Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. L Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. NIÐ URRIFSBARA TTA FRAMSÖKNAR GEGN A TVINNUVEG UNUM ¥ Tmhyggja Fra-msóknar- manna fyrir atvinnuveg- um landsmanna hefur löng- um tekið á sig einkennilegar myndir. í öðru orðinu hafa þeir 3Í og æ klifað á því að íslenzkir atvinnuvegir ættu við mikla erfiðleika að búa og þar væri allt á niðurleið. Sérstafclega hefur þessum svartsýnisáróðri verið beint gegn landbúnaði og iðnaði og einnig nú síðustu mánuði gegn sjávarútvegi. í hinu orð inu eru Framsoknarmenn nú tvímælalaust orðnir ó>hóflegri kröfugerðarmenn en jafnvel kommúnistar og er þá langt til jafnað. Þeir hafa ýtt undir óraunhæfar kaupkröfur og barizt af heift gegn hófsam- legum kjarasamningum síð- ustu ára. Með slíkum áróðri hafa Framsóknarmenn unnið að því að auka á þá erfið- leika, sem þeir ásaka ríkis- sstjórnina fyrir að hafa skap- að atvinnuvegunum. Það er lítið samræmi í slíkum áróðri. En nú er svo komið að jafnvel ýmsum mætum flokksmönnum Framsóknar- flokksins er farið að blöskra þessi niðurrifsstarfsemi flokksins. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu, formaður Bún- aðarfólags íslands, sagði flokksmönnum sínum til syndanna á flokksþingi Fram sóknar í marz sl. Þorsteinn á Vatnsleysu mótmælti sífelld- um áróðri Framsóknarfiokks ins um að al'lt væri á niður- leið í landbúnaðinum og sagði að þessi áróður hefði þegar haft hin verstu áhrif fyrir landbúnaðinn og m.a. valdið því að jarðir hefðu eíkki byggzt, búið væri að sverta þennan atvinnuveg svo með stanzlausum barlómi að menn vildu ekki leggja fyr ít sig búskap. Fyrir þessi um- mæli m.a. var Þorsteinn á Vatnsleysu felldur úr mið- stjórn FramsóknarfTokksins. Uppbyggingin í atvinnuveg um íslendinga hefur verið ör- ari á stjórnartímabili núver- andi ríkisstjórnar en á nokkru öðru sambærilegu tímabili. Það er fyrst og fremst árangur þeirrar stefnu rfkisstjórnarinnar og SjáLfstæðiisflokksins, sem upp var tekin 1960, að létta hömlum af athafnafrelsi ein- staklinganna, efla stórlega stofnlánasjóðina og breyta skattalögunum. Vegna þess- ara brevtinffa hefur framtak, dugnaður og djörfung ein- staklinga um land állt fengið notið sín í atvinnuvegunum. En auðvitað hlýtur stöðugur niðurrifsáróður annars stærsta stjórnmálaflokks landsins að hafa einhver áhrif. Ummæli Þorsteins á Vatnsleysu um hlutskipti landbúnaðarins í þessum efn um sýna það glögglega. Framsóknarmenn hafa leikið ljótan leik gegn íslenzikum at- vinnuvegum með þessum bar lómsáróðri Það tjón sem þeir hafa valdið með þvú, verða aðrir að bæta. EINAR GERHARDSEN Tllorgunblaðið minntist fyrst íslenzkra blaða sjötugs- afmælis hins mikilhæfa norska stjórnmálaleiðtoga Einars Gerhardsens í Reykja vlkurbréfi sl. sunnudag, en hann var sjöiugur sl. mið- vifcudag. í Reykjavfkurbréfi Morgunblaðsins sagði m.a.: „Þegar við fyrstu kynni hríf- ur Gerhardsen mann með hógværð sinni, greind og góð vifld. Þau álhrif haldast og styrkjast við nánari kunn- ingsskap. Því fer þó fjarri að Einar Gerhardsen sé at- kvæðalaus lognhattur, viður- fcennt er að hann sé maður úrskurðarmikill og hiki ekki við að taka á sig ábyrgð, þeg- ar hennar er þörf. Sumir finna honum það meira að segja tól foráttu, að hann sé stundum of tillitslaus t.d. hafi hann aldrei hikað við að láta samráðherra hverfa úr störf- um ef hann taldi það stjórn- málanauðsyn. Andstæðingar Gerhardsens báru fyrir hon- um miikla virðingu á meðan hann var forsætisráðherra, en töluðu um það í hálfkær- ingi, að hann hefði lag á að sameina yfirbragð landsföð- urlegrar velvildar við ein- beitta flokikshyggju. Því ánægjulegra er að heyra hljóðið í ýmsuim helztu þeirra nú, eftir að Einar Gerhard- sen er látinn af völdum og þeir sjálfir teknir við. Þeir róma mjög jafnaðargeð hans og góðvild við stjórnarskipt- in og undirtektir hans við sína andsnúnu eftirmenn, þegar þeir óreyndir óskuðu samráðs við bann.“ Þetta voru ummæli í Reykjavíkurbréfi um Einar Gerhardsen sjötugan og geta menn svo sjálfir um það ||1 '■ . ý; * '• ' * - aA u iin iirimi 1H ÍJ 1 AN UR HE M llllll II iliMilliirfh Ky marskálkur, forsætis- ráiherra Suður Vietnam Eftir Hugh A. Mulligan Saigon, (Associated Press). MEÐ hverjum degi, sem líð- ur, líkist framkoma Nguyen Cao Ky forsætisráðherra meira hegðun frambjóðanda til for- setaembættisins. Hann er á þönum fram og aftur um landið í einkaþyril- vængju sinni. Hann heimsækir sjúkraliús, hann er viðstaddur hátíðahöld Montagnard-ætt- bálksins, snæðir einhver ósköp af steiktum aligrísum í félags- skap meðlima hinna kynlegu Cao Dai og Hoa Hao sértrúar- flokka, og klípur ungbörn í kinnina alltaf þegar færi gefst, og hneigir sig hátíðlega fyrir öldungum þorpanna sam- kvæmt hinni ævafornu hefð Búddatrúarmanna. Snemma í ferð sinni suður á bóginn í Brisbane brá hinn líflegi forsætisráðherra fyrir sig því háttalagi Lyndon B. Johnson, að ganga meðfram flugvallargirðingunni og taka í sérhverja framrétta hönd. Einmitt þar og þá kann hann að hafa smitazt. Enda þótt hann tæki hvað eftir annað fram í Ástralíu oig á Nýja Sjá- landi, að hann hefði ekki til að bera neina pólitíska met- orðagirnd, leikur nú lítill vafi á, að Ky verði meiriháttar frambjóðandi í næstu kosning- um. Hinn 36 ára gamli varaflug- marskálkur, (37 ára samkvæmt tímatali Víetnam, nú þegar ár geitarinnar hefur hafizt með nýju tunglári), hefur ávallt litið á sig sem mjög djarfan flugmann, en það gæti einnig átt við hann sem stjórnmála- mann. Hann klæðist enn hin- um svarta flugmannsbúningi, svörtu knattleikshúfunni og bláum hálsklút frá þeim tíma, er hann flaug sínar „svörtu flugferðir" og varpaði skæru- liðum niður yfir Norður-Víet- nam. En hann sést jafnoft í jakkafötum úr silki með lítt áberandi hálsbindi, er hann flytur einlægar ræður um andúð sína á spillingu á æðri stöðum og vonir sínar um framtíð landsins. Enda þótt forsætisráðherr- ann sýndi lag á að segja óvið- eigandi hlut á óviðeigandi tíma heima fyrir, eins og að hóta að skjóta borgarstjórann í DaNang meðan stóð á óeirð- um Búddatrúarmanna — kom, hann fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi sem sannur stjórn- vitringur. Þegar spurningum rigndi yfir Ky frá blaðaimönn- um, sem oft voru honum óvin- veittir, breytti hann stefnu gagnrýninna leiðara með til- svörum sínum, sem voru blátt áfram og oft fyndin. í þung- lyndislegum augum hans gat að líta einlægni og hollustu við hið hrjáða föðurland hans. „Fyrir mig,“ sagði hann & blaðamannafundi í Canberra, og rödd hans skalf af geðshrær- ingu,“ er Víetnam mitt land. Þann dag, er við töpum Víet- Framhald á blaðsíðu 22. Nguyen Cao Ky markskálkur. dæmit hvort rétt sé með farið þegar Framsóknar- blaðið segir þetta vera „ótrú- lega smöklklauis skrif Einar Gerhardsen er traust asti og virtasti stjórnmálaleið togi á Norðurlöndum og það er vissulega fróðlegt fyrir ís- lendinga að kynnast afstöðu hans til mála þar í landi, sem eru mjög sambærileg við mál, sem orðið hafa að deilu- efni hér á landi. Nokkru fyr- ir jól hélt Einar Gerhardsen ræðu á lokuðum fundi í Stór- þinginu um samninga Nor- egs við erlent stórfyrirtæfci um atvinnurefcstur þar í landi, og sagði: „— ætti einn- ig að vera ljóst, að ekki er huigsanlegt að ná samningi þess eðlis, sem hér er um að ræða án þess að ákveðnír norskir hagsmunir verði að víkja til hags fyrir félagið, sem samningur er gerður við. Spurningin er, hvort sá ávinningur sem Noregur fær að sínu leyti vegur á móti því sem afsala verður. Góð- ur samvinnusamningur verð- ur að gefa báðum aðilum jafna hagsmuni. Einungis ef svo er, þá er verjanlegt að gera hann og lfklegt að hann haldist.“ Um stóriðnaðiinn 9egir Ein ar Gerhardsen einnig: „Við getum víst án efa ver- ið á einu máli um að æski- legt væri að allur iðnaður í landinu væri í höndum Norð- manna sjálfra, ef hann þá fengist staðizt í síharðnandi alþjóðlegri samkeppnd. En slíkt er því miður einungis rómantískur ósfcadraumur. í öllum löndum hins frjálsa heims — einnig þeim stærstu og aflugustu — er meira eða minna af erlendu fjármagni bundið í iðnaðinum." Og enn- fremur segir Gerhardsen: „Þetta er heldur ekki neitt nýtt fyrinbæri í NoregL Flest hinna stóru iðnfyrirtækja eru að öllu eða einhverju leyti í höndum erlendra að- ila. Við igetum heldur ekki haldið því fram, að við höf- um haft slæma reynslu í þessu efni, það er að minnsta fcosti ekki álit þeirra, sem búa í þeim iðnaðarbyggðum, sem risið hafa upp umhverf- is slfkan iðnrekstur.“ Yfirlýsing frá Karvel • • Ogmundssyni Blaðið „Ný Vilkutíðindi" birtir þá fregn, að ég undirritaður sé talinn vera einn af stuðnings- mönnum hins nýja flokks. Óháði Lýðveldisflokkurin. f þvl sambandi vil ég taka fram eftir- farandL Mér hefir aldrei komið til hug- ar að vinna að myndun nýs flokkis, og enginn óskaði eftir þátttöku minni, hvorki við und- irbúning, framboð, né nokkuð annað (í því samibandi). Ég var að því spurður hvernig ég væri stemmdur í pólitfkinni nú. Svar mitt var: f meira en fjörutíu ár hefi ég fylgt Sjálf- stæðisfiokknuim, og þar hefir enginn breyting á orðið. Ég tel að fjölgun stjórnmála- flokka sé sízt lífcleg til að leysa þjóðarvanda. 11. maL Karvel Ögmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.