Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIE, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. 25 Aðalíimdur félags matráðskvenna verður haldinn, dagana 12— 14. júní n.k. að Háuhlíð 9, Reykjavík. Fundur verð- ur settur kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagskrá auglýst á fundinum. STJÓRNIN. INGÓLFS-CAFÉ CÖMLU DANSARNIR 1 kvöld kl. 9 Hljómsveit JÓHANNESAR EGGERTSSONAR. Söngvari GRÉTAR GUÐMUNDSSON. Dansstjóri: BALDUR GUNNARSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. KLÚBBURinill Gömlu dansarn- ir í Brautarholti 4 í kvöld föstu- daginn 12. maí kl. 9. Dansað til kl. 2. Söngvari Sverr- ir Guðjónsson. (Sími 20345). KLÚBBURINN ÍTLSKI SALURINN RONDO tríóið í BLÓMASAL TRÍfl ELFARS BERG SÖNGKONA: MJÖLL HÓLM Borðpantanir í síma 35355. — OPIÐ TIL KL. 1. Matur framreiddur frá kl. 7 e.h. DANSLEIKUR frá klukkan 9 — 2 L E I K A O G S Y N G J A. Skemmtiatriði: Þórdis og Hanna Söngsysturnar frá Kefla- vík sem slógu í gegn á Karnabæhljómleikun- um í Austurbæjarbíó. BREIÐABLIK, HANDKNATTLEIKSDEILD. OÐMENN - í PARÍS Framh. af bls. 17 í annan. Piarís hefur nú á niundu milljón íbúa, ef úthverfin eru talin með. Umferð hér er mjög erfið og eina leiðin til þess að komast leiðar sinnar er að nota neðanjarðarlestina „Métro“. f>að er hins vegar allt annað en þægilegt að ferðast með neð- anjarðarlestunum. f>ær eru oft yfirfullar og í þessum neðanjarð- arrangölum er gjarnan einnig kæfandi óloft og það má því geta nærri að skapið er ekki alltaf upp á það bezta eftir e. t. v. klukkutima ferðalag í „Metro". Er þér nokkur atburður hér minnisstæðari en annar? Ja, ég veit ekki hvað skal segja, en mér er það þó minnis- stætt, að ég kom einu sinni aif hreinni tilviljun fram í sjón- varpi hér. Astæðan var sú, að verið var að leita að norrænni stúlku til þess að lesa upp úr verkum Knuts Hamsuns. Og þá var ég einnig spurð, hvort ég vildi syngja nokkrar vísur frá Norðurlöndum. Þar sem ég var viss um, að engir Frakkar mundi skilja mig, þá söng ég bara það sem mér lét bezt, og söng: „Sofðu unga ástin mín“, „Litfríð og ljóshærð" og „Bí bí og blaka“. Því miður gafst mér ekki tæki- færi sjálfri til þess að horfa á þessa dagskrá þegar henni var sjónvarpað, því að þá var ég farin til Englandis. En hafi nokk- ur fslendingur horft á þessa dag- skrá, sem ég vona ekki, þá er ég viss um, að hann hlær enn þann dag í dag. Inntöku- og samkeppnispróf erfið Benjamín Magnússon úr Reykjavík hefur lagt stund á arkitekúr í París í 3 ár og er hálfnaður með náim sitt, sem tek- ur 5—6 ár. Skóli hans er einka- skóli og heitir „École Speciale d’Architecture“. Hvemig líkar þér vistin hér í París, Benjamín? Kanntu vel við þig og er þitt nám hér í Parxs þér að skapi? Ég kann mjög vel við mig hér. í París eru mjög góð skil- yrði til að leggja stund á arki- tektúr. Hér er mikið úrval af söfnum, klassískum byggingum og ýmsum opinberum minnis- merkjum, er auðvelda allt list- rænt nám. Litið er hér á klass- ískan byggingarstíl sem undir- stöðu þess að þjálfast í notkun hlutfalla í almennum byggingar- stíl nú. Hins vegar má geta þess, að vissir örðugleikar steðja að frönsku skólakerfi, sem ekki verður eins vart við í öðrum löndum Evrópu, það er að segja að fram á þennan dag hefur miðstöð háskólanna í Frakklandi verið að lang mestu leyti í París, sem hefur haft í för með sér ofhleðslu á háskólakerfinu. Þetta veldur því að inntöku- og sam- keppnispróf verða stöðugt erfið- ari. Viðleitni hefur þó komið fram síðustu árin í þá átt að dreifa þunga háskólakerfisins yfir á ýmsar aðrar borgir svo sem Toulouse, Montpellier, Gre- noble, og enn fleirL SL ár urðu hér nokkrar breyt- ingar á tilhögun náms síðara hluta menntaskóla og fyrrihluta háskóla og felast þær í því, að flýta skuli háskólanámi með ákveðnum hámarkstíma við hvert námsþrep. Öhætt er að segja, að mikil breyting eigi sér nú stað á frönskum íram- haldsskólum. Hópferðabilar allar stærðlr Simar 37400 og 34307. Knútur Bruun hdl. LogmannssKrifstofci Grettisgötu 8 II. h. Sími 2494Ú Gerið góðan mat h>etri með BÍLDXJDAIjS nidurs o dnii grænmeti HeiUsöIubkgðÍR -BirgSastöð SÍS, Eggerf Kristjánsson og Ca, UNDARBÆR GÖMLUDANSA Gömlu dansarnir Polka kvartettinn leikur. Húsið opnað kl. 8,30. Lindarbær er að Lindar- götu 9. Gengið inn frá Skuggasundi. Simi 21971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.