Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1«. MAI 196T. 17 Um þessar mtmdir starfar Magnús Þórðarson hjá aðal- stöðvum Atlantshafs- bandalagsins í París. Magnús Sigurðsson, blaðamaður MbL, hitti hann að máli fyrir skömmu í skrifstofu hans í byggingu NATO í París og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi flutn- ingana á aðalstöðvum NATO til Briissel. — Hvenær er ætlunin að flytja aðalstöðvarnar norður til Belgíu? — Eins og gakir standa, er gert ráð fyrir því, að flutningar fari fram í okt. n. k. Rétt er að geta þess, að franska stjórnin fór þess ekki á ieit, að aðal- stöðvar NATO, fastaráðið „sekre- tairiatið“ o. s. frv., yrðu fluttar burt frá Frakklandi, heldur ein- göngu hinar hernaðarlegu bæki- stöðvar bandalagsins. Bandalags- þjóðunum fannst hins vegar flestum, að yfirstjórn banda- Jagsins yrði ætíð að vera í nán- um og greiðfærum tengslum við hinar hernaðarlegu yfirbækí- •töðvar bandalagsins. Frá aðalstöðvum Atlantshafsban dalagsins í París. Nauösynlegt að efla sam- starf NATO-þjdöanna Rætt við IWagnús Þórðairson framkvæmdastjóra SHAPE (aðalstöðvar NATO í Bvrópu) flutti fyrir skömmu til Casteau rétt fyrir sunnan Briis- *eL APCENT (herstjóm NATO f Mið-Evrópu) hefur verið flutt frá Fontainebleau til Brunssum f Hollandi. Bandarískar og kana dískar herdeildir hafa verið flutt ■r á burt frá Frakklandi og til marks um, að hér er um engan smáræðis flutning að ræða, má geta þess, að útbúnaður þess- aira herdeilda vó um 7S0 þús. tonn. Varnarmálaskóli NATO, „NATO Defence Oollege", hefur flutzt frá París til Rómaborgar. Flutningamir til Briissel — Hinir umfangsmiklu flutn- ingiar aðalstöðvanna til Briissel ihljóta að sjálfsögðu að hafa í för með sér mikla röskun á per- sónulegum högum hins fjöl- menna starfsliðs við aðalstöðvar bandalagsins. ÍHvernig verður leyst úr þeim vandamálum, sem óJijákvæmilega hljóta að koma upp í þessu sambandi? — Óneitanlega veldur þetta mikilli röskun á högum fjöl- margra starfsmanna, sem sumir hafa dvalizt hér allar götur síð- an bækistöðvaroair voru fluttax hingað frá Lundúnum snemmia árs 1952 að ósk Frakka. Sumir eru í þann mund að greiða síð- ustu afborganir af íbúðum, sem þeir festu kaup á hér i byrjun og þurfa nú að selja í skyndi og kaupa nýjar íbúðir í Brússel í staðinn, ef þeir ætla að hialda áfram starfi sínu við bandalag- ið. Margt af starfsliðinu hér er miðaldra fólk, sem hér er orð- ið heimilisfast og hagvant; böm þess eru í rauninni hálf-frönsk — hafa gengið í franska skóla og eiga franska vini og félaga. í>að er erfitt fyrir foreldrana að þurfa að rífa börnin upp úr æsku-umhverfi þeirra og láta þau samlagast nýju umhverfi. Þetta er vitaskuld sígilt vandamál hjá diplomötum og atarfsfólki við alþjóðlegar stofn- anir. Margir starflsmannanna hér munu láta af störfum við flutn- ingana, einkum hinir frönsku. Rætt hefur verið um að bæta StarfsfóHd upp ýmis óþægindi vegnia flutningana og hugsanlegs stöðumissis. misst áhuga á bandalaginu. Nú er hins vegar svo komið, sem betur fer, að hinar umfangs- miklu, opinskáu og hreinskilnu viðræður aðildarþjóðanna, geysi- „ , „ ‘ . ... leg blaða- og tímaritaskrif um Hvað verður um hma miklu glæsilegu byggingu banda- Hver hreppir höllina? og lagsins við Boulogne-skóga? — Það er vissulega með sökn- uði, sem starfslið NATO yfir- gefur þessa hentugu og glæsi- legu byggingu, sem bandalags- þjóðirnar reistu í sameiningu. Rætt hefur verið um, að ýmis stórfyrirtæki hafi hug á að kiaupa húsið, en flestir munu þó haliast að því, að franska fjár- málaráðuneytið muni flytjast hingað. Það er nú dreift víðs- vegar um París, en hefur höfuð- aðsetur sitt í einni álmu Louvre- hallarinnar við Rue de Rivoli. Sagt er að André Malraux, franski menningarmálaráðherr- ann, hafi mikinn hug á, að fjár- málaráðuneytið rými þessa álmu í Louvre, til þess að safnið, sem höllin er þekkt fyrir, fái aukið húsnæði. Ógrynni listaverka liggja í stöflum í kjöllurum hall- arinnar, þar sem engum gefst kostur á að sjá þau nema safn- vörðum og sérfræðingum. Ekkert bendir til þess, að aðild- arríkjum Atlantshafsbandalags- ins fækki 1969 — Hvert finnst þér vera við- horfið hér í aðalstöðvum NATO við þeirri ákvörðun Frakka að draga úr þátttöku sinni í sam- starfinu innan NATO? — Sú ákvörðun olli vitanlega vonbrigðum, og um tíma voru ýmsir svartsýnir um framtíð bandalagsins. Þessi ákvörðun hafði þó eitt gott í för með sér, því að allt frá stofnun banda- lagsins hafa ekki farið fram jafn-umfangsmiklar umræður og nú um framtíð bandalagsins og hlutverk þess í breyttum heimi. Hvorki meira né minna en 250 nefndir sitja nú á rök- stólum og ræða hina margvís- legu þætti í samstarfi þessara 15 þjóða. Að mínu viti er það óumdeil- anleg staðreynd, að í gervallri mannkynssögunni hefur ekkert þjóðabandalag lánazt betur en Atlantshafsbandalagið. Það hljómar e. t. v. sem þver- sögn, en svo virðist sem hinn mikli árangur, sem bandalagið hefur náð með starfi sínu og sjálf velgengni þess hafi valdið því fyrir nokkru, að ýmsir hafi I alþjóðamálum krefjaist hrein- skilni og lipurðar í samskiptum NATO-þjóðanna. Það er útbreiddur misskiln- ingur, að Frakkar séu á leiðinni út úr NATO. Þeir hafa aðeins dregið sig að nokkru út úr viss- um þáttum hins hernaðarlega samstarfs. Sarnt er það svo, að engir munu senda fleiri hernað- arsérfræðinga á fund hernaðar- nefndarinnar, og þeir hafa ákveðið að taka fullan þátt í uppbyggingu hins nýja og há- þróaða viðvörunarkerfis í Evr- ópu og Litlu-Asíu, NADGE, sem nær allt frá Knöskanesi, nyrzta tanga Noregs, og suður fyrir Araratfjall í Tyrklandi. Sótt- máli aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins endurnýjast sjéilf- krafa árið 1969, en einstak að- ildarríki hafa þá rétt til þess að segja sig úr bandalaginu með fyrirvara. Hér þykir ekkert til þess, að neitt þátttöku- muni ganga úr banda- laginu, hvorki Frakkland né nokkurt annað ríkL Ríkisstjórnimar í löndum Var- sjárbandalagsins, sem er ein- göngu hernaðarbandalag undir yfirstjórn Sovétríkjanna og byggt upp á allt annan hátt en Atlantshafsbandalagið, hafa heldur ekki neinn hug á að draga úr samstarfinu innan bandalags síns. Nýlega leiddu tveir háttsettir talsmenn NATO og Vansjárbandalagsins saraan hesta sína í sænska sjónvarp- inu. Talsmaður Varsjárband*- lagsins kvað það hina mesttt firru, andstætt „realpolitiskum,‘ hugsunanhætti og hinu nauð- synlega valdajafnvægi í veröld- inni, sem væri undirstaða frið- arvarðveizlunnar, að draga á nokkurn hátt úr starfi Varsjár- bandalagsins, og sagði hann það enda alls ekki standa til. Gott að vera í París, — en ... — Kanntu vel við París? — Ég kom hingað fyrst ung- lingur árið 1952 og hef oft kom- ið hingað síðan til mislangrar dvalar. Eins og flestir aðrir, sem hingað koma, hef ég fest ást á þessari borg, ef svo rómantískt má að orði komast, en þó finn- ég mun í hvert skipti, hve borg- in er að verða erfiðari til þess að búa í. Að öllu öðru slepptu (þ. á. m. óheyrilegri dýrtíð), þá held ég, að samgöngur innan borgarinnar taki mest á taugarn- ar. • Hvergi hef ég séð aðra eins bílamergð í fomu samgöngu- kerfi og hér. Borgin er bókstaf- lega að kafna í eigin samgöngu- tækjum, og em Parísarbúar manna fljótastir til þess að við- urkenna það. Miklar og stór- kostlegar áætlanir eru á döfinni um að ráða hér bót á og ýmsar framkvæmdir hafnar, en fáir gera sér vonir um verulega bót fjrrr en undir næstu aldamót- Að öðru leyti er allt gott um borgina að segja; hún er ein af miðstöðvum heimsins um marga hluti; hér er óteljandi hluti að sjá og skoða og heyra og óþrot- leg tækifæri að mennta sig á hvaða sviði sem er. Ekkert land getur verið varnarlaust — Hvað viltu svo segja að lokum, Magnús? — Hér hefur auðvitað ekki gefizt tími til að ræða margs- konar röksemdir, sem mæla fremur með því að auka sam- starf NATO-ríkjanna en draga úr því. Minna má á uramæli Benjamíns Franklíns, þegar hann ásamt öðrum beitti sér fyrir stofnun Bandaríkjanna: Ef við höngum ekki saman, þá munum við örugglega hanga hver í sínu lagi. Ég hef ekki heimildir við höndina, en mig minnir, að Jón Sigurðsson kæmist að orði eitt- hvað á þá leið, að fáeinir reýfar- ar á einni hleypiskútu gætu her tekið allt ísland án minnstu fyr- irhafnar, væri það varnarlaust. (Þetta gerðist raunverulega, þeg- ar Jörundur hundadagakonungur kom til íslands á tímum Napó- leonsstyrjaldanna). Þessi stað- reynd á engu miður við á okkar dögum. Magnús Þórðarson bandalagið að undanförnu auk fjölmargra nýrra bóka, hafa leitt til þess, að flestir munu nú á einu máli um, að nauðsyn á sam- starfi NATO-þjóðanna er engu minni nú en hún var fyrir 18 árum þegar bandalagið var stofnað. Sáttmáli Atlantshafsbandalags- þjóðanna er stuttur og uppbygg- ing bandalagsins eða kerfi er mjög sveigjanlegt. Þetta var haft svo að ákveðnu ráði í upphafi, vegna þess, að hér var haldið inn á nýja og áður algerlega óþekkta braut í samstarfi sjálf- stæðra þjóða. Reynslan af þess- um sveigjanleika hefur orðið ábaflega góð og kemur nú í góð- ar þarfir, þegar breytt viðhorf SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Nýja bíó: DYNAMIT-JACK Nýja bíó sýnir um þessar mundir franska gamanmynd með hinum heimsfræga franska gamaneikara, FernandeJ, í aðal- hlutverkL Vettvangur myndar- innar er „villta vestrið'*. Mei-n- hægur franskur innflytjandi er að setjast þar að, en svo óheppi- lega vill til í þorpi því í Arizona, sem hann hyggst gera að aðset- ursstað sínum, að byssubófi einn, nefndur Dynamit-Jack, hefur ráð þorpsbúa í hendi sér. Þegar Jack þeysir í gegnum þorpið með félögum sínum, flýja þorpsbúar undan hver sem betur getur, enda láta bófamir kúlnahríðina ganga á dauðu sem lifandi. Enginn flýr þó hraðar en sjálfur lögreglustjóri þorps- ins. r,Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki“ er að öðru leyti góð regla á þessuim stað, enda lætur bófinn greipar sópa um fjármuni þá, sem hann fær komizt yfir, Franski innflytjandinn, (Fernandel) labbar kvöld eitt inn á vínkrá eina og hyggst fá sér einn gráan. Hann sér all dularfullan náunga sitja við bar inn í þungum þönkum. Hyggst hressa hann svolítið upp og bíð- ur honum í pókerspil, hvað hinn þiggur, Fernandel græðir á fingri og tá og leikur á als oddi og segir hinum að því er virðist skelfda mótstöðumanni sínum, að hann þurfi ekkert að óttast sig, heldur vera kátur. Þeir kneifa whisky, hvor í kap-p við annan, og þar kemur, að Fernandel brýtur mótstöðumann sinn fjárhagslega. En sigurgleði hans breytist innan stundar 1 megna óttakennd, svo ekki sé meira sagt, þegar andstæðingur hans kynnir sig skyndilega sem hinn óttalega Dynamit-Jack og dregur tvær skammbyssur úr slíðrum....... Fernandel sleppur þó lifandi að því sinni, en ekki er þar með sagt, að honum sé endanlega borgið undan banaráðum hins samvizkulausa þorpara. Verður sú saga ekki rakin frekar hér, til þess er hún of óhugnanleg í Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.