Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1967. 5 BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SENDU M MAGNÚSAR skiphoiti 21 símar21190 eftir lokun 5Ími 40381 — 1-0 s,Ml1-44-44 \mium Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldl. Sfiwi 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Snndlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir lokus 34930 og 36217. RAUÐARARSTÍG 31 SiMI 22022 FJaBrlr. fJaOrablóS. hlJóðkntM púströr *Jl varahlnlir I margar gerðlr bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN LufaveD 108 — Simf 24180- GOLF: KTLFUR BOLTAR O. FL. P. EYFELD LAUGAVEG 65 Húseigendar Tek að mér að steypa stétt- ir og aðkeyrslur að bílskúr- um. UppL i síma 31064 á kvöldin. Simi 22822 - 19775. Potfamold Blómaáburður 'k Úr Krókarefs rím- um gömlu „Gamli“ spurði um eftir- farandi vísu í dálkum Velvak- anda um daginn: Tekst upp sorgin, tignir garpar týna baugi; mun haran líkjast moldar haugi, maðurinn verður skjótt að draugi. Dr. Björn K. Þórólfsson bef- ur nú sent Velvakanda þetta bréf: Rvík, 10. maí 1967. Kæri Velvakandi! í dálkum yðar í dag spyr „Gamli“ um vísu, sem hann birtir, hvaðan hún sé og hver muni ort hafa. Vísan, sem „Gamli" spyr uan, er úr Krókárefsrímunum gömlu, áttunda erindi sjöttu rímu. Með öllu er óvíst um höfund þeirra rimna, en þær munu ortar nálægt aldamótun- um 1500 eða snemma á 16. öld. Krókarefsrfmur gömlu voru gefnar út ásamt Krókarefssögu 1883. Útgefandi var Pálmi Pálsson, síðar íslenzkukennari Menntaskólans í Reykjavík. Virðingarfyllst Björn K. Þórólfsson". Velvakandi þákkar fyrir svarið. 'k Við Kjalarnes Ólafur Bjarnason í Braut arholti á Kjalarnesi skrifar: „Nú um skeið hefur borið mikið á því, að menn hafa Ver- ið að flækjast á bátum upp að ströndinni og út við eyjar, svo sem við Andríðsey, hafið skot- hríð og eru vitanlega að skjóta fugil friðaðan og ófriðaðan sér til matar og sölu. Er atferli þessara „sport- veiðimanna" afleitt og ekki þol andi, þar sem æðarvarp er nú að byrja á þessum stöðum, sem friðlýstir eru, og varðar því þessi verknaður við lög. Vil ég biðja þessa menm að láta af ferðum þessum og vera ekki að ásælast annarra lönd og réttindL Annan tíma árs, þegar frið- unarlögin eru ekki í gildi, er frekar ástæða til að láta ferð- ir manna á þessum stöðum af- skiptalitlar. Látið, góðir menn, friðlýst lönd í friði. 11. ma í 1967 Ólafur Bjarnason, BrautarholtL Skrifstofumaður óskast Heildverzlun staðsett i Miðbænum éskar eftir ung- um skrifstofumanni með góðu Verzlunarskóla- eða Samvinnuskólaprófi. Áherzla lögð á góða ensku- kunnáttu og áhuga fyrir sölustörfum. Tilboð ásamt afriti af meðmælum og/eða prófskírteini óskast sent afgr. Mbl. merkt: „Reglusemi 986.“ Einbýlishús óskast Höfum kaupanda að géðu einbýlishúsi með 5 svefn- herbergjum í Reykjavík eða nágrenni. Útborgun allt að 2.5 milljónir. Skipa- og íasteignasalan KlRKJÚRVOLf Síroar: 11916 oz 13842 'jAr Hægri — vinstri „Ólafsvík, 9. 5. 1967. Kæri Velvakandi. Fyrir nokkru sendi ég yður nokkrar línur varðandi vinstri og hægri handar akstur, en þessar línur hafa ekki ennþá birzt á prenti í yðar ágætu dáJkum. Ég er ekki vanur að skrifa yður, en alveg var ég steini- hissa þegar ég las í dálkum yðar (ég les þá ennþá) að yð- ur hefði borizt mörg bréf varð- andi akstursbreytingu þá, sem væntanleg eru bæði með og móti (áreiðanlega fleiri á móti), og þér telduð, að það þjónaði engum skynsamlegum tilgangi að vera að birta þau, heldur mundi það einungis skapa misskilning og engum vera til góða. Þetta álít ég vera algjöran misskilning hjá yður, vegna þess að ég tel menn hafa full- an rétt á að láta álit sitt í ljósi jafnt með sem móti hvaða mál- efni sem er á dagskrá hverju sirmi. Ég hefi alltaf litið á blað yðar sem frekar frjáls- legt og dálkur yðar væri opinn hverjum sem vildi láta skoð- anir sínar í ljósi, hverjar sem. þær væru. arna virðist vera um einhvern misskilning hjá mér aS ræða, og bið ég yður mikillega afsökunar. Það er ef til vill til of mikils mælzt, að þér svarið mér bréf- lega, en ég vildi b;5ja yður vinsamlegast að endursenda mér bréf mitt, svo að ég geti sent það til birtingar í ein- hverju öðru dagblaðanna, svo ég geti þannig kannað lýðræð- islega tilburði þeirra. Ég ætlast ekki til að þetta bréf verði birt fremur en hið fyrra. Með vinsemd og virðingu. Svavar Árnason, Hjarðartúni 3, Ólafsvík. Velvakandi hefur hvað eftir annað tekið mál út af dagskrá í dálkum sínum, til þess að þeir kafni ekki í einhæfum skrifum um eitt mál, sem e.t.v. tiltölu- lega fáir hafa áhuga á. Vitan- lega hefur Velvakandi alltaf áskilið sér þennan rétt, þv! að annars væri ekki hægt að hafa svona dálka í dagblaðL Þannig vorú trúamálin tekin út af dagskrá fyrr á árinu, eftir að dálkarnir höfðu um lítið annað fjallað langa hríð. Mörg bréf, sem bárust seint í þeim umræðum, var ekki hægt að birta. Þannig var það með hægri-vinstri-þrefið, sem gau* allt í einu upp aftur, löngu eft- ir að sett höfðu verið um það lög á Alþingi og málið þannig ekki beint á dagskrá lengur. Með öllu er ástæðulaust að halda áfram að rífast um jafn- mikilsvert mál, þegar endan- leg ákvörðun hefur verið tek- in. Velvakandi lýsti því yfir, að málið væri útrætt í dálkum hans, en nokkur hréf um mál- ið hefur hann séð birt undir nöfnum sendanda annars stað- ar í blaðinu eftir að sú yfir- lýsing var birt, og er það hon- um auðvitað óviðkomandL Og hvaðan kemur bréfshöfunctt hér að framan vitneskja um, að fleiri hafi „áreiðanlega" ver ið á móti breytingunni af þeim, sem sendu Velvakanda línu? Velvakandi man ekki betur en það hafi einmitt ver- ið öfugL ! Afgreiðslustarf Afgreiðslumaður óskast nú þegar. Þarf að hafa bíl- próf. Kostakjör Skipholti 37. Stúlka VÖN afgreiðslu- störfum óskast SÆLA-CAFE, Brautarholti 22. Jeki sófasettið GLÆSILEGT VANDAÐ ÞÆGILEGT Mikið áklæðaúrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.