Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1967. Þorbergur vann loks 24 ára gamlan bikar Sögufrægur bikar horfinn úr umferð INNANFÉLAGSMÓT IR á skíð um var haldið 29. apríl sl. og þar gerðist það, að svigbikar sem gefinn var til keppni árið 1943 og vinnast átti með því gamla fyrirkomulagi að „sigra þrisvar í röð eða fimm sinnum alls“ gekk loksins út. Hafa þó um bikarinn keppt margir af fræknustu skíðamönnum lands- ins. Það var Þorbergur Eysteins son sem bikarinn vann til eign- ar eftir að hafa unnið hann þrisv ar í röð. Þessi frægi bikar var gefinn 1943 af • manni sem ekki vildi láta nafns síns getið. Var keppt um hann óslitið frá 1943—1954, en síðan féll keppni niður vegna snjóleysis þar til 1958, að keppt var um hann og síðan árlega til og með 1963. Þá féll keppni nið ur eitt ár (vegna snjóleysis), en síðan hefur Þorbergur unnið hann 65, 66 og 1967. Þessi bikar er því orðinn einna frægastur allra bikara sem um er keppt í skíðaíþróttinni. Af mörgum frægum mönnum sem unnið hafa bikarinn má nefna Guðna Sigfússon sem vann hann 1947 og einu sinni síð ar en varð nú — 20 árum eftir að hann fy'rst vann hann — í 2. sæti. Talar þetta sínu máli um einstakan keppnisferil og af rek Guðna. Þá vann Eysteinn Þórðarson bikarinn þrívegis en ekki í röð. Svanberg, bróðir Eysteins, vann bikarinn tvíveg- is og sama gerði Valdimar Örn- ólfsson. Úrslit á mótinu urðu þessi: f Drengjaflokkur: 1. Eyþór Haraldsson, 25,5 — 25,8 = 51,3 2. Haraldur Haraldsson, \ 29,5 — 29,4 = 58,9 Hver vill æ.a frjólsíþrótirf? f DAG efnir frjálsíþróttadeild ÍR til tímatöku í 100 m hlaupi á Melavellinum og stendur hún frá kl. 5—7. Til hennar eru allir velkomn- ir og einkum þó yngra fólk, unglingar á ölum aldri. Getur það þar innritazt í deildina og fengið tilsögn í frjálsum íþrótt- um. Væntir stjórn deildarinnar að sjá sem flesta unglinga, pilta og stúlkur. 3. Þórarinn Harðarson, 34.5 — 34,4 = 68,9 Stúlknaflokkur: 1. Guðbjörg Haraldsdóttir, 36.9 — 43,5 = 80,4 2. Margrét Eyfells 41.5 — 50,4 = 91,9 3. Anthie Óladó.ttir, 59.9 — 59,5 =119,4 Karlaflokkur: 1. Þorbergur Eysteinsson, 43,3 — 41,9 = 85,2 2. Guðni Sigfússon, 43,2 — 42,2 = 85,4 3. Helgi Axelsson, 43,0 — 43,0 = 86,0 Guðmundur Hermannson, se m varpað hefur kúlu lengst allra íslendinga ásamt syni sínum Arnari. 17.20 m „Ég hef náð þeim árangri utanhúss sem ég náði inna nhúss - 17.20m." — segir Guðmundur Hermannsson, sem er ánægðari með framför sonar sins, en sjálf sins HINN glæsilegi árangur Guð- mundar Hermannssonar KR í kúluvarpi á innanhússmót- um vetrarins hefur vakið verðskuldaða athygli. Á þeim mótum hefur Guðmundur, sem nú er á fimmtugsaldri, bætt árangur sinn stórkost- lega og náð lengsta kúlu- varpi sem nokkur íslending- ur hefur náð. 17.20 m er mjög góður árangur með leð- urkúlu, sem allir eiga erfið- ara með að varpa en blý- kúlu sem notuð er úti. ís- landsmet Gunnar Husebys, sett 1950, 16.74 m var yfir- burðaárangur í þá daga enda bar Gunnar höfuð og herðar yfir keppinauta sína á vel- flestum mótum. Tveim árum eftir að Gunn- ar setti sitt íslandsmet, 16.74 sem þá var jafnframt Evrópu met, fluttist Guðmundur Hermannsson sem nú er lög- regluvarðstjúri í Reykjavík frá ísafirði til Reykjavíkur. Bezti árangur hans flutnings- árið var 14.75 m. Síðan hefur Guðmundur verið dyggur keppandi KR og fyrirliði landsliðs frjálsíþróttamanna á stundum. Á þessum árum hefur hann bætt árangur sinn þar til hann náði bezt utanhúss 16.41 m árið 1965 og svo nú í vetur að hann margsló met- ið og náði bezt 17.20 m inn- anhúss. — Ég er mjög ánægður með þennan árangur, sagði Guðmundur er við ræddum við hann í gær. Ég vona að afrekið sé engin tilviljun heldur byggist árangurinn á mjög auknum styrk í baki og allt annari og betri vetrar- þjálfun en ég hef áður haft. — Gaf bandaríski kúlu- varparinn Steinhauer þér einhver góð ráð? — Já. Hann sagði mér frá veilu í bakinu og að ég þyrfti að gera sérstakar æfingar til að styrkja mig. Ég fór að hans ráðum og æfði lyfting- ar betur en áður og vetrar æfingin er grundvöllur ár- angursins. — Heldurðu að þú getir ekki náð sama árangri úti og þú hefur náð innanhúss? — Eg tel það fullvíst nú. Ég hef reynt mig á æfingum og hef náð þeim árangri úti sem ég náði inni í vetur. — Hvað hefurðu varpað lengst úti? — Ja, það hefur ekki verið nákvæmlega mælt og um það vil ég ekkert segja. Ég get hins vegar sagt að ég hef náð þeim árangri sem ég hef bezt náð inni þ. e. 17.20 m. Og ég hef fundið á æfingum að und anförnu að ég get náð þeim árangri úti líka. Enda telja allir kúluvarparar verra að varpa leðurkúlu inni en blý- kúlu úti. — En hvað er af veilunni í baki þínu að segja? — Ég var skorinn við iskias í baki 1957. Eftir það hlífði ég alltaf bakinu og reyndi að haga æfingum mín um eftir því. í kúluvarpi er hins vegar ekki hægt að ná góðum árangri nema hafa 'sterkt bak. En sérstakar lyft- ingaæfingar geta komið að gagni og ráð Steinhauers dugðu mér vel í því sam- bandi. Að hans ráði breytti ég vertrarþjálfuninni og ég tel árangur minn nú þeim breyttu æfingum að þakka. — En svo er það sonur þinn, Arnar. Hann hefur náð glæsilegum árangri á mótum vetrarins og verið í senti- metrastríði við Erlend Valdi- marsson sem nú á drengja- metið. Hvað viltu um hann segja. — Ég er eiginlega miklu ánægðari með árangur hans en minn árangur. Arnar er 20 ára og hefur æft mjög vel. Hann hefur bætt árangur sinn innanliúss í vetur um 2 metra. Arnar varpaði í fyrra 13.32 m úti en náði nú inni bezt 14.49 og setti þá Erlendur drengjamet með 4 sm betri árangri, 14.53. — Hvað varst þú gamall þegar þú byrjaðir? — Ég var 18 ára. — Hefurðu haft samband við Steinhauer í vetur? — Eftir að ég setti síðasta metið skrifaði ég honum og þakkaði honum fyrir ráðlegg- ingarnar og óskaði honum til hamingju með hans glæsilega árangur á mótum í Bandarí j unum. Það er eina bréfið sem ég hef sent honum og ég hef ekki fengið svar við því, sagði Guðmundur að lokum. Golfvöllur verður skipu- lagður á Hvaleyrarlandi Golfklúbburinn Keilir, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garða- hrepp og Kópavog, er nú að hefjá sumarstarfið. Innan klúbbs ins bíður mikið starf því klúbb urinn hefur fengið til umráða allt Hvaleyrarlandið sem er ein- staklega vel fallið til golfvallar- gerðar vegna þess hvað það er þurrt. Segja kunnáttumenn að þar muni í framtíð'nni verða hægt að iðka golf lengri tíma árs en á öðrum núverandi golf- völlum. Land hins nýstofnaða golf- klúbbs er 27 hektarar að stærð og mun Magnús Guðmundsson hinn kunni golfkappi skipu- leggja svæðið sem golfvöll. Hafnarfjarðarbær hefur látið Golfklúbbnum Keili landið í té fyrst um sinn. f Golfklúbbnum Keili eru nú um 100 félagar. Félagsgjöld eru með inntökugjaldi kr. 3000 en einnig eru teknir aukafélagar, búsettir á svæðum annara klúbba og greiða þeir kr 3,500 á ári. Æfingar Golfklúbbsins eru hafnar og eru enn sem komið er innanhúss en fljótlega verður farið út á hið nýja svæði. Ráðgert er í framtíðinni að þarna verði 9 holu völlur en auk þess æfingabrautir og æfinga- flatir. Stjórn Golfklúbbsins skipa nú Jónas Aðalsteinsson formaður, Sigurbergur Sveinsson og Sig- urður Helgason. í varastjóm eru Rúnar Guðmundsson og Haf- steinn Hallsson. Nýir félagar geta látið skrá sig með því að tala við einhvern stjórnarmanna. Sumorbúðir í Skololelli Sumarbúðir verða starfrækt- ar í surnar í skíðaskála KR í Skálafelli eins og að undanförnu og verður Hannes Ingibergsson íþróttakennari umisjónarmaður og kennari eins og fyrr. Námskeið eru fyrir 7—11 ára börn. Hefst námskeið drengja 19. júní og stendur til 3. júlí og telpnanámskeið hefst 3. júlí og stendur til 19. júlí. Innritunargjald er 100 kr. en allar aðrar upplýsingar um námskeiðið eru veittar í símum 24523 og 13025. Volur vunn Þrótt 5-1 f GÆRKVÖLDI fór fram fjórSI leikur Reykjavíkurmótsins i knattspyrnu. Valsmenn léku við Þrótt. Leiknum lauk með sigri Vlas 5—1. í hálfleik var staðan 2—0 fyrir VaL Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ urðu þessi úrslit í ensku knattspyrn- unni: Manch. City — Leeds 2-1 Og í gærkvöldi: Lelcester — Chelsea 3-2 West Ham — Tottenham 0-2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.