Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MAf 1967. Framhald af bls. 11 ítalir, (en Þjóðverjar), látn- ir fara, en þeim veitist erfið- ara en Þjóðverjum að finna nýtt starf. Þjóðverjar eru fremur valdir — ekki af stjórnendum fyrirtsekjanna heldur af starfsmönnum í ráðningardeildunum. Þeir, sem þar ráða, eru evrópskir í hugsunarhsetti." Atvinnulaus útlendingur hefur, að sögn séra Zorzi, við tvíþætt vandamál að etja: Að finna nýja atvinnu og vistar- veru. Tveir þriðju hlutar er- lendra verkamanna búa á veg um vinnuveitenda sinna, og stöðumissir þýðir einnig hús- næiðsmissi, sagði hann. Dval- arleyfi eru báðum atriðum háð. Atvinnulaus útlendingur með fastan samastað getur fengið dvalarleyfið fram- lengt til allt að sex mánuða og hefur í orði kveðnu rétt til að krefjast atvinnuleysis- styrks í heilt ár. En þegar dvalarleyfin renna út, eiga ■útlendingar venjulega ekki annars úrkosta en að hverfa úr landi. Sumir kusu í stað- inn að gerast innflytjendur annars staðar. Ástralska innflytjendaskrifstofan í Frankfurt hermir, að síðustu mánuði hafi „reksturinn geng ið fjörlega.“ Helmingur um- sækjenda eru ekki Þjóðverj- ar. Þrátt fyrir að sumir útlend- ingar setjist að í Vestur- Þýzkalandi — og sumir kvæn ist jafnvel þýzkum stúlkum — er meirihlutinn sannkall- aðir „gestir", sem skilja eftir fjölskyldur sínar og dveljast takmarkaðan tíma með visst takmark í huga. Könnun At- vinnumáalskrifstofunnair árið 1965 leiddi í ljós, að einung- is einn af hverjum tíu hafði verið í VesturÞýzkalandi meira en fimm ár. Fulgeneie Perey frá Murcia, Spáni, hélt heirn skömmu fyr- ir jól eftir að hafa starfað í aðeins tvö ár við þýzka sem- entsverksmiðju. Hann sagði, að hann hefði unnið sér inn nóg til að greiða fyrir nýtt hús handa sér og foreldrum sínum og hefur ekki í huga að snúa aftur til Þýzkalands, nú er marki hans var náð. Landi hans, Luis Infante, hvarf heim eftir átta mán- aða dvöl í Vestur-Þýzkalandi1^ sem byggingaverkamaður. Hann hafði skilið eftir konu sína og sjö börn í heimkynn- um sínum í Malaga. „Ég keypti heilmikið á Spáni út í reikning og vonaðist til að geta greitt það allt með tekj- um mínum," sagði hann, þar sem hann beið eftir lestinni á jámbrautarstöðinni í Frank- furt. Infante langaði aftur til Þýzkalands, en var ekki viss um atvinnu. Hvað féll honum bezt við Þýzkaland? „Pening- ana,“ svaraði hann að bragði. Erlendir verkamenn virðast eins hrifnir af öðrum hliðum lífs þeirra í Þýzkalandi. „Þýzkt fólk er óvinsamlegt,“ sagði Carlos Poo Gonzalez ía Morca frá Arriondas, Ovieto, Spáni, áður en hann hélt heim. „Hér er ágætis fólk, en dauflegt.“ Skoðanakönnun, sem gerð var síðastliðið haust meðal tyrkneskra verkamanna í Þýzkalandi, benti til, að flest- ir voru ánægðir með launa- kjör og sambandið við þýzka starfsbræður slna, en margir óánægðir með ástand híbýla og skort á samskiptum við Þjóðverja í tómstundum. Lítið hefur verið um opin- skáa mismunun, svo sem skilti í krám, sem á stendur: „Erlendir verkamenn óvel- komnir.“ Mest megnis er um að ræða tungumálaerfiðleika og ósýnilegt félagslegt bil milli Þjóðverjanna og er- lendu verkamannanna. Skoðanakönnun, sem stofn- unin fyrir hagnýt þjóðfélags- vísindi gekkst fyrir leiddi í ljós, að 70% Þjóðverja þeirra, er spurðir voru, álitu erlenda verkamenn „vera hræðilega háværa.“ 53 hundraðslutar töldu, að útlendingarnir væru á þönum eftir þýzku kven- fólki, og 41% harmaði það, sem þeir kölluðu tiLhneigingu til að beita hnífum og fljúg- ast á meðal útlendinganna. En 75% Þjóðverjanna hrós- uðu útlendingunum fyrir að anast vel um fjölskyldur sín- ar, 68% töldu þá sparsama og 46% hældu iðni þeirra. Iðni og sparsemi erlendra verkamanna hefur verið gagn rýnd af öðrum aðilum. Nokkrir menn lögðu niður vinnu í flutninigabifreiðaverk- smiðjunni Daimler-Benz í Mannheim síðasta vor, eftir að haft hafði verið eftir ein- Sumorbúðir þjóðkirkjumtur öllum landsfjórdungum i EINS og undanfarin ár mun Þjóðkirkjan efna til sumarbúða fyrir börn. Þessi starfsemi hefur notið mikilla vinsælda og að- sóknin oftast verið meiri en unnt hefur verið að sinna. Þau börn, sem eitt sinn hafa vérið í sumarbúðunum minnast þess æ síðan með gleði og sækja ákafast eftir því að komast þangað aftur. Sumarbúðastarfsemi kirkjunn- ar mótast af því að hún er rekin á kristilegum grundvelli. Það kemur fram í föstum bænaiðk- unum og kristilegri uppfræðslu. Jafnframf þessu er lögð mikil áherzla á útiveru og íþróttir. Á þessu sumri verða reknar sumarbúðir í öllum landsfjórð- ungum nema á Austurlandi. Þar hefur ekki enn tekizt að koma upp slíkri starfsemi, þó þörfin sé einna brýnust á þeim slóðum. Á Norðurlandi voru reknar sum- arbúðir að Vestmannsvatni í Að- aldal, á vegum Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Hólastifti. Á vegum æskulýðsnefndar Ár- nesprófastsdæmis verða reknar sumarbúðir í Haukadal, Biskups- tungum Þá verða og sumarbúð- ir að Holti í Önundarfirði, en fyrir þeim stendur sr. Lárus Guðmundsson sóknarprestur. Aðrar sumarbúðir verða f Skálholti, Menntaskólaselinu við Reykjakot, Krísuvík og Reyk- holti í Borgarfirði. Þessar sum- arbúðir munu verða bæði fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 9—12 ára. Flokkaskiptingin verð ur þannig. 1. flokkur: 19. júní til 3. júlí. 2. flokkur: 5. júlí til 18. júlí. 3. flokkur: 20. júlí til 4. ág. 4. flokkur: 9. ágúst til 22. ágúst. í Skálholti verða eingöngu drengir og í Menntaskólaselinu eingöngu stúlkur. Þar verður einnig flokkur fyrir stúlkur eldri en 12 ára á tímabilinu 23. ágúst til 30. ágúst. í Reykholti verða drengir í fyrsta og þriðja flokki, en stúlk- ur í öðrum og fjórða. Innritun í þessar sumarbúðir er þegar haf- in í skrifstofu æskulýðsfulltrúa, Klapparstíg 27. f TýYísuvík verða drengir í öðrum og fjórða flokki, en stúlk- ur í fyrsta og þriðja flokki. Inn- ritun þangað hefst á Bæjar- stjórnarskrifstofunni í Hafnar- firði miðvikudaginn 17. maí kl. 1 til 5, en síðan á skrifstofu Æskulýðsfulltrúa. — Dvalar- kostnaður í sumarbúðum Þjóð- kirkjunnar er kr. 120 fyrir hvern dag. Eins og á undanförnum árum hefur Þióðkirkjan notið góðrar fyrirgreiðslu manna sem skiln- ing hafa á nauðsyn slíkrar starfsemL Sérstaklega ber til að nefna nú Bæjarstjórn H=fnar- fjarðar og skólastjórn Héraðs- skólans í Reykholti, sem hafa lánað húsnæði undir starfsem- ina, svo og rektor Menntaskól- ans í Reykjavik. (Frá Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar). t Faðir minn, Þórður Guðmundsson, Austurgötu 6, Keflavík, lézt á Borgarsjúkrahúsinu 16. maL Kjartan Þórðarson. t Útför móðursystur minar, Guðnýjar Guðnadóttur frá Valshamri, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. mai kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeðin. Fyrir hönd aðstandenda. Jónatan Guðmundsson. t Útför Ragnheiðar Jónsdóttur rithöfundar, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. þ.m. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Gnðjón Guðjónsson, börn og tengdabörn. t Innilegustu þakkir færum við öilum þeim er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför, Lilju Helgadóttur, Haliveigarstíg 9. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Kjartansson. t Elsku litli drengurinn okkar, Jón Rúnar Ipsen, Bræðraborgarstíg 24, andaðist 16. þ. m. Iris Þórarinsdóttir, Werner Ipsen, Guðrún Jóhannsdóttir. t Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Ástríðar Bárðardóttur, fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 20. maí og hefst með bæn frá Ljótarstöðum kl. 2 e.h. Sigurður Sverrisson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við ándlát og jarðar- för litlu dóttur okkar, Jenný Þóru. Jenný Steindórsdóttir, Ævar Þór Sigurvinsson. t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við fráfall og útför móður minnar, ömmu og systur, Emilíu Skagf jörð. Hanna Skagfjörð og börn, Ida Hjörþórsdóttir. Bróðir okkar, Karl Hilmar Tómasson, innheimtumaður, Háteigsvegi 15, lézt 13. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudag- inn 19. maí kl. 13,30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Blóm vinsamleg- ast afþökkuð. Valgerður Tómasdóttir, Margrét T. Johnsen, Ólafur Tómasson, Ásta Tómasdóttir, Guðrún T. Sandvig-Pedersen, Málfriður T. Waage. Kveðjuathöfn um móður og fósturmóður okkar, Ragnhildi J. Björnsson frá Borgarnesi, verður í Dómkirkjunni laug- ardaginn 20. maí Ú. 10,30 f.h. Útför verður gerð frá Borg- arneskirkju kl. 4 sama dag. Ferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 12 á hádegi og til baka samdægurs. Ámi Bjömsson, Ragna Björnsson, Ása Björnsson, Hanna Helgadóftir, Ágústa Björnsson. Við þökkum af alhug auð- sýnda vináttu við andlát og útför Arnheiðar Björnsdóttur. Araheiður Sveinsdóttir, Sveina Sveinsdóttir, Björn Pálsson, Jóna Sveinsdóttir, Þorkell Hjáimarsson, Þórann Sveinsdóttir, Björn Stefánsson, Hulda Sigfúsdóttir, Einar Sveinsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för föður okkar, tengdaföður og afa, Ólafs Runólfssonar, Strandgötu 17, Hafnarfirði. Sigríður Ólafsdóttir, Alfreð Anderson, Guðný Ólafsdóttir, Daníval Finnbogason og barnabörn. um stjórnarmeðlima fyrir- tækisins, að útlendingarnir mættu betur til vinnu en Þjóðverjarnir. Síðas'tliðið sumar mælti Fritz Berg, forseti vestur- þýzka iðnsambandsins, með því, að smátt og smátt yrði dregið úr fjölda erlendra verkamanna, sem að hans sögn íþyngdu mjög þýzkum greiðslujöfnuði. Hann gat um þá 1,7 milljarða marka, sem útlendingar sendu til heima- landa sinna af launum sínum árið 1965. Séra Zorzi segir: „Erlendir verkamenn veita meira en þeir þiggja. Þjóðarframleiðsl- an hefði orðið 2% minni, ef þeirra hefði ekki notið við. Almenningur í Þýzkalandi hugsar ekki um það. Hann lítur á útlendingana fremur sem samkeppni en aðstoð.“ Ólafsdóttir Fædd 15. júní 1880. Dáin 13. apríl 1967. HINZTA KVEÐJA FRÁ SYNI Hvar er nú höndin þín mamma mín sem mildaði allan trega og breiddi svo hlýtt yfir börnin sín frá bæn þinni heitri ennþá skín ylgeisli ævinlega. Nú er við blessaða beðinn hljótt en blítt niðar minning við eyra, okkur þú helgaðir æfinnar þrótt og allt sem þú meginaðir daga og nótt en vildir þó veita okkur meira. Þú horfin ert héðan hulin sýn því himnanna útverðir kalla á móíi þér dýrðin drottins skín í dulheimi sæluvist bíður þín um aldir og eilífð alla. Opinn er svo fyrir sanna trú sælu guðs dýrðar staður þar sem að blessuð börnin þrjú brosandi móti þér taka nú og ástríkur eiginmaður. Nú kveð þig elsfcu mamma mín en minningar áfram geymi því móður umhyggju mildin þín marfcaði í huga minn sporin sín indælust hér í heimi. Haraldur Jónsson. Ég þakka öllum þeim, er sýndu mér vinarhug á sex- tugsafmæli mínu, 13. maí sL Guð blessi yfekur ölL Gísli Magnússon Leirvogsrvatni, MosfelLssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.