1. bekk Gagnfræða- skólans á Akureyri. í skóla reyndist hann mikill námsmað- ur og tók öll sín próf með 1. einkunn, eða ágætiseinkunn og stundum var hann dux í sínum bekk. Og í bókahillunni hans söfnuðust saman bækur er hann hlaut að verðlaunum fyrir náms afrek. Er hann var í Menntaskólan- um í Reykjavík vann hann á Blikastöðum á sumrin. Og þar átti hann síðan æfinlega athvarf allt til æviloka. Jón varð stúdent 1913 með 1. einkunn, cand. phil 1914 með ágætiseinkunn, cand. polit frá Hafnarháskóla 1919 með 1. eink- unn. 1928 var honum veitt doktors- nafnbót, Dr. juris, við Oslóarhá- skóla fyrir ritgreð um réttar- stöðu Grænlands. Að loknu haáskólanámi vann Jón í nokkur ár í skrifstofu dansfca innanríkisráðuneytisins. En síðan var hann embættislaua ala ævi og gaf sig að ritstörf- um í æsku voru bindindismál hans mestu áhugamál. Og raun- ar voru áhugamál hans þá mörg og margþætt. Hann reit margar hugvekjur um bindindisstarf- semi og var bindindismaður alla ævi. Eitt af áhugamálum hans var endurheimt Grænlands. Og það mál tók smám saman hug hana allan. Öllum seinni árum ævl sinnar varði hann til rannsókna og ritstarfa um réttarstöðu Græn lands. Og í því starfi naut hann alla tíð samstöðu og uppörvun- ar merkra manna. Það er orðið mikið sem Jón hefir skrifað. Og í gegnum það allt skín þrá og vilji til að efla veldi og velgengni íslands. Þegar frá eru skilin fyrstu Grænlandsgreinar hans, eru rit hans líka mörkuð velvild ta Grænlendinga. Hann heldur þvl fram að Grænlendingar séu ís- lenzkir að upruna í aðra ætt- ina, ef svo má að orði komast, að íslenzk byggð í Grænlandi hafi aldred eyðst, heldur aðeina blandast vestrænu fólki. Fólkið beggja vegna Græn- landshafs eru íslendingar. Græn land á ekki að vera kúguð hjá- leiga, heldur viðauki við tsland, íslenzk nýlenda. Það er þetta ný lenduorð sem maxgir misskilja. Þeim er efst í huga nýlendukúg- un stórþjóðanna. Til eru líka menn sem tala um sjálfsákvörðunarrétt Græn- lendinga. En að óbreyttum að- stæðum er það dautt mál 1 munni íslendings. Meðan Græn- land er dönsk eign er varla að ræða um sjálfsákvörðunarrétt. Jón var ókvæntur og barn- laus. Og á síðari árum ævi sinn ar var hann einmana maður. OM það mestu um hrjúf og við kvæm skapgerð svo og það, að hann var heilsuveiil og þjáðist af erfiðum sjúkdómum. En aUa tíð átti hann marga einlæga vini, sem voru boðnir og búnir að hlúa að honum, ef hann vildi þiggja það. Sú sveit var fjölmennari en svo, að ég kunni skil á hennL Marga væri ástæða til að nefna, þó ég nefni aðeins ein hjón, EMnborgu skáld konu og séra Ingimar. Þau hlúðu mjög mikið að Jóni og hann var 9érstaklega samrýnd- ur þeim. \ \ Karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.