Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 1
"2 SÍÐUR mgmiiSAii 64. árg. — 108. tbl. FIMMTUDAGUK 18. MAI 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yuri Cagarin: Sovézkum geim- ferðum frestað — meðan Soyuz-slysið verður rannsakað Moskvu, 17. maí (AP-NTB) SOVÉZKI geimfarinn Y/uri A. Gagarin, sem fyrstum manna var Bkotið út í geiminn í geimskip- tnu „Vostok-1" hinn 12. apríl 1961, segir í viðtali í dag við mál gagn æskulýðsfylkingarinnar í Moskvu Komsomolskaya Pravda, að engar tilraunir verði gerðar með mannaðar geimferðir í Sov- étríkjunum á næslunni. Verður öllum tilraunum frestað um ©akveðinn tima meðan rannsak- aö'ar eru ástæður og orsakir Konstontín forðaii blóðbaði IAÞENU 17. maí (NTB). — Konstantin Kolías, forsætisráð- herra Grikklands, sagði á fundi tneð fréttamönum í Aþenu í dag »ð Konstantín konungur hefði komið í veg fyrir blóðbað í land- Inu með því að mynda núverandi ríkisstjórn eftir byltingu hersins liínn 21. apríl sl. „Hann vissi alls ekkert um fcyltinigaráformin. Það get ég jpersónulega staðfest, því ég vissi beldur ekkert um þau", sagði Kolías. „Konungurinn hafði um það að velja að snúast gegn öfurstunum og valda blóðbaði í landinu, eða að skipa ríkisstjórn log vinna eins og honum var unnt að hagsmunum landsins". Athyglisvert er að ástandið virð fst eðlilegt í höfuðborginni nú, laðeins tæpum mánuði eftir bylt- Inguna. Bandarískir ferðamenn Sóðra þar dúfurnar, gangstétta- veitingasölurnar eru þéttsetnar, eömuleiðis næturklúbbarnir, og tfáir hermenn sjást á ferli. Kolías kvaðst sannfærður um Bð þjóðin hefði sætt sig við að- Btæðurnar. Það væri jafnvel svo komið, að margir vinstrisinnar hefðu lýst sig ánægða með þró- Unina. „Við vorum að falli komnir. Ef herinn hefði ekki gripið í taumiana, hefði Grikkland neyðst til að segja sig úr Atlantshafs- bandalaginu, það hefði orðið kommúnískt ríki", sagði hann. slyssins hlnn 24. apríl sl. þegar geimskipið „Soyuz-1" steyptist stjórnlaust til jarðar og varð geimfaranum Vladimir Komarov að bana. „Tilraunir með nýja gerð Soy- uz-geimskipa verða ekki gerðar fyrr en rannsókn slyssins er lok- ið, allar aðstæður kannaðar, og nýja gierðin reynd í mannlausum geimferðum", sagði Gagarin. „Þetta tekur að sjálfsögðu lang- an tíma". Gagarin neitaði þeim orðrómi að Komarov hafi fundizt á lífi í Mið-Asíu eftir að útför hans var gerð á Rauða torginu í Moskvu hinn 26. apríl. Aðrar sögusagnir henma að Kiomarov hafi sézt í Tékkóslóvakiu. „Hversu gjarna sem við 511 vilduim trúa því að Komarov væri á lífi, og fá að sjá hann brosa, verðum við að horfast í augu við sannleikann", sagði Gagarin. Varðandi síðustu geimferð Komarovs sagði Gagarin: „Koma roy vann störf sín afburða vel alila ferðina. Hann skýrði aldrei frá neinni bilun á tækjum geim- skipsins. Sama kemur einnig fram í þeim upplýsingum, sem sijálfvirk mælitæki skipsins sendu til jarðar". Þegar „Soyuz-1" kom inn í gufuhvolfið á leið til lendingar, varð sambandislaust við það. Þetta þótti hinsvegar ekki neins iflls viti, því það sama hefur gerzt í öllum tilraunum Sovétríkjanna til þessa, sagði Gagarin. Þegar hér var komið fylgdust radar- stöðvar á jörðu niðri með ferðum geimskipsins. Sást þar að skipið Framhald á bls. 31 Sóldýrkendur í Reykjavík njóta sólarinnar í góðu skjóli fyrir norðan gjóstrinu í Sundlaug Vest- urbæjar. Krafa Egypta: Gæziuliö SÞ hverfi á brott - svo það verði ekki fyrir ef til hemaðorátaka kemur! Kaíró og New Yonk, 17. maí (AP-NTB) MIKIÐ hættuástand rikir nú í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs veðna stöðugra árekstra Sýrlands og ísraels. Stefnir de Gaulle að aukaaðild Breta í EBE? Hefur Arabíska sambandslýð veldið farið þess á leit við U Thant, að Sameinuðu þjóðirn ar kalli heim gæzlulið sitt frá landamærahéruðum ísraels og Egyptalands svo lið þetta verði ekki fyrir ef til hernað- arátaka kemur. U Thant, framkvæmda- stjóri SÞ, lýsti því yfir í dag í New York, að ástandið væri mjög ískyggilegt, en ef Ara- bíska sambandslýðveldið héldi fast við kröfu sína um brottflutning herliðs SÞ yrðu samtökin að verða við henni. Hefur framkvæmdastjórinn farið fram á frekari útskýr- ingu á kröfunni og boðað full trúa þeirra ríkja, sem lánað hafa hersveitir til gæzluliðs- ins, á sinn fund í dag. Yfirvöldin í Egyptalandi og Jórdaníu tilkynntu í dag að Framhald á bls. ai Fundur EBE-ríkjanna 29 mai nk. Farís og London, 17. mai NTB ÞEGAR æðstu menn ríkis- Btjórna ríkja Efnahagsbandalags Ins koma saman á fund í Róm seint í þessum mánuði, hefur de Gaulle Frakklandsforséti í byggju að gera ákveðna tilraun í því skyni að fá fundarmenn til þess að fallast á það sjónarmið, að Bretland sé ekki nógn langt £ veg komið til þess að ganga í bandalag^ð. Var þetta haft eftir heimildum nákomnum forset- anum í dag. De Gaulle forseti er þeirrar skoðunar, að hin dökka mynd, sem hann dró upp á þriðjudag á þá leið, að Bretland sé ekki enn fært uffl að gangast undir þær skyldur, sé niðurstaða, er æðstu menn rikisstjórna annaTra ríkja Efnahagsbandalagsins hafi einnig komizt að, að minnsta kosti Vestur-Þýzkalands og fta- líu. En de Gaulle er ekki talinn hafa neina von um, að honuim muni takast að sannfæra önnur riki innan EBE um, atS það sé tilgangslaust að hefja viðræður um inngöngu Breta í bandalag- ið. Álitið er, að de Gaulle muni á fundi æðstu manna EBE-ríkjanna sem hefjast á hinn 29. maí nk„ mælast eindregið til þess, að á fundinum náist samkomulag um, að brezka stjórnin verði fengin til þess að fallast á að ganga að nýrri tegund aukaaðildar, sem sérstaklega verði samin með Bretland fyrir augum og að þetta muni verða hagkvæmasta lausn in á þessu máli. Framhald á bls. 31 Stúdentaóeirð- ir í Madrid Madrid, 17. maí (NTB) STtJDENTAR við Madrid-há- skóla efndu til mótmælaaðgerða í dag í tilefni þesa að nokkrir leiðtogar þeirra hafa verið hand- teknir. Tóku stúdentarnir mynd- ír af Franco hershöfðingja, rifu þær í tætlur, spýttu á þær og kveiktu í þeim. Um 1.500 stúdentar úr félags- fræðideild skólans komu saman til mótmælafundar, en að fund- inum loknum ruddist fjöldi stúdenta inn í skrifstofu deildar forsetans, brutu þar rúður, veltu um húsgögnum og rifu niður mynd af Eíanco, sem hékk þar uppi. Að þvi loknu héldu stúd- entarnir til skrifstofu rektors hrópandi ýms slagsorð og kröfð- ust þess að lögreglunni væri bannaður aðgangur að háskóla- svæðinu. Þegar stúdentarnir höfðu lok- ið aðgerðum á skólalóðinni, héldu þeir út á nærliggjandi götur og reyndu að trufla um- ferð um þær. Voru þá nokkur hundruð lögreglumanna send á vettvang til að hrekja stúdent- ana inn á háskólasvæðið. Beittu lögreglumenn kylfum á þá, sem til náðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.