Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 1
 48 SÍÐUR og Með ungu fólki vtgmfflMbib 54. árg. — 109. tbl. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bjarni Benediktsson, forsætisraðherra: <~ Valið stendur um ðryggi eða upplausn frelsi eða höft í RÆÐU á fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldi sagði Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, að valið í kosningunum 11. júní stæði um öryggi eða upplausn, frelsi eða höft. Augljósara verði með hverjum deginum, sem líður að þetta verði höfuðefni kosninganna. „Ég er ekki í vafa um" sagði Bjarni Benediktsson, „ að ef menn gera sér ljóst hversu einfalt það er, sem um er að velja og varðar hag hvers einasta manns í landinu er okkur sigurinn vís." Að lokinni ræðu forsætisráðherra var fjölmörg- um fyrirspurnum beint til 8 efstu manna á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fundar- stjóri var Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar FUS, en fundarritarar Magnús Geirsson og Sigurð- ur Valdimarsson. Porsætisráðherra hóf iriál sitt I íslands og Jakob Frímannsson, með því að segja, að tvennt formaður Sambands ísl. sam- íkæri sig úr öðru í kosninga- Framhald á bls. 31 baráttunni. Hið fyrra er, hvort Hér sést nokkur hluti fundarmanna í Sjálfstæðishúsinu í gær á fundi þeim er frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins efndu til. Fjölmenni var á fundinum og fjölmörgum fyrirspurnum beint til frambjóðenda en 8 efstu menn listans svöruðu fyrirspurnum. menn vilja halda áfram því trausta og örugga stjórnarfari, sem staðið hefur í tvö kjörtíma- bil. Þetta stjórnarsamstarf hefur varað tvisvar sinnum lengur en nokkurt annað stjórnarsam- starf síðan þingrof var innleitt fyrir rúmum 60 árum og má segja, að samstarfið hafi staðið fjórum sinnum lengur en með- alaldur stjórnar var áður. Slíkt langvarandi stjórnarsam- Btarf hlýtur að skapa meiri festu og meira öryggi í stjórn málefna þjóðarinnar en ella. Nú er spurn- ingin, hvort menn vilja sleppa þ'is,sari festu og öryggi til að fá eitthvað annað í staðinn og þá Wiá spyrja, hvað mundi koma í etaðinn. Það hefur reynzt furðu erfitt að fá andstæðingana til að pvara því, hvað fyrir þeim vakir. JTramsóknarmenn ver j ast því Imjög að gera grein fyrir því, Ihvað þeir ætlast fyrir, fái þeir laukin áhrif. Þeir hafa verið epurðir að því á hverjum fund- inum á fætur öðrum og þekkt- asta dæmið um það er, þegar Ibóndi á Snæfellsnesi, sem sagðist vera eindreginn FramsóknarmaS ur kvaðst verða að spyrja að því hvað þeir ætluðu að gera, kæmist Framsóknarflokkurinn í stjórnaraðstöðu, þar sem hann yrði að skýra það fyrir sveit- ungum sínum. Eysteinn, sem er varfærinn maður sá sér þann kost vænstan að þegja, en Hall- dór E. Sigurðsson sem er mál- ihvatari gat ekki setið á sér. Hann sagði, að Framsóknar- flokkurinn ætlaði-að stjórna eins »g alltaf áður og stefnan væri bú sama, þ. e. höft og skömmtun. Oll ummæli Framsóknarmanna ibenda til þess, að þetta sé það, Bem fyrir þeim vakir en þeir ivilja augljóslega ekki láta það Rippi. Samkonvuiagið innan Fram- sóknarflokksins sést bezt á því, ®ð úr 100 manna miðstjórn Framsóknarflokksins eru felldir Þorsteinn Sigurðsson á Vatns- ieysu, formaður Búnaðarfélags Mjög alvarlegt ástand á landamærum Israels Arabaríkin hervæðast af kappi — ísraelskar þotur skjóta á flugvél SÞ New York, Kairo, 18. maí, AP—NTB. MAHMOUD Raid, utanríkis- ráöherra arabíska Sambands- lýðveldisins, hefur sent U Thant, aðalritara SÞ, skeyti, þar sem þess er farið á leit, að SÞ flytji gæzlusveitir sín- ar burt frá Sinai-skaganum og Gaza-svæðinu. Fyrir tveimur dögum fór egypzka ríkisstjórnin þess á leit, að gæzlusveitirnar yrðu fluttar til Gaza-svæðisins til að þær yrðu ekki fyrir, ef til hernað- arátaka kæmi milli Egypta og ísraelsmanna. Astandið á landamærum þessara ríkja er mjög alvarlegt og fer versn- andi. Gæzlusveitir SÞ fyrir botni Miðjarðarhafs telja um 3.500 hermenn af sjö þjóðern- um, en sveitirnar hafa verið á þessum slóðum í 11 ár eða frá því Suez-deilan var efst á baugi. U. Thant sagði í dag, að hann teldi SÞ einskis ann- ars eiga úrkosta en flytja lið- ið burt frá Egyptalandi úr því stjórnin þar hefur form- lega farið fram á slíkt. FuLltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Arthur Goldberg, sagði í dag, að Bandaríkjastjófn væri reiðubúin að styðja hiverja þá tillögu, sem miðaði að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, upplýsti í dag, að sjórn sín ráðfærði sig nú við Frakkland, Bretland og fleiri lönd vegna ó- friðarhættunnar á landamær- um ísraels. fsráelskar orrustuþotur skutu í dag á flugvél SÞ, sem hafði innanborðs yfirmann gæzlusveit- anna fyrk Miðjarðarhiafsbotni, Indar Jit Rikhye. Reyndu þot- urnar, sem voru tyær, að neyða flugjvéi hersíhöfðingjans til að lenda í ísrael, en í samráði við Rikhye virti flugmaður vélar- innar tilraunir þessar að vettugi og lenti vél sinni heilu og höldnu í Gaza, en þangað var förinni heitið. U Thant hefur sent ísra- elsstjóm harðorð mótmæli vegna þessa atburðar og krafizt trygg- ingar fyrir því, að slíkur at- burður endurtaki sig ekki. Flug- vél hersihöfðingjans var hvít- máluð og rækilega merkt Sam- einuðu þjóðunum. Blaðið Al Ahram í Kairo, sem er hálfopinbert málgagn stjórn- arinnar, skýrði frá því í dag, að gœzlusveitir SÞ hafi farið frá landamærum ísraels og Egypta- lands í dag. Starfsemnn SÞ hafi í Beirut, Libanon, hafa mótmælt þessu og kallað staðlausar flugu- fregnir. Samkvæmt frásögn út- varpsins í Kairo áttu egypzkar hersveitir að hafa komið í stað gæzlusveitanna. Frá Baghdad berast þær fregnir, að stjórn ir- aks hafi lýst því yfir, að her- sveitir landsins standi Egyptum til boða til fyrirvaralausrar ár- ásar á Israel. Framhald á bls. 31 HUNGURSNEYÐ I BIHAR FYRIR skömmu sýndi sjón- varpið kvikmýhd í þættinum „Erlend málefni" um þá ægilegu hungursneyð, sem nú ríkir í fylkinu Bihar í Indlandi. Þessi mynd vakti mikla athygli hér á landi velmegunar og velliðanar. Margt fólk hefir hringt til okk- ar af þessu tilefni eða tekið okk ur tali á förnum vegi. Viðtorögð þessa fólks eru annars vegar rík samúð með þeim, sem hungríð líða, og hinsvegar vilji til þess að leggja eitthvað af mörkum, ef það mætti verða til þess að bæta úr sáru böli einhvers eða einhverfa. Við vitum jafnvel dæmi til þess að börn í skókim hafa brugðið við og skotið sam- an e'ða lagt fram fjárupphæðir, sem þau hyggjast senda hungr- uðum börnum í Indlandi. En fólk spyr: Hverjir taka á móti framlögum, hvaða aðili hér á landi vill beita sér fyrir hjálp arstarfi vegna hungursneyðar- innar í Bihar. Nú er það kunn- ugt að hérlendis er starfandi fé- lagsskapurinn Herferð gegn hungri, sem þegar hefir látið mikið gott af sér leiða. Enn- fremiur er okkur kunnugt um það að í athugun er að stofna nýjan félagsskap eftir erlendri fyrirmynd, svonefndar friðar- sveitir. Hinn nýi félagsskapur myndi trúlega beita sér fyrir þvi að senda fórnfúst fólk til hjálp- arstarfi í löndum, þar sem marg- víslegrar hjálpar er þörf. Ekki væri nú ótrúlegt, að þessi aðilar tækju einmitt að sér einhverja forgöngu í hjálparstarfi vegna hungursneyðarinnar í Bihar, ef þau hafa þá ekki önnur verkefni á prjónunum. Við höfum ritað þessar línur af gefnu tilefni og að áeggjan ýmissa til þess að vekja athygli á málefni, sem okkur hefir bor- izt vitneskja um að margt hjarta gott fólk hu^sar alvarlega um. Fniil Björnsson. Markús Ö. Antonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.