Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MAf 1967. Fataverksmiðja Fataverksmiðja eða stakar iðnaðarsaumavélar ósk- ast til kaups. Tilboð merkt: „Fataverksmiðja 977“ sendist afgreiðslu blaðsins. . Prjónastofa Prjónastofa eða stakar prjónavélar óskast til kaups. Hluti í starfandi prjónastofu kemur til greina. Tilboð merkt: „Prjónavélar 976“ óskast sent afgreiðslu blaðsins. Sextugur í dag: Herbert Sigfússon málarameist. Sigluf. SEXTUGUR er í dag, 18. maí, Herbert Sigfússon, málarameist- ari, Siglufirði. Hann er Eyfirð- ingur að aett og uppruna fædd ur að Arnarstöðum í Saurbæjar hreppi 18. maí, 1907. Voru for- eldrar hans þau Sigfús Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Hall- dóra Randversdóttir. Hann missti ungur móður sína og ólst upp með föður sín- um og stjúpu. Stundaði hann eff ir fermingaraldur öll algeng störf við Eyjafjörð og víðar, en flutti taeplega tvítugur að aldri til Siglufjarðar, sem þá var í örum vexti og hefir hann búið þar samfleytt síðan. Nam hánn fljótlega eftir að hann flutti þangað málaraiðn, sem hann hefir stundað síðan af mikilli leikni og kunnáttu, enda hefir mjög verið eftir honum sótzt til starfa ekki aðeins á Siglufirði, heldur einnig um nærsveitir og víðsvegar um land. Herbert er maður smekkvís og listfengur. Er það ekki aðeins að hann sýni þá eiginleika i verkum sínum í iðngrein sinni, heldur fæst hann einnig við gerð landslags mynda og ann- arra málverka. Bera þau vott vandvirkni og snyrtilegs hand- bragðs. Maðurinn sjálfur er einnig snyrtimenni hið mesta, hár, íturvaxinn og fríður sýnum. Skyldi engan gruna, að hann væri kominn á þennan aldur, heldur miklu fremur, að þar færi fertugur maður þar sem hann er. Herbert er glaðlyndur maður, fyndinn og skemmtilegur í við- ræðum og hefir óvenju glöggt auga fyrir öllu sem skoplegt er. Hefir hann oft skemmt þeim, sem þetta ritar með spaugi sínu og hnyttnum tilsvörum, enda er hann hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi. Hann er höfð- ingi hinn mesti heim að sækja og hafa margir Siglfirðingar og aðrir fyrr og síðar notið rausn- ar hans og höfðingsskapar á hinu vistlega og hlýlega heim- ili, sem kona hans Gunndóra Jó- hannsdóttir, ættuð af Siglufirði (og Siglunesi), hefir búið hon- um að Hvanneyrarbraut 32 og nú að Hólavegi 10 á Siglufirði. Herbert er maður greiðvikinn með afbrigðum og vill hvers manns vanda leysa, enda er hann í hvívetna drengur hinn bezti. Á þessu merkisafmæli munu margir hugsa hlýtt til Herberts Sigfússonar og konu hans Gunn dóru og þakka þeim margar liðn ar ánægjustundir. Sjálfur óska ég þessum vini mínum þess, að hann rhegi enn um mörg ókomin ár halda æsku sinni og atgjörfi, andlegu og líkamlegu óskertu og lifi þessi sextugi unglingur svo heill, vel og lengi. E.I. Skrifstofur til leigu Gott skrifstofuhúsn'æði til leigu á bezta stað í Mið- bænum. Fyrirspurnir sendist blaðinu merktar: „Skrifstofur 2026.“ Grasfræ, garðáburður. símar 22822 19775. FRAMBJÖÐENDUR SJÁLFSTÆDiSFLOKKSINS I Reykjavík boða til fundar í kvöld fimmtudaginn 18. maí kl. 20.30 í Sjálfsfœðishúsinu 1. Bjarni Benediktsson 2. Auður Auðuns 3. Jóhann Hafstein 4. Birgir Kjaran 5. Pétur Sigurðsson 6. Ólafur Björnsson 7. Sveinn Guðmundsson Forsætisrá&herra, Bjarni Benediktsson flytur stutta ræbu Síðan svara frambjóðendur munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fundargesta Sjálístœdsfólk er hvait til að fjölsœkja fundinn 8. Geir Hallgrimsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.